Tíminn - 23.09.1958, Blaðsíða 5
T í MIN N, þriðjudaginn 23. septcmber 1958.
5
ÍJtiitið með kartöfluuppskeruna hefir
batnað vegna góðrar tlðar undanfarið
Rætt vií Jóhann Jónasson, forstjóra Græn-
metisverzlunar ríkisins, um kartöfluuppskeru
á nokkrum stöÖum á landinu
ÚtiitiS með kartöfluupp-
sk«runa hefir batnað nú síð-
ustu dagana vegna hlýind-
anna og vætunnar hér sunn-
an lands og reyndar hag-
stæðrar veðráttu um land
allt, sagði Jóhann Jónasson,
forstjóri Grænmetisverzlun-
ar landbúnaðarins í viðtali
við Tímann fyrir helgina.
í feyrjun igústmánaðar leit illa
út um kartöflur víðast' hvar á
landirru. Undantekning var Árnes-
sýsla og Suðurnes, þar sem mold-
argarðar eru, og í Eyjafirði voru
liorfurnai' sæmilegar um kartöfl-
ur, cn á öðrum stöðum var útlitið
tiltölulega mjög lélegt. En við það
er tíðin breyttist um síðustu mán-
aðamút og gerði vætu á Suður- og
Suðvesturlandi og brá til hlýinda
og sólfars á Norður- og Norðaustur
landi hefir rætzt mikið úr með
kartöflusprettu. Þrátt fyrir kulda í
júlí og ágúst hafa frostskaðar á
gröswn orðið litlir.
Hornaf jörður
í Homafirði var útlitið með
sprettu orðið ákaflega slæmt vegna
þurrka, þangað til úrkoman kom.
Kartöflugras var hreint að skrælna
af þurrki. Hornfirðingar eru nú
byrjaðir að taka upp og áætla að
íieildamppskera kartaflna verði
Úm '20% minni en í fyma, en þá
var mjög gott sumar. Hornafjörð-
ur er sem kunnugt er eitt af 3 eða
4 mes'tu kartöfluframleiðslusvæð-
úm á i'andinu. Hin svæðin eru
Þykkvi'bær, Eyrarbakki og Stokks-
éyri og Eyjafjörður.
í Hornafirði eru garðar bæði í
moldar- og sandjarðvegi, en einn-
ig nokkuð í framræstum mýrar-
jarðvegi. Sandgarðarnir og garðar
í vel framræstri mýrarjörð eru
lakastir vegna þurrksins, en betri
útkoma í moldargörðum. í Horna-
firði er inest ræktað Gullauga.
G ullaugað getur e. t. v. bætt við
sig ennþá, þar sem gras er ófallið.
Nokkrir dagar til eða frá geta haft
mikið að segja, þar sem sumar
íkartöflur ná enn ekki máli.
Þykkvíbær
í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu
er stærsta, samfellda kartöflusvæð
ið hér á landi. Talið er, að þar
eéu röskir 90 hektarar lands kart-
ofluakrar. Yfirleitt er j'arðvegur
þar sendinn, allt fx-á því að vera
nokkuð moldblandaður sandjarð-
vegur upp í að vera hreinn sand-
xir. Útlit er fyrir, að uppskera í
myldnu landi muni verða góð þar
eystra; þar hafa spjöllin af þurrki
ekki orðið stórkostleg. Á sandjörð-
inni munu aftur á móti vera léleg
uppskera. Þar var þurrkurinn svo
mikíll, að grasið var alveg skræln-
áð á mörgum afbrigðum, áður en
vætan kom. Þyltkvbæingar rækta
ixiörg kartöfluafbrigði — of mörg
— allt frá úrvalskartöflum eins og
GuI'Iauga ög rauðiim íslenzkum nið
ur í lélegustu tegundir, sem erfitt
er að selja. Líkur eru fyrir, að
Þykkvbæingar fái nokkuð góða
uppskeru af rauðum íslenzkum, en
þær kartöflur hafa mikinn gras-
vöxt, seinþroska og eru nú að taka
út vöxlinn. Rauðar íslenzkar kar't-
oflur eru eitt af þeim afbrigðum,
gem alltaf eru seljanleg, alltaf
jafngóð matar, en Gullauga er mis-
gott, eftir því hvernig á það er
borið, þó að þetta sé selt í sama
verðflokki.
Ný gerö af upptökuvélum
Þaima í Þykkvabænum er verið
að reyna nýja gei-ð af upplökuvél-
um. Eftir fregnum að dæma er út-
lit fyrir, að 'hún nnini reynast mjög
vcl og létta mikið undir við upp-
skeritvinnu. Vél þessi er afkasta-
mikil og skilar kartöflunum beint
í poka. ,,Áhöfn“ hennar er sex
manns.
Þessi vél mun koma að miklu
gagni í Þykkvabæ, því að kartöflu-
rækt var að fara þar í strand vegna
verkafólksskorts. Þykkbæingar
eru nú að rvyna að útvega sér aðra
vél af þisssari gerð í viðbót. Þessar
upptökuvélar henta bezt í sandi,
iþví að meira er um rusl og köggla
í moldargörðunum.
Þykkbæingar hafa komið sér
upp mjög myndarlegri kartöflu-
■geymslu, einni hinni beztu á land-
inu. Hreppsfélagið reisti geymsl-
una og hefir rekstur hennar með
ihöndum. Garðlönd eru samfelld í
Þykkvabænum og er því vélanotk-
un við kartöflurækt auðveldari
þar en annars staðar á íslandi.
Hver bóndi á sína rein, sem liggja
hlið við hlið.
Árnessýsla
í ofanverðri Árnessýslu og sums
Staðar í Rangárvallasýslu er gott
útlit með kartöfluuppskeru og
einnig hér vestanfjalls1, þar sem
ræktað er í mold, og Iíkur til þess
að uppskcra úr einstökum görðum
á þessum svæðum geti orðið meiri
en í fyrx-a. Undantekning frá þessu
eru sandarnir á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Þar hafa þurrkarnir
unnið mikið tjón.
Heilbrigðisástand virðist hafa
verið með hezta móti á öllu þessu
svæði, þannig, að fox-stjóra Græn-
metisverzlunarinnar er ekki kunn-
ugt um að ennþá hafi þar orðið
vart kartöflumyglu, sem annárs er
hirín mesti vágestur á Suður- og
Suðyesturlandi.
Um kartöflurækt í öðrum lands-
hlutum er það að segja, að útlitið
er eins og fyrr getur heldur slæmt,
nerna 1 Eyjafirði. Þar mun vera út-
Ht fyrir meðal uppskeru.
Eyjaf jörður
Eyjafjþrður er aðal kartöflu-
ræktarsvæðið á Norðurlandi og þá
einkum Svalbarðssti-öndin. Á því
svæði er stofnræktin, eða ræktun
útsæðiskartaflna, en hún er að
mcstu kostuð af Grænmetisverzlun
landbúnáðarins. Ástæðan fyrir því
að stoínræktunin er staðsett í
Eyjafirði er sú, að þar liefir ekki
orðið vart ikartöfluin.yglu, svo að
öruggt sé. Kartöflur eru einnig
stofnræktaðar á einum. eða tveim-
ur stöðum á Suðurlandi.
Flytja þarf inn Vz hluta
af ársneyzlu af kartöflum
Sumarið 1957 var talið gott kart-
öflusumar. Uppskeran þá var talin
vera 90—100 þúsund tunnur. Til
sölumeðferðar kom hjá Grænmet-
isverzluninni milli 50—60 þúsund
tunnur, en þar við bætist svo út-
sæðið og 'heimaneyzla framleið-
cnda sjálfra.
Meðaluppskeru síðustu óra telur
Jóhann forstjóri vera í kringum
50 þúsund tunnur á tímabilinu
eftir 1953, en þá var mikið kart-
öíluár.
í fyrra var gott kartöfluór, en
þó þuxTtum við að flytja inn %
hluta af kartöfluneyzlu okkar.
Eru líkur til þess, að kartöflu-
rækt aukist það á næstu árum, að
við verðum sjálfurii okkur nógir
með þær?
Satt að segja hef ég litla trú á
að við komumst það langt fyrst um
sinn, að við getum séð alveg fyrir
sumarmánuðum, en hins vegar ætt
um við að keppa að því að geta
séð okkur fyrir knrtöflum út' maí-
mánuð, a. m. k. í góðum árum.
Þess má geta, að 'þjóðir eins óg
Danir og Hollendingar flytja á
hverju sumri inn nýjar kartöflur
frá suðlægari slóðum, meðan þeir
bíða eftir nýrri uppskeru iijá sér.
Danir fluttu t. d. inn kartöflur frá
Kanarieyjúm í júní i sumar. í
sambandi við aukningu á kartoflu-
framleiðslu hér á landi eru ýmis
ljón á veginum, og þá einkum
skortur á vinnuafli i sveitunum,
sem kemur harðara niður í kart-
öflurækt en sumum öðrum búgrein
um vegna þess, að kartöflurækt
þarfnast mikils vinnuafls á viss-
unx tímum, þ. e. vor og haust.
Stórvirkar vélar koma ekki að not-
um nema á stöku stað, þar scm
stór garðlönd eru samfelld.
Setjum nú sem svo, að við
ræktum nóg af kartöflum fyrir
okkur, jafnvel í meðalári, livað er
þá liægt að gera við offramleiðsl-
una í góðu árunum? ,
— E-f við eigum að miða við það
magn, sem selt er niður, við það
að við fáum nægilegar matarkart-
öflur í meðaiári, þá er það and-
stætt mál, að í góðum sunxrunx
fáurn við allmikið nxeira magn en
við höfum not fyrir. Uppskeran
getur verið 5-föld og allt upp í
12—13-föld. í góðu sumrunum þarf
þá að vera trygging fyrir því að
hægt ,sé að koma offramleiðslunni
í verð, en möguleikar til þess eru
ekki aðrir en þeir, að komið sé
upp verksmiðju, sem geti unnið
úr úi-gangi og afgangi einhvei-ja
þá vöru, sem væri nothæf til matin
eldis, fóðurs eða i'ðnaðar, og þá
kemur helzt til greina kartöflu-
mjölsvinnsla eða spíritus, en þess-
ar tvær vörur hafa íslendingar
alltaf not fyrir, a. m. k. spíritus-
inn.
Eftirlitsliði S. Þ. í
Libanon, vel tekið
Reyniviður með berjum
GROÐUR OG GARÐAR
INGOLFUR DAVIÐSSOÞ:
Hasstlitir, tunnuber o. fl.
Mjög hefir dregið úr því vopna-
srnygli til Libanoon, sem. ..kann að
hafa átt sér stað“ fyrir 31. júlí,
segja yfirmenn eftirlitsliðs Sam-
einuðu þjóðanna í úðustu skýrslu
sinni til Öryggisráðsins. Skýrslan
nær yfir tímabilið frá 15. júlí til
11. ágúst. Á þessu tímabili hefir
verið komið upp eftirlitsstöðvum á
þýðingannestu samgönguæðum á
landamærunum. Og fleiri eftirlits-
stöðyum er komið upp eftir því,
sem cftirlitsmönnum fjölgi. Þann
10. ágúst voru 166 eftirlitsmenn á
vegum S. Þ. í Li'banon og aitk þess
24 flugmenn. Þá segir í skýrslunni
að frá því í júlílok hafi raunveru-
lega ríkt vopnahlé í landinu. Hins
vegar berast stöðugt fréttir um of
beldisverk, en þarna er um að
i-æða ofbeldi, sem frarnið er af
venjulegum glæpamönnum og sem
ekki hafa neina pólitíska þýðingu.
Eftirlitsmönnum Sameinuðu
þjóðanna er hvarvetna vel tekið
er þei’r sýna sig í sínum hvítu
jeppfibílum. Gildir það jafnt hvað
snertir stjórnarsinna eða uppreisn
armenn. Hin hlutlausa staða eftir-
litsmanna S. Þ. er viðurkennd og
metin og nærvera þeirra h ’ctur
til friðar og ró. Þrír af leiðtog-
um eftirlitssveitanna skrifa undir
skýrsluna. Norski hershöfðinginn
Odd Bull og diplomatarnir Rajes
Dayal frá Indlandi og Galo Plaza
frá Ekvador.
CFrá uppl.skrifstofu S. Þ. í Höfn)
Welsk tuiiga vinnur á.
f síðasta neíti UNESCO timarits
ins „Courier“ er m. a. grein eftir
Sir Beh-Bowen Thornas, sem fjall-
ar um endurreisn welskrar tungu
í þessari athyglisver'ðu grein
segir Sir 'Ben frá þvi, hvernig
menntamálayíirvöldin í Walex
hafa stuðlað að því, að gefnar séu
út bækur á welsku og að svo sé
nú fyrir mælt, að welska skuli
vera aðaltunga í skólunum, þar
sem íbixar eru welskumæí'andi og
aniiað kennslutungumál annars
■staðar í Wales. Greinarhöfundur
bendir á, 'að víða um lönd séu
menn farnir að ballast að því að
kenna tvö aðalmál jöfnum hönd-
um í barnaskólum og hafi það gef
Izt rnjög vel.
(Frá uppl.skrifstofu S. Þ. í Höfn).
Haustlilirnir eru farnir að fær
ast yfir jörðina, enda komið fram
í miðjan september. Lauf trjánna
gulnar eða roðnar og lauffall er
byrjað. í mýrunum er rauður lit-
ur kiuminin á brokið (blöð fífunn-
ar) fyrir löngu og nokkuð er siíð
an lauf fjalldi'apa-xs tók að roðna
til fjalla og inn til dala. Rauðu
reyniberin skarla í görðunum og
víða út um haganxi bregða blórn
beitilyngsins roðalit á stór svæði.
Litbrigði haustsins eru undursam-
lega fögur, og er sannarlega vert
að veita þeim athygli. Stundum
koma haustlitirnir all snögglega í
ljós eftir veðrabrigði, einkum
frostnætur eða hausirigningar. En
nú iiafa þeir færst fremur hægt'
yfir a. m. k. sunnanlands, enda
hafa þar verið samfelld góðviðri
að heita má í allt sumain Þui’rkar
óvenjumiklir svo brunnar og „ör
uggar“ lindir hafa víða þornað
með öllu. Hefur sums staðar þurft
að sækja vaí.n í árnar langar leið-
ir til þvotta, íxxatar og til að kæla
mjólkina á sveitabæjunum. Kart-
öflugrös gulnuðu snemma á þurr
ustu blett'um í görðunum og ó-
venju mikið og víða ber á vaxtar
truflunum eða „upphlaupum“ á
karíöflum.
Ofanjarðarkartöflur, þ. e. græn
ar og smáar, óætar kartöflur vaxa
upp um stöngla kartöflugrasanna.
Þetta sést að vísu árlega, en alveg
óhemju víða í ár á ýmsum tegund
um kartaflna og mun þurrkurinn
eiga sök á því. Að jafnaði ber nxest
á þessum ofanjarðarkartöflum í
grýttum eða illa unnum, óhent-
ugum jai-ðvegi.
Víða, a.- m. k. sunnanlands eru
blöð káls, rófna og einnig fóður
káls götótt af nagi kálmaðksins.
Byrjar mölui'inn að naga á neðra
boi’ði blaðanna, en efra borðið er
heilt fyi’st "í stað, þ. e. þunn hinxna
eftir. Er þá eins og smáii’ glugg,
ar séu á blaðinu. Sá'ðar verða svo
blöðin götótt, þegar mölurinn nag
ar í sundur „rúðurnar“ að lok
um. Fullvaxiiin mölur er fölgrænn
og um 10 mrn. á lengd. Hann
spinnur að síöustu um sig hvftan
silkihjúp neðan á blöðunum, eða
lætur sig slga í silki'þræði t'il jarð
ar. Sumarið 1949 bar xnikið á kál
möl víða um land en venjulega
verður aðeins lítillega vart við
huixn. D. D. T. hefur reynzt vel
gegn honu’’1,. ef s?ætt er að í tíma.
Krækiber — „tunnuber“.
Mikið er tínt af bláberjum
sumar. en víðast er lítið um kræk
ber, Munu kuldar um blómguna :
tíma krækiberjalyngsins, sennilegíj
eiga sök á krækiberjaleysinu,
Sums staðar er þá talsvert a ;
krækiberjum, t. d. í kjarri og in:
til dala, þar sem snjó leysti ekk'
af snenuna. S. 1. vor skýrði Halldó.v
Stefánsson forstjóri okkur Ingl
mar Óskarssyni frá því, að hanr.
hefði fyrir mörgurn árum fundii;
einkennileg aflöng krækiber fran;
á Kjari’dal í Borgarfirði. Vær
lyngið grófai’a eða líkt og „loðn-
ara“ á að líta en venjulegt kræl::
lyng og bæri litið á berjum £
greinu mlyngsins. Eg kom á Kjari
dal 7. sept og leif eftir á lyng>
inu. Fannst þá nokkuð af lítið eit
aflöngum og jafnvel köntóttun
krækiberjum — í brekkum vio
ána. Frú "Guðrún í Örnólfsdal sagc
isf rnæta vel kannast yið svon
krækiber, einkum við Slðunxúlasel
Hefðu afi sinn og amma kallac'
þau „tunnuber“ og talið stærr
og fljóttíndari en venjuleg kræk-
'ber. Lýsir liið gamla nafn „tunni:
ber“ ágætlega einkennum þessar;
bérja. Vestan hafs inunu vera ti.
afbrigði af krækilyngi, sem ber af -
löng og jafnvel köntótt krækibei
Ekki veit ég að svo koinnu ’hvort
íslcnzku „tunnuberin“ eru a:
brigði krumxnalyngs eðí
hvort vaxtarkjör og þroski
eiga hér hlut að máli. Mun það sít
ar koma í ijós. En garnan væri ac
frctta hvort nxargir hafa séð svono
aflöng eða tunnulaga krækibe),
krummalyngsins. Mikið hefur fun
ist af fjölblaða sinára í sumax
Þannig fann Ingibjörg SiguiþórS'
dóttir á Þórunúpi í Rangárvalla'
sýslu um 80 fjögurra laufa smár,
og rúmlega 20 fimm laufa. BýðuJ
nokkur betur?
Þurrviðri og svalar nætur haf
hindrag kartöflumygluna alveg .
surnar sem betur fer. Þó sá é,
mygluna á einum stað í gai’ðbletti
að Útey í. Laugardal, en þar legr
ur jarðhitagufu yfir hluta af garc
inum, svo raki og hiti var nægu:
fyrir mygluna. — Enn skifras:
surnir við að leggja niður 'nnúc
ornxag'arða sína og rækta enn ká
og rófur í kálæxlasmituðunx jarc.
hilasvæðum. Ætti alls ekki ao
laka hnúðormasmituðum kartfö.
um eða æxlveikum rófum í marL
Fi’amhald á 8. síðu.
jyil s
II"'
Bjarkarlauf og víöilauf aö haustlagi.