Tíminn - 14.10.1958, Page 5

Tíminn - 14.10.1958, Page 5
I í MIN N, þri'ðjudaginn 14. október 1958. 5 Hinrik Bjarnason: Nokkur orð um vistheimilið í Breiðuvík Athugasemd vií grein Þóríar Jónssonar, Látrum Um Breiðuvík. í júní síðastliðnum, nánar til- tekið þann 25., birtist í Tímanum viðtal við mig um starf mitt sem skólastjóra Drengjaskólans í Breiðuvík undanfarm tvó ar, svo og um ýmislegt annað í sambandi ýið þetta vistheimili rikisins í Breiðuvík í Rauðasandshreppi. í þessu viðtali fór ég ekki dult með þá skoðun mína, að meiru hefði ráðið kapp en forsjá við staðsetningu og uppbyggingu vist- heimilisin3. Sú væga gagnrýni, er þar kom fram, beindist einkum að því algjöra fyrirhyggjuleysi gagn- ýart eðii og ástandi væntanlegra vistmanna, sem virðist hafa verið rík.iandi hjá þeim aðilum, sem Völdu stað og réðu gerð þessarar mikilvægu stofnunar. Eg leitaðist við að gefa þeim mörgu, sem á- huga hafa á uppcidi þeirra barna, ér umhverfið hefir gert að horn- rekum, lýsingu á því, hvert væri hið raunverulega sálarástand. þéirra aívegaleiddu drengja, sem til Breiðuvíkur eru sendir. Það vill stundum gleymast i ákafa framkv.manna og byggingafyrir- ætlunum fjármálasnillmga, að áðalatriði uppeldisstofnunar er hópurinn, sem ala á upp. Þessi hópur er, þrátt fyrh' endurnyj- ún, alltaf samur, og við hann á að miða byggingar, umhverfi, starfslið og tæKi, en ekki öfugt. Eg get þessa hér vegna þess, að í grein í Morgun'blaðmu 3. þ. m. um Vistheimilið í Breiðuvík, læt- ur minn ágæti nábúi vestur þar, Þórður hreppstjóri Jónsson 1 Látr- tim, að því liggja, að ég geri hiut drengja og stofnunar verri en vert sé, foreldrum til ótta og drengj- um og forráðamönnum til óþuxrft ar. Jafnframt sakar hann mig um ösannsogli varðandi ástand hyOýla, en fer þó í ýmsu harðari orðum um það ástand en ég gerði í nefndu viðtali. Þar eð grein þessi er nokkur á- drepa á frásögn mína, langar mig til þess, að taka nokkur atriði henn ar til lítillegrar athugunar. Fyrst er þar til að taká, að með ólíkindum er, að ég geri hlut hinna ungu skjólstæðinga minna í Breiðuvik of dókkan. Það er ólík- legt af því, að í þeim hópi hefi ég ey-tt tveim vetrum, og ævinlega fundist ég vera í góðum félags- skap, enda hafa Breiðvikingar orðið mér kærastir af fólki mér óvandábundnu. Og einmitt vegna þess, að framtíð þeirra er ntér all- mikið áhugamál, þá er mér einnig inikið í mun, að almenningur fái rétta mynd af þeim aðstæöum og umhverfi, sem þjóðfélagið kostar til uppeldis þeirra i. Gagnrýni er hverrt stofnun holl nauösyn, og þvi nauðsynlegri, sem þjóðfélags- legt gildi hennar er meira. Þórð- ur Jónsson telur mig hafa einblínt á gallana, en þagað um kostina. Hann fuliyrðir að ég hafi ekki séð alla dyrð tíreiðuvíkur, og það er hárrétt. Eg hefi „aðeins“ verið i Breiöuvíic átta mánuði á ári, og af þeim sokum ekki scð þar annað én sandgráa haustjörð, svarðbrúna mýri og vetrarhrjóstur a íjóilum. Mér þyiKir samt ckki a.uanaijótt í Breiðuvík, og að sumarlági í sól- skini yrði ég vafalausl hrifmn, ég kann alls staðar vel við img i soi- skini og sumarblíðu. llúsnæðið. Sem gireindum og athugulum manni dylst Þórði það ekki, að meira en litið hafi verið ábótavant fyrstu skipulagningu starfs í Breiðuvík, og ég vil leyfa mcr að 'taka upp þau orð hans hér, að það mun „einsdæmi með slika stofnun að byrjað sé að rcka hana um leið og byrjað er að byggja." Þórður hefir líka ákveðnari -hugmynd ir um ástand Breiðuvíkur, húsa og jarðar, heldur en þeir, vísu menn, er hana völdu til hælisbyggingar. Hann segir hana hafa verið eyði- jörð, og mannvirki öll i þeirri mcstu niðurníðslu, sem hugsazt geti. Hann er sýnu svartsýnni en hinir vísu landnámsmenn, er þarna sáu íbúðarhæft hús fyrir 6—7 manns, og stórt steinhús, sem yrði mikils virði sem vinnustofur, ef fallið yrði frá því að gera það íbúð- arhæft. Svo sáu þeir líka, að pen- ingshús væru að miklu íeyti fyrh- hendi. Þarna hefi ég tilhneigingu tii þess, að taka meira mark á ummælum Þórðar en þeirra ágætu manna, er staðinn völdu. Hitt féll mér miður, að raunsæi hans skyldi ekki haldast, er hann hóf að ræða um byggingar þær, er reistar hafa verið. Það eru sérstaklega ummæl in um rakann. Eg sagði í viðtalinu að íbúð sú í Breiðuvík, sem ætl- uð var bústjóra, væri allt að þvi óíbúðarhæf sökum raka. Þarf ég ekki að fara mörgum orðum_ um það. Hinn óskaplegi raki í íbúðinni duldist engum, sem inn í hana kom. Eg hefi líka öllu rrieira álit á ummælum húsameistai-a þess, er í íbúðinni bjó í 2 ár, heklur en þvi, ■ sem Þórður kann að telja. En af því nú að þetta var sterkt að orði kveðið hjá mér, og Þórður telur það rangt, þá langar mig til þess, að spyrja hann eftirfarandi spurn- inga: Telur hann að bústjórinn í Breiðuvík hafi látið leggja nýja plasteinangrun á innveggi raka- herbergjanna, múrhúð'a og skipta um gólfdúk nú í sumar til þess eins, að veita múrurum atvinnu, eða nninu nú peningar til fram- kvæmda í Breiðuvík orðnir svo miklir að vöxtum, að nauðsyn sé slíkra tiltekta til þess að koma þeim í lóg? Eða telur Þórður Jóns- son það í samræmi við slit bygg- inga yfirleitt, að slikra aðgerða skuli þörf í húsi, 6—7 <íra gömlu? Mér vár auðvitað fullkunnugt um hið nýja hitakerfi, og það að vonum, því lengstan þann tíma, sem ég var 1 Breiðuvík, vann minri ágæta samverkamaður, Erlingur Magnússon handavinnukennari, sitt starf við þannig aðstæður, að full ástæða var fyrir skólastjóra að hafa áhuga á framkvæmd hitalagn? ar, enda - var ég viðstaddur þann eftirminnilega atburð, þegar fýrt var í fyrsta skipti upp í katlinmn mikla. Hafi Þórður ekki verið þar, þá hefir hann að minnsta kosti haft tækifæri til þess að kynna sér þessa hitalögn, sem er ágæt, og bera hana saman við það miðstöðv- arkerfi, sem hann kennir um rak- ann. Um samgöngur og Iækni. Það er varasamur hlutur að full- yrða, að skólastjóra í Breiðuvik gangi ekki annað til .en viljaleysi, ef hann getur ekki haft „nauðsyn- legt samband“ við lækni. Þessi ummæli eru raunar þannig, að ég kinoka mér við, að ræða þau nán- ar. En hitt slendur óhaggað’, að í fjóra ínánuði á ári hverju má bú- ast við þeim samgönguerfiðleikum á leiðum frá Breiðuvík, að alvar- legra afleiðinga megi vænta, ef þörf er fyrirvaralausr'ar .læknisað-' sloðar í neyðartilfellum. Það lækn ishérað, sem Breiðuvík er i, á því láni að fagna, að því þjónar frá- bær læknir. En hversu góður sem læknir kann að vera, þá tel ég tak- markaða þá læknisaðstoð, sem hægt er að veita gegnum síma. Ef illa færi, þá gefa ummæli Þórðar um viljaleysi góða hugmynd úm, hverjum yrði um kennt. Starfsfólk. Eg tel að við stofnun, sem á að fást við uppeldi afvegaleiddra ung- linga, sé þörf slarfsfólks með sér- þjálfun til þeirra starfa. Þetta viilja margir álíta mestu firru. En ef svo reyndist, að hér á landi sé hægt að reka slíkar stoínanir, án allra sérþjálfaðra starfsmanna, þá er líka ísland eina landið í heimi, er leyst hefir vandamálið á svo ein- faldan hátt, vandamál, sem mestu menningarþjóðir heirns hafa varið áratuga rannsókum og ógrynni fjár til þess að finna beztu lausn á. Mér hefir yfirleitt heyrzt á því starfs- fófki í Breiðuvík, sem vinna hefir átt með drengina, að það teld: sinn stærsta annmarka þann, að það hefði ekki nægilega þekkingu til þess að ná þeim árangri í starf.' sínu, sem það helzt óskaði. Hitt er rétt hiá Þórði, að minnsta kost.' að því ieyti, sem ég þekki til, að til Breiðuvíkur befir ráðizt margl ágætisfóik. Og þann tíina, sem ég var í Breiðuvík, var þar húsmóð'ir,- til sem allrar hamingju var þeirri' vanda vaxin, að veila drengjunuin þá móðurblíðu, sem þeir annars hefðu farið á mis við. En hverju cr það að kenna, að vistheiinilið í Breiðuvik er þess ekki umkomið, að taka við að meiri hluta drengj- um á aldrinum 13—16 ára, þeim aldri, þegar framkvæmdasemi fer verulega að gera vart við sig? — Hvernig stendur á því að sæmilegt starf í Breiðuvik hefir því aðeins tekizt, að þar væru að mikium meirihluta vistmenn á aldrinum 8—12 ára? Það skyldi þó aldrei vera, að afvegaleiddir drengir á aldrinum 13—16 ára þyrftu á að- stoð kunnáttumanna að halda til- þess, að greiða úr vandræðum sín- •um og vekja áhuga á einhverjum vísi að störfum og tómstundavinnu, sem kynni að falla þeim í geð sem fullorðnum mönnum? Kannske er fjarstæða að halda því fram, að í Breiðuvík séu að meirihluta dreng- ir að 12 ára aldri vegna þess að aðstæður til starfs þar geri ómögu- legt að „ráða við“ 12—15 drengi um og yíir fermingu? Eg hefi áður minnzt á einangrun Breiðuvikur, sem Þórður telur hæfilega til þess, að drengirnir fái notið uppeldisáhrifa á heim- ilinu. En hver á að verða framtíð þessara drengja? Hvort er liklegra, að þeir gerist bændur í Rauða- sandshreppi, eða hverfi aftur til kaupstaða? Og mundi það teljast góður undirbúningur undir líf drengs í fjölmenni, að senda hann til langdvalar á einangruðum út- kjáika? Eða mundi slíkt þroska um- gengnismenningu hans, og auka möguleika til þess, að hafa samvist ir við heilbrigða jafnaldra sina?- Nei. Hvernig hefir gengið að afla starfsfólks? Það hefir oft gengið erfiðlega, og ómögulegt, að halda nokkrum starfsmanni til frambúð- ar, þrátt fyrir hina auðsæju nauð- syn þess, að starfsmannaskipti séu að mjnnsta kosti ekki örarl cn vistmannaskipti. Starf dréngjanna. Ef marka má ummæli Þórðar, þá liggur nærri að álykta megi, að drengirnir liggi í dvala yfir vet- urinn, en sumarið sé sá timi, sem þeir hafi nóg að starfa, og citt- hvað sé gert fyrir þá. Það kemur nefnilega í ljós við athugun á grein hans, að skemmtun þeirra yfir veturinn samanstendur af ferð á eina jólatrésskemmtun í sveitinni. Og þetta nægir til þess að fullyrða, að „allt sé gert, er aðstæður leyfa, til að drengjunum verði dvölin sem ánægjulegust, og þeim geti liðið sem bezt“. Sem betur fer minnir mjg, og vonandi rifjast það upp fyrir Þórði vini mínum líka, að töluvert fleira liafi verið gert til þessj að stytta drengj unum skammdegið, en það eitt, að fara með þá á jólatréð. Hitt er rétt, að húsnæðisleysi hefir haft það í för með sór, að meiri áherzla hef- ■ir orðið að leggja á það, að hafa öfan af fyrir drengjunum, heldur en hitt, að veita þeim tækifæri til skapandi síarfa. Það hafa fleiri rætt um það, en Þórður, hvílík kostajörð Breiða- vík sé, með „ótæmandi ræktunar- möguleika.“ Þessa sérlegu land- • kosti lief ég ekki komið auga á. Hitt veit ég, að það má vafalaust gera mýrarflókann og sandfenin í Breiðuvík að túni, með nægilegum peningum, en sú blessunarríka úr- lausn getur líka átt við hvert ein- asta kot á íslandi. Mér er sömu- leiðis ómögulegt að skilja, hvað á að gera með stóraukinn búskap í Breiðuvík, á meðan hinn núver- andi og nauðsynlegi búrekstur þar „Ytt úr vör í Breiðuvík". Myndin var tekin — svo var haldiö áfram gönguferðinni. er fjárhagslegur baggi á starfsem-| im>I. Af grein Þórðar má ætla, að flest vandkvæði í Breiðuvík leys-. ist með tilkomu aukins húsnæðis. Það leysir vissulega nokkurn vanda. En hefir við byggingu í Breiðuvík, verið fyrst og fremst hugsað um það, að fá verulega hagkvæmf húsnæði til starfsenv innar, eða hefur verið einblínt á það, að fá nægilegt húsnæð'? Eftir hvaða f.vrirmynd eru byggingarn- ar gerðar? Hvaða meginsjónarmið um aðferðir við uppeidi afvega- leiddra drengja var ríkjandi hjá þtim, er skipulagningu önnuðust? Þessú væri gaman að fá svarað. Nefndin. Eg skal ekki fjölyrða um nefndir þær, er scð hafa um stofnunina. Eg geri ráð fyrir, að í þeim hafi verið og só gott fólk. En þegar ég lít á nýgerða reglugerð fyrir Vist- heimilið í Breiðuvík, og les þriðju grein, sem hljóðar þannig: „Aður en dreng er veitt viðtaka á heimilið , skal stjórnarnefndin kynna sér aðstæður allar í rnáli hans, þ. á ni. hver sé afstaða for- eldra Jians eða forráðamanna til vistarinnar. Þá skal nefndin gæta þess, að læknir rannsaki rækilega heilsufar drengsins og sömuleiðis þess, að sálfræðingur hafi áður athugað hann, ef þess er nokkur kostur. Skal afrit af umsögnum þessara sórfræðinga, svo og umsögn barna verndarnefndar (barnaverndar- ráðs) um drenginn sendast for- stöðumanni heimilisins.“ þá finnst mér undarlegt, að nefnd in skuli sitja á Patreksfirði. Hitt hefði mér þótt stórum undarlegra, og jafnvel varhugavert, að hún væri skipuð meðlimum úr Rauða- sandshreppi. Þetta segi ég ekki til þess, að kasta rýrð á mannkosti Rauðsendinga, sem ég þekki að því að vera drengi góða, heldur af hinu, að hagsmunir hreppsbúa gagnvart stofnuninni þurfa ekki endilega að vera hagsmunir vist- manna. Stofnun sem í Breiðuvík verður ávallt að vera sjálfstæð og óbundin heild innan sins umhverf- is. Því hefir á stundum verið halc ið fram við mig af torsvarsmönnui. Breiðuvíkur, að ekki mætti segj afdráttarlaust frá aðstöðu og un hverfi í Breiðuvík vegna þess, ai:' í fyrsta lagi yki það á erfiðleik: á öflun starfsfólks, og í öðru lag vekti það óánægju hjá forráða' mönnum barna. sem þar eru. Þett eru haldlitlar röksemdir, en í þeiiv. fellst þó meiri gagnrýni á Breiðc vík en ég hefi nokkurn tíma látið Ijós. Það er cngum greiði gerðu með því, að þegja yfir stórgallaðr meðferð viðkvæms þjóðþrifamáls Ef mistök hafa orðið, á það av vera keppikefli þeirra, sem þausj.i og nokkuð mega að gera, að vic urkenna þau og reyna að lagfæra en þegja þau ekki í hel, þótt þa_ séu langt í burtu. Við íslendingar höfum verið sv. Iánsamir, að finna ekki nema rét daufasta smjörþef af ,því stórvand., máli, sem afvegaleidd æska e mörgum þjóðum. Því valda þjóc félagshættir þeir, er hér hafa ver ið ríkjandi um aldir, allt frarn . síðustu áratugi. En með tilkomc: fjölmennra kaupstaða og byggðr hverfa eykst sú nauðsyn, að haí: sé verulegt cftirlit með uppeidl 0; atferli unglinga. íslenzkt þjóðfé lag hefir ekki efni á því, að lát nokkurn cinstakling fara í súginn, ef hægt er að beita ráðum til bjar£ ar. Þess vegna eru stofnanir eir.: og Vistheimilið í Breiðuvík naúð • synlegar, og þess vegna er lík. nauðsyn að til þeirra sé viturlcg. stofnað. Það má ekki gera þær að oln bogabörnum innan uppeldiskerfi okkar með þeirri skoðun, að þæ-' séu ill nauðsyn. Það er rangt. Sair. ábyrgð og drengskapartilfinnir.. menningarþjóðfélags birtist ei: mitt hvað gleggst í þ\ hvernig það hjálpc áleiðis til manndóms og þrosk , þeim þegnum sínum, sem eir.- liverra orsaka vegna eru utangáí* og ráðvilltir. Stofnanir fyrir þá og árangur af starfi unnu þar, eru- þ' á hverjum tíma nokkurs kont. samvizka samtíðarinnar. Það hefur ævinlega þótt nokku i um vert, að hafa góða samvizku. Reykjavík, 5. október 1951 Hinrik Bjarnaso , iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuiuiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiHiimB |i V örubílst jóraf élagið ÞRÓTTUR § Auglýsing eftir framboðslistum Ákveðið hefir verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör 6 aðalfulltrúa og ö til vara á 3. þing Landssambands vörubifreiðastjóra. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 17 miðviku- dag'inn 15. þ.m. Hverjum lista skulu íylgja með- mæli minnst 26 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórnin 1 =J i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.