Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 3
T í M I N N, miðvikudaginn 22. október 1958. 3 ct auðveli ^inn i l vclhirlaa Wi» kslikil slaO.i iiaia m. ■jjLJsland scoy ireldra,! NA OG Hið vinsæla danska söngpar væntanlegt til íslands í nóvem- ber — syngur í veitingahúsinu Heyrzt hefir aS hið mjög svo vinsæia par Nína og Friðrik komi hingaS til Reykjavíkur og skemmti um vikufíma í hinu nýja veit- ingahúsi Herðubreið við Tjörnina. Munu þau koma 20. nóvember næst komandi og syngja á hverju kvöldi og er ekki að efa að ef svo verður, muni margan fýsa að hlusta á betla mjög svo vinsæla calypso-par, sem segjía má að sé vinsælasti Herðubreið við Tjörnina — Frið- rik lærði landbúnað við há- skólann í Trinidad — sonur holl- enzks ambassadors — Baron Frederik van Pallandt skemmtikraftur á Norður- löndum og jafnvel víðar. Sagt er að það bafi verið fyrir ein staka heppni og tiiviljun, að for- ráðamönnum Herðubreiðar tókst að ná í Nínu og Friðrik, en þau eru mjög eftirsótt erlendis, og lætur nærri að hverjum degi hjá þeim sé ráðstafað til næsta sumars. Ein- hverra hluta vegna losnuðu hjá þeim dagarnir 20.—26. nóv., og er þess að vænla að íslenzkum aðdá- endum þeirra gefist þá kostur á að sjá þau og heyra í Herðubreið. Sonur hollenzks ambassadors Nína og Friðrik hafa verið vinir allt frá barnæsku. Þau eru (bæði fædd í Kaupmannahöfn, en Frið- rik, sem er souur hollenzks amb- assadors, hefur verið mestan hluta lífs síns á ferðalagi. Stundum bjó hann i Danmörku. stundum í Hol- landi, Rússlandi, Ameríku og Uru- guay. Eftir að hafa lokið mennta- skólaprófi, hóf hann að nema land- búnað við háskólann í Trinidad, og það var þar sem hann fyrst komst í kynni við Kalypso-músik- ina. Hann lék þessi lög á gítarinn sinn og söng þá gjarnan með og einn góðan veðurdag tók hann að semja lög og texta sjálfur. Hitfi Nínu á ný Þegar barón Frederik van Pal- landt alias Friðrik, kom á ný til Danmerkur hitti hann bernskuvin- konu sína Nínu aftur. Þau sungu saman í samkvæmi einu, og var það fremur „grín“, sem bjó á bak við það, en nokkrir vina þeirra komu því svo fyrir, að þau tóku þátt í söngkeppni, sem haldin var skömmu síðar á vegum Ruzicka nokkurs. Rnzicka varð svo hrifinn að hann réði þau þegar í stað að kabarett sínum „Mon Coeur“, og bauð þeim jafnframt að hann skyldi gerast umboðsmaður þeirra. Síðan hafa þau Nína og Friðrik verið á flakki um þvera og endi- langa Evrópu og sungið sig inn í hjörtu manna. Þau hafa skapað sér nöfn, sem jafnvel eru orðin vel- þekkt í kalypsólandinu Trinidad. Nina skildi síðar við mann sinn til þess að giflast Friðriki, og saman hafa þau sungið inn á fjölmargar plötur, og auk heldur leikið í kvik- myndum. Er skemmst að minnast .kvikmyndar, sem sýnd var í Aust- urbæjarbíói á dögunum. Nú eru þau að undirbúa leik sinn í nýrri danskri lilkvikmynd, og má það því teljast einstaka heppni, ef tekst að fá þau til þess að koma hingað til lands, þó ekki sé nema í viku- tima. NÍNA 09 FRIÐRIK Gervaise Frönsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Maria Schell. Leikstjóri: Réne Clément. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Zola. Sýningar- staður: Stjörnuhió. Einhverntíma liér ú árum éður las undirritaður Toppusögurnar, sem hétu Trygg ertu Toppa og Sörli sonur Toppu. Og þótt það komi ekki þessari nvynd minnstu vit- und við, þá rifjuðust þessar sög- ur upp við að sjá in.vndina vegna bókarheita. Zola skrifaði sögu um gleðikonu, sem hét Nana. En und irritaður vissi éklki fyrr en nú, aö hann hafði tíka skrifað sögu um móður hennar. Gervaise. — Nana dóttir Gervaise og þar með er skýringin fengin á þessum út- úrdúr. Myndin gerist í Paiás um miðja 19, ötd. Gervaise er straukona (þetta var éður en tæ'knin hélt dnnreið sína). Maður hennar hleypur i burtu í byrjun tnyndar. En Gerva ise á leyndan draum. Hann er sá að eignast verzlun og góðan mann. Hún eignast að vísu mann, en hann dettur ofan af þaki og rífur hjónaband þeirra með sér í faHinu, ef svo má segja. En Ger- vise kemur upp verzlun sinni þnátt fyrir allt og gengur nú vel um tíma. Þeim lijónum fæðist dóttir. Það er Nana. Þótt vel gengi á yfirhorðinu um tiíma hallar stöðugt undan fæti. Að- stæður eru þannig, að meira þarf til en góðan vilja einnar mann- eskju til að breyta þeim. Öldin var á móti fólki eins og Gervaise og Zola mun vera að undirstrika það öðru fremur af þeirri réttiæt iskennd, sem hann lifði fyrir. — Leikstjórinn gerir í engu íilraun til að fegra sjónarspilið og vinn- ur að því í einu og öllu að skapa mýndinni þann blæ, að hvergi stangast á við söguþráðinn. Það út al' fyrir sig er nokkurt þrek- virki. Eina persónan, sem heflr einhverja raunverulega tilburði til að breyta aldarandanum er maður, sem situr hluta af myndinni i fangelsi fyrir að gera verkfall. Hann tekur sér svo far burt með járnbrautarlest áður en loka atrið ið hefst og hefir annan son Gerv- aise með sér. Það er eins og hann sé að yfirgeía brennandi hús. Að lokum hefir þeim tveimur sem voru eiginmenn Gervaise hvor á sínuni tíma, tekizt í sameiningu að eyðileggja líf hennar og hún situr eftir allslaus og uppgefin MARIA SCHELL t. v. í Gervaise. á krá i nágrenninu, en Nana hleypur um fyrir utan í leik við krakka og byrjar upphafið að nýrri sögu. Maria Scliell leiikur Gervaise af mik- illi snilld.Hún gerir þessa konu í raun að miMu meiru en fátæk- lingi, sem rennur hraðfari undan brekkunni til grafar. Þessi kona verður í höndum hennar eitt mik- ið hróp á auðnuleysi, sem er þjóð félagslegt í eðli sinu og gildir al- veg eins í dag og það gilti fyrir hundrað árum. Þetta fói'k þarna í myndinni á engan leik. Og enn i dag er unniö að því öllum árum af vissum öflum innan allra þjóð- féiaga, að fólk eins og Gervaise komist olclrei upp úr rennusteini mannlegrar örbirgðar. Þrátt fyrir hryggðina, sem er megin- ásinn, koma fyrir mörg skopleg atvik, sem gera sitt til að auka á dýpt myndarinnar. Verkið verður því ekki látlaus harmagrátur. í rauninni er enginn harmagrátur í verkinu. Þetta var bara syona. I. G. Þ. Ljósið beint á móti Frönsk mynd. Aðalhlutverk: Bir- gitte Bardot, Reymond Pellegrin. SýningarstaSur: Trípóiíbió. Bardot hefir komið fram í ýmsum hlutverkum í kvikmyndum, en þarna mun hún í fyrsta sinn vera beint lífshættuleg. Hún giftist manni, sem samkvæmt Iæknisráði má ekki sænga ■ hjá kvenmanni, öðruvísi en að eiga á hættu að tapa lífinu. Valda þyí höfuðmeiðsl sem liann hefir fengið í bifreiða- slysi. Aumingja maðurinn berst við dauðann í höíði sínu erfiða daga og langar nætur meðan Bar dot lætur sjást i vöxt sinn nak- inn. Maðurinn þarf að vísu ekki að vera í þessu bindindi nema eitt ár, en það er langur timi, þegar Bardot er annars vegar. Þau reka veit- ingahús við vegirui, en beint á móti er benzínsala og þar er mað ur, sem er til alls fær og til all's líklegur. Myndin endar svo með dauða og skelfingu áður en árið er liðið. Pellegrin leikur sjúka manninn og gerir það sæmilega. Þetta er myndarlegur maður en ekki ýkja mikill leikari. Það kemur sér vel fyrir Bardot, hún mundi ekki þola mikið í þeim efnum. Bezt færi hún innan um bifreiðar og hestvagna, eða annað það, sem svipbrigði eru fyrirmunað. I. G. Þ. Þegar regnió koen Bandarísk mynd. ASalhlutverk: Burt Lancaster, Katharine Hep burn. Sýningarstaðuri; Tjarnar- bió. ÞaS er allt að skrælna úr þurrki og Katharine Hepburn vantar eigin- mann, svo að hún pipri ekki og eyði æf'inm hjá öldruðum föður og tveir bræðrum, sem kernu-r illa saman. Þá ber að marni, Jeik inn af Burt Lancaster, sem kveðst skuli láta rigna í hérað- inu innan 24 stunda fyrri eina hundrað dollara. Þar að auki tekst honum að snerta kvenleg- ar taugar Katharine og koma henni af þeirri skoðun, að eng- inn vilji sjá hana af því að hún sé ófríð. Þá kemur í Ijós að Burt er ekkert annað en svikahrappur, sem hefir farið um héruð og haft fé út úr fóiki með því að þykjast vera einhvers konar galdramaöur, og iögreglustjórinn kemur til þess að handtaka hann. Burt vill þá fá Katharine með sér á Xlóttan- um, en lögreglustjórinn vill halda henni eftir, þá kemst hún að því, að liún er eftirsótt, og allt leikur í lyndi. Hún velur lög reglustjórann, en til þess að Burt fái eitthvað í sinn hlut, fer að FramhaJd á 8. síðu. Marcelino í Haínarfjarðarbíói HAFNARFJARÐARBÍÓ sýnir um þesar mundir fræga italska mynd, sem byggð er á helgisögnlnni um Marcelino og munkana tólf, sem tóku munaðarlausan drenginn að sér og ólu hann upp í klaustrinu, þar sem hann saknaði móðurlegrar umhyggju, en fékk loks fyrir krafta- verk að sjá móður sína á himnum. Myndin hefir fengið mjög góða dóma og er sýnd við metaðsókn. Hér er hún nú sýnd í annað sinn vegna margra áskoranna. Aðalhlutverkið, Marceiino, leikur Pablito Calvo, og er myndin hér að ofan af honum í hlutverkinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.