Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 5
TÍMINN, míSviktidaginn 22. október 1958. 5 Ölympíuskákmótið í Munchen — Fréttabréf frá BALDRÍ PÁLMASYNI — Heilbrigftismál Esra Pétursson, læknii Mislingar Áhorfendum að ólympíumót- inu í skák fjölgar dag frá degi, eftir því sem keppnin harðnar í úr slitaflokkunum, og auðvitað vekja skákir í A-flokki rnesta athygli, enda eru báðar þýzku sveitirnar þar innan borðs. Einn meðal hinna tíðari igesta er djákni einn í kol- svörtum kufli, niaður um fimmt úgt, alskeggjaður, og setur hann öðrum fremur svip á áhorfenda- skarann. Hann fylgist einkuin og sér í lagi með skákum Júgóslava, þvi að hann er sjálfur júgóslav lieskur að ætterni, var virkur skák maður heima fyrir á árum áffur og Iilaut sákmeistaratitil þar árið 1936. Nafn hans er Sergius Matv eycv, og er hann nú kennimaður og skólakcnnari hér í Munchen. , Landi hans, Gligoric, teflir mjög snöfurmannlega á þessu móti, eins og hans er von og vísa, og eru skákir hans jafnan til sýn is í hliðargöngum, en þar hefur sýningarborðum talsvert verið fjölgað upp á síðkastið, og eru nú ekki færri en tveir t-ugir. Stund um er sama skákin sýnd á t-veimur þorðum, og hygg ég að skákir Tals komizt oftast undir þann ihatt. Hef ég heyrt ýmsar raddir halda þvi fram, að þar tefli verð- andi heimsmeistari, og virðist það ekki óeðlileg ályktun, þegar þess er gætt, hve auðvelt honum veit ist oftast að koma andstæðingum sínum á kné. Lokið er nú fimm umferðum úr slitakeppninnar. íslenzka sveit- in hefur þá átt að mótherjum þess ar þjóðir: Svía, fsraelíta, Frakka Dani og Kanadamenn. Kemur hér ofurlítil greinargerð um þessar skákir. ísland—Svíþjóð: Ingi íti Jóhannsson hafði hvítt gegn Norðurlandameistaranum Stei’ner, því að Stahlberg tók sér frí þennan dag. Teflt var drottn- ingarpeðsbragð, og kom upp af- brigði, sem Ingi kveðst ekki þekkja til hlítar, cn er hagstætt Bvörtum eins og fram kom í heimsmeistaraeinvígi Euwe—Alje chins 1937. En Ingi fór aðra leið én Euwe, og mun Sterner hafa ruglazt við það í ríminu. Ingi náði peði en fékk þó aðeins lakara tafl, eh fvrir biðina hafði hann rétt . sinn hlut fullkomlega og vel það, og kom á daginn að Svíinn gat með engu móti haldið skákinni. Freysteinn Þorbergsson tefldi nú á 2. borði og hafði svart gegn Nilsson. Fór hann í franska vörn . og reyndi nú í henni nýja leið, áem Ingi hafði mælt með. Gat hún hæglega gefizt vel, ef Freysteinn hefði gætt sín sem skyldi. Þurfti hánn að taka sér langan tíma til umhugsunar, og í tímaþröng henti hanh sú skyssa að skipta á vel staðsettum manni fyrir annan í þeirri von að koma þangað öðrum manni í staðinn, en til þess fékk hann aldrei tíma, því að Nilson kom honum í opna skjöldu með óvæntri kóngssókn, sem reið Frey steini að fullu. NiIsson tefldi skák ina ágætlega. Hann hefur staðið sig mjög vel á þessu móti og er einna harðvítugasti skákmaður éænska liðsins. Ingimar Jónsson sat við 3. borð gegn Arnlind, fékk betra tafl eft ir byrjunarleiki en gerðist þá of hikandi og hlédrægur, svo a'ö hlnn náði sér á strik. Tíminn gckk Ingimar úr greipum, og eftir þaS tapaði hann peði. Loks lék hann hálsbrjótandi hraðskákarleik, skildi hrók eftir í dauðafæri og gaf svo auðvitað skákina. Arin'björn Guðmundsson átti við Hörberg. Gekk vel framan af, en í miðtaflmu yfirsást Arinbirni miHileikur Svíans, sem fékk við það héldur þægilegra tafl. Fór svo •að Arinbjörn varð að fórna skipta mun til að fyrirbyggja mátflétiur hins. Eftir það reyndist honum Stóngnrinn hinn öflugasti liðsmað- pr, og átti hinn allerfitt um vik til vexulegra hreyfinga. Einnig átti Arinbjörn ágætt frípeð. í bið stöðunni var ekki annað sýnna en Hörberg mundi kollsigla sig, ef hann ætlaði að freista til þrautar að vinna skákina, enda kom það á daginn. Gat hann á einum stað þráleikið og gerði það tvisvar, en vinningurinn út á skiptamuninn hlýíur að hafa verið svo fastur í honum, að hann hvarf frá því í þriðja .sinn, en úr því hækkaði hagur Arinbjarnar, sem bandaði frá sér jafnteflisboði Svíans tveim leikjum síðar og leiddi lið sitt til sigurs í nokkrum leikjum. Niðurstaðan varð því tveir vinn ingar og tvö töp gegn Svíum. íslaud—fsrael: Guðmundur Pálmason gekk til hólmgöngu við 1, borðs mann ísraelsmanna, Porath. Leikið var uppskiptaafbrigðið af drottningar •bragði, og náði Guðmundur held ur hetri stöðu snemma tafls. Seig 'hann syo smám saman á, og komst andstæðingurinn í talsverða tíma þröng, svo að hann lék af sér peði. í þeim vendingum átti Guðmundiir þess kost að taka tvo léíta menn fyrir hrók en hélt sig sjá einhvern agnúa á því, sennilega að ástæðu- lausu. Gaf hann svo umframpeð sitt aftur, án þess að skeyta um að taka annapj í staðinn. í biðstöðunni átti hann hættulega sóknarmögu- leika, enda voru menn Poraths illa staðsettir. Lauk skákinni með ó- stöðvandi kóngssókn og óverjandi máthótun. Freysteinn keppti við Czerniak á öðru borði og hafði aftur svart. Beitti þá enn franskri vörn, en hún virðist. verá í miklu afhaldi hjá honum, þótt betur mætti hún reynast. Hann fékk þó góða byrj u.narsöðu og leit vel út hjá hon- um, er honum varð á að leilca heifi: arlega af sér, sást yfir skiptamuns tap, sem auðvelí var að fyrir- •bygaja. Eftir það átti hann sífellt í vök að verjast, streittist þó víð upp í 59. leik, er ósigur var á næsta leiti. Arinbjörn og' Smiltiner tefldu á 3. borði. 'Smiltiner lék ónákvæm um leik snemma í tafli, svo að Arin björn náði ívið betra tafli. En Arinbjörn kom eklci auga á neina efnilega leið, e. t. v. af því að honum var þungt í höfði af kvefi, og bauð þess vegna Smiltiner jafn tefli eftir 14 leiki. Var þá samið „stórmeistarajafntefli". Jón Kristjánsson átti í höggi við Pilshtchik. Byrjunin var þriggja riddara tafl. Er skemmst af því að segja að ísraelsmaðurinn þrengdi mjög kosti Jóns þegar í öndverðu, enda lék Jón ekki sem nákvæmast. Varð Jón að fórna riddara til að verj.ast áföllum í bili, en það nægði ekki til, svo að hann gaf skákina eftir .18 'leiki hvíts. Þar með hafði Pilshtchik hefnt harma sinna í skákinni við Freystein í forkeppninni. Viðureigninni við ísrael laiík með ósigri -í þetta sinn, einn og hálfur gegn tveimur og hálfum og skilja því þéssi lönd'jöfn á mót- inu (4:4). Frakkland—ísland: Ingi hafði svart gegn hinum gamalreynda skákmanni Frakka, Raizman, tefldi gamalt afbrigði af kóngsindverskri vörn en brá út af venjulegri leið til að flækja stöðuna. Raizman lék leik, sem gaf Inga færi á að fórna riddara í bili og taka hann svo aftur við hag stæðari skilyrði skömmu seinna í biðstöðunni hafði Ingi 2 peð fram yfir í drottningarendatafli, en Raizman þumbaðist við í voa leysi sinu hálfa aðra klukkustund eftir biðina, og þótti Inga nóg um •þrjózkuna i karli. Þá loks gaf Raizman skákina, er Ingi hótaði að breyta peði í drottningu í næstu leikjum. Boutteville var andstæðingur Guðmundar í þessari umíerð. Fókk Guðmundur al'lörðuga stöðu og eyddi miklum tima i fyrstu 10 —20 leikina. Frakkinn þurfti líka á köflum að taka sér riflegan tíma til umhugsunar, og svo fór ag báð ir komust í hrikalega tímabröng, áttu eftir 17 leiki, er þrjár mín- útur voru eftir hjá Boutteville en fimm hjá Guðmundi. Saðan var gríðar flókin, og stakk Guð- mundur upp á jafntefli. Boutte- viile skauzt sem elding til fyrir liða sveitar sinnar, kom aftur og hristi höfuðið. Lék þá Guðmund ur áfram, en 2—3 leikjum síðar er þag Frakkinn, sem býður jafn tefli. Guðmundur kveðst fyrst vilja sjá næsta leik hans, og að hon um gerðum samþykkti hann þessi gagnboðnu úrslit. Ingimar hafði svart á móti Cat ozzi á 3. borði og fór í hollenzka vörn. Þessi skák gekk með miklum rykkjum og skrykkjum. Ingimar fékk í fyrstu verra tafl. Catozzi fórnaði skiptamun og gat náð sterkum biskupi Ingimars í manna kaupum. Átti landinn erfitt um hreyfingu og var greinilega í vörn. Þar kom svo, að Fransmaðurinn gleypti peð en varð allbumbuit af, lék svo aftur af sér og tapaði manni í þeim svifum. Gafst hann þá upp skilyrðislaust. Arinbjörn átti við Noradunguan, sem oftast gengur undir stytting unni Nora. í 4. leik fór Arinbjörn ekki eftir réttri leikjaröð, og fékk hinn betra tafl. Þar á eftir lék •hann svo tvíeggjaðan leik upp á þá von að Nora sæi ekki bezta framhald, og honum varð að ósk sinni. Síðan komu mikii uppskipti og engin leið að tefla til vinnings á. ljvorugan bógnn. Larsen kom að máli við Arinbjörn, þegar Frakkanum hafðli yfirsézt rétti leikurinn, og sagði: „Þar varstu, heppinn, karlinn". Arinbjörn svar aði því til,- að hann þekkti and- stæðing sinn nokkuð frá fyrri t:ð, vær.i hann áreiðanlega ekki tauga sterkur, og því hefði sér ekki ógn að svo mjög framhaldið. Þarna unnu íslendingar fyrsta sigur sinn í úrslitakeppninni, fengu 3 vinninga gegn Frökkum. ísland—Danmörk: Nú fékk Ingi þriðja stórmeistar ann við að etja á þessu móti, sjálf an Larsen, sem hafði svart og við hafði hollenzka vörn. Ingi náði betri tökum á skákinni úm skeið og hefur trúlega átt vinning fólg irm einhvers staðar en slakaði held ur á klónni og gaf Larsen tæki- færi til að jafna stöðuna. Svo kom tímaþröng t'il sögunnar hjá Inga, lék hann þá afleik og missti skák ina úr höndum sér. Stóð hún 40 Ieiki. Þetta er fyrsta tapskák Inga á mótinu, og kallast vel gert að þrauka taplaus svo " lengi. Þeir Ingi og Larsen hafa þá alls teflt þrjár skákir um dagana, og hefur hinn síðarnefndi ætíð borið hærri hlut. Guðmundur Pálmason er hins vegar ósigraður enn á mótina, en hefur gerzt iðnari við jafnteíiin en Ingi. Nú hafði hann svart gegn Andersen og , lék Sikileyjarvörn. Ekki var langt liðið á skákina er Dananum varð á að taka ramm- eitrað peð, sem kostaði hann mannstap. Gaf hann svo skákina tveim leikjum síðar, og Guðmund ur hlaut þar með þriðja heila vinning sinn á ólympíumótinu. Enevoldsen-bræður, Jens og Harald, eru báðir í liði Dana hér, og fékk Freysteinn Jens á móti sér, en hann er sem kunnugt er alþjóðlegur meistari. Enevoldsen hafði svart og fór í nimzo-ind- verska vörn, reyndi þar gamalt afbrigði. Ekki gafst honum það vel, og fékk Freysteinn yfirburða stöðu upp úr byrjunjnni, hóf kóngs sókn, bæði af fyrirhyggju og fítons anda, svo að hinn sá sér þann kost vænstan að fórna skiptamun til að ch-aga úr sókninni. Skákin hefði ef-tir sem áður átt ag vera auð- unnin fyrir Freystem, en með ein- um röngum leið eyðilagði hann alla fyrri vinnu sína, og fékk En- evoldsen beitt sterkum gagnhótun- um. Var þá ekki nema um tvennt að gera, ef áfram skyldi haldið, annað hvort að gefa aftur skipta- miininn eða láta peð og þráleika siðan. Tók Freysteinn þá til þeirra Mislingar hafa lítilsháttar verið að stinga sér niður á stöku stað hér á landi síðan í sumar. Hingað nninu þeir liafa borizt frá Noregi eða Danmörku, en þar gengu fremur vægir faraldrar síð- ast iiðið vor. Fyrst mun hafa orðið þeirra vart vestur í Daiasýslu, og nokkru síðar austur í Rangárvallasýslu, svo á Seltjarnarnesi og nú undan- farið í Reykjavík og Kópavogi. Þeir breiðast mjög hægt út og munu t. d. lítið eða ekkert vera komnir til Hafnarfjarðar ennþá. Nú eru aðeins rúm þrjú ár síð- an þeir voru síðast hér á íerð, og eru það því helzt börn innan 4 ára sem hafa veikzt, en börn á skóla- skyldualdri munu mörg hafa feng- ið veikina, eða snert af henni síð- ast þegar þeir gengu. Það virðist að minnsta kosti nægja til þess að veikin breiðist nær ekkert út í þeim. aldursflokkum enn sem kom- ið cr. Veikin er ennþá mjög væg og ekki hefir orðið vart fylgikvilla. Meðgöngutimi hennar er 1—2 vikur. Að þeim tíma liðnum veik- ist barnið með 38—39 stiga hita, verður of rjótt í andliti og með dálítin roða á augnahvörmum. — Tveim dögum síðar koma bláhvít- leitir litlir blettir á rauðum grunni í slímhúðina innan á kinnunum, svbnefndir kopliks-blettir, en sjálf útbrotin koma ekki fram fyrr en eftir 3—4 daga frá því hitinn hófst. Þau byrja venjulega á enninu og á bak við eyrun, og dreifast þaðan niður efth’ líkamanum. Það eru dumbrauðir, dálitið upphækkaðir blettir sem síðar renna saman í stærri flekki og geta orðið meira •eða minna samfellclii* einkum á hálsi. Stundum eru hálfmánalöguð vik inn í þau, en oftast eru þaa mjög óregluleg að lögun. Útbrotin byrja að 'hverfa eiti 2—5 daga, verða þá brúnleit o,- skilja eftir sig brúnleita bletti sei .• geta varað í 1—2 vikhr. Oft flagn... þeir líka á því tímabili. Stundum eru útbrotin lítið ábei - andi ef sjúkdómurinn er vægur eða dælt hefir verið inn í sjúklin- inn mislingablóðvatni. Algengustu fylgikvillar eru höst: kvef, lungna- eða eyrnabólg'u krampi og heilabólga eru fátíð. Hóstlnn byrjar oft áður en ú: brotin á húðinni koma fram, og stafar af samsvarandi útbrotum o,. ertingu frá þeim í slímhúð öndur. arfæranna. Iðrakvef er líka fremur algeng ur fylgikvilli og stafar af sam konar orsökum, þ. e. útbrotum eð: bólgu í meltingarfærunum. Hægt er að viliast á mislinguiu og mislinga'bróður (Roseok infan- torum) 'en þar hverfur hiti um lei og útbrotin koma fram og þau erui ljósari og minni í andliti. Horfur um 'bata eru mjög góöí sérlega í vægum faröldrum og þc. sem hreysti ungbarna er miki. eins og hér er nú. Til mun vera eitthvað af mi lingablóðvatni, en þar eð verku þess varir aðeins í 3—4 vikur e.c erfitt um hönd með notkun þes-. þegar veikin breiðist svona híbg" út, þannig að það komi að eir hverju haldi. Rétt er að láta börnin liggja i rúminu ef þau eru með hita • o., gæta annara algengra varúðarrác ■ stafana. Þau þola oft illa birtu, o, er því betra að iáta rúmið snúa fr gluggunum, eða draga jafnve'. gluggatjöldin fyrir þá. E. P. ráða að bjóða jafntefli, og féllst hinn á það. Arinbjörn tefldi við Eigil Peter- sen en fékk þrengra tafl.Seig hinn heldur á smám saman. Arinbjörn taldi þó síðar að honum hefði tek- izt aff jafna taflið, en Petersen kom þá með millileik, sem gaf hon um miklar vinningsvonir, og fór svo að hann náði alveg undirtök- unum skömmu eftir biðtímann. — Þegar Arinbjörn og félagar hans höfðu litið á biðstöðuna um kvöld ið, sannfærðust þeir um að allar viðbárur væru þýðingarlausar. ■—■ Skundaði Arinbjörn þá til fundar við Petersen, sem býr á sama •hóteli, og tilkynnti lionum uppgjöf sína. íslenzka sveitin tapaði þannig fyrir Dönum með IV2. gegn 2Vz og ekki maklega, eftir því sem á horfðist um sinn. I Kanada—ísland. Ingi R og Yanofsky tefldu Sikil- eyjartafl, 'báðir eftir viðurkenndri leið í skákfræðum, og eftir 17 leiki þótti þeim hvorugum á hall- ast og' komu sér Ijúflega saman um að skipta vmningnum til helm inga. Svipað er að segja um skák Guð mundar og Vaitonis, nema hvað þeir tefldu Grunfeudbyrjun,- Þeir gerðu meg sér drotíningakaup í 13. leik og keyptu sér þar með ávís- un á jafntefli þrem leikjum síðar. Freysteinn glímdi við Fuster, þann sem rak lestina í millisvæða- mótinu í Portoroz. Framan af í taflinum varð Freysteini það á að taka í einum og sama leik tvö völd af íjórvölduðu og verðmætu mið- borðspeði, sem þurfti að vera þrí- valdað, svo að Fuster hefði getað hrifsað það óbætt, en hann var þá sem betur fer niðursokkinn í önn ur áform sín, að hann véitti peð- inu enga efliríekt. Hefði þetta ef til vill getað kostað Freystein skák ina. Hann hafði þó, þrátt fyrir þessa stríðslukku, heldur verra tafl lengi vel, en tókst loks aö jafna það, er tímahrák fór a'ð þrengja að Fuster. Lokastaðan var tveir biskupar og tvö peð hjá hvor um, öldungis steinrunnið jafn- tefli. Ingimar og Joyner áttust við. Skák þeirra var jöfn lengi vel.o;. síðar jafnvel örlitlu betri hjá Ingi mar, unz að því kom, ag hann gaf hinum kost á skiptamunvinning'. Eftir það fór fleira forgörðum hjí honum. og varð hann að taka ósigr . um síðir. Þannig fóru fslendingar hallok; fyrir Kanadamönnum, fengu 1%. vinning.. Sámtals eru þá vinningar ísi sveitarinnar orðnir 9% í 5 um ferðúm B-flokks úrslitanna eff 20 skákum. Samtals eru skákirna.' orðnar 52 ,og hafa úr þeim hlptizi: 25 vinningar. Þar af hafa fyrst. tveir liðsmenn sveitarinnaí, Ing. og Guðmundur aflað 15V2 vini:. inga. MyndarSegt Siefti af Sport Nýlega er komið út nýtt hef... af íþróttablaðinu Sport fjölbreyti: að efni að vanda. Ritstjórinn Jc hann Bernhard skrifar um Evróp z meistaramótið í frjálsum íþróttun. í Stokkhólmi og um landskeppr.. íslendinga og Dana í frjálsum í- þróttum. Báðum þessum greinac. . fylgja margar myndir, en greií. arnar eru merkar heimildir u... þessa miklu íþróttaviðburði. Þá er:., greinar um heimsókn írska lands- liðsins í knattspyrnu, og um f iandsmótið í knattspyrnu. Skrá e:e um alla núlifandi stórmeistará t skák, og ýmislegt fleira efni, seui •of langt yrði upp að telja. Blaðifi er hið ágæíasta að öllum frágar.gu Bretar hjálpa NTB-London, 18. olct. — Breta:? hafa ákveðið að láta Súdanlbúum x té landbúnaðarvélar og hergöga og þjá'lfa flugmenn fyrir þá encL urgjaldslaust. Er þetta gert vegr þess, að sökum markaðstregðu a helztu framleiðsluvörum sínumir, gengur Súdanbúum illa að stanc. við fimm ára áætlun sína um frair. farir. Fréttamenn telja, að vopna- búnaður sá, er Súdanbúar fá frá, iBretum muni verða varnarvopr., 1 sem ekki verði notuð til árása.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.