Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 9
T í MIN N, miðvikudaginn 22. oklóber 1958. 0 Ræða fjármálaráðherra bandi er líka ástæða til þess að benda á, að á s. 1. vori voru aukin framlög til vega og brúa meö ákvæðum nýju efnahagslöggjafar- innar um 12 aura af benzínskatti. Et þar um 5—6 millj. króna auk- in framlög að ræða til þeirra inála. Vil ég benda á, að framlög til fjárfestingarframkvæmda eru í tþessu frumvarpi 153% hærri en á árinu 1952 og hafa þau því aukizt stórkos'tlega, þótt hækkun á bygg- ingarkostnaði sé tekin til greina. Ég hefi nú greint í höfuðdrátt- úm ástæðurnar fyrir hækkun fjár- laganna og greint frá nokkrum emstökum liðum, sem ríkastan þátt eiga í henni. Varðandi tekjuáætlun frv. vil ég taka fram, að hún er eins og gjöld in iniðuð við núverandi ástand en ekki breytingar, sem óhjákvæmi- lcga hljóta að vísu að verða í efna hsgsmálunum, en enginn veit enn hvernig verður háttað. Öðru visi var ekki hægt að taka á þessu máli eins og gefur að skilja. Verður að sjálfsögðu að endurskoða fjárlaga frumvarpið á Alþingi, þegar það skýrist, hvers er að vænta í fram- leiðslu- og efnahagsmálum þjóðar- innar. Ríkisbúskapurinn er aðeins einn þáttur í þjóðarbúskapnum, þótt veigamikill þáttur sé, og verður að laga ráðstafanir varðandi hann eftir því, hvernig horfir um heild- arþróun efnahagsmálanna. Landhelgtsmáli($ Eigi vil ég að þessu sinni ræða j svo um efnahagsmál landsins, að ég ekki minnist á það mál, senij efst er í hugum allra íslendinga | um þessar mmidir og mesta þýð-| ingu hefir íyrir framlíð lands- manna, að frelsismáli þjóðarinn- ar einu undanskildu. Þar á ég auð- vitað við landhelgismálið. ' i ! Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð sömdu stjórnarflokkarnir um, að stjórnin skyldi vinna að útfærslu f iskveiðilandhelginnar. Stjórnin ákvað í safnráði við stuðn ingsflokka sína, að bíða eftir Genf- arráðstefnunni, enda var það tví- mælaiaust mjög 'hyggilegt. Á hinn bóginn varð ríkisstjórnin og stuðn ingsflokkar hennar ásátt um að lífs nauðsyn væri að hefjast handa um útfærslu þegar eflir ráðstefnuna. íslendingar hafá^lengi barist fyr- ir allsherjarreglu um fiskveiðiland- helgi, sem fullnægjandi væri fyrir þá, en árangurslaust'. Pdkisstjórain v^jr sannfærð um, að hættulegivæfi að bíða lengur. Rétti tíminn væri kominn til þess að hefjast handa. Þess vegna var ákvörðun tekin og við liana staðið, þótt mótmæli kæniu og jafnvel hót- ar,ir frá öðruhi-þjióðum. Ríkisstjórnin óleit, að það mundi 1 ekki reynasi iuegt að eyðileggja þetta mál með olbeldi fyrir íslend- inguin, þólt reynl yrði. Það mundi ekki reynast unnt til lengdar að fiska í ísienzkri landhelgi undir herskipavernd. Ríkisstjórnin vann að því öllum árum að kynna þetta mál sem bezt erlendis, og þegar útfærslaai var gerð kom í ljós, að allar þjóðir virtu hina nýju land- helgi, þótt þær mótmæltu sumar, nema Rretar. Þeir hafa með hex- valdi reynt að halda áfram veiðum í hinni nýju fiskveiðalandhelgi, en siíkt mun ekki takast til lengdar. Það hefir reynslan þegar sýnt. íslendingar meta mikils þær við- urkenningar, sem fengist' haía á út færslunni. Þeir munu aldrei beygja sig fyrir ofbeldi og fordæma það einum rómi. Ef til vill eiga eftir nð verða á vegi okkar í þessu máli enn ýmis konar erfiðleikar, og við get- um ekki séð allt fyrir í því efni. En við erum sannfærðir um að ef við stöndum saman um þetta mál, þá munum við sigra. Við munum aldrei sætta okkur við að okkur sé úrskurðarður í þessu efni la'kari kostur en viður- kenndur er í reynd hjá öðrum þjóðum. Við munum halda áfram að vinna að allsherjarreglu í þessu efni, sem allar þjóðir hlíti og þá í trausti þess, að sérstaða þeirra, sem byggja lífsafkomu sína svo mjög á fiskveiðum sem við hljót- um að gera, verði viðiu'kennd. Bjargföst sannfæring okkar í rík isstjórninni um það, að rétturinn væri okkar megin, að lífshagsmun- ir þjóðarinnar í framtíðinni lægju við, og að þótt stundum líti út fyrir aunað, þá mundi þjóðin á örlaga- stund öll sanieinast, gerði það að verkum, að hin mikla ákvörðun var tekin og við hana staðið. Töf- um hafnað og fleygum hafnað, hvaðan sem þeir komu og ekkert látið breyta settri stefnu. Við treystum m. a. að inn á við mundi almenningur í iandinu, þeg- ar mælirinn væri fullur talinn og í tæka tíð kveða niður aila sundr- ung, enda fór svo. Ýmsir segja að það væri sannar- lega þörf á því að jafn öflug sam- tök mynduðust um úrlausnir í efna hagsmálum og orðið hafa í land- helgismálinu, og þá ekki sízt jafn sterkt almenningsálit um sameig- inlegt átak í þeim efnum. Þetta er hverju orði sannara. Raunar er ég sannfærður um að mjög öflugt al- menningsálit mundi styrkja skyn- samlegar og nauðsynlegai' ráðstaf- anir í efnahagsmálum, ef þau öfl sem standa að núverandi ríkis- stjórn bera gæfu til að standa ein- huga saman um úrlausnir og taka forustu. Að lokum þetta. íslenzka þjóðin hefir aldrei átt jafn mikið af framleiðslutækjum og hún á nú. Þessi tæki hafa senni lega aldrei verið betur notuð en nú undanfarið. Aldrei verið jafnvel búið að framleiðslunni og nú síð- ustu misserin, enda allt fram- leiðslustarf örfast og staðið með miklum blóma. Eramfai'ir hafa aldrei verig meiri né örari en nú enda atvinnuleysi verið útrýmt, því ægilega átumeini. Yfir öllu þessu er óstæða til að gleðjast. Á hinn bóginn er skylt að gera sér fulla grein fyrir því, að þrátt fyrir þeita er ástandið í efnáhagsmálum landsins geigvæn- legt. Niðurrifsöflumim hefir orðið sorglega mikið ágengt í þvi að rífa niður og viðhalda rerðbólguþróun, sem veldur upplausn og lausung og sem fyrr en varir getur haft í för með sér stöðvun framieiðslu og framkvæmda, samdrátt á öllum sviðum og atvinnuleysi. Gegn þessu niðurrifi er skylt að rísa og tryggja áfram velmegun og framfarir. — Það er hægt án þess að taka nærri sér. Nokkrar fórnir í 'bili, en kemur margfalí' aftur e£ rétt er að farið. Þau öfl, sem standa að núver- andi ríkisstjórn, eigi að mínum dómi að gera það, sem gera þarf. Þau eiga að hafa bolmiagn til þess. Þau eiga að hafa öll skifyrði til þess að gera það, sem nauðsynlegt og óhjákvæmilegt er og á bann hátt, að það snerti í engu almenning í landinu umfram það, sem hrýn- asta nauðsyn krefur. Þau eiga að geta komið betri skipan á fram- leiðslu- og efnahagslíf landsins, er allir hljóta að sjá að þaxf að koma svo að velmegun geti haldizt og framfarir. Þetta verður að gera og er hægt að gera með samstilltu átaki og þetta eiga einmitt þeir að gera saman, sem standa að núverandi ríkisstjórn. Þessa daga vék liann varla úr skrifstofu sinni. Hetty færði honum matinn þangaö. Hann var gersamlega einangr aður frá fjölskyldu sinni. Am alia kona hans ein fékk stund um að koma inn til hans og sitja hjá honum um stund á kvöldin. — Við gerum það aðeins til þess að veita þér svolitla hvíld, kæra Katharine, sagði hann. Farðu nú út í svolitla gönguferð þér til hressingar. Móðir hennar var oft háttuö, er hún kom heim aftur. — Húsbóndinn segir, að þú skulir ekki ónáða liana, ann ars sofnar hún ekki aftur, og þú hefir engan frið, sagði Hetty þá. Hetty var þjálli núor'ðið. Hún vildi meira að segja oft reyna að gera Katharine glaö an dag. Hún bauð henni aö ganga út, ieggja sig til hvíldar stundarkorn eða jafnvel fara í nokkurra daga heimsókn til einhverrar frænku sinnar. Samt sem áður fann Katha rine ætíð til jafnmikillar and úðar á Hetty. Hún hafði þaö jafnan ósjálfrátt á meðvit- undinni, að ékki væri allt sem skyldi um hana, en hún gat lengi vel ekki gert sér grein fyrir hvaö þaö var. Og þegar hún komst loksins að því, varð henni svo mikið um það, að erfitt var að hugsa sér, að hún hefði nokkurn tíma haft grun um það. & lK Cíam/v. 18. dagur Hún haíÉfeafcarið einn dag- inn með Rinh systur sinni til einnar frSííÍu þeirra. Ruth átti að verá Jiar nokkra daga, og það vaii^tkið að skyggja, þegar Katharine kom heim. Ljós logaöTt herbergi móður hennar, mllgíty virtist hafa gleymt að- kveikja ljós i for- stofunni. • ; Hún opnáðí sjálf dyrnar með lykli,.sinum. Henni virt- ist enn dimmra í forstofunni, vegna þeis ljósrák lagði úr dyrum,-va§krifstofu föður hennar. Hurðin var þar i hálfa gáj.;t4;x.:/í.. Þau gera þetta til þess að heyra tilv*aá®!g.þegar ég kem, flaug henni •ósjálfrátt þegar í hug. Hún heyroi hlátur innan úr skrifstofuhöiv^Það var ekki hlátur föður hennar, heldur léttur kóiiuliíátur. Katharine þekkti hann. Hún hafði heyrt Hetty brég^a^onum fyrir sig, þegar hún spjahaði við mjólk urpóstinn -éða* bakarann. Þaö var auðheytt, að hún var þarna inni hjá húsbóndan- um. Meðan Katharine stóð þarna í forstofunni og hélt niðri í sér andanum, skildist henni ailt í einu, hvernig í pottinn var býið. Sannleikan um sló niður eins og eldingu. Hún herti upp hugann, gekk hratt aö dyrunum og opnaði þær úpp á gátt. Henni fannst óhugnanlega bjart þarna inni, og hún sá i einum svip hvert smáatriði — föður sinn í stólnum' við ar ininn og Hetty, sem sat á hnjám hans og lét vel að hon um. Hún spratt á fætur og kæfði óp, sem komið var fram á varir hennar, þegar Katha- rine birtist í dyrunum og steig inn á gólfið. Á borðinu stóð vínflaska og tvö glös, rjúkandi vindill lá 1 öskubakk anum. Dagblað féll á gólfiö um leið og Hetty spratt á fæt ur. Hér var það allt, sem Bart on Venner bannsöng harðast — áfengi, reykingar og dag- blöö. Þau störðu orðlaus á Katha irne, sem var náföl í framan. Hún virtist líkari vofu en manneskju, og þótt hún hefði verið afturganga, hefði heima fölkið varla getað orðið ótta- slegnara. Hún horfði þegjandi á þau um stund, snerist svo á hæh og liljóp út og uppstigann. Herbergi móður hennar var læst, og Katharine þóttist viss um, hvað við augum hennar mundi blasa, er hún opnaði dyrnar. Áfengislykt- ina lagði líka á móti henni. Tóm flaska stóð á náttborð- inu, og nokkrir dropar úr henni höfðu lekið á dúkinn. Frú Venner lá í rúmi sinu og hraut þunglega. Það var auð séð, að hjúin niðri höfðu vikiö úr vegi allri hættu á að þessi vesalings kona truflaöi þau í duflinu. Katharine gekk niður aft ur. Hetty var komin fram í eldhúsið og beið þar uppgjörs ins, sem hún vissi, að nú yrði ekki umflúiö. Að tveim klukkustundum hafði liún tek ið saman föggur sínar og far in alfarin úr húsinu. Þá gekk Katharine inn til föður síns. Þau töluðust ekki við. Hann sat álútur i stólnum sínum. Barton Venner var íail af dýrölingsstallinum, og liann steig aldrei upp á hann framar. Hann vissi nú, að dóttir hans hafði tekið völdin í sín ar hendur að fullu og öllu. 14 .kafli. — Já, ógeð mitt á áfengi stafar af þessu, sagði Katha- rine og hvarf aftur til líðandi stundar. — Nú veit ég að vísu, að vín gieður mannsins hjarta þegar þess er neytt í hófi, og að það er aðeins ofnautnin, sem böli veldur. Eg* veit það líka, að Bræöralagið reyndi af góöri viðleitni að ganga í fót spor Jesú ,og að það var að- eins hræsni sumra í söfnuðin um, sem olli því, að ég missti trúna og fylltist fyrirlitningu í staðinn. Og nú finnst mér ég vera skip, sem rekur fyrir stormi og sjó. Eg var lengi að' varpa af mér oki því, sem hið stranga uppeldi lagði á mig. Þú skilur það, Philip, að þetta sem ég var að segja þér, var aðeins upphaf þess, sem varði í nærri tuttugu ár. — Hvílíkt óréttlæti, sagði Phihp milli samanbitinna tanna. Hún leit á hann yfir öxlina. — Eg valdi það hlutskipti aö berjast .Eg hefði getað hlaup ið frá öllu, býst ég við. — Nei, það hefðir þú ekki getaö — ekki þú meö þína skapgerð og uppeldi. Hann gat ekkert sagt meira. Andstæðurnar voru svo mikl- ar, djúpið milli þessarar konu og Valerie virtist óbrúanlegt. Önnur hafði hlotið sér til skaða allt of mikið af því, j sem heimurinn gefur, hin! hafði farið alls á mis. Hann langaði til, að gera uppreisn gegn þeirri forsj ón, sem sýndi slíkt óréttlæti, en jafnframt undraðist hann tilfinningar sjálfs sín. — En nú er þessu lokið, sagði Katharine . — Já, en um leið eru liðin nærri fjörutíu ár af ævi þinni. Rödd Philips virtist reiðileg. — Það skiptir kannske ekki svo miklu máli. Nei, þaö gerði minnst til. Henni fannst hún vera létt og ung. Um hana læstist fögnuð ur þeirrar manneskju, sem veit að henni hefir verið bjarg að frá drukknun. Hún þandi út lungun og dró djúpt að sér andann. Hún var ekki lengur lokuð inni i skugga- legu húsinu, þar sem þjak- andi óhamingja hvíldi á henni. Hún mundi aldrei framar geta orðið eins ein- mana og hún hafði áður ver- ið. Einhvers staðar i heimin- um mundi Philip vera, mað urinn sem hafði opnað myrk an fangaklefa hennar og hleypt henni út í sólskin lífs- ins. Það var yndislegt að geta sagt öðrum sorgir sínar. — Það er framorðið og tekið aö kólna. Littu á, hvað skugg arnir teygja sig langt upp eft ir dalnum. Philip spratt á fætur og lagði kápuna á herðar henn- ar. — Við höfum alveg gleymt nestiskörfunni okkar hróp- aði Katharine. — Það gerir ekki svo mikið við getum fengið okkur að’ boröa í litla veitingahúsinu hérna í þorpinu . — Þaö verður gaman. Hún klappaöi saman höndunum eins og lítil stúlka. Hann var hljóöur. Fyrir lít- illi stmidu hafði hann verið svo glaður og áhyggjulaus, en nú var sem þung byrði hefði verið á hann lögð. Hann vissi, að til þessa hafði líf hans ver ið að miklu leyti látalæti, upp gerð'arlíf — bæði í ást og skemmtunum — jafnvel starf hans hafði verið af öðrum heimi en barátta þessarar stúlku, og saga hennar hafði snert hann dýpra en nokkuö annað. Kannske var það að- eins vegna þess, að hún bjó sjálf yfir alvöru og dýpt, sem hann hafði ekki áður kynnzt Þau gengu niður brekkuna í litla þorpið og inn í veitinga- stofuna. Á móti þeim kom eggjandi matarilmur. Katha rine fann til sultar. Augu hennar ljómuöu og hún var ung og áköf. Golan hafði los að um hár .hennar. Philip var enn aivarlegur, í skapi hans ólgaði enn rei'ði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.