Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, miðvikudaginn 22. október 1958.
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINW
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Litið um öxl
SKRIFFINNAR Mbl. hafa
átt í ógnar annríki við' að
rita um efnahagsmálin nú
und,amfarið. Og lenda þótt
Mbl. hafi löngum verið fram
takssamt við að hagræða
hlutunum eftir því, sem þörf
hefir þótt, hverju sinni, þá
gætir jafnvel venju fremur
ðiiákvæmni í þessum dýrtíð
arskrifum blaðsins. Verður
naumast annað skilið af
þeim en að Framsóknar-
menn og þá ekki hvað sízt sá
illi maður, Eysteinn Jónsson,
eigi á því þyngsta sök hvern
ig komið er fjárhagsmálum
þjóðarinnar, en Sjálfstæö-
ismen séu engilhreinir af
ailri synd í þeim efnum eins
og jafnan endranær.
Gamalt og gott máltæki
segir, aö sá valdi miklu, sem
upphafinu valdi. Nú er ó-
hætt að slá því föstu, enda
almennt viðurkennt, að ef
náðst hefði almennt sam-
komulag um aðgerðir til úr-
bóta er dýrtíðareinkennin
tóku fýrst að láta á sér bæra,
væri öðru vísi umhorfs í efna
hagsmálum okkar íslendinga
en nú er. Þar sem sjóndeild-
arhringur Mbl. virðist ærið
takmarkaður er það ræðir
þessi efni, en menn geta á
hinn bóginn því aðeins fellt
réttlátan dóm, að þeim gef-
ist heildarsýn yfir það, sem
um er fjallað, þá þykir Tím-
anum rétt að rifja upp nokk
ur atriði varðandi dýrtíðar-
málin.
TIL að byrja með þóttist
Sjálfstæðisflokkurinn halda
niðri dýrtíðinni. Mbl. segir
svo 29. maí 1941:
,,En hitt er jafn vist, að
því lengur, sem slegið verður
á frest að stinga við fæti og
reyna að sporna við dýrtíðar
flóðinu, þvi erfiðar verður að
finna úrræði til úrbóta.“
Fyrir atbeina Eysteins
Jónssonar, sem þá var við-
skiptamálaráðherra, voru í
þinglokin 1941 afgreidd lög
um varnir gegn dýrtíðinni.
Hvernig fór svo um fram-
kvæmd þessara fyrstu dýrtíð
arlaga? Því er fljótsvaíað.
Hún varð engin, því ráðherr
ar íhaldsins, þeir Ólafur
Thors og Jakob Möller, neit-
uðu að nota fjáröflunar-
heimildir frumv. utan lítil-
fjörlega aukningu á hinum
almenna tekjuskatti. Mbl. lét
þá heldur ekki lengi drag-
ast að sýna lögunum and-
stöðu og segir 3. sept. 1941:
,,Þegar farið er að at-
huga dýrtíðarlögin frá síð-
asta þingi rólega og hleypi-
dómalaust, munu menn kom
ast að raun um að lög þessi
eru meingölluð.“
Jafnframt þykist það þó
alá ugg í brjósti vegna vax-
andi verðbólgu því að í sömu
grein segir:
„En vijð megum ekki
gleyma því, að sú velmegun,
sem er hjá almenningi í
augnablikinu, á enga rót-
festu. Fyrr en varir verður
allt runnið út í sandinn. Eft
ir verður aðeins auðn.“
Seinnipart sumars 1941
lagði svo Eysteinn Jónsson
nýtt dýrtíðarlagafrumvarp
fyrir ríkisstjórnina. Var
aukaþing kvatt saman um
haustið til þess að fjalla um
það. íhaldið taldi trúlegt, að
vel mundi takast um fram-
kvæmd þessa frumvarps og
viidi vera með fyrra fallinu
að eigna sér það. Því segir
Mbl. 2. okt. 1941:
„Sannleikurinn er sá, að
bæði hinar fyrri og síðari til
lögur eru stílfærðar af við-
skiptamálaráðherra, en eru
að öð'ru leyti þau úrræði, er
ríkisstjórnin hefir rætt með
sér, og mun vart verða með
réttu úr skorið hver ráðherr-
anna er höfundur hverrar
einstakrar tillögu."
Og þó fengust ráðherrar
íhaldsins ómögulega til að'
framkvæma það, sem þeir
töldu sínar eigin „tillögur".
I upphafi haustþingsins
þóttust Sjálfstæðismenn öðr
um áhugasamari um fram-
ganga dýrtíðarlaganna cg
Mbl. segir 19. okt. 1941:
„Að hika er sama og tapa.
Að láta dýrtíðina leika laus-
um hala áfram, án tilraunar
til þess að hafa á henni hem
il, er ægilegt gáleysi, og að
nú reyni á hvort leiðtogar
þjóðarinnar kjósi — —
„frernur pólitískan loddara-
leik eða á.byrgar aðgerðir.“
Svo flytur Ólafur Thors
ræðu mikla á Alþingi 24.
okt. og brýnir nú heldur bet-
ur röddina. Hann segir m. a.
„Bölvun sú, er blasir við, ef
dýrtíðin leikur lausum hala,
er því þeim mun geigvæn-
legri, sem boginn verður
hærra spenntur . . . Barátt-
an gegn dýrtíðinni er því
nauðsyn alþjóðar og kallar
á allra drengskap."
Ekki skorti nú orðgnótt-
ina. Ef til vill hefði þó ver-
ið heppilegra að' færra væri
sagt en athafnirnar ákveðn-
ari. Nokkuð er það, að frumv.
var fellt m. a. fyrir atfylgi
íhaldsins, því „— — Sjálf-
stæðisfl. er yfirleitt á móti
lögfestingu kaupgjalds“,
sagði Mbl., sem nú sá a'ðeins
hina svonefndu „frjálsu
leið.“
ÞEGAR þannig var sýnt að
ekkert fengist aðgert, sögðu
ráðherrar Framsóknarflokks
ins af sér en þar sem ný
stjórn fékkst ekki mynduð
sátu þeir til vors 1942, til
þess að forðast vetrarkosn-
ingar en settu jafnframt það
skiiyrði, að reynt yrði að
ha'da framfærsluvísitölunni
niðri með tilstyrk heimildar
laganna frá vorinu 1941.
Þannig lauk fyrstu lotu dýr
tíðarglímunnar. íhaldið átti
ætíð til nægan forða af stór
yrðum og skrumi en er til
alvörunnar kom reyndist
kjarkur þess og manndómur
ávallt í öfugu hlutfalli. Fer
svo jafnan þegar lýðskrum
ið er haft að leiðarsteini.
Síðar verður svo þessi saga
rakin áfram hér í blaðinu.
ERLENT YFIRLIT.
Sigrar Rockefeller Harriman?
Viíureign þeirra vekur nú sívaxandi athygli í Bandaríkjunum
New York, 17. okt.
Ef dæma má eftir blöðum og
skoðanakönunum, munu republi-
kanar bíða hinn mesta ósigur hvar
vctna í Bandaríkjunum í kosning-
unum, sem fara fram í byrjun
næsta mánaðar. Aðeins í einni ein
ustu mciriháttar kosningu eru sig-
urhorfur þeirra taldar batnandi,
en úrslit hennar geta líka reynzt
þýðingarmikil. Hér er um að ræða
ríkisstjórakosningarnar í New
York ríki.
Fram til skamms tíma var það
talið alveg fullvíst, að Averil
Harriman yrði endurkjörinn ríkis-
stjóri í New York ríki. Hann þykir
yfirleitt hafa staðið sig vel sem
ríkisstjóri og nýtur mikils álits
síðan hann gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum í þágu þeirra Roose-
velts og Trumans, m. a. sem sendi-
herra í Moskvu, verzlunarmálaráð-
herra og yfirmaður Marshallhjálp-
arinnar. Við þetta bættist svo. að
flokksleg afstaða demokrata er tal
in sterkari nú í New York ríki en
hún hefir verið um tíu ára skeið.
Þrátt fyrir þetta, er nú svo kom
ið, að Harriman er talinn í veru- ■
legri hættu. Ástæðan er fyrst og
fremst sú, að hann hefir hlotið
mjög hættulegan keppinaut, þar
sem Nelson Rockefeller er.
MARGAR áslæður valda því, að
Nelson Rockefeller hefir reynzt
Harriman skæður keppinaulur.
Rockefeller tilheyrir þeirri auð-
mannaætt Bandaríkjanna, er
reynzt hefir jafnbezt og aflað hef-
ir sér mestrar virðingar. Sjálfur
hefir Nelson Rockefeller aflað sér
mikils álits sem hygginn og sam-
vizkusamur embættismaður, en
hann hefir gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir stjórnir þeirra
Roosevelts, Trumans og Eisen-
howers og þótt rækja þau mjög
vel. Bæði Truman og' Stevenson
hafa talað mjög vel um Rocke-
feller i kosningabaráttunni, þótt
þeir að sjálfsögðu beri enn meira
lof á Ilarriman. Truman hefir
sagt, að eini gallinn á Rockefeller
væri sá, að hann væri republikani.
Þá hjálpar það Rockefeller mjög
í kosningabaráttunni, að hann er
myndarlegur í sjón, viðfelldinn og
látlaus í framgöngu og sæmilegur
ræðumaður. Fjölskyldumál hans
eru í bezta lagi, en það skiptir
miklu fyrir frambjóðendur í
Bandaríkjunum.
SENNILEGA er það þó ekki
neitt af þessu, sem mestu vcldur
um þær vinsældir, sem Rocke-
feller hefir aflað sér í kosninga-
baráttunni meðal óháðra kjósenda
og ýmsra fyrri fylgismanna Harri-
mans. Gagnvart þessum kjósend-
um hefir það sennilega mest að
segja, að Rockefeller reynir að
bendla sig sem minnst við repu-
blikana í kosningabaráttunni. held
ur heyir hana fyrst og fremst á
persónulegum grundvelli, þ. e. að
hann ræðir aðallega um það, sem
hann ætli sér að gera, ef hann
verði kosinn, og hvað hann álíti
mest ábótavant við stjórn Harri-
mans. Um landsmálin sjálf segist
hann ekki vilja ræða í þessum
kosningum, heldur eingöngu um
heimamál New York ríkis. Með
þessu revnir hann að forðast, að
óvinsældir stjórnar Eisenhowers
og Dulles verði honum að fóta-
kefli. Fullvíst er talið, að Rocke-
feller muni revna að koma eins
lítið fram og hann getur með þeim
Eisenhower og Nixon, þegar þeir
kcma í væntanlegar kosningaferð-
ir sínar til New York. Það eru
aðrir frambjóðendur republikana
en Rockefeller, sem hafa óskað
eftir komu þeh-ra.
ÞAÐ ER ekki aðeins, að Rocke-
feller reyni að forðast sem mest
að vera bendlaður við republi-
kana og stjórn þeirra, heldur
ganga stefnuyfirlýsingar hans
mjög í berhögg við þá hægri
stefnu, sem republikanar hafa
tt
NELSON ROCKEFELLER
rnarkað sér í þessari kosningabar-
áttu, þar sem það er eitt helzta
áróðursefni þeirra að stimpla
demokrata sem sósíalista. Ef
leggja ætti þennan mælikvarða á
stefnuj'firlýsingar Rockefellers
myndi helzt vera rétt að telja
hann sósíalista! Hann lofar t. d.
ekki aðeins að beita sér fyrir aukn
um ellitryggingum, heldur líka
sjúkratryggingum, sem hingað til
hafa verið stimplaðar hálfgerður
5 kommúnismi í Bandaríkjunum.
Okur læknanna er líka gífurlegt
og er varla fyrir aðra en auðmenh
að leita læknishjálpar að ráði.
Demokratar hafa á undar.förnum
árum revnt að koma á vísi að lög-
gjöf um sjúkratrvggingar, en mis-
heppnazt það, því að læknarnir
hafa rekið skefjalausan áróður
gegn öllum aðgerðum og mjög
lialdið þar fram kommúnistagrýl-
unni.
HIN frjálslynda stefna Rocke-
fellers hefir sett. Harriman í veru
legan vanda, því að vegna hennar
er örðugt að beita gegn honum
sama áróðri og öðrum republikön-
um, þ. e. að hann sé afturhalds-
maður. Þvert á móli eru stefnu-
yfirlýsingar hans og Harrimans
I mjög keimlíkar. Harriman beitir
því aðallega þeim áróðri gegn
i l'tockefeller, að ekki megi taka of
mikið mark á loforðum hans, því
að flokkur hans muni sjá til þess,
að hann geti ekki efnt þau, ef
hann fær meirihluta. Ef Rocke-
feller næði kosningu, biði hans
það hlutskipti eitt að verða eins
konar fangi hinna afturhaldssam-
ari republikana. Rockefeller svar-
ar þessu á þá leið, að Harriman
kasti hér úr glerhúsi, l»ar sem
allir viti, að hann verði að sitja
og standa eins og Sapio formaður
Tammony Hall félagsskaparins
fyrirskipi honum, en félagsskapur
þessi, sem er raunar flokksfélag
demokrata í New York borg, var
mjög illa þokkaður um skeið.
Rockefeller telur sig geta haldið
þcssu fram með nokkrum rétti,
þar sem þeim Sapio og Harrilnan
greindi á um það í sumar, hver
ætti að vera öldur.gadeildarmanns-
efni demokrata og hafði Sanio bet
ur. Áreiðanlega hefir sá ósigur
heldur veikt Harriman.
EITT bætist svo við enn, sem
vafalaust styrkir Rockefeller tals
verl. Það álit fer mjög vaxandi, að
Rockefeller muni mjög koma til
greina sem forsetaefni republi-
kana, ef hann nær kjöri sem ríkis-
stjóri í New York ríki. Einkum sé
þetta þó líklegt, ef republikanar
tapa í Kaliforniu, þar sem er aðal-
vígi Nixons. Harriman er hins veg
FramLald á 8. síðu.
Mótmælaorðsending Rússa til brezku
stjórnarinnar um misnotkun íánans
„Hinn 16. október 1958 af-
henti utanríkismálaráðuneyti
Ráðstjórnarríkjanna sendiráði
Stóra-Bretlands í Moskvu eft-
irfarandi mótmælaorðsend-
ingu:
Utanríkisráðuneyti Ráðstjórnar-
ríkjanna vottar sendiráði Stóra-
Bretlands virðingu sína og hefir
þann heiður að láta í Ijósi eftirfar-
andi:
Samkvæmt opinberum upplýs-
ingum, er sendiráð Ráðstjórnarrlkj
anna i Reykjavík hefur fengið frá
íslenzku Landhelgisgæzlunni, var
enski fiskveiðatogarinn „Cape Pall
iser“, H-254, að fiskveiðum innan
12 mílna fiskveiðilandhelginnar
hinn 26. og 30. sept. og einnig hinn
1. okt. þ.á. og hafði uppi sovézkan
fána
Hinn 1- október kom íslenzka
strandgæzluskipið „Þór“ að hinum
umgetna togara, þar sem hann var
að veiðum út af Barða á Vestfjörð
um. Á skut togarans voru sjáan-
I legir tveir sovétfánar festir á
I stöng, annar nokkru ofar en hinn.
Strandgæzluskipið „Þór“ vakti at-
hygli skipherrans á enska herskip-
inu ,,Diana“ D-126, á þessu hátta-
lagi hins enska togara, en af hálfu
„Diönu“ er hélt sig í námunda við
togarann, var ekkert gert til að
aftra þessu.
Framangreindar staðreyndir
votta það, að ensk skip hafa brotið
viðurkenndar reglur alþjóðaréttar.
Þaff er öllum Ijóst, að samkvæmt
alþjóðarétti á skip að sigla undir
fána síns eigin lands og getur ekki
að geðþótta sinum notað fána
hvers annars rikis, er vera skal.
í þessu umrædda tilviki, er Ihinn
enski togari hafði uppi fána Ráð-
stjórnarríkjanna með ólöglegum
hætti, var hann að brjóta fisk-
veiðilöggjöf íslands. Slíkt fram-
ferði er sérstaklega ámælisvert og
ögrandi með tilliti þeirra vel
kunnu staðreyndar, að Ráðstjórnar
ríkin styðja málstað íslands í deil-
unni um fiskveiðitakmörkin og
hafa lýst yfir því, að þau muni
virða ákvörðun íslenzku ríkisstjórn
arinnar um 12 mílna fiskveiðiland
helgi. Það verður að taka fram, að
umræddar athafnir hins enka tog-
ara nutu auðsjáanlega fyllsta um-
burðarlyndis af hálfu yfirstjórnar
hins enska herskips.
Með tilliti til þess, sem hér er
sagt, telur utanríkisráðnueytið
ensk sjórnar\ öld ábyrg fyrir fyrr-
greindum atvikum, sem sé ólög-
legri notkun fána Ráðstjórnarríkj
anna af hálfu hins enska togara, og
því telur ráðuneytið nauðsyn til
bera að leggja fram mótmæli og
lætur jafnframt i ljósi þá von, að
slík atvik komi ekki fyrir í fram-
tíðinni."
(Frá rússneska sendiráðinu).