Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1958, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, mi'ðvikudaginn 22. október 1958. Ræða f jármálaráðherra (Framhald .af 7. síðu). arta vaxa um tæpar 10 milljónir og er þá gerð grein fyrir heildar- hækkuninni 130 milljónum. Af einstökum liðum, sem hækka, þykir mér helzt óstæða til þess að nefna eftirfarandi: Kostnaður við rekstur landhelg- isgæzlunnar er ráðgert að hækki um 8,2 millj. Er það vegna auk- ins rekstrarkostnaðar almennt og aukinnar gæzlu. M. a. er gert ráð fyrir rekstrarkostnaði nýrrar flug- vélar á næsta ári. Ennfremur er settur á frv. nýr liður á 20. gr., 6 millj. til skipa og flugvélakaupa og kemur þar til viðbótar fé Land- helgissjóðs. Landhelgisgæzlan hækkar því á þessu fjárlagafrum- varpi frá því, sem áður hefir ver- ið„ um 14 millj. og 200 þús. Styrkur til sjúkra manna og ör- kumla haekar um 11,4 millj. frá því árið 1957. Talsvert er vegna hækkunar dagpeninga á sjúkrahús um, en einnig mjög stórar fjár- hæðir vegna þess, að sjúkrarúm- um í landinu fjölgar sífellt og íleiri sjúklingar koma þar af leið andi undir lög um framfærslu sjúkra manna og örkumla. Á það ekki sázt við um gamJa fólkið, sem þjáist af ýmsum ellisjúkdómum og nýtur laganna jafnóðum og það fær rúm á sjúkrahúsi. Vegaviðhald hækkar um 11 milljónir. Er það þaulathugað mál, að þýðingarlaust mundi vera að setja þennan lið lægri, eins og nú er komið, en 44 millj. Ef það væri gert, mundi það hreinlega leiða til umframgreiðslna, því að það er ekki hægt að láta þjóðveg- ina standa ófæra. Verður Alþingi að horfast í augu við, að sífellt aukast útgjöldin til viðhaldsins eftir því sem vegirnir lengjast og umferð vex. En umferðin fer sí- vaxandi og þyngir á viðhaldinu. Kostnaður við kennslumál hækk ar um 21,3 millj. kr. Kemur þar vitanlega mjög til greina hin al- menna hækkun, en jöfnum hönd- um hin árlega óhjákvæmilega aulcning þessa stóra útgjaldaliðs. Gert er ráð fyrir, að bætt verði við 49 harnakennurum og 39 gagn- fræðaskólakennurum eða samtals 88 nýjum kennurum, í þessum greinum á einu ári. Upplýsir fræðslumálastjórnin, að hér sé ekki um neina óvenjulega fjölgun að ræða, heldur það, sem gera verður ráð fyrir árlega vegna fjölg unar barna á skólaaldri og ung- nienna í gagnfræðaskólum. Samkvæmt þessu mundi sjálf- sagt ekki fjarri að embættismönn- um vegna kennslumála einna fjölgi um nálega 100 á ári. Bendi ég ekki á þetta í eftirtöluskvni, því að ekk ert er jafn þýðihgarmikið til vel- megunar og þekking og aftur þekk ing. Ég bendi á þetta til fróðleiks oS skilningsauka á ríkisbúskapn- um. Ég bendi á þetta til þess að sýna sanngirni og samvizkusemi þeirra, sem tala um alla hækkun ríkisgjalda eins og ódæði og fjölg- un ríkisstarfs'manna sem afbrot. Vilja þeir láta loka skólum og sjúkrahúsum, svo að dæmi séu nefnd. Eða er þetta tal bara mark- leysa — og það er auðvitað liið rétta. Framlög til almannatrygginga hæklca um 11 millj. og 200 þús. Er þessi hækkun vegna áætlunar um fjölgun bótaþega, hækkunar á daggjöldum, sjúkratryggingum og hækkunar á framlagi til atvinnu- lrysistrygginga vegna kauphækk- unar og mannfjölgunar. jÞessir liðir, sem ég hefi nú minnzt á og mest hafa hækkað, svo sem framlagið til sjúkra manna og örkumla, framlagið til kennslumálanna, vegaviðhalds og tryggingarmála eru ágæt dæmi um, hvernig ríkisútgjöldin hljóta að fara vaxandi árlega vegna auk- ir.s mannfjölda og aukinnar starf- semi í landinu, nema stórfelldur niðurskurður komi til. Ef ríkisútgjöldin stæðu í stað, væri það vottur um verulegan nið- urskurð útgjalda. Vandamálið er fyrst og fremst, að ríkisútgjöldin vaxi ekki umfram það sem eðlilegt er í hlutfalli við framleiðslu og þjóðartekjur. Nokkur árleg aukn- ing ríkisútgjaldanna er óhjákvæmi leg og eðlileg í menningarþjóðfé- lagi þar sem fólki fjölgar ört. Og eftir því sem meira þarf að b.vggja á þekkingunni, rannsókn- um og vísindalegum grunni, eykst þörfin fyrir framlög ríkisins í þjónustu atvinnuveganna. Þetta sæist vel hér, ef athuguð væri sú stórfellda aukning, sem orðið hefir á ríkisútgjöldum til rann- sókna í þarfir atvinnuveganna. — Hvers konar tilrauna, athugana á oikulindum og öðrum auðæfum landsins, fiskimiðaleit o. s. frv. Reynslan er sú, að þetta fé kem ur margfalt aftur — en það eykur ríkisútgjöldin og flokkast með af- brotum á máli lýðskrumaranna. Vandinn í þessu öllu er að stilla í hóf og reisa sér ekki liurðarás um öxl, en halda þó ekki í fé til tjóns. Á fjárlagafrumvarpinu eru hækkaðar fjárveitingar til Sand- græðslu og Skógræktar og settur nýr liður til að kosta merkiiegar tilraunir með áburðardreifingu úr flugvélum. Ennfremur eru hækk- aðar fjárveitingar til þess' að reyna nýjar aðferðir við síldveið- ar og til þess að leita nýrra fiski- miða. Sandgræðslan stuðlar að því að landið fjúki eigi undan fótum okk ar framvegis, svo sem löngum hef- ir átt sér stað. Erlent yfirlit ( -amhald af O. síðu). ar orðinn svo gamall, að hann kemur vart lengur til greina sem forsetaefni fyrir demokrata. Það er að sjálfsögðu ekki lítill styrkur fyrir Roekefeller að vera talinn hugsanlegt forsetaefni, því að mik il samkeppni er um það milli ríkj anna í Bandaríkjunum að hafa for- setaefnið. Sennilega hefðu demokralar deiít talsvert á Rockefeller fyrir auðlegð hans, ef ekki væri þannig ástatt að Harriman er sízt minni auðkýfingur. Ef Roekefeller vinnur, hefir komið fram á stjórnmálasviðið í Bandaríkjunum nýr maður, sem líklegt er að eigi þá eftir að koma mjög við sögu. Það er ekki sízt af þeirri ástæðu, að svo mikil athygli ibeinist að glímu hans og Harri- mans. Þ. Þ. - KVIKMYNDIR - (Framh. af bls. 3.) rigna, eins og hellt sé úr fötu, og er það í fyrsta sinn, sem hon- um hefir tekizt að framleiða rign- ingtu ó öllum galdramannsferli sínum. Hann verður auðvitað ofsakátur, og finnst hann vera „alvöru" galdramaður. Myndin er byggð ó samnefndu leiik- riti, sem gekk lengi vel' í New York. Þetta er óvenjulegt hlut- verk fyrir Burt Lancaster, en í ljós kemur við nónari athugun, | að líklega er hann leikari, þegar ] öilu er ó botninn hvolft, en ekki ; aðeins vöðvamikið gl'æsimenni, sem myndast vel. Sérlega finnst undirrituðum það eftirtektarvert að hann skuli fóanlegur til að taka önnur hlutverk en þau, sem greinilega eru eingöngu samin til að undirstrika glæsimennskuna. Þó að Lancaster sé nefndur ó undan i prógramminu, ó þó Katharine Ilepburn mestan heiðurinn fyr- ir þessa mynd. Ilún er mikil leik- kona, en hefir þó sjaldan verið prýðilegri en í sumum senum í þessari mynd. Og það væri synd að segja, að Katharine væri þann ig af guði gerð, að hún geti byggt á fegurðinni einni saman. En listin tekur við þar sem fríð- leikurinn endar og heillar mann svo um munar. Þessi mynd er skemmtileg og vel þess virði, að mönnum sé ráðlagt að leggja leið sína í Tjarnabíó ó næslunni. Þó er vonandi, að ekki verði margir fyrir barðinu ó þcirri skelfingu, að sitja við hliðina á nokkrum unglingum, sem skilja hvorki upp né niður í því, sem fram fer á tjaldinu, og verja bíó- i tímanum til skripaláta og kjána- legra óliljóða, öllum nærstöddum j til sárra leiðinda. Er annars ekkert eftirlit með liegðun manna í kvikmyndahúsum? Ólafur Gaukur Áður en varir verða skógarnir okkar orðnir að timbri — ef við höldum áfrarn sem horfir með skógræktina — en herðum þó held ur á. Nýjar aðferðir við síldveiðar eru í þann veginn að gerbreyta þeirri atvinnugrein og gera hana árvissari, og þýðingarmeiri en nokkru sinni fvrr. Markmiðið er að ná síldinni dýpra og lengra úti og að ná henni þótt bræli, eins og öðrum fiski. Fiskimiðaleitin hefir fært milljónatugi í þjóðarbúið ár eftir ár, og kannske aldrei eins og á þessu ári. Sennilega spörum við of mikið til þessara mála og þvílíkra, en vandínn er að setja mörkin og svo er það skattahliðin. Þá er ástæða til þess að nefna, að liðurinn, sem ætlazt er til að standi undir vöxtum og afborgun- um af vanskilalánum með ríkis- ábyrgð er hækkaður um 10 millj. króna. Vöxtur þessara útgjalda vegna ríkisábyrgða er mjög ískyggilegur, en ekki þykir með nokkru móti fært að áætla þennan lið lægri en hér er gert. Samkvæmí ákvörðunum Alþing- is hafa undanfarið í sívaxandi mæli verið teknar ábyrgðir á lán- um til stuðnings atvinnurekstri og samgöngum viðs vegar um land, enda þótt fyrirsjáanlegt væri að sumar þessar ábyrgðir mundu falla á ríkissjóð að meiru eða minna leyti. Við afborganir og vexti af er- lendum ríkisábyrgðarlánum í van skilum, sem aðallega eru vegna togarakaupa, bætist nú yfirfærslu gjald samkvæmt lögum um út- fiutningssjóð. Þá þarf ríkissjóður á árinu 1959 að leysa til sín allmiklu hærri fjár hæð af hinum svonefndu þurra- fúalánum en á yfirstandandi ári. Hefir ríkissjóður á undanförnum árum orðið að taka að sér allmikl- ar greiðslur fyrir einstaka útgerð- armenn vegna þessara þurrafúa-. ábyrgða. Þurrafúalán og hartSindalán Þes'si þurrafúalán cru mjög sór- stæð og hefir frá öndverðu verið gert ráð fvrir, að ekki mundi vera hægt að ganga skilyrðislaust að sluildurum fyrir þessum lánum, þc að þau kynnu að falla á ríkis- sjóð. Hefir verið haft i huga, að af hálfu löggjafans var á sínum tíma verið að stvðja þá, sem orðið höfðu fyrir stórfelldu og óvæntu tjóni vegna þurrafúans. Þett'a var í rauninni nokkuð hliðstætt harð- indalánum og þvíllkum ráðstöfun- um. Nánari athugun á þessum mál- um hefir leitt í ljós, að ekki verð- ur hjá því komizt að skoða gaum- gæfilega hag hvers einstaks skuld- ara áður én hann-er krafinn um áfallnar ábyrgðarskuldir eða við hann samið. Hefir ríkisstjórninni að athuguðu máli þótt rétt, að hér væri farin hliðstæð lcið og gert var, þegar heimilað var að afhenda Bjargráðasjóði til eignar hin svo- nefndu óþurrka- og harðindalán, sem á sínum tíma voru veitt bænd um víðs vegar á landinu. En lán þessi voru afhent Bjargráðasjóði með því skilyrði að stjórn Bjarg- ráðasjóðs veitti lántakendum, er þess óskuðu, ívilnun um greiðslu vaxta og afborgana af lánum s'ín- um, svo sem með því að lækka eða fella niður vexti eða lengja láns- tíma eða gefa lánin eftir að ein- hverju eða öllu leyti, ef stjórnin teldi þess þörf. Ríkisstjórnin fer nú fram á í þessu fjárlagafrumvarni að mega afhenda Fiskimálasjóði þær skuldakröfur, sem ríkiss'jóður hef- ir eignazt fyrir innlausn á þurra- fúalánum, og er ætlunin að setja þá hliðstæð skilyrði og hér á und- an var rakið um lánin, scm afhent voru Bjargráðasjóði. Framkvæmdír og fjárlögin Eins og ég gat um áöan hækka fjárfestingarútgjöld á þessu fjár- lagaírumvarpi um 16 millj. króna. Þar er langstærsti liðurinn fram- lag vegna landhelgis'gæzlu 6 míllj. króna, en einnig er hækkun á fjár fesllngu í flugmálum um 1,3 millj. og vegna barna- og gagnfræða- skóla um 2 millj. og 300 þús. Augljós er nauðsyn þess að efla landhelgisgæzluna og til viðbótar þessum 6 milijónum kemur eign landhelgissjóðs til afnota á næsta ári vegna flugvéla- og skipakaupa. Það er alveg óhjákvæmilegt að hækka nokkuð fjárveitingu -til framkvæmda í flugmálum, bæði vegna öryggismála og eins til flug- vallahygginga. Verkefni framupd- ai’ í þessum málaflokki eru svo stór, að óbreytt fjárveiting leiðir til algerrar sjálfheldu í flugmál- um. Tillögur um hækkun á framlög- um til skólabygginga byggjast á því, að Alþingi hefir tekið svo marga skóla inn á fjárlögin,; að það er ekki hægt að ijúka greiðslu til þeirra á 5 árum svo sem lög- skylt er, nema með því að hækka fjárhæðina eins' og hér er ráðgert, og er þó ekkert til að byrja á nýj- um. Sumir munu vilja benda á, að samkvæmt þessu fjárlagafrum- varpi lækki raunverulega íjárveit- ingar til ýmissa fjárfestingarfram kvæmda, þar sem fjárveitingarJið- ir ýmsir standa í.stað að krónutölu en kostnaður hafi hegar hækkað. Þessu er því til að svara, að fjárfesting yfirleitt hefir verið meh*i en þjóðarbúið fær undira’is- ið á síðustu misserum og fjárfest- ingargjöld ríkisins hafa fariði sí- vaxandi á sama tíma sem fjárfest ir.garíramkvæmdir annarra hafa einnig vaxið. Fjárfestingarútgjöld í heild haía. því orðið óviðráðan- lega mikil og haft mjög mikii v.erð hólguáhrif í þjóðarbúskapmun. Um þetla er ekki deilt. Auka vérð- ur fjárveitingu til fjárfestingar á ýmsum liðum samtals um 16 milij. Var því óhjákvæmilegt að láta aðra standa óbreytta. í þessu sam- STORBREYT GILLET NÚ getið þér valið rakvél, sem hentar hörundi yðar og skeggrót, Ein þeirra hentar yður. Fyrir menn með viðkvæma húð og þá sem kjósa mjúkan, léttan rakstur. Fyrir menn með alla venjulega húð og skeggrót. Fyrir menn með harða skeggrót og þá sem kjósa þunga rakvél. Lega blaðsins og halli breytist við gero vélar. Skipt um blað án fyrirhafnar. Oiiletfe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.