Tíminn - 25.10.1958, Blaðsíða 2
T í M I N N, laugardaginn 25. október 195fc
-.... ■'■■■ ■■■— "" " ** '
RætSra forseta
(Framhald af 1. síðu)
irvald 95 baki, en þœr skapa oft
Umenningsálit, alþjóðaálit, sem
iafnvel voldugar þjóðir skirrast
við að ganga í gegn. Þó aflið skorti
?á valda hyggindi meiri árangri
3n verður skrásettur. Við skulum
ikki vanmeta hin óbeinu áhrif
bessa alþjóðaþings. Umræðurnar,
ályktanir og viðleitni framkvæmda
stjórnarinnar, aðalriíarans og hans
?ólks er ekki úrslitaafl, en þó starf,
sem ekki má án vera. Viðræðum
)g sáttaumleitunum er aldrei of-
rukið.
Við skulum þar fyrir ekki gera
ítið úr erfiðleikunum. Tvær
íeimsstyrjaldir og miklar Sbylting-
ir hafa ekki bætt mannkynið. —
iCenníngin um hina sjálfgerðu
'ramþróun, sem við vorum upp-
Uin í fram að hinni fyrir styrjöld,
3r ekki lengur nefnd á nafn.
Griinmd og hörmungar, er við héld
jm að tilheyrði eldra og lægra
oroskastígi, hafa gengið yfir mann
synið. Mannlífið er viða lítils virt.
4róður er harður, og hættulegur
ovi lýðræði, sem við trúum á. —
Hnefanum erlbeitt í stað vitsmuna.
tCalt stríð nálgast Stundum frost-1
markið, og spenna háspennu.
Ótti, óvild og þótti heyja einvígi
/ið mannúð og friðarvon í hugan-
im og þjóða á milli. Það eru um-
orotatímar, og ekki sjáanlegt hve-
nær linnir. Vettvangur hinna Sam
ainuðu þjóða gefur helzt von á siík
im tímum. Tilvera og starf þessa
jllsherjar- og alþjóðaþings er viður
íenning á þeim hugsjónum friðar
og bræðralags, sem hjartað þráir.
Hin mikia nauðsyn alþjóðasam-
itarfs liggur í augum uppi. Jörðin
ir orðin lítil. Allar fjarlægar álf-
ir eru nú einn samfelldur heimur,
bg þjóðirnar í kalifæri og skot-
færi hver við aðra. Þotur og
íkeyti fara hraðar en jörðin snýst,
bg kjarnorkan, leyst úr læðingi,
getur valdið Ragnarökum. Heims-
endir hefir víst aldrei verið svo
nálægur. Afvopnun er hið mikla
/iðfangsefni hinna Sameinuðu
ojóða, og þó hefir vígbúnaður
aldrei verið meiri en nú. Það
/innst vonandi eiíthvað á vegna
sameiginlegrar hættu. En eina ráð
ð, sem dugar, er að leysa þann
ágreining, sem veldur hervæðing-
mni. Ef það er unnt, að leysa
igreiningsmálin á alþjóðaþingi, þá
iverfur hervæðingin, jafnvel af
sjálfu sér.
Eg vil ekki láta skilið við þetía
nál, ,svo, að minnast ekki hins eina
/iðfangsefnis, sem íslendingar
hafa sótt á þingi hinna Sameinuðu
ojóða af kappi. Þar fluttu þeir
illögu sína um alþjóðaathugun á
'iskveiðilandhelgi gegn nokkurri
nótspyrnu. En fyrir tilstilli hinna
sameinuðu þjóða, er þeim málum
aú svo langt komið, að vísast verð-
ír innan skamms boðað, í annað
sinn, til ráðstefnu, eftir tillögu
'ramkvæmdastjórans, um lausn
andhelgismálanna á alþjóðavísu.
3ú ein leið er til frambúðar. Er
petta eitt af þeim miklu viðfangs
efnum, sem ætla má, að hinar Sam
einuðu þjóðir séu umkomnar að
eysa ,og virðist sá undirbúningur
jem þegar er orðinn gefa góðar
/önir. Án alþjóðasamstarfs væri j
uskveiðamálum ökkar ekki komið
. það horf, sem nú cr. Megum við
/issulega minnast þess á þessum
ninningadegi.
Það getur enginn staðið einn
íins og nú er komið í þessum
heimi, jafnvel ekki hinar öflugustu
ojóðir. Öllu lífi fylgir áhætta, en
sá vísir til alþjóðasamstarfs og frið
ar, sem við nefnum hinar Samein-
iðu þjóðir, er líklegasíur, ^af þeim
eiðum, sem nú eru sjáanlegar til
að fúllnægja þeirri þrá og von, sem
ifir í mannsins hjarta, um frið,
’relsi og farsæld. Það er vanda-
'aust að segja og sanna, að hinar
Sairieinuðu þjóðir fullnægja ekki
leir-ri hugsjón, sem stefnt var að
i síðasta ári áður en heimsslyrjöld
lauk. Aðhaldið fór minnkandi, þeg
ar sameiginlegur óvinur var sigrað
ar. En vonin lifir og leitar í sama
i'arveg. Raunveruleikinn er sjaldn-
ast samur við hugsjónina. Því ættu
.nannanna börn að vera farin að
venjast. Hinar Sameinuðu þjóðir
sru engin undantekning. En þær
3ru ‘ samt. einn skýrasti votturinn
um þaö, ag hin innri rödd, sem
ticallar á friS og bræðralag, þagnar
Sýningin á munum og myndum, er sjúklingar á Kleppi hafa gerf, er enn
opin i Þjóðminjasafninu nýja, og er hin merkasta aS allra dómi. Fólk ætti
ekki aS láta undir höfuð leggjast að skoða sýninguna. Þarna eru margir
hlutir undravel gerðir.
Frá umrætJum á Alþingi í gær:
Ekki rétt að leggja stein í götu
hrossasölu til annarra landa
Því eíSlilegt aí legja þann tíma, sem heimilt
er aí flytja út hross ár hvert
Fundir voru i báðum deildum
Alþingis í gær. Á dagskrá
efri deildar var eitt mál;
nefndarálit um fr.v. til laga
um heimild fyrir ríkisstjórn-
ina'til að innheimta skemmt-
anaskatt með viðauka árið
1959, komið frá fjárhags-
nefnd, 2. umræða. Var nefnd-
in sammála um að mæla meö
samþykkt frv. og var því vís-
að til 3. umræðu.
í neðri deild var -einnig aðeins
eitt mál á dags'krá. Var það frv.
til laga um, þreytingu á iögum um
útflutning hrossa, 2. umræða, álit
landbúnaðarnefndar. Nefndin var
á einu máli um að mæla með því
að frv. verði samþykkt.
Framsögumaður landbúnaðar-
nefndar var Jón Pálmason. Sagði
ræðumaður, að samkvæmt nú-
gildandi lögum, væri óheimilt að
í'lytja út hross lengur en til októ-
berloka ár hvert. Frv. færi hins
vegar fram á, að þessi tími yrði
lengdur þannig að útflutningur
væri heimáll til 1. des. eða i 6
mánuði ár hvert. Undanfarin ár
hefði gengið illa að koma hross-
um í verð, nema þá helzt folöld-
i?m til slátrunar, en hrossamergð
mikil í landinu og bæri nauðsyn
til að fækka þeim. Nú væri hins
vegar nokkurt útlit fyrir mögu-
leika á sölu hrossa til Þýzkalands'
og ekki rétt af Alþingi, að leggja
stein i götu þeirra viðskipta, með
því að takmarka útflutningstím-
■ann umfram það, sem eðlilegt
gæti talizt. Ekki urðu teijandi um
ræður um, málið en því vísað til
3 umræðu með 20 samhljóða at-
kvæðum.
Fram voru lögð eftirlalin ný
þingskjöl: Tillaga til þingsálykt-
unar um námskeið í meðferð fiski
leitartækja, flutningsmenn: Björn
Jónsson, Karl Guðjónsson og
Gunnar Jóhannsson. Tillaga til
þingsáiyktunar um athugun á að-
búnaði fanga, flutningsmenn: Al-
freð Gíslason og Björn Jónsson.
Frumvarp til laga um breyting á
lögum um Iðnlánasjóð, flutnings-
menn: Magnús Jónsson og Jóhann
Hafstein. Frumyarp til laga um
breytirigar á lögum um gjald af
innlendum tollvörutégundum,
fLutningsmenn: iVlagnús Jónsson
og Jóhann Hafstein. Breytingatill.
við vegalög frá Páli Þorsteinssyni
um að Salthöfðavegur: af Suður-
landsvegi hjá Fagurhólsmýri að
flugvelli verði tekinn í tölu þjóð-
vega.
Allir synir mínir eftir Miller frum-
sýnt í Iðnó á sunnudagskvöld
ÞýíSandi er Jón Óskar, leikstjóri Gísli
Halldórsson
aldrei, þó vopnagnýr stundum yfir
gnæfi.
Kjörorðið í dag í minningaræö-
um meðal áítatíu :þjóða er þetta:
Gerum okkur far um ,,afí lifa sam-
an í friði, sem góðum nágrönnum
sæmir“.
Þessi ummæli standa í stof i-
skránni, og Guð g.efi þeim sigur,
Dr. Sivago
gefinn ót her
Blaðið hefir frétt, að Al-
menna bókafélagið hafi feng-
ið útgáfuréttinn fyrir ísland
á hinni frægu skáldsögu rúss-
neska nóbelsverðlaunahöfund
arins Pasternaks, Dr. Zhivago.
ÚTKOMA þessarar skáldsöigu telst
iivarvetna til mikils bókmennta-
viðburðar, og mun líun ekki
þykja minni tíðindum sæta, eftir
'að höfundur liennar hefur fengið
Nóbelsverðlaunin 1958,
ÁSTÆÐA er til að fagna því, að
skáldsagan skidi koma út á ís-
lenzku eins fljótt og auðið er. —
Blaðinu er ekki kunnugt um,
hvenær skáldsagan kemur út hér,
en líkur benda til að það verði
snemma næsta vor.
ENS OG KUNNUGT er, þá hefur
skáldsaga Pasternaks ekki koinið
út í föðurlandi hans, og raunar
fyrir tilviljun, að liún komst í
liendur ítalsks útgefanda, sem
ekki vildi afhenda handritið, er
rússnesk yfirvöld sendu eftir því.
Leikur mönnum nokknr forvitni
á að vita, liver viðbrögðin verða
í föðurlandi skáldsins, nú þegar
liann hefur fengið mestu viður-
kenningu, sem vestrænn heimur
veitir fremstu skáldum og rithöf
undum á hverjum tíma. I
GREIN um bók Pasternaks er inni
í bíaðiuu í dag. í
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýnir leikritið Allir synir
mínir, eftir bandaríska leik-
ritaskáldið Arthur Miller, í
Iðnó annað kvöld, sunnudags-
kvöld klukkan 8 e.h. Leik-
stjóri er Gísli Hálldórsson,
þýðandi Jón Óskar skáld.
Allir synir mínir, er sjónleikur
í þremur þáttum, og var hann fyrst
frumsýndur í New York árið 1947.
Sýningin vakti mikla athygli og
hlaut lof gagnrýnenda. Allir synir
mínir var leikritið, sem geri Miller
frægan, ef svo má segja, en síðan
hefur hvert stórverkið rekið annað
hjá þessu mikilhæfa leikritaskáldi.
Fjórða leikritið
Allir synir mínir er fyrsta leik-
ritið, sem Leikfélag Reykjavíkur
tekur til sýningar eftir Arthur
Miller. Hann er engu að síður
kunnur íslenzkum leikhúsgestum,
iþyí Þjóðleikhúsið hefur sýnt þrjú j
leikrit eftir hann, sem hvert um sig :
ARTHUR MILLER
hafa vakið mikla og verðskuldaða
eftirtekt. Fyrsta leikritið, sem Þjóð
leikhúsið sýndi eftir Miller, var
Sölumaður deyr, með Indriða
Waage í aðalhlutverki, þar næst
sýndi Þjóðleikhúsið í deiglunni, og
nú síðast Horft af brúnni, með Ró-
bert Arnfinnsson 1 aðalhlutverki.
Uppgjör
Leikritið Allir synir mínir, ger-
ist I Bandaríkjunum að lokinni
heimsstyrjöidinni síðari. Fjallar
það öðrum þræði um heimkomuna
og þá óhjákvæmilegu árekstra og
uppgjör, sem henni fylgir stund-
um.
Leikendur í Allir synir mínir
eru: Brynjólfur Jóhannesson,
Helga Valtýsdóttir, Helga Bach-
mann, Jón Sigurbjönnsson, Guð-
mundur Pálsson, Guðrún Stephen-
sen, Sigríður Hagalín, Ái'n.i
Tryggvason, Steindór Hjörletfsson
og Ásgeir Eriðsteinsson. Sést á
þessari upptalningu. að Leikfélag-
ið hefur boðið út öllu stórskota-
liði sínu. Leiktjöldin gerði Magnús
Pálsson.
Miklar annir hjá
Flugfélaginu
Mikið annríki hefir að undan-
förnu verið í millilandaflugi
Flugfélags íslands og í gær
voru nokkuð á þriðja hundrað
farþega fluttir milli landá.
Milli íslands og annarra
landa voru fluttir 201 og auk
þess nokkrir milli Glasgow
og Kaupmannahafnar.
í birtingu í ’gær fór Gullfaxi und-
ir stjórn Jóhannesar Snorrasonar,
og Sólfaxi undir stjórn Snorra
Snorrasonar, frá R.Vík áleiðis til
Kulusuk í Grænlandi. Flugvélarn-
ar komu báðar aftur um og eftir
hádegi: Gullfaxi til Reykjavíkur.
og Sólfaxi til Keflavíkur. Sólfaxi
fór eftir stutta viðdvöl aftur til
Kulusuk og Syðri-Straumfjarðar a
vesturströnd Grænlands, en Gulí-
faxi fór til Glasgow óg Kaupmanna
hafnar. Hrímfaxi kom til Reykjá-
víkur frá London um finimleytiS
og fór aftur kl. 6 beint til Kaup-
mannahafnar, fullskipaður farþeg-
um.
Sýningu G«ðmundar
Einarssonar frá
Miðdal að Ijúka
Sýningu Guðmundar Einarsson-
ar frá Miðdal á Skólavörðustíg 43
er nú að ljúka og eru því síðustú
forvöð að sjá hana. Meira en helm
ingur málverkanna hefir selzt, eða
tutlugu og níu málverk, og aðsókii
hefir verið ágæt. Sýningunni lýk-
ur núna á sunnudagskvöldið.
De Gaulie
(Framhald af 1. síðu)
þjóða ætti ekki að miðast við
styrjaldarátök viff kommúnismann
um gervallan hnöttinn. Baráttan
við hann yrði stjórnmálalega og
efnahagsleg, og yrði háð ulan
Evrópu. Evrópumenn væru óðum
að missa tök sín í Afríku og Asíu
og væri rík þörf breytinga á stefn
unni. Einnig gagnrýndi hann harð
lega 'stefnu vesturveldanna, eink-
um Breta og Bandarjkjanna á ár-
unuin eftir styrjöldina, og kvað
þau ekki hafa stigið skref í friðar-
átt, som við hefði þurft.
Sýning á Rokk og
rómantík í kvöld
Revíettan Rokk og Rómantík
verður sýnd í kvöld kl. 11;30 í
Austurbæjarbíói. Á síðustu sýn-
ingu seldist algerlega upp, enda
er hér um mjög skemmtilega reví-
ettu að ræða. Sýningin er á veg-
um, Félags íslenzkra leikara, en
aðalleikendur eru Bessi Bjarna-
son, Sigriður Hagalin, Lárus Ing-
ólfsson, Nina Sveinsdóttir og
Auróra Halldórsdóttir.
imimiiiiiiiiimmiminiimmnminininminnimnna
Hverfisg. 50 —- Reykjavík
Sími10615.
Sendum gegn póstkröfu.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiimimH
Maðurinn minn og fað'ir okkar,
Sveinbjörn Jakobsson,
bóndi, Hnausum, Húnaþingi,
andaðist föstudaginn 2. okt.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Kristín Páimadóttir
og börn.