Tíminn - 25.10.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.10.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn :25. október 1958 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINH Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu vi3 Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. ERLENT YFIRLIT. var talað og misjafnt í TÍMANUM í gær var hald iS áfram að' rekja slysaslóð þeirra Sjálfstæðismanna í dýrtíðarmálunum. Var kom ið þar á þeirri braut, að Sjálfstæðismenn höfðu etið ofan í sig öll fyrri stóryrði um háskalegar afleiðingar vaxandi verðbólgu en hófu nú að dýrka hana og tilbiðja sem eitthvert sérstakt heilla goð alls almennings í land- inu. Gerðist þessi merkilega hugarfarsbreyting um það leyti, sem utanþingsstjórn- in ríkti og verður helzt skil- in á þann veg, að hún hafi átt að verka sem mótvægi gegn þeirri viðleitni stjórn- arinnar, að halda niðri dýr- tíðinni. Á Alþingi 1943 fengu Fram sóknarmenn lögfestan hinn svonefnda ,,sexmannanefnd, ar-grundvöll“. Þá setur Mbl. nýja plötu á fóninn og hverf ur nú til upphafsins. Það seg ir 28. sept. 1943: „Fari svo, að ekkert sam- komulag náist um niður- færslu dýrtíðarinnar, og á- fram verði lábiö reka á reið anum, verður afleiðingin ó- umflýjanleg sú, að öllu verð ur siglt í strand. íslenzka þjóðin verður að vitkast. Hún verður að krefjast þess af þingi og stjórn, að dýrtíð- armálin verði tekin föstum tökum og þar séu engin und anbrögð viðhöfð lengur." Og hinn 31. des. 1943 foirtir Mbl. grein eftir höfuð dýrtíð- arspámann sinn, Ólaf Thors, þar sem hann skrifar m.a.: „Engum blandast hugur um, að þegar ófriðnum er lokið og hinar stríðandi þjóð ir geta að nýju komið fótum undir atvinnulíf sitt, mun verðlag á útflutningsvörum landsmanna þegar i stað hríðfalla. . . Fyrir einstaka góðvild Bandaríkjanna hefir tekizt að tryggja íslending- um langt um hærra verð en sömu kaupendur hafa greitt öðrum þjóðum fyrir sams- konar vörur. En um hið háa verðlag á höfuðútflutnings- vöru okkar skal það eitt sagt, að það / mun ekki standa deginum lengur eftir að Bretar og aðrar þjóðir að nýju hefja fiskveiðar, aö ó- friðnum loknum. Og þá mun verðfallið verða svo mikið, að óvíst er, hvort við fáum meira en einn fimmta eða einn tíunda hluta þess verðs, er við berum nú úr býtum. Það er hægt að hegða sér eins og Lúðvík 15. gerði. En verði sá leikur leikinn of lengi er mjög hætt við að fallöxi þverrandi getu ríkis- sjóðs og einstaklinga og vax- andi örðugleikar á öllum svið um atvinnulífsins skilji bol frá höfði .... Til bess að lækka dýrtíðina er eitt og aðeins eitt ráð, það er að stíga nú að einhverju leyti afturáfoak hina förnu leið. Verði þaö ekki gert daga ís- lendingar uppi eins og nátt- tröll strax og aðrar þjóðir mega vera að því að hugsa uítl að framleiða sjálfar þarf ir sínar að nýju, beinlínis af þvi að íslendingar búa við langtum hærri framleiðslu- kostnað en aðrar þjóðir og geta'því við engan keppt um sölu afurðanna á frjálsum heimsmarkaði". Hér er hvert orð satt. En ekki er ófróðlegt að bera þessa grein saman við ræðu þá er flokksformaðurinn flutti 10 mánuðum síðar, þeg ar hann var orðinn hæstráð- andi til „sjós og lands“ sem forsætisráðherra „nýsköpun arstjórnarinnar“. Og rúmum mánuði áður en sú stjórn var mynduð, standa þessi eftir- tektarverðu orð i Mbl.: „Fram hjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið, að úr því verður að fást skorið nú, þegar þing kemur sam- an og dýrtíðarmálin eru enn viösj árverðustu vandamálin, hvort Sósialistaflokkurinn hyggst að beita dýrtíðarmál- unum sem vopni i barátt- unni gegn ríkjandi stjórn- skipulagi eða ekki“. Þetta stendur i Mbl. rétt áður en aukabúnaðarþing var kvatt saman til þess að láta í ljós álit sitt á verð- lags- og kaupgjaldsmálun- um. En þegar eftir að Búu- aðarþing hafði, fyrir hönd bændastéttarinnar, fallið frá réttmætum kröfum sin- um um verðhækkun á land- búnaðarvörum og sýnt þann ig í verki, aö bændur voru reiðubúnir til þess, að færa fórnir til stöðvunar dýrtíð- inni, þá snýr Sjálfst.fl. enn við blaðinu og Mbl. hættir gjörsamlega að tala um hættuna af aukinni verð- bólgu. Og af hverju? Af því að nú hillti undir hagstæða verzlunarsamninga um ráð- herrastólana. Anganþeyr ný sköpunarævintýrsins var tek inn að strjúka um vit þeirra Mbl.-manna. Svo myndar Ól. Thors nýsköpunarstjórnina. í ræðu, sem hann flutti á Al- þingi við það tækifæri segir hann að meginstefna hinn ar nýju ríkisstjórnar hnigi „. . . að því, aö leitast við að forðast, að hinn skjótfengni auður remli út i sandinn“. Ýmsir gætnari Sjálfstæðis- menn horfðu með ugg á að- farirnar og neituðu þátttöku í hinu nýja fyrirtæki. Einn þeirra var Björn Ólafsson, sem hélt uppi andófi í Vísi. Mbl. svaraði honum svo: „Það er farsælast fyrir Bj. Ól. að .játa að hér skilur á milli feigs ofe ófeigs. Milli þeirra leyfa af isl. þjóðinni, sem enn þjáist af þeirri böl- sýni, er um margar aldir dró þrótt og framtak úr mönn- um og er ábyrgt fyrir örbirgð margra alda og hinna, sem tekizt hefir að læra af land- námsmönnum, sem síðustu áratugina hafa lyft atvinnu- lífi þjóðarinnar á margíallt hærra stig og með því auk- ið stórhug og bjartsýni hjá öllum þorra manna og vel- megun alls almennings í landinu". Nú er alls ekki venö að Knowland fellur á eigin bragði Kosningabaráttan í Kaliforníu vekur mikla athygli New York, 19. okt. MIKLAR horfur eru nú taldar á því, að einn þeirra stjórnmála- manna, sem mest hefir borið á í Bandaríkjunum' seinustu árin, bíði slíkan ósigur í kosningunum 4. nóv. næstk., að pólitískum ferli I hans ljúki þá að mestu eða öllu. Maður þessi er William Know- land, sem verið hefir leiðtogi republikana i öldungadeildinni og ! I mjög hefir verið nefndur sem eitt 1 af forsetaefnum republikana. Ef : hann fellur nú, eru allar slíkar fyrirætlanir vafalaust úr sögunni. \ Knawland er borinn og uppal- , inn í Kaliforníu, kominn af efnuðu fólki og hefir tekið þátt í stjórn- ■ málum síðan hann fékk aldur til. Orðrómurinn segir, að hann hafi látið sig dreyma um það síðan.á barnsaldri að verða forseti Banda- ríkjanna. Þessi draumur hans fékk mjög byr í vængi, þegar Earl Warren, sem þá var ríkisstjóri Kaliforníu, en nú er forseti Hæsta rétlar Bandaríkjanna, skipaði hann öldungadeildarmann Kali- forníu fyrir 14 árum síðan, en rikisstjórinn fær vald til slíkrar útnefningar, þegar kjörinn öld- ungadeildarmaður fellur frá áður en kjörtímabili hans er lokið. Knowland vann sér strax mikið álit í þessari stöðu, — hefir tví- vegis verið endurkosinn og hlaut bæði stuðning republikana og demokrata í síðara skiptið. Hann var talinn viss um endurkosningu nú, ef hann hefði gefið kost á sér sem öldungadeildarmaður aftur. MARGIR MYNDU hafa Iátið sér nægja það að halda sæti öldunga- dc-ildarmanns, þar sem því fylgdi orðið jafnframt forusta fyrir repu blikönum í öldungadeildinni. Knowland þóttist hins vegar sjá aðra leið vænlegri upp í forseta- stólinn. Hún var sú að verða rikis- stjóri í Kaliforníu, gegna því starfi í scx ár, lofa Nixon að vera for- setaefni republikana 1960, þegar líklegt var að þeir myndu tapa, er, verða svo forsetaefni þeirra 1964, þegar sigurvonirnar væru meiri. Revnslan hefir sýnt, að rík- isstjóri hefir miklu betri aðstöðu en öldungadeildarmaður til þess að verða útnefndur sem forseta- efni, svo að þessu leyti var dæmið rétt reiknað hjá Knowland. En Knowland sást hér strax yfir eitt. Flokksbróðir hans, Goodwin Knight, var ríkísstjóri í Kaliforníu og vildi ógjarnan sleppa embætt- inu. Persónulega var Knight líka vinsæll og er talinn viss' um að hafa náð endurkosningu sem rík- isstjóri. Knowland hafði hins Veg ar tök á flokksvélinni með aðstóð Nixons, svo að Knight sá þann kost vænstan að láta í minni pok- ann. Nixon fann upp það snjall- ræði til s'amkomulags, að Knight skyldi gefa kosl á sér sem öldunga deildarmaður í stað Knowlands. Knight féllst á þetta, en hann neitaði hins vegar að sættast við Knowland. Hann hefir enn ekki fengizt til að lýsa yfir stuðningi við Knowland sem ríkisstjóraefni. Og yfirleitt er talið, að helzlu stuðningsmenn Knight muni ekki kjósa Knowland. KNOWLAND gerði sig líka sek- an um aðra yfirsjón, sem getur reynzt honum engu siður dýr en , að hrekja Knight úr rikisstjóra- | embættinu. Það virðist hafa verið Goodwin Knight, Eeisenhower forseti, og William Knowland. keppikefli Knowlands seinustu ár- in að taka sér stöðu Roberts Tafts sem leiðtogi hægra arms repu- blikana. Til þess að sanna þetta í verki lýsti hann vfir því, að hann ætlaði sér að vinna að veigamik- illi brevtingu á vinnulöggjöfinni í Kaliforníu. Nú fá menn ekki vinnu- réttindi þar, nema þeir séu í verka lýðsfélagi. Knowland lýsti því yf- ir, að hann vildi láta afnema þetta ákvæði og veita pfélagsbundnum sama rétt og félagsbundnum i þessum efnum. Nokkur ríki í Bandaríkjunum, þar sem hægri sinnaðir menn stjórna, hafa þegar sett lög um þetta. Þetta mætir hins vegar mikilli andstöðu félags bundinna verkamanna og snerust þeir strax harðlega á móti Know- land fyrir þessa aístöðu hans. Og meðal þeirra, sem snerust strax gegn þessari stefnu hans, var Knight ríkisstjóri, en hann hefir haft allmikið fylgi meðal verka- manna. Fleslir af frambjóðendum republikana í þingkosningunum hafa gert hið sama. Republikanar eru þannig klofnir í þessu máli, sem er orðið eitt allra stærsta kosningamálið í Kaliforníu. NIÐURSTAÐAN af öllu þessu brölti Knowlands er nú orðin sú, að skoðanakönnunum í Kaliforníu ber saman um, að hann muni kol- falla sem ríkiss'tjóraefni og senni- lega muni Knight falla með hon- um sem öldungadeildarmannsefni, en muni þó fá talsverl hærri at- kvæðatölu. Vegna brölts Know- lands virðast republikar.ar þannig líklegir til að missa ívö þýðingar- mestu embættin í Kaliforníu, er flest bendir til,*að þeir hefðu haldið þeim að öðrum kosti. Af- leiðing slíks ósigurs er svo- al- mennt talin sú, að republikanar muni tapa KaliforníU í forseta- kosningunum 1960. Af þeim ástæð um er það talið veikja mjög að- stöðu Nixons, ef republikanar íapa nú í Kaliforníu, þar sem Kali- fornía er heimariki hans og hann tekur nú mikinn þátt í kosninga- baráttunni þar. Ekki hefir honum þó heppnazt að sætta þá Knight og Knowlarid, og strandar þar á þeim fyrrnefnda. Knight segir, að það myndi alveg eyðileggja sigur- \'onir hans', ef hann bendlaði sig við Knowland. Rétt er að geta þess, að það er talinn mikill ávinningur fyrir A.dlai Stevenson, ef demokratar vinna nú í Kaliforníu, því að allra helztu frambjóðendur þeirra þar eru sagðir eindregnir fylgismenn hans sem forsetaefnis. AF HÁLFU republikana eru nú gerðar allar hugsanlegar tilraunir til að afstýra falli Knowlands. Eisenhower er nú sjálfur á leið- inni þangað og mun halda stóra kosningafundi i aðalborgunum. Vafasamt er talið, að þetta ferða- lag forsetans beri þó tilæílaðan árangur. Úr þessu þarf ekkert Framha/d á 8. aíðu. UÐSTOMA! Refur bóndi heldur nú máli sínu: áfram tala um „fallöxi þverrandi getu ríkissjóðs og einstak- linga“, ekki um hinn alltof háa „framleiðslukostnað“, ekki að eina ráðið sé að stíga „að einhverju leyti aft- urábak hina förnu leið.“ Nei allt slíkt spjall var nú skyndi lega orðið „bölsýni“ sem „ábyrgt var fyrir örbirgð margra alda.“ Aumingja Björn. Aftur í Eyjafirði. Erá Stóradal fór ég til Eyjafjarðar aftur og haíði svo verið róð fyrir gert. Dvaldist ég þar í hálfan mánuð áYtri- Bægisá, en kom þó á nokkra bæi þar s. s. Steðja, Myrká, Þúfnavelli o. fl. og átti þar vinum og frænd- um að fagna. Eitt sinn er ég var á gangi eftir Þelamörkinni kvað ég: Rekkar viða refi sjá, renna fram á heiðum. Þó er einn sem þýtur ó Þelamerkurleiðum. Á ieiðinni til Eyjafjarðar frá Blönduósi kvað ég: j Norðurieið með „Norðurleið" ! ég íer, norðurleiðir kunnar eru mér. Eg er líka senn á suðurieið, sjálfsagt verður förin einnig greið. Þarna kennír sjáifshóls en ég er Lika Norðlendingur. Þegar óg kom í hlaðið á Bægisá kvað ég: Leið til norðurs lokið er, lyndi glatt þvi hlýt ég. Alltaf birt.ír yfir mér Eyjafjörð þá lít ég. Jakob Ó. Pétursson gaf mér ljóðabók sína „Hnökra" og kvað ég að lestri hennar loknum: Fell't og siétt hér finna má fallegt málið bundið. llnökra þessum „Hnökrum“ á hef ég litla fundið. Næsta vísa er kveðin ttm stúlku, sem ég þekkti vel og þarf ekki skýringar við. Meyjan snyrtimennsku ber, menu þó virt ei hafi. Að þó syrti er hún mér yls og birtugjafi. Það er stundum komizt svo að orði, að einn eða annar „gjöri í nytina sína". í tilefni af því varð eftirfarandi visa til. Suma skortir virðist vit, virða stæðilega. Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.