Tíminn - 25.10.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N, laugardaginn 25. október 1958.
a
SÍVAGÓ LÆKNIR síðasta skáldsaga OC) hoftinbor
Nóbelshöfundarins Boris Pasternak
Lióðabók Lárusar Salómonssonar
Boris Pasternak er fædd-
ur árið 1890. Faðir hans var
kunnur málari, og teiknaði
hann meðal annars myndir
í skáldsögur Tolstoys. Boris
Pasternak varð snemma víð-
frægur fyrir Ijóð sín, en síð-
ar varð hann að lúta járnaga
sambands Sovétrithöfunda,
sem er allsráðandi í sovézk-
um bókmenntum. Það var
ekki fyrr en eftir dauða
Stalíns, að aftur fór að bera
á honum í heimi bókmennt-
anna. Einnig hafa verið gefn
ar út eftir hann þýðingar á
klassískum verkum eftir
vestræna höfunda, einkum
Shakespeare og Goethe.
Árið 19,">7*var tilkynnt í Moskvu
að ný skáldsaga eftir Pasternak,
„Dr. Zhivago" yrði gefin út í Sovét
ríkjunum og öðrum löndum. En
skömmu eftir að þessi. tilkynning
hafði verið gefin út, lét samband
Sovétrithöfunda í 1 jós andúð sína
á bókinni, og var þá ákveðið að
íresta útgáfu hennar í Sovéti'íkj
unum. Þegar hér var komið, hafði
Pasternak sent afrit af handrit-
inu til útgefanda síns í Mílanó,
Giancarlo Feltrinelli, en samband
Sovétrithöfunda fór þegar fram
á, að handritið yrði endursent höf
undi til endurskoðunar. Signor
Feltrinelli neitaði því og gaf út
toókna á útölsku, eins og hún barst
honum í hendur frá höfundi.
I fyrri heimsstyrjöld
.,Dr. <Zhivago“ var nýlega gefinn
út í New York. Þetta verk Boris
Pastcrnaks skipaði heiðursess í
toókmenntagagnrýni stórblaðanna
New York Times og Washington
Post. Aðalbókmenntagreinar
toeggja þessara tolaða fjölluðu um
toókina, og má af því ráða þann
gífúrlega áhuga, sem gagnrýnend
ur og lesendur í Ameriku höfðu
á útgáfu hennar. Sagan hefst um
«íði|ski aldamót, og í upphafi
hennar segir frá útför Maríu Nik
olayevnu, móðúr drengsins Yurii
Zhivago, sem seinna verður Dr.
Zhivago. Lesandinn fylgist með
Yurii, er hann nemur læknis-
fræði og lýkur kandidatsprófi. Á
námsárunum hneigist hugur hans
einnig að skáldskap, og hann skrif
ar hugleiðingar um eðli listarinn-
ar, um kjarna trúarinnar og til-
gang lífsins.
Dr. Zhivago berst með' hálfum
hug í fyrri heimsstyrjöldinni, og
hinn öriagaríka vetur 1917 er
hann í Moskvu. Hann stendur ut-
an við þá atburði, sem þar gerast,
enda þótt honum sé ijós, að þeir
eiga eftir að verða afdrifaríkir
fyrir land hans og þjóð. Skömmu
síöar flyzt hann ásamt^ eiginkonu
sinni til smábæjar í Úralfjöllun-
tum. Þar hittir hann glæsilega
konu, Lara Antiqova að nafni, en
maður hennar er stríðsfangi Þjóð
verja. Dr. Zhivago fellir hug til
hennar en herir Rauðliða |)urfa á
lækni að halda, og á hann því
ekki annars úrkosta en segja skil-
ið við borgarlífið og fylg.ia þeim.
Þannig er hann enn einu sinni
þvingaður til að taka þátt í bar-
átíu, enda þótt hann trúi ekki á
málstað 'þann sem barizt er fyrir.
I Síberíu
Dr. Zhivago dvelst í rúm tvö ár
i Síberíu með Rauðliðum —- á
sama tíma og byltingarmenn
bjuggu um sig í Moskvu. Ilonum
tekst aö flýja, og heldur hann
aftur tíl Moskvu í fylgd með Lara
Þar fréttir hann, að fjölskylda
hans hefur verið gerð útlæg úr
Sovétríkjunum, og er hún nú flutt
tíl Parísar. ,
Á meðan á þessu stóð, hefur
eiginnaaður Lara gerst foringi
skæruliða, sem börðust gegn her
sveituin andkommúnista. Með
sigri Sovétherjanna er þjónustu
iians iokið, og kommúnistar hyggj
BORIS PASTERNAK
ast nú skjóta hann, þar eg þeir
þurfa ekki lengur á honum áð
halda, en hann verður fyrri til og
fremur sjálfsmorð. Dr. Zhivago og
Lara búa um tíma á bóndabæ
nokkrum, en Dr. Zhivago óttast
um öryggi Lara, og þar kemur, að
honurn tekst að telja liana á að
fara austur til Sovétasíu. Sjálfur
snýr hann afur til Moskvu. Ilann
getur ekki fellt sig við hið nýja
þjóðfélag, sem nú er kornið í
stað þess, sem hann tilheyrði. En
hann fær þó ekki að gert, og verð
ur að sætta sig við sinn hlut í líí
inu. Nokkru síðar deyr hann af
hjartaslagi í sírætisvagni í Moskvu
ekki fullra fjörutíu ára garnail,
og hafði hann þá hvorki scs Lara
né fjölskyldu sína.
Meira en saga einstaklings
Þetta er söguþráðurinn í aðsl
dráttum. En bók Boris Pasternaks
er langtum meira en saga einstak-
lings, Lesendur hafa reynt að
túlka hið dýpra hugsjóna- og
stjórnmálagildi bókarinnar, enda
skiptir það miklu máli, ef fella á
hlutlægan úrskurð um bókmenr.ta
legt verðmæti hennar.
Ein af aðalpersónum Pásternaks
dregur dár aft marxismanum, og
nokkur aíriði í bókinni má skilia
sem gagnrýni á samhyggjukenn-
ingar kommúnista er heldur því
fram, að Marxismi sé í rauninni
vísindagrein, en fær svarið: „Marx
ismi og vísindi? Marxismi er ekki
nægilega sjálfstæð stefna til þess
að geta íalizt vísindagrein. í vís
indagreinum er jafnvægi. Marx-
ismi og hlutlægni? Eg þekki enga
hugsanastefnu, sem er einangraðri
né fjarlægari staðreyndum en
Marxisminn. Þeir, sem völdin hafa
gera allt, sem hugsast getur til
þess að sneiða hjá sannleikanum
í þeim lilgangi að viðhalda trú
þjóðarinnar á óskeikulleika þeirra.
Eg fyrirlít stjórnmál. Mér líkar
ekki við menn, sem lítilsviröa
sannleikann“
Önnur persóna sögunnar gerir
eftirfarandi athugasemd: „Eg álít,
að samyrkjan hafi verið röng ráð
stöfun og hún hafi misheppriazt,
þó að ekki megi viðurkenna það
opinberlega. Til þess að leyna mis
tökunum með öllum þeim brögð
um, sem ógnarstjórn er tamt, vcrð
ur fyrst að kenna þjóðinni áð
hæíta að hugsa eða dæma og
sanna henni, að það, sem allir
sáu, uhafi aldrei verið til, hcldur
eitthvað allt annað, sem alls ekki
var til“.
Á öðrum stað í bókinni segir:
„Mesta ógæfan, og rót alls hins
illa, sem siðar kom í Ijós, var að
glata trúnni á gildi sjálfstæðra
skoðana okkar. Við héldum, að
sú tíð væri liðin, er menn breyttu
samkvæmt eigin siðferðisskoðun
Eins og skýi't var frá hér í
blaSinu í gær, hlaut rússneska
skáldið Boris Pasternak Nób-
elsverðlaunin í ár. Síðasta
skáldsaga hans er Dr. Zhiv-
ago og kom út fyrst á Ítalíu í
íyrra, en hefir ekki enn kom-
ið út í Rússlandi. Taiið er, að
þessi síðasta bók hans hafi
miklu um það valdið, að hann
hlaut verðlaunin, enda er
hún talin ágætt skáldverk.
Þótt hún feli i sér rnikla gagn
rýni á kommúnismanum er
hún ekki rituð sem beint á-
deilurit, heldur er þetta :-.aga,
sem lýtur sínum eigin, iist-
rænu lögmálum. í eftirfar-
andi grein eftir H.B. Garland
er bók þessari lýst.
um, Við héldum, að það væri nauð
synlegt að syngja i kór og lifa eft-
ir óhagga ílegum siðareglum, sem
yfirvöldin fyrirskipa.“
Af þessum athugasemdum má
þó ekki álykta, að bókin sé pólitísk
ádeila. Boris Pas:ternak skrifar
af ótrúlega mikilli hlutlægni um
bolsévísku byltinguna, og skýrir
frá henni eins og náttúruurnbrot
um, sem voru óumflýjanleg. En
hann deilir á afstöðu Marxismans
til einstaklingsins. Þær athuga-
scmdir hans, sem fela í sér gagn
rýni á kenningu og framkvæmd
kommúnismans, eru oftast gerðar
í sambandi við lýsingar á aðstæð
um í Rússlandi, eins og þær voru
áður fyrr.
Þegar þetta er haft í huga,
kynnu menn að undrast það, hve
harðlega samband Sovécriíhöíunda
hafa ráðizt gegn toókinni á stjórn
málalegum grundvelli. Getur það
verið, að ástæðan sé eingöngu sú,
StrokiS um strengi,
Ijóð eftir Lárus Salómons-,
son, Reykjavík 1958. Bók'
in er 162 blaósíóur, prent
uð í Prentsmióju Jóns
Helgasonar.
Á ÖLLUM TÍMUM hafa íslenzk-
ir menn verið að yrkja, stundum i
fram á orfið sitt eða oní askinn'
sinn, þá á hestbaki eða við smala-t
mennsku, og þótt þeir á þann hátt'
hafi ekki verið að setja sig í nein-
ar stellingar frammi fyrir ijóða-
dísinni, hafa þeir allt að einu
hlaðið henni mikla sveiga úr dýr-
um orðum. Nú á dögum gefa sum
skáld út yfirlýsingar þar að lút-
andi, að þeir yrki ljóð sín á ritvél.
Það er’ út af fyri-r sig form — á
vinnubrögðum. Aftur á móti skap-
ar það ekki form á máli sérstak-
lega, eins og mann getur grunað
afí fyrri aðstæður hafi átt sinn
þátt. í að gera nauðsynlegt.
Skáldskapur er öðru fremur gerð-
ui af anda og íþrótt, og ekki gott
þegar hvort tveggja vantar. Uppá
skrifuð skáld þurfa ekki endilega
að hafa þctta tvennt til að bera.
Og það er oftar en hitt, að þeir,
sem hafa aðra atvinnu en lausa-
kveðskap, koma töluve-rt á óvart,
jafnvel þótt ekki sé nema í einu
eða tveimur ljóðum.
EINN ÞEIRRA manna, sem
verður stundum ijóð á munni við
vinnu sína, er Lárus Salómonsson,
sem nú hefir látið frá sér fara
Ijóðasafnið, Strokið um strengi.
Lárus heldur með þessu á lofti
erfðasið okkar, að yrkja mitt í önn
dagsins, Þetta hafa margir mætir
menn gert á undan honum og eiga
sjálfsagt eftir að gera. Framan til
í bók Lárusar eru ljóð, drápur og
kveðjur. Þar er ort til þjóðhöfð-
ingja innlendra og erlendra að
gömlum og góðum sið, þar eru
ættjarðarkvæði og heimspekiljóð.
í síðari hluta bókarinnar eru vís-
ur og kvæði til ýmissa manna,
sem ort eru við mismunandi tæki-
færi. Lárus yrkir oft af íþrótt, get
ur stundum um hætti ljóðanna og
á í því efni nokkuð sammerkt með
Lofti ríka. Eflirtektarverl kvæði
er eftirfarandi, sem höfundur
nefnir
:n
Já, æskan vill . . .
Já, æskan vill, að lífið líði fljótí,
og leikur sér
svo létt sem ber,
en gleymir því að gæta sín,
er gleðin skín,
og þess — hvað líður ævin ótt.
Því, eins og i’ljót sem aldrei
verður rótt
til úthafs fer,
svo alda hver
sem neitt í bylgjum djúpsins dvín,
svo daprast sýn
á hinztu stund við þrotinn þrótt.
Þá aftur verður allt svo fjarrt og
hljótt,
þá orkan þver,
til upphafs fer.
Því eiiífð geymir allt, sem vqr,
hvað ævin bar
úr hamingjunnar gnægða gnótt.
í lífsins morgni lifir tímans nótt;
og loginn þver.
Því lífið er
við draumsins loka- djúpu slund
eitt dýrðlegt pund
og verður hvorki sent né-sótt.
í minninganna sjóði verður sótt
hvað sælast er
og sætleik ber;
því mörg er lífs vors munan kiyr,
er minning hlær.
Hver vill, að lífið líði fljótt?
NÚ GETUR maður spurt, hvað-
an kemur einum manni þörf til
að yrkja. Og það fæst ekkért svar.
En okkur ætti hins vegar að geta
orðið ljóst, svona nokkurn véginn
skammlaust, hvort heldur ort er
af þörf eða tilgerð. Engum.manni,
sem les ljóð, eins og það, sem
birt er hér að framan, dettur til-
gerð í hug, jafnvel þótt fari? sé út
í sálma, sem gætu leyft ótæpilegt
málskrúð og uppskrúfaða .tilfinn-
ingasemi fengna af afspurn. Uni
það verður ekki vélað, að andi
Lárusar er óskiptur í þessári bók
og dagsönnin, þar sem Ijóðin hafa
sprottið, hefir ekki slævt sjón hans
til þeirra hluta, sem góðum mönn-
um er gott að hafa í vegferðinni.
Indriði G. Þorsteinsson.
Gislavirkni stóreykst í Noregi
Heilbrigðisyfirvöld áhyggjafull
NTB—ÓSLÓ, 22. okt. Geisla-
virkni hefir aukizt mjög í Nor-
egi seinustu tvo mánuðina, að
því er yfirmaður rannsóknarstofn
að rússneskur rithöfundur hefur
á ný gerst írúr hinni göfugu köll
un listamannsins og varðveitt ein
staklingshyggju sína eftir 40 ára
tímabil samhyggju og forskrifta-
lista?
Ifvað snertir aðalpersónuna, Dr.
Zhivago, þá er hún ekki dregin
upp með „Svörtu og hvítu“, eins
og gerist oft í Sovétbókmennt-
um. Sumum mun hann koma fyrir
sjónir sem veiklyndur draúmóra-
maður, sem hefði beðið lægri hlut
í lífinu jafnvel þólt byltingin hefði
ekki dregið úr honum allan mátt.
Öðrum mun virðast hann vera
talsmaður einsíaklingsfrelsiis og
göfgi, maður, sem vill heldur bíða
ósigur en svíkja hugsjónir sínar.
Eða er hann spámaður þess, sem
koma skal í Rússlandi?
Kannske er Dr. Zhivago allt
þetta þrennt: Hann er maður —
sem býr yfir öllum hæfileikum,
mótsögnum og veikleikum -þess
manns, er lifir á örlagaríkustu
tímamótum mannkynssögunnar.
Pasternak hefur skrifað prýði
lega skáldsögu og hefur jafnframt
reynt að vera sjálfum sér trúr sem
rithöfundur. Það er bæði hug-
rekki og fegurð í þessari bók.
unar hersins í Noregi skýrir frá
í dag. Evang landlæknir Noreg's
segir, *að auknfng þessi sé . svc
mikil, að alvarlega horfi, og niuni
niálið tekið til ítarlegrar athug-
unar.
Geislavirkni hefir aldrei mælzt
svo mikil í Noregi síðan.i sept.
1956, en þá hefir hún mest prðið.
Virðist hún jöfn yfir allan Noreg
og mælizt jafnt í loftinu sem í
regni, sem tii jarðar fellur.
Varúðarráðstafanir.
Dr. Hvinder telur, að aukning
þessi standi tvímælalaust í sam-
bandi við það, að Rússar hafa á ný
byrjað tilraunir sínar í Síberíu
með kjarna- eða vetnissprengjuv.
Geislavirknin er og háð því, hve
úrkoma er mikil. Síðast liðinn
i mánuð hefir úrkoma ' verið nær
I helmingi meiri i Noregi en venju-
lega.
Evang landlæknir Noregs. sa’gði í
dag, að hann hefði ekki fengið i
hendur endanlega skýrslu dr. Hvin
ders um geislavirkniiía. Fyrstit
upplýsingar bentu til að hér væri
mikil alvara á ferðum og full á-
stæða til að grípa til sérstakra var-
i úðarráðstafana.