Tíminn - 25.10.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.10.1958, Blaðsíða 12
Veslan kaldi, suðaustan, l>ykkn- ar upp á morg-un. Hiti vestan lands 5—6 stig, ein 6—8 stig austan Iands. Rvík 6 stig, Laugardagur 25. október 1958. ,,List um landið” víðtæk kynning á myndlist, skáldmennt og tónlist Samstarf Menntamálaráís og Ríkisútvarpsins j Um 10. nóvember er ráðgert j að hafin verði ferð um Eyjafjarð- Menntamálaráð íslands og Ríkisútvarpið hafa ákveðið að ar’ og Þingeyjarsýslur, og verða reka í sameiningu starfsemi sem hlotið hefir heitið: „List um landið". Tilgangurinn er sá, að senda hvers konar lif- andi list sem víðast út um bæi og sveitir, skáldlist, tónlist og myndlist. Með löggjöf frá síðast liðnu ári um Menningarsjóð og Mennta- iriálaráð voru tekjur þeirra stofn- ana auknar og þeim fengin ýmis ný verkefni á sviði menningar- mála. Meðal þeirra verkefna var stuðningur við flutning góðrar listar víðs vegar um land. Almenn ingur utan Reykjavíkur á þes's ekki mikinn kost að njóta list- flutnings, og á það einkum við um, íbúa dreifbýlisins. Viða eru fjo komin upp myndarleg félags- heimili, sem hentug eru til list- flutnings. Starfskraftar íslcnzkra listamanna eru eigi nýttir nema að litlu leyti Þá skortir beinlínis verkefni. Æsklegasti stuðningur- inn við þá er í því fólginn að bæta starfsskilyrði þeirra. Nú hefir verið ákveðið, að Menningarsjóður verji árlega nokkru fé til stuðnings listflutn- ingi í landinu. Verður tilhögun yæntanlega með tvennum hælti: í fyrsta lagi: farnar verða ferðir um ýmsa landshlula að frum- kvæði Menntamálaráðs og Uíkis- úívarpsins, fluttir tónleikar, lesið úr íslenzkum bókmenntum og mál verkasýningar haidnar. í öðru lagi: Mcnningarsjóður mun eftir föngum styrkja menningarfélög víðs vegar um land, er þau vilja efna til lhjómleikahalds, bók- œennta- eða myndlistarkynningar. Mun brátt gerð nánari grein fyrir reglum þeim, sem þar um verða látnar gilda. L,. Kirkjutónleikar Sú samvinna Ríkisútvarps'ins og Menntamálaráðs um listkynningu, sfm hlevpt hefir verið af stokk- ,unum undir nafninu „List um .landið“, hófst rpeð lónleikaferð um Suðvesturland, þar sem flutt var kirkjutónlist. Komu þar fram fistamennirnir dr. Páll ísólfss'on, Björn ÓVafsson fiðluleikari og Cuðmundur Jónsson söngvari. Myndlistarsýning Nú um helgina verður opnuð í Vestmannaeyjum myndlistarsýn- ir.g á vegum fyrrgreindra aðila. Verða þar sýnd 20 málverk úr Listasafni ríkisins eftir jafnmarga listamenn. Eru þar verk eftir ýmsa hina kunnustu málara okk- ar, allt írá Þórarni B. Þorláks- syni, Ásgrímj, Kjarval og Jóni Stefánssyni til hinna yngri manna. Við opnun sýningarinnar á sunnu- dagskvöld mun Björn Th. Björns- son listfræðingur flytja fyrir- lestur um íslenzka myndlist og sýna skuggamyndir. Svo er ráð fyrir gert, að sýn- irigin í Vestmannaeyjum verði upphaf slíkra myndlistarsýninga viðs vegar um land. Óperu- og tónleikaferð um Austurland Þá er að hefjast óperu- og tón- ieikaferð um Austurland, með viðkomu i Vestmannaeyjum. Efn- isskrá er á þessa leið: Kristinn Hallsson syngur einsöng með und- irieik Frilz Weisshappel. Strengja kvartett leikur „Litið næturljóð“ eftir Mozart. Flutt verður óper- an „La serva padrona“ (Ráðs- konuríki) eftir Pergolesi. Flytj- endur: Þui'íður Pálsdóttir, Guð- mundur Jónsson og Kristinn Halls son. Stjórnandi: Fritz Weissh. Fyrirhugaðir sýningarstaðir eru þessir: Vestmannaeyjar 27. og 28. október, Fáskrúðsfjörður 30. okt., Reyðarfjörður 31. okt., Eskifjörð- ur 1. nóv., Norðfjörður 2. nóv., Seyðisfjörður 3. nóv, Eiðar 4. nóv. og Hornafjörður 6. nóv. Þrjár merkis- bækur frá Menningarsjóði í dag koma á markaðinn á veg- um Bókaútgáfu Menningarsjóðs- og Þjóðvinafélagsins þrjár merk- ar bækur. Eru það Þjóðhátíðin 1874 eftir Brynleií Tobíasson, Frá óbyggðum eftir Pálmti Hannes- son og Höfundur Njálu eftir Barða Guðmundsson. Þessara bóka verður nánar getið í næsta blaði. þar einkum kynntar bókmenntir, en jafníramt flutt tónlist. Munu skáld og rithöfundar lesa úr verk um sinum og söngvari svngja ein- söng. Verður nánar skýrt frá för þessari síðar. Þótt fleiri ferðir hafi ekki verið ákveðnar enn, hafa þeir aðilar, sem að listkvnningunni standa, fullan hug á að halda áfram því staríi, sem nú er hafið. Munu þeir landshlutar, sem ekki gefst tóm til að sækja heim að þessu sinni, verða látnir sitja fyrir, þegar framhald verður á listkynn- ingu, en það verður væntanlega síðar í vetur og næsta vor. Morgunblaðið dæmt fyrir árásir á Samband isl samvinnufélaga Morgunblaðið hefir nú hiotið tvo dóma fyrir árásjr þess á Samband ísl. samvinnufélaga og Regin h.f. vegna sölu á varnarliðseignum. Ilélt Morspinblaðiö fram livað eftir annað s.I. vetur, aö þetta væri „stórfellt braskmál“ og hafði mörg orð og stór í því tilefni. Öll þessi ummæli hafa nú verið dærnd ómerk, Morgunblaðinu gert að greiða sektir og niáls- kostnað og það skvldað til að birta greinargerð um úrslit mála þessara. í febrúarmánuði síöast liðnunx gerði Morgunblaðið miklar árásir á SÍS og Regin og taldi umrædda vörusölu eitt stór- felldasta braskmál, sem um getur, sagði að SÍS hugsaði ekki um hagsmuni þjóðarinnar o.s.frv. Hófu bæði SÍS og Reginn meiðyrðamál gegn ritstjóra og ábyrgðarmanni blaðsins, Valtý Stefánssyni, og er þeim málum nú nýlega lokið með áður- nefndum niðurstöðum. Sektirnar nema 400 krónum í hvoru máli og málskostnaður 800 kr. Dr. ALEXANDER JOHANNESSON Dr. HREINN BENEDIKTSSON Dr. Alexander Jóhannesson fær lausn frá pórfessorsembætti vegna aldurs Dr. Hreinn Benediktsson hefir verií skipaður prófessor í heimspekideild Rússar þegja um Nóbelslaun NTB—Stokkhólmi, 24. okt. —■ Rússneski .rithöfundunnn Boris Pasternak lýsti í dag á- nægju sinni yfir því, að hon- um skyldi hafa verið úthlutað Nóbelsverðlaununum í bók- menntum. Samkvæmt þeim upplýsingum, scm sænska akademían hefir feng- ið, sagði hann, að sig langaði til að fara til Svíþjóðar til þess að veita verðlaununum viðtöku og taka þátt í hátíðahöldunum 10. des., ef hann fengi leyfi til þess frá yfirvöldunii Sovétríkjanna. —• Blöð og úlvarp í öllum kommún- istaríkjum þögðu í dag gersam- lega um veitingu verðlaunanna, nema blöð í Póllandi, en þar var skýrt frá henni á forsíðum. Dr. Alexander Jóhannessyni hefir verið veitt lausn frá prófess- orsembætti í heimspekideild Há- skóla íslands frá 1. þ.m. að telja samkvæmt ákvæðum laga um ald- urshámark embættismanna. Frá sama tíma hefir dr. Hreinn Benediktsson verið skipaður próí- essor í heimspekideild. (Frá menntamálaráðuneylinu.) 90 manns í dauðans greipum í lokuð- um kolanámugöngum á Nova Scotia Inngangur námunnar hrundi saman í jartJskjálfta j i NTB—Springhill, Nova Scotia, 24. okt. — í gærkvöldi, urðu jarðhræringar á skaganum Nova Scotia, norðarlega á Atlantshafsströnd Kanada, með þeim afleiðingum, að 172 menn, er þár voru að störfum á næturvakt 1 kolanámu, lok-j uðust inni. Við jarðskjálftann lokuðust göngin upp úr nám-1 unni og loftrásarkerfið ónýttist. í kvöld þótti sýnt, að 91 maður, sem ekki tókst að bjarga fljótlega eftir að slysið varð, muni farast í göngunum. Mepnirnir eru í göngum, sem liggja djúpt í jörðu, en þarna eru dýpstu kolanámur í Ameríku. Tals- maður fél. þess, er fer með rekstur oámunnar, skýrði svo frá í kvöld, að borin von virtist með öllu að tækist að bjarga þeim, sem dýpst væru í jörðu, en ekki vonlaust um t>á. sem næstir væru 'yfirborðinu. Björgun nær vonlaus. 70 manna björgunarlið, húið sér stökum tækjum ihefur allt frá því . tsr slysið varð, unnið sleitulaust, en enn hefur ekki tekizt að ná nNnu sambandi við hina innilok- uðu. Reyna björgunarmenn í tveim 1 ur flokkum að brjótast niður í jörð (ina til þeirra, er efstir eru, meö | svo miklum hraða sem unnt er, en j álilið er ,að þeir muni allir látnir, áður en það tekst. Þegar slysið varð, voru 172 j ! menn í námunni, flestir í fjögur hundruð metra dýpi og um það i bil fjóra kilómetra frá inngangin- um. 80 mönnum tókst íljótlega að i b.jarga, en einn fórst þegar er jarðskjálflinn varð, af grjóthruni. Gas hefur safnast fyrir á nókkrum stöðum neðanjarðar. og gerir það enn erfiðara fvrir. Stalskuldaiista Þrjú innbrot voru framin hér í bænum í íyrrinótt og fáu einu stolið utan skuldakladda úr ein- um stað, þar sem þjófurinn virð- ist hafa verið á blaði og þannig viljað f’irra sig áfallandi greiðsl- um. Venjulega er brotizt inn á ó- líkleguslu stöðum hér í bæ og virðist handahóf eitt ráða. Einn slíkra staða er Dýptarmæla- og ratsjárverkstæðið, Geirsgötu 14. Þar var farið inn í fvrrinótt og gengið um öll híbýli, en ekki hægt að sjá að neinu hafi verið stolið. Þá var farið inn í ballskákslof- una í Einholti 2 og stolið litlum peningakassa með skiptimynt og töluverðu magni af vindlingum. Ekki varð sóð að þjófurinn eða þjofarnir hafi tekið „partí“ sem kallað er. Aftur á móli virðast þeir hafa verið á blaði hjá stofn- uninni, því skuldakladdi fyrir- tækisins freis'taði þeirra og var hann horfinn í gærmorgun. Þriðja innbrotið var í frystihús hér í bænum, en þar var engu slolið. Tilboð De Gaulle setur útlagast jórnina í vanda Bourguiba ánægíur og býtSur málamiblun NTB—París, Kairó og Túnis. — Franska ríkisstjórnin var í dag í sambandi við útlagastjórn Alsírmanna í Kairó fyrir tilstilli útsendai'a og milligöngumanna, en enn hafa uppreisnarmenn í engu svarað tilboði de Gaulle um að koma til Parísar til að ræða vopnahlé. í París er talið, að nú ríki hin mesta upplausn, að ekki sé meira sagt, í herbúðum uppreisnar- stjórnarinnar, því að hún hafi alls ekki búizt við ajy de Gaulle myndi taka þá á orðinu og stinga upp á viðræðum í París. Fyrr um daginn skýrði Ferhat Abbas, forsælisráðherra uppreisn- arstjórnarinnar, svo frá, að verið væri að hugleiða tilboð de Gaulle, og vildi hann ekkert um það segja að svo komnu máli. Talsmaður I upplýsingaþjónustu uppreisnar- ' manna hóll því fram, að útlaga- I stjórnin væri að sönnu reiðubúbi til viðræðna við frönsku stjórnina, en myndi hins vegar leggja til, að þær yrðu ekki í París, heldm’ í ihlutlausu landi. i : Bourgiba ánægður. í Bourgiba Túnisforseti tót í dag í ijósi ánægju sína vegna ti.boðs ' de Gaulle. Kvað hann þetta í fyrsía skipti síðan Alsírstyrjöldin braust út, sem franskur stjórnmálamaður hefði tjáð sig fúsafi til að taka upp stjórnmálalegt samband við uppreisnarmennina. Tjáði hann Túnisa enn sem fyrr fúsa til að hafa á hendi málamiðlun milii Frakka og bræðra sinna í Alsír. — Moskvuútvarpijy flutti í dag erindi um tilboð de Gaulle. Var þar einlc um vakin athygli á, að hann hefði forðast sem hcitan eld að minnast á skilyrði þess, að deilan yrði Jeyst á stjórnmálalegum grundvelli. Tveir kostir. De Gaulle liefur mcfi þessu til- boði tekið frumkvæðið af úilaga- stjórninni í Kairó, og ef þeir neúa að koma lil Parisar er hætt við, aö almenningsálitið brennimerki þá sem ófriðarmenn, er vilji, að strið- ið í Alsír haldi áfram. Ef þe'.r hins vegar fallast á boðið, er það merki þess, að þeir haí'a fallizt á lýðræðislega málameðferð sem einu færu lausnina og þá einnig látið af skilyrðislausri kröúi um fullt sjálfstæði. Af sumum er talið, aö útlaga- sjórnin sé klofin í málinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.