Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 3
r t í MIN N, fimmiiidaginn 20. nóvember 1958. MON C0EUR“ í dag kemur hingað til lands hinn beimsfrægi „Mon Coeur1' kabarett, sem næstu dagana mutn skemmta í Framsóknarhúsinu við Frí- kirkjuveg. Hér er um að FRITZ RUZICKA — kímnin- fjjargaði ræða „kalypsóparið" Nínu og Friðrik, auk stjórnand- ans, Fritz Ruzicka, og konu hans, Kate Rosén, en þau hjónin koma bæði fram og skemmta. Síðast en ekki sízt er með í förinni sænski píanóleikarinn Walter Bödg- er, en hann er einn fremsti píanóleikari Norðurlanda. Þeir íslendingar sem dvalizt hafa erlendis þekkja vafa-i laust til þessa kabaretts, en hann er einn sá eftirsóttasti í Evrópu um þessar mundir! Eins og áður er getið mun „Mon Coeur“ (nafnið þýðir Hjartað. mitt!) skemmta næstu kvöld í hinu nýreista Framsóknarhúsi við Fríkirkjuveg og vafalítið á hann eftir að vinna mörg lijörtun þar! Þau Ruzicka og Rosén munu syngja — að Nínu. Friðrik og Bödger ógleymdum, og mun ,,pró- oramið" í heild vera um það bil, ein klukkustund. Fengizt við margt Um stjórnanda kabarettsins, Fritz Ruzicka er það að segja, að margt hefur drifið á daga hans um ævina. Hann er fæddur í Vínar- borg, en er nú norskur ríkisborg- ari. í Vín hóf hann feril sinn sem leikari ,og ekki leið á löngu þar til hann var kominn tit Berlínar til þess að kynna sér kvikmynda-1 leik hjá Max Reinhardt. Hann hefur verið blaðamaður, og leikið | í- landsliði Austurrikismanna i, knattspyrnu, svo segja má að líf hans hafi ekki verið tilbreytinga- laust! Skömmu fyrir seinni heimsstyrj öldina fór Ruzicka til Noregs, en þar hafði hann dvalizt áður sem fréttaritari „Tidens Tegn“. Hann settist að í Osló, og tók til við að Frægur kabarett til íslands X Gina Lollobrigida grét er Tyrone Power lézt! Um helgina barst sú fregp, út um heiminn, að kvik- myndaleikariíín Tyrone Power væri dáinn. Hann lézt við upptökuna á kvik- myndinni „Saiómon konung- ur og drottningin af Saba', en bar lék hann eitt aðalhlut verkanna. Rétt áður en upp- tökur skyldu hefiast, þenn- an óhappadag, ræddu frétta- ritarar við „Ty", eins og hann var tíðast nefndur, og kvað hann þá hafa kvartað um vanlíðan, en sennilega hefir hann þó ekki grunað, að dauðinn væri á næstu grösum síðasta hlutverkinu, sem Salómon konungur. Hann talaði um Spán, en mikið af myndinni var tekið þar síðan í september síðastliðnum og ræddi nokkuð um spánska leiklist. Erfitt atriði Það var óvenju erfitt atriði, sem var um að ræða og varð það síð- asta sem „Ty“ lék. Hann átti að varpa sér á steingólf til þess að •sieppa við hníf launmorðingja. Eft- ir því sem leið á upptöku þessa atriðis varð hann stöðugt þreytu- legri, og skömmu áður en laun- morðinginn átti að birtast, fór Ty til búningsvagns síns og fékk sér koníakssopa til þess að styrkja taugarnar eins og hann orðaði það. Hann kvartaði undan verkjum und ir handleggnum og erfiðleikum við andardrátt. Framleiðandi kvikmyndarinnar fór þá til hans og sent var eftir hjúkrunarkonu. SamtLmis skipaði framleiðandinn að flytja Power á sjúkrahús, en áður en sjúkrabíllinn kom hafði hann misst meðvitund og var látinn áður en á sjúkrahús- ið kom. Læknar iirskurðuðu dánar orsökina angina pectoris. Gína grét Þjónn Powers segir hann hafa fengið snert af blóðsótt fyrir nokkr unv dögum og í því sanvbandi leitað til lvjartasérfræðingis. Þessi óhugnanlegi atburður lam aði alla meðleikara hans, sem þarna voru viðstaddir, meðal ann- ara „drottninguna af Saba“, Ginu Lollobrigidu, sem brast í grát þeg- ar hún frétti um lát Powers. — Eg talaði við. lvann fyrir augnabliki, I stamaði hún. Framhald á s. slðu. Ruzicka „fann Nínu og Friðrik X Sjónvarpsmenn í förinni Koma fram í viku skrifa og brátt var ivann þekktur smásagnahöfundur. Jafnframt hélt lvann áfram við blaðamennskuna, ritaði greinar og viðtöl við þekkt fólk, aðallega. leikara. Kínvnigáfu hans er við brugðið og er hún einkennandi fyrir það sem iiann hefur skrifað. I fangabúðum nazista Árið 1941 var Ruzicka settur í þýzkar íangabúðir þar sem naz- istar töldu hann bezt geymdan fram að stríðslokum. Hann lifði meðferðina af vegpa hinnar ein- stöku kínvnigáfu sinnar og nvargir félaga hans úr fangabúðunum þakka honunv enn þann dag í dag fyrir að hafa stytt þeim stundirnar þar. Þegar stríðinu lauk liélt lvann áfrarn við sín fyrri störf í Osló, skrifaði mikið af viðtölum við leikara og þess háttar fólk og þetta varð til þess að hann brá sér einn góðan veðurdag til Kaup- mannahafnar. Þar hitti hann fyrir unga kabarettsöngkonu, Kate Rosén, sem í dag er eiginkona hans og vinnufélagi. Þau síofnuðu í félagi kabarett og ferðuðust nokk uð unv Danmörku. Er vetrarólym píuleikarnir stóðu yfir í Noregi, hleyptu þau af stokkunum „Mon Coeur“ kabarettinum, sem síðan „sló í gegn“ þar, og í Osló voru þau á annað ár. Síðan var haldið til Dannverkur og upp frá því var „Mon -Coeur“ einn vinsælasti kaba- rett á Norðurlöndum. i „Fann" Nínu og Friðrik Fritz Ruzicka hefur jafnan haft augun opin varðandi unga lista- menn, og það var raunar hann senv „uppgötvaði" Nínu og Friðrik. Hann heyrði þau syngja, og sá strax franv á að með miklunv æfing um gætu þessir söngvarar náð langt. Hann lét bau hefja æfingar þeg- ar í stað, og eftir því sem næst tveggja mánaða samfelldar æiing ar komu þau Nína og Friðrik í fyrsta sinn franv opinbertesa — í kabarett þeirra Fritz Ruzicka og Kate Rosén. Annars hefur Ruzicka gefið sig nvinna að því að koma fram opin- berlega nú. Hann syngur ínýkið inn á plötur, en einstaka sinnuin kemur hann þó fram ásamt konu sinni, Rosén, Nínu og Friðrik og píanóleikaranum Bödker. Að öðru leyli vinnur hann að mostu á bak RUZICKA og KATE — Vínardúettar við tjöldin, senvur kvikmyndahand rit fyrh- Nínu og Friðrik og er umboðsmaður þeirra. Syngur Vínardúetta Kate Rosén syngur Vínardúetía með manni sínum í „Mon Coeur“ kabarettinum, og hefur söngur þeirra vakið mikla og verðskuld- aða athygli. Ferill henivar hófst á þann hátt að hún vann samkeppni senv 450 listamenn tóku þátt í og haldin.var um beztu útvarpsrödd- ina. Hún hefur konvið fram í sjón varpi í Englandi og útvarpi í Nor- egi, Svíþjóð, Danmörku og víðar auk þess sem hún hefur sungið inn á fjöldan allan af vinsælum plötunv. Um þau Nínu og Friðrik er ó- þarft að fjölyrða. Plötur sungnar af þeim heyrast oft í vitvarpinu og ennfremur var sýnd hér fyrir skemmstu kvikmynd r.veð þeim í aðalhlutverkum. svo að þau eru íslendingum þegar að góðu kunn. Þau voru vinir í æsku, og einn góðan veðurdag reyndu þau að syngja saman með þeim árangri sem menn geta heyrt ef þeir gera sér ferð að heyra þau einhvern næstu daga. Frábærir bíaðsdómar „Mon Coeur“ kabarettinn ihefur hvarvetna hlotið mjög lofsamlega blaðadóma. Er þau skemmtu í Lathi í Finnlandi snemma á þessu ári skrifaði norskur ritstjóri sem þar var staddur, heinv á þessa leið: „Danmörk tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu á skíðum í Lathi — Dannebrog blaktir ekki yfir sólbökuðum götunum. En engu að síður hefur Danmörk unnið mikinn sigur — „gullverð- laun“ — ekki til handa einum meðlimi kabarettsins heldur éll- um. „Mon Coeur“ hefur ekki að- eins unnið hjörtu Flnna, heldur' einnig okkar sem komið hafa hing að víðsvegar að úr heiminum. — Engin takmörk eru fyrir vinsæld- um fjórmenninganna, hinnar yndls legu Nínu og glæsilega Friðriks og síðast en ekki sízt hjónunum Kate og Fritz.......“ Þannig fórust hinum norska rilstjóra orð og er ekki að efa, að sama sagan muni endurtaka sig hér. Þess má geta að lokum að sjón- varps- og blaðanvenn munu koipa hingað til lands um leið og „Mon Coeur“ kabarettinn til þess að fylgjast með ferðunv listafólksins á meðan þau dveljazt hérlendis. Þetta nvun vera í fyrsta sinn sem blaðamenn konva með slíku fó.ki hingað til lands svo að sjá má að íslandsför þeirra Ruzicka, Kate Bödkers, Nínu og Friðriks þykir vera nokkur frétt erlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.