Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 8
8 RÚSSNESKA LISTSÝNINGIN í stormum og stórsjóum vest- rænnar menningar vora daga, virð ist listin hafa lent niðri í öldu- dölunum, meðan kembir af vís- indunum hæst á hryggjunum. ; Eg hef litið svo á að orsökin til þessa misræmis væri sú að töfra heimar vísindanna, (sem alltaf lúkast upp fleiri og fleiri og hver öðrum ævintýralegri) heilli til sín efnis- og afburðamenn nú á dög um. Með öðrum orðum: nú smíð ast vísindamenn úr þeim efnivið sem áður fór til skálda og lista manna sem nú verða aðeins til úr fánýtum sprekum. „Það verður enginn óbarinn biskup“ •— enginn vísinda- eða Jistamaður að gagni án gáfna, elju og átaka. Það er deginum Ijósara að fyrsta sporið í áttina til listsköpunar er að kunna sitt handverk og það rækilega. Þar dugar ekki „nasasjón". En ein- xnitt þetta virðast listamennirnir okkar ekki skilja og standa þess vegna eins og glópar frammi fyrir verkum raunverulcgra listamanna, samanber ritsmíð V. P. í Morgun- hlaðinu 18. nóv. s. 1. Um rússnesku grafik-sýninguna er það að segja að 'hún ber fyrst og fremst vott um afburða kunn áttu — þjálfun. Hvert handbragð húgsað og hnitmiðað. Engar slett ur sem tilviljgnin ein ræður hvern ig verða að útliti. Ekkert tilgagns laust föndur. Þar er ekki að ræða um eina einustu lélega mynd og er það óvenjulegt um jafn stóra og fjölþætta sýningu. En einmitt | vegna frábærrar leikni losnar j enilligáfan úr fjötrum os perlurn ar glóa. Lítum t. d. á mynd nr. 143 Hraðskeyti eftir Trofinov og margar fleiri mætti nefna. Ætii V. P. hafi hugmynd um hvað hann á við með sínum marg þvældu utanaðlærðu frösum, eins og „myndrænt“. Tónlistamennirn ir sem okkur hafa heimsótt að austan 'hafa verið með ágætum og ekki eru myndlistamennirnir eftir bátar. En auðvitað segh refurinn að kirsuberin séu súr, af því að hann er lágvaxinn og nær ekki til þeirra. Nú hlýt ég að spyrja. Hvers vegna geta Rúsíar boðið upp á svo góða list, sem raun ber vitni? Ekki virðast þeir vera eftirbátar annarra þjóða í smíði gervitungla og helsprengja og sama mun gilda um fleiri vísindargreinar. Niður staðan hlýtur Iþá að verða sú: að eymdarástand vestrænna lista- manna getur ekki átt rót sína að rekja til vísindaáhugans. Við verðum að athuga okkar gang betur. Að minnsta kosti reyna að temja okkur sjálfsgagnrýni. Losa okkur við „hatta af syndlausum hórum“ og annað fánýti. Um persónulega hagi þessara rússnesku listamanna veit ég að sjálfsögðu ekki neitt. Þeir eru kynntir sem „Sovétlistamenn". Eg finn Iþó ekki að verkin þeirx-a lykti mikið af Karli gamla Marx. Meðan svonefnda kirkjulega list bar hæzt var rútttrúnaðurinn ekki mjög fastur í reipunum og páfarnir hundheiðnir. List og stjórnmál er tvennt. Bernhard Shaw sagði að listamaðurinn væri Enok en her- foringinn Kain. Eg leyfi mér að bæta því við að herforingi og stjórnmálamaður séu af sama toga. Sigurbjörg r Amundadóttir fædd 29. marz 1895, dáin 31. okt. 1958. Þú hafðir í bernsku hlýjan reit heima í þinni gömiu sveit. Þig heiliuðu heiðu vorin. Og árin komu, og lífið las á ljósgullið æskunnar stundarglas. Létt voru leikandi sporin. Þann máttarveikari mundir þú og mazt þína hreinu barnatrú í kyrrlátrar móður mildi. Um ævi þína þú vissir vel, að vinarhlýja og kærleiksþel, það eitt fellur ai'drei úr gildi. Við fagnandi líf þú færð þín laun og finnur ei lengur dauðans raun, sem lögð var á lúna móður. Og lífsins drottinn mun leyfa þér að liðsinna þeim, sem villtur fei', og vökva hinn veika gróður. Vinir þínir, við kveðjum k'lök'k kærleiksmund þina með heitri þökk og minnumst þín okkar aldur. Við biðjum í biðsal meistarans, að blessunarmáttur kærleikans, þinn verði þúsundfaldur. Kveðja frá vinum. Ásgeir Bjarnþórsson. Athyglisverð nýbreytni Kirkju- kórasambands Rangárþings Fyrir tveimur árum hóf kirkju-1 kórasamband Rangárþings ásamt prestum prófastsdæmisins þá ný- hreytni, að kórarnir heimsæktu aðra söfnuði ásamt presti sínum og önnuðust alla þjónustu við inessu þann dag, en heimaprestur og kór kirkjunnar ættu frí. Þetta varð mjög vinsælt og komu þegar fram eindregnar ósk-, . ir safnaðanna um það, að fram- hald yrði á þessu starfi. Á aðalfundi Kirkjukórasam- : bands Rangáxvallaprófastsdæmiis, sem haldinn var nýlega að Breiða bólstað var ákveðið, að þessum ; heimsóknum yrði þannig hagað á þessu hausti: 3. síðan Enn hafa engar ákvarðanir ver- ið teknar varðandi það hvort halda á föku kvikmyndarinnar áfram, en hér er á ferðinni umfangsmikiS mál, þar eð gert hafði verið ráð fyr ir að myndin mundi kosta nokkuð á annað hundrað milljón íslenzkra króna, og þegar hafi miklu verið til kostað er óhappið vildi til. Einkennileg tilviljun Það er tekið til þess hversu einkennileg tilviljun það er að fað ir Tyrone Power lézt árið 1931 í kvikmyndaveri þar sem hann varj í mitSju kafi að leika eitt atriðanna — einnig úr hjartasiagi. Með dauða Tyrone Power hefir Hollywood missf einn sinn bezta leikara. Sagt hefir verið að hann! hafi orðið kvikmyndastjarna fyrst og fremst vegna aðlaðandi fram- komu sinnar, enda var hann „gentlemaður“ fram í fingurgóma. líann fæddist árið 1913 í Cinncinn- ati í Bandaríkjunum og var þvl að- eins 45 ára gamall er hann lézt. Hann hóf leikferil sinn 1936, og varð þá strax eftirlæti kvenfólks- ins líkt og hann var allf til dauða- i dags, og þykir kvikmyndaframleið ! endum sem nú sé skarð fyrir skildi þar eem hann var. Sunnud. 9. nóv. messar séra Sveinbjörn Högnason prófastur að Skarði með Fljótshlíðarkirkju- kór og séra Sveinn Ögmundsson að Stórólfshvoli með Hábæjar- kirkjukór. Sunnudag. 16. nóv. messar séra Hannes Uuðmundss'on að Árbæ með Marteinstungukirkjukór og séra Sigurður Einarsson að Breiða bólstað, með Stóradalskirkjukór. Sunnud. 23. nóv. messar séra Sigurður Haukdal að Odda með Landeyjakirkjukórum. Kirkjukórasamband Rangárvalla prófastsdæmis hefir með þessu framtaki sínu gefið fagurt dæmi þess, hvernig unnt er að örfa kirkjusókn og efla kynni og bróð urhug milli safnaðanna. Formaður sambandsins er frú Hanna Karls- dóttir í Holti, sem af miklum á- huga hefir starfað að söngmálum bæði í prestakalli manns síns og héraðinu. Á síðasta aðalfundi þess var að tilhlutan frú Hönnu sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur kirkjukórasam- bands RangárvallapS’ófastsdæmis, haldinn að Breiðabólstað 19. okt., beinir þeim tilmælum til skóla- nefnda barna- og héraðsskóla sýsl unnar, að upp verði tekin söng- kennsla í skólum, þar sem hún ekki er fyrir hendi, svo fljótt sem auðið er, eins og lög mæla fyrir.“ v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v, Heilræði til neytenda í síðasta bækimgl Neytenda- samtakanna eru neytendum lögð ýmji.s heilræði. Þau eru eflaust hverjum manni holl, og eru þessi: Vandið vel til allra kaupa. Frestið kaupum séuð þér í vafa. Aflið yður vöruþekkingar. Vöru þekking er peningar. Hafið bókhald yfir útgjöld yð- ar. Það auðveldar yður að verja fé yðar af hyggindum. Kaupið þér hlut með ábyrgð, þá kynnið yður nákvæmlega, hvað í ábyrgðinni felst. Takið ©reimlega fram, hvort átt sé við endurgreiðslu eða skipti, sé keypt með fyrirvara. Gerið seljanda viðvart án tafar, komi galli á vöru í ijós. Biðjið um dagsettan reikning, þegar þér gerið kaup, sem máli skipta. Verzlið sem mest gegn stað- greiðslu og veljið vörurnar sjálf. Athugið verðið. Það er ekki hið sama alls staðar. Munið, að lágt verð þarf ekki að tákna lélega vöru, og hátt verð er engin trygging fyrir gæð- um. Kaupið aðeins það, sem, þörf er á, j dag, svo að þér neyðist ekki til að vera án þess, sem þér þarfn ist, á morgun. iV.V.'.V/.V.V.’.V.V.’.W.V.V Fylgist með tímanum. Kaupið Tímann Faðir okkar Bjarni Kjartansson, sem léit á Hólmavík 14. þ. m„ verður jarðsettur ,á Siglufirði, laugar- daginn 22. þ. m. Fyrir hönd okkar systkinanna. Einar Bjarnason. T í M I N N, fimmtudaginn 20. nóvember 1958. Horiur um áburð næsta ár Framleiosia Áburðarverk- sniiðjunnar icr minnkandi vegna skoi'ts á rafoi-ku. Undanfarið- hef ur framleiffsla verksmiffjunnar verið 19—21 þús. lestir af Kjarna á ári, cn nú hefur við- horfið breytzt þannig, aff líkur eru tii aff flytja vcrffi inn 5000— 7000 lestir af köfnunarefnis- aburffi á komandi ári, sagffi Björn Guffmundsson, forstjóri Áburffarsölu ríkisins, í viðtali viff Tímann nýlega. — Hvert verður verðið á áburð inum á komandi vori? — Enn er ekki hægt að segja með neinni vissu um það, en við áætlum það, að óbreyttu gengi og með sania yfirfærslugjaldi og nú er og í samskonar umbúðum og síðast. 100 kg. þrífosfat 45% kr. 215—230. 75 kg. kali 50% kr. 90— 100. og annar erlendur áburður muni 'hækka hlutfallslega. Uppskipun er hér ekki íalin með. Um innlendan áburð liggur ekki því neixi áætlun um sölu- verð, en ekki mun verða komizt hjá verulegri hækkun á honum. Það verður því ekki komizt hjá hækkun á N-áburði, hvoi't sem una er að ræða innlendan eða erlend- an. Mjög rík ástæða er til þess fyr ir bændur að panta aðeins þann áburð. sem notaður verður, og draga þó ekki úr pöntunum með' von um viffbót. Þegar verðiö er orðið jafn- liátt og þáð verður á komandi vori, er þess ekki að vænta, aff innflutt verði meiri magn, en sem svarar vel þeim áburðaj'pönt unum, sem gerðar verða fyrir 1. desember. Að gefnu tilefni skai sérstak- lega minnzt á kalíáburð. Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á því, að í einstök um sveitum hafi menn tekið að- eins- lítinn hluta af sinni pöntun. ( Þetta er ekki gott fyrir neinn og nú eru það vinsamleg og ákveðin tilmæli Áburðarsölunnar til allra að panta aðeins það kalí, sem menn eru ákveðnir að nota. Áherzlu verður að leggja á, að menn panti Kjarna eða köfnunar- efnisáburð eftir þörfum og kaup getu. Nú verður að flyíja inn við- bót af honum, því innlenda fram leiðslan nægir ekki, og eru þó minni líkur til að unnt verði að bæta við þegar fram á vorið eða sumarið kemur. Bezt er að miða allar pantanir við kíló eða.tonn. en sé talað um poka, að taka þá fram byngd á þeim. — Viff Ieggjum áherzlu á, sagði Björn að' lokum, að pantan ir séu komnar eigi síffar en fyr ir nóvembermánaffarlok. Þaff skiptir höfuffmáli um innkaup og dreifingu til allra hafna á land inu nógu snemma fyrir vorið aff vita þegar í desember hvaff þarf að kaupa mikiff og koma á hvern staff. Síðan styrjöldinni lauk hefur notkun tilbúins áburðar farið hrað vaxandi hér á landi með aukinni rækíun. Mjög bar þó á því fram yfii' 1950, að of lítið var nótað af kalí og fosforsýru í hlutfalii við köfnunarefnisáburð, en afleiðing ar þess verða minna og óhollara fóður. Á þessu hefur orðið tals verð breyting til bóta, einkum eft ir árið 1954, og má þakka það öfl ugri leiðbeingastarfsemi og áróðri Búnaðarfélags fslands og héraðs- ráðunautanna. í sumum héruðum hefur notkun á kalí- og fosforssýru áburði tvöfaldast, og til er, aö hún hafi þrefaldast. Hér eru að iokum nokkrar tölur til fróðieiks um áburðarnolkim landsmanna og er þá átt við hrein efni. Árið 1950 seldi Áburðarsaian af N (köfnunarefni) P af N (köfnunare.) P (forsf.) K 2360 1 950 1. 890 1. 1957 640 I. 3135 1. 1790 1. Nákvæmar tölur um sölu yfir standandi árs liggja ekki fyrr fýrr en unx áramót, en liún mun verða rúmléga 7000 lestir N, 3700 lestix- P, 2150 lestir K. Aðeins lítið eitt nægir... því rakkremið er fré Það freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er £ gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gillette rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það / Reynið eina túpu í dag. freyðir fljótt og vel... .og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni, sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Gillette „Brushless“ krem, einnig fáanlégt Heildsölubirgðir: Globus h.f., Hverfisgötu 50, sími 17148»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.