Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 5
T í M IN N, fimmtudaginn 20. nóvcmbcr 1958. Hin nýja fiskveiðilögsaga Islendinga Ræ8a Rannveigar Þorsteinsdóttur á þingi EvrópuráSs- ins í Strassburg, laugardaginn 11. október Eins og áður hefir verið frá sagt hér í blaðinu, ílutti Rannveig Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, mjög athyglis- verða og rökfasta ræðu um landhelgismál íslands á ^þingi Evrópuráðsins, sem haldið var í Strassborg fyrri hluta októbermánaðar. Ekki hafði verið búi?t við, að mál- ið kæmi til beinnar umræðu á þinginu, en það var íekið fyrir í milliþingaáliti stjórn- málanefndarinnar, og varð því einn liður í almennu stjórnmálaumræðunum. Ýmsir höfðu rœtt um málið m. a. tveir fulftrúar Breta, Mulley og Ormsby-Gore, utanríkisráð- iierra Breta, og vörðu mál- stað Breta af allmiklum þunga og deildu á ísler.dinga. Rannveig Þorsteinsdóttir flutti því næst xæðu þá, sem hér fer.. á eítir. Var ræðan samin í skyndingi með tilliti til þeirra umræðna, sein fram höfðu farið. Vakti ræðan mikla alhygli og fékk mikinn og góðan hljómgrunn ýmissa fulltrúa á þinginu. Ræða ítannveigar fer hér á eftir í laus- legri þýðingu blaðsins: Herra forseti. Á þingskjali 861, er stungið upp á því af hálfu s'tjórn- málanefndarinnar, að ráðherra- nefndin reyni meðal annars að finna lausn á fiskveiðimáli ís- lendinga, og í greinargetrð er þessu máli svo lýst, að það sé eins konar „fjölskylduvandamál“ Vestur-Evrópuríkjanna. Enda þótt við, fulltrúar íslands, hefðum ekki haft í hyggju að hefja umræður hér um þetta vandamál, er okkur það ekki á móti skapi ,að málið verði tekið upp á þennan liátt, — þó með breyttu orðalagi á till., — sér- staklega þar sem fulltrúi okkar í stjórnmálanefndinni sat.ekki fund inn, þegar málið var rætt, og gat ekki skýrt málstað okkar við það tækifæri. Á hinn bóginn mun .hvorki rík- isstjórn íslands né íslenzka þjóðin fallast á það sjónarmið, að þetta sé ,,fjölskylduvtandamál“ þeirra þjóða, sem sæti eiga í Evr- ópuráðinu. Frá okkar sjónarhóli hlýtur málið annað hvort að vera sér- þjóðlegt vandamál íslcndinga eða alþjóðlegt, og ég hygg að ég megi fullyrða, að íslenzka ríkis- stjórnin líti svo á, að lausn á vandanum muni ekki finnast með því að leggja til grundvallar þá skoðun, að þetta sé „fjölskyldu- vandamál" Vestur-Evrópu, eins' og fram kmur í áliti stjórnmálanefnd arinnar. En þótt við gerum ekki ráð fyrir, að lausn finnist á þessum grundvelli, vonum við að sjálf- sögðu, að málið leysist, og þar sem vakið hefir verið máls á þessu hér, er okkur það sérstök ánægja að gera grein fyrir sjón- armiðum okkar, þar sem viö telj- um að okkar hlið málsins sé ekki verulega þekkt. Ég geri ráð íyrir, að sérhvcrj- mn fulltrúa á þessu þingi sé ikunnugt, að fiskveiðar eru aðal- atvinnuvcgur íslenzku þjóðarinn- ar, en hins vegar er ég ekki viss um, að allir geri sér ljóst, hversu mjög fslendingar eru háðir fis'ki- miðum sínum. Þar sem þetta vandamál er nú rætt á allsherjar- þingi S.Þ. hefir íslenzka ríkis- stjórnin gefið út ýtarlega greinar- gerð um það handa fulltrúum Alls- herjarþingsins, og með levfi yð- ar, hæstvirti forseti, ætla ég að lésa hér kafla úr greinargerð þessa rits': RANNVEiG ÞORSTEINSDÓTTIR „f yfirliti, sem F.A.O. hefir gert til handa hafréttarráðstefnu S.Þ., var gerð tilraun- til þess að meta efnahagslegt mikilvægi fiskveiða hinna ýmsu þjóða. Yfirlit þetta er byggt á greinargerðum frá öllum mestu fiskveiðiþjóðum heimsins, að undanskildum Ráðstjóirnarríkjun- um. Þiað er augljóst af yfirliti F.A.O., að íslendingar hafa al- gjöra sérstöðu í þessu efni. Þetta kemur glöggt í ljós af eftirfarandi 5 atriðum. 1. Árlegur fiskafli íslendinga nemur 300 smálestum á hverja 100 íbúa, en afli þeirrar þjóðar, sem næst gengur, nemur aðeins 48 smálestum á.hverja 100 íbúa. 2. Andvirði árlegs fiskafla ís- lendinga er því sem næst 206 doll arar á hvern íbúa, en hins vegar aðeins 24 dollarar á íbúa í landi því, sem næst gengur. 3. Því sem næst fjórðungur þjóðartekna íslendinga á rætur sínar að rekja til fiskveiðanna, og er þessi hlutfallstala um það bil fimm sinnum hærri en hjá nokk- urri annarri þjóð. 4. Árstekjurnar af fiskafurðum fslendinga nema 95—97% af út- flutningsverðmætum landsins, sem síðan er notað til þess að greiða innflutning á helztu lifs- nauðsynjum. 5. Auk framangreindra efna- hagslegra staðreynda kemur fleira lii, einkum þjóðfélagslegar ástæð- ur, sem auka enn mikilvægi fisk- veiðiatvinnuveganna fyrir íslend- inga. Mikilvægi iðnaðarins sem aí vinnugreinar er breytilegt eftir staðháttum. í ýmsum hlutum landsins, einkum suðvesturhluta þess, í höfuðborginni og um- hverfis hana, hafa aðrar iðngrein ar en fiskiðnaður sína þýðingu. Þó ber að hafa hugfast, að þess- ar „aðrar iðngreinar" eru annað hvort beinlínis byggðar á fisk- veiðum, eða eiga sitt und- ir innflulningi á vélum og hráefnum, sem greitt er með and- virði útfluttra fiskafurða. Alls staðar annars staðar við sjávar- síðuna eru fiskveiðarnar mikil- vægasta atvinnugreinin. Fjárhag ur íbúanna og sveitarfélaga á þessum stöðum er svo gjörsam- lega háður fiskveiðunum, að eitt eða tvö aflaleysisár gera fólkið bjargarlaust, svo að það á ekki annars úrkostar en að snúa sér að öðrum atvinnugreinum.“ Það kom berlega í ljós á ár- unum milli heimsstyrjaldanna, að um ofveiði var að ræða á fiski- miðunum við ísland, og sú þróun stefndi beint að efnahagslegu hruni landsins. Þetta vandamál er tvenns kon- ar. í fyrsta lagi er það eðlilegt, að því fleiri skip, sem veiðar stunda, þeim mun minni I verður afli hveirs s'kips. I Öllu þyngra á metunum verður þó að teljast, að á landgrunninu við ísland eru mikilvægar hrygning- ar- og uppeldisstöðvar, og væri því unnt, ef komið væri í veg fyrir ofveiði, að fá þaðan jafnt og stöðugt magn hinna mikilvæg- ustu fisktegunda. En með til- komu nýrra og fullkominna tog- ara m,eð sívaxandi veiðitækni, er landgrunnið botnskafið ogtortímt ungviði, sem síðar yrði nytjafisk- ur til veiða, og þannig er raun- verulega um meiri eyðileggingu en veiði að ræða hjá togurunum ir.ni á grunnmiðunum.. Fyrh’ heimsstyrjöldina fyrri var þegar farið að bera á ofveiði á íslandsmiðum, og á árunum 1919 •—20 t.d. varð veiðiln meiri en árin 1912—13. Á millistríðsárun- um var gengið svo hart að fisk- stofninum, að láta mun nærri, að 80—90% af ýsu og kolastofn.inum við iandið hafi verið aus'ið upp, er. nær alger fjarvera erlendra togara meðan sjðari heimsstyrj- öidin stóð yfir, liafði í för með sér verulega aukningu á fisk- gengd umhverfis landið og gætti hennar undir lok styrjaldarinnar og fyrstu árin á eftir. En eftir 1949 fór aflinn minnkandi aftur ár frá ári en jókst á ný við vernd- arráðstafanir, sem gerðar voru 1952, er grunnlína var dregin um- hverfis landið og) fiskveiíðitak- mörk s'ett fjórar mílur út frá þeirri línu. Við erum þess fullviss, að þess ar ráðstafanir komu ekki aðeins í veg fyrir áframhaldandi eyðingu fiskstofnsins, heldur höfðu einnig sneru málunum alveg við, svo að um aukningu var að ræða.En vegna mikils ágangs', einkum erlendra togara, hefir aukningin verið hæg- fara, og íslenzkir fiskifræðingar eru sannfærðir um, að enn aukin tækni við fiskveiðar, sé ekki að- eins á góðri leið með að eyði- leggja þá aukningu, sem orðin var á fiskstofninum, heldur muni að því 'komið, að aftur fari að halla undan fæti. Vegna þessa var nú orðið ó- umflýjanlegt að gera frekari ráð- stafanir á þessu sviði, og það er jþungamiðja þessa vandamáls. Ég vil leyfa mér að lesa meira úr áðurnefndri greinargerð: „Það er athyglisvert, að þótt réttur íslcndinga væri full- komlega verndaður fyrr á tímum, þá var dregið úr þeirri vernd þegar mest á reyndi. Þann- ig voru fis'kveiðitakmörkin á 17., 18. og fyrrihluta 19. aldar talin 4 rastir, en röstin er sama og 8 rnílur, síðan 6 mílur og að lok- um 4 mílur. Landhelgin var því í fyrstu talin 32 mílur, siðar 24 niílur og á 19. öld færð niður í 16 míiur. Á síðari hluta 19. ald- ar virðist landhelgin hafa verið 4 mílur, en firðir og flóar lokaðir allan tímann. Árið 1901 var að lokum gerður samningur við Breta, þar sem gert var ráð fyrir, að firðir og flóar, breiðari en 10 mjlur, skyldi teljast opið haf, og fiskveiðilögsagan yrði 3 mílur. Þessi samningur var felldur úr gildi af hálfu íslenzku ríkisstjórn- arinnar árið 1951. Þá var orðið ljóst, hvert stefndii um ofvedði, og samþykktirnar um ofveiði frá 1937 og 1946 komu að engu haldi til þes's að hefta hina óheillavæn- legu þróun málanna. Me’ð tijlliti til liins alvarlega ástands heimilaði Alþingi ríkis- stjórninni árð 1948 að breyta grunnlínunum og gefa út nauðsyn- lega reglugerð um það. Það var álitið eðlilegt að miða við land- grunnið, þegar þessi reglugerð var samin, en útlínur þess fylgja því sem næst strandlínu landsins'. Á þessum svæðum eru einhverjar mikilvægustu hrygningar- og upp- í eldisstöðvar nytjafisks í heimi, 1 enda eru þær grundvöllur liinna miklu fiskveiða á íslandsmiðum fyrr og síðar. Regiugerð þessi var gefin út árið 1952, og var þá gert ráð fyrir að lína skyldi dregin fyrir flóa og firði og fiskveiðilandhclgin á- kveðin 4 mílur frá þessari grunn- línu. Það hefir komið í Ijós, ao ótti erlendra útgerðarmanna, um að afli erlendra fiskiskipa við Island mundi rýrna við þessar aðgerðir, var með öllu ástæðu- laus. Þar sem skýrslur sanna, að afli erl. skipa varð meiri en áður en reglugerðin gekk í gildi, hvort sem litið er á heildarafla eða afla ein- stakra skipa. Það hefir nú verið viðurkennt, að reglugerðin frá 1952 gerði það ekki aöeins að verkum að hindra hina háskalegu þróun, sem átti sér stað á fiskimiðunum, heidur sneri hún þessari þróun við til hagsbóta fyrir alla sem veiða á íslandsmiðum. Engu að síður var það Ijóst, að jafnvel smávægileg aukning fiski- skipa mundi leiða til ofveiði. Ann- að rnikilvægf atriði bsr og að hafa í huga og það er tilkoma algjör- lega nýrrar veiðitækni. Það virðist ef til vill fáránlegt að gera ráð fyrir geysistórum verksmiðjuskip- um, búnum rafmagnsveiðitækjum og dælum, en þar sem tækninni fleygir svo ört fram, gæti slikt átt sér stað áður en varir. Með tilliti til þróunar þessara mála og þeirra vandamála, sem af þeim mundi leiða, áleit íslenzka stjórnin að nauðsynlegt væri að gera frekari verndarráðstafanir á þessu sviði. Tilgangur þessara ráð- stafana er tvíþættur: að tryggja viðhald fiskstofnsins og vernda mikilvægustu fiskimiðin. Því var gefin út ný reglugerð 30. júní 1958 um íiskveiðitakmörkin og skyldi hún ganga í gildi 1. sept. 1958. Þ-egar hin nýja 12 mílna reglu- gerð gekk í gildi 1. sept. s.L, virtu skip erlendra þjóða hana — með einni undantekningu. Brezka ríkis- stjórnin sendi herskip inn að fjög- urra mílna mörkunum til þess að vemda brezka togara, sem stund- uðu ólöglegar veiðar innan hinnar nýju 12 mílna fiskveiðilögsögu. Þetta hefir valdið árekstrum, og ís- lenzka ríkisstjórnin álitur, að þessum ofbeldisaðgerðum verði að hætta þegar í stað. Þær hafa þegar spillt mjög vináttu þessara tveggja þjóða, og gæti leitt til þeirra atburða, sem ekki yrði hægt að bæta fyrir.“ Því hefir verið haldið fram, að ís- lenzku ríkisstjórninni haíi borið að semja við þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli, fremur en að heita einhliða aðgerðum. Á undanförniun árum — allt frá því er við fengum utanríkis- málin í okkar hendur — hofum við tekið þátt í öllum liafréttar- ráðstefnum, sem Iialdnar hafa verið, og þrátt fyrir að við álítum málið þyltli enga bið höfúm við beðið og vonað að lausn á vandainálinu mundi fást á al- þjóðlegum gruudvelli. Árið 1949 bar íslenzka sendinefndin á Allsherjarþingi S. Þ. fram þá tillögu að alþjóðlegu laganefndiuni yrði falið að sernja reglugerð unt hafréttinn í licild. Þessi tillaga var samþykkt, og Genfarráðstefiwn, setn ltaldin var mánitðina febrúar, rnarz og apríl 1958, átti rætur sínar að rekja til þessarar tillögu. Þegar þuð var samþykkt á þingi S. Þ. að Genf- arráðstefnan skyldi kölluð sarnan í fcbrúar 1958 lagðist íslenzka sendincfndin á þinginu gegn þessari meðferð málsins, vegna þeirrur stáðreyndar að þegar höfðu liðið mörg ár án þess að nokkuð væri aðhafzt í málinu og frekari dráttur mjög óæski- legur. Engu að síður á- kvað íslenzka ríkisstjórnin, vegna þessarar afstöðu þings S. Þ. að fresta frekari útfærslu fiskveiði- tiukntarkanna unz niðurstaða Genf arráðstefnunnar lægi fyrir. Sain- tímis tilkynnti íslenzka ríkis- stjórnin, að málið yrði tekið til ákvörðunar þegar eftir að niður- stað'a ráðstefnunnar væri fyri ’ hcndi. Á Genfarráðstefnunni komu fram ýmsar tillögur um stærð fisk- veiðilögsögu, 3 mílur, 6 mílur 12 mílur o. s. frv. Á hinn bóginn voru mörg ríki því fylgjandi að ský.r greinarmunur skyldi vera millii alhliða landhelgi — t. d. 3 eða 6 mílur ■— og fiskveiðilögsögu, sem þá mundi ná lengra, t. d. 12 mílur. Hvað sem því líður þá var það greinilegt, aci 12 míina lakmörkin nutu mikil- fylgis. Það er kunnugt að landhelgi ein- stakra þjóða er mjög breytileg a'ó stærð, þ. e. a. s. frá 3 mílum ti 4, 6, eða 12 mílna, og í sumum til fellum hafa ýmsar þjóðir jafnve. farið út fyrir þessi takmörk. Ég mun ekki ræða hér hina laga- legu hlið þessa máls, þar sem þaó mundi taka of langan tíma. Ég vi: aðeins taka það fram, að þegar tek in var ákvörðun um 12 mílna fisk veiðilögsögu lagði íslenzkn ríkis stjórnin m. a. eftirfarandi atrið til grundvallar: 1. Endanlegt álit Laganefndar St þar sem sú skoðun lcom fran:. að ólöglegt væri að fiskveiðilög • saga skyldi ná lengra en 12 mílur. 2. Álit Genfarráðstefnunnar, sen sýndi að -2 mílna lögsaga nau mests fylgis. 3. Dómur Alþjóðadómstólsins Haag í fiskveiöideilu Norð- manna og Breta, þar sem svo va kveðið á að taka skyldi bein' tillit til efnahagslegs •mikilvægi fiskveiðanna á hverjum stað, e fiskveiðilögsaga er ákveðin. 4. Skilningur sá, sem Genfarráð stefnan sýndi á þeirri staðreync. •að þær aðstæður séu til, að til vera þjóðar geti að mestu leyt verið komin undir fiskveiðum Vcgna þessara ástæðna svo oj annarra, erum við þess fullviss, at hin nýja reglugerð brýtur ekki bága við aiþjóðalög. Hr. forseti, ég hefi reynt að ver : ekki langorð, en margt má enr: segja um þetta mál. Ég vil ljúka máli mínu með þv að lýsa því yfir, að fyrir íslenzkv. þjóðina þýðir landhelgismálið li eða dauða, og enginn einstaklingu né einstakur stjórnmálaflokkU' stendur að þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið: Það er öll þjóð in, sérhver einstaklingur, sem lré á hlut að máli, og um málið hefu skapazt slík þjóðareining, að þss . eru engin dæmi fyrr. Þrjár ungiinga- bækur frá Iðunni Á vegum Iðunnarútgáfunna eru nýkomnar út nokkrar barnc bækur. Eru þar á meðal tvær ís- lenzkar drengjasögur. — Önnu þeirra nefnist Ævintýri tvíbui anna eftir Davíð Áskelsson. Segi: þar frá ævintýrum og þrekraunun . tveggja munaðarlausra toræðra. — Gerist sagan fyrst hér heima á ís- landi, en síðan strjúka þeir franskt fiskiskip, eru síðan teknii' ■til fanga og seldir í iþrældóm. Sag- an á að gerast á sautjáldu öld. Ilalldór Pétursson hefir teiknaci' allmai’gar bráðsnjallar myndir t toókina. Hin íslenzka unglingabókin e:- Síaðfastur strákur, eftir Kormál: Sigurðsson. Sú saga segir frá for- eldralausum dreng, sem elst upp hjá ömmu sinni, sem hefir nokla- ar áhyggjur af uppeldi hans. Er. það reynist meiri manndómur piitinum en á horfðist. Þórdí Tryggvadóttir hefir teiknað góða- myndir í söguna. Þriðja unglingabókin, sem Ið- unarútgáfan hefir sent frá sér, ev sænsk telpnasaga, sem nefnis'. Táta lekur til sinna ráða eltkr Mereta Pefersen. — Hallberg Hal mundsson hefir þýtt. Sagan segiv frá tápmikilli telpu, sem er ali umsvifamikil í æsku og tekið upp á fleiru en góðu hófi þykir gegns en verður eigi að síður myndai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.