Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, fimmtudaginn 20. nóvembér 1958,
Útgefandi : FRAMSOKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Réttindi og ábyrgð
EFTIR tæpa viku sezt á
rökstóla þing Alþýöusam-
bands íslands, hið 26. í röð-
inni. Fyrir því þingi koma
til með að liggja mikil verk-
efni og merkileg. Alþýðusam
bandið er nú orðið það void-
ugt og áhrif þess á mörgum
sviðum svo sterk, að því er
í lófa lagið að móta mjög þá
stefnu, sem uppi er i atvinnu
og efnahagsmálum þjóðfé-
lagsins hverju sinni. Deila má
um hversu heppilegt það er
að áhrif einstakra stétta séu
svo sterk, sem raun er á og
er þá mikið undir því komið,
að menn geri sér fulla grein
fyrir þeirri ábyrgð, sem á
þeim hvílir. P>að er því eðli-
legt að menn bíði þess með
nokkurri eftirvæntingu aö fá
úr því skorið hvað ofan á
verður á þinginu.
Alþýðusambandskosning-
arnar voru sóttar af mikilli
hörku einkum í Reykjavík.
Báru þær fullkomlega keim
af venjulegum Alþingiskosn-
ingum og má þaó út af fyrir
sig vera nokkurt áhyggju-
efni þeim, e£. telja hag sam-
takanna svo bezt borgið, að
pólitískir hákarlar hafi þar
sem minnst um sig. Gert er
ráö' fyrir að þingið sitji um
350 fulltrúar. Svo fjölmenn
þing vilja vera svifasein og
þung í vöfum. Er það áreioan
lega mikið athugunarefni,
hvort ekki væri skynsamlegt
að breyta skipulagi Alþýðu-
sambandsins þannig, að um
væri að ræða fleiri sérsam-
bönd, fremur en að steypa
öllu í einn pott eins og nú er
gert.
ÞEGAR núverandi ríkis-
stjórn var mynduð, ákvað
hún að taka upp náið sam-
starf við stéttasamtökin í
landinu. Stjórnarflokkunum
var það ljóst, að eins og efna
hagsmálin voru útleikin,
hlaut ríkisstj órninni að hvíla
mikill og þungur vandi á
höndum, Dýr reynsla var
fyrir þvi, aö sá vandi yrði
ekki leystur án þess að ein-
læg samvinna tækist með
stjórninni og alþýðusamtök-
unum í sveit og við sjó. Slík
samvinna ríkisvalds og
stéttasamtaka var algjör ný
lunda. Og á henni var byggfT
von manna um það„ að þess-
ari ríkisstjórn tækist að leiða
til farsælla lykta þá erfið-
leika, sem ofvaxnir höfðu
reynzt fyrirrennurum henn-
ar.
Ekki orkar það tvímæiis,
að rétt var stefnt hjá ríkis-
stjórninni að þessu leyti. Og
hún hefir af sinni hálfu al-
gjörlega við það staðið, að
hafa alþýðusamtökin meö í
ráðum um allar aðgerðir í
efnahagsmálunum. Svo er
það að sjálfsögðu enn og þ/í
hefir ríkisstjórnin og stuðn-
ingsflokkar beðið með það
að taka nýjar ákvarðanir,
þar til þing Alþýðusambands
ins vseri búið aö kveða upp
úr með það, hvaða aðgeröir
það telur affarasælastar. --
Nöldur Sjálfstæðismanna um
að búið sé að afhenda stétta
samtökunum það vald, sem
eðli málsins samkvæmt eigi
að vera hjá Alþingi, er lok-
leysa. Megin kjarninn í liði
stjórnarflokkanna er einnútt
meðlimir þessara samtaka í
bæ og byggð .Hvað er því eðli
legra en að ríkisstjórnin bíði
eftir úrskurði þessa fólks?
Þess utan væri allt annað
svik við þá stefnu, er stjórn-
in tók í upphafi.
í SAMBANDI viö lögin
um Útflutningssjóð o.fl., sem
afgreidd voru í lok síðasta
þings, var jafnframt logfest
5% kauphækkun. Hins veg-
ar var það mjög grehiilega
tekið fram þá, að ef kaup-
hækkanir færu fram úr því,
yrði ekki komizt hjá að gera
nýjar ráðstafanir með haust
inu. Nú gerðist tvennt sam-
tímis: Stjórnarandstaðan
fann ríkisstjórninni það til
foráttu, að hún hækkaði
kaupgjald og ynni þannig
með dýrtíðarskrúfunni og ól
á hinn bóginn á því, að vegna
aukinna álaga yrði kaup-
gjald enn að hækka verulega.
Árangurinn af þessari iðju
er nú öllum ljós. Kaup hefir
hækkað langt um fram þao,
sem ráð var fyrir gert og
mun væntanlega enn hækka
á næstunni. Fyrir þessum
hækkunum er enginn raun-
hæfur grundvöllur. Það lá
alveg Ijóst fyrir í vor, að með
því að hækka um 5% var
gengið eins langt og unnt
var. Væri lengra farið var
bara gengið niður fyrir
bakkann.
ÞEIR fulltrúar, sem
næstu daga mæta á þingi A1
þýðusamb. íslands standa
frammi fyrir þessum stað-
reyndum. Þeirra er að gera
það upp við sig hvað nú skuli
gert. Þeim ber að sjálfsögðu
skylda til að gera sér ljósa
grein fyrir því, hvernig mál-
in raunverulega liggja fyrir,
enda skal hér ekki dregið í
efa, að þeir séu fullkomlega
meðvitandi þeirrar ábyrðar,
sem á þeim hvilir. Kjarni
málsins er þessi: Þjóðin get-
ur ekki skipt meiru með sér
en því, sem framleiöslan gef
ur af sér á hverjum tíma.
Sé meira tekið verður að
skila þvi aftur, ella dregst
framleiðslan saman og hver
græðir á því? í sumar hefir
meira verið tekið en til er.
Kauphækkanir, sem þannig
eru til komnar geta aldrei
leitt til kjarabóta heldur
kjaraskerðingar. Að óreyndu
skal ekki efast um, að full-
trúar á Alþýðusambands-
þingi dragi réttar ályktanir
af þessum staðreyndum. Allt
annað væru hrapaleg og ör-
lagarík mistök.
Savannah,fyrsta kjarnorkuknúna flutningaskipið.
Gunnar Leistikow skrifar frá New York:
Smíði fyrsta kjarnor
skipsins að ljúka í
;u-flutninga-
með brevtingum, sem kuuna að
Talili, aí skipi« geti siglt 300.009 sjómilar án ^ . úts?lsln„ frá tjlrná0fn.
þess, að eldsneytisbirgoir séu endurný.moar unum.
Smíði hins fyrsta kjarn-
orkuknúna skips er senn að
ljúka. Þegar haí'a verið
ráðnir menn á skipið og er
byrjað að þjálfa þá í með-
ferð kjarnorkuknúins hreyf-
ils, en kennslan fer fram í
Pittsburg, þar sem sams
konar hreyfill er og sá, sem
settur verður í hið nýja skip.
Undirbúningur og kennslan
er áætlað að íaki 15 mán-
uði og er lögð mest áherzla
á að þjálfa menn í að stjórna
hreyfikerfi skipsins. Sav-
annah heitir skipið og er
nefnt. eftir fyrsta gufuskip-
inu, sem fór yfir Atlantshaf
árið 1819. Kjölur skipsins
var lagður 22. maí í vor og
er gert ráð fyrir að það
hlaupi af stokkunum á kom-
andi vori, en það verður af-
hent árið 1960.
I fyrstu verða hin kjarnorku-
knúnu skip tiltölulega dýr í
rekstri, þar sem einangrunarvegg
irnir utan um hreyfilinn eða ofn-
ir.n eru mjög þungir og taka því
Uþp það burðarmagn, sem annars
sparast vegna hins litla eldsneytis.
Það er því líklegt að þessi skip
verði aðeins notuð til olíuflutn-
inga, en hin stóru olíuflutninga-
skip. sem nú eru í notkun, nota
17% af burðarmagni sínu undir
sitt eigið eldsneyti og á löngum
ferðum eins og frá Persaflóa til
Bandarík.ianna er það geysilegt
rúm, sem myndi sparast með
kjarnorkuknúnum olíuflulninga-
skipum.
— En Savannah verður ekki
olíuflutningaskip heldur verður
það bæði farþega- og vöruflutn-
ingaskip,' sem mun taka 60 til
100 farþega.
Tilraunaskip
Skipið verður í náinni framtíð
notað til tilrauna á orkugetu
kjarnorkuknúinna skipa og verð-
ur farþegarýmið notað fyrir atóm
fræðinga, en ráðgert er að einnig
verði í skipinu rannsóknarstofur.
Margt er það, sem rannsaka
þarf í sambandi við þetta kjarn-
I orkuknúna skip. Auk hinna veriju
| legu athugana á orkugetunni
I verður leitazt við að finna málm-
blöndur, sem hentugar geta orðið
í einangrunarveggina, sem verja
i áhöfnina fyrir geisluninni frá
J kjarnaöfninum og einnig verður
i unnið að þid að gera skipin ör-
ugg vegna hinnar miklu hættu,
sem að steðjar, þegar skipin
verða fyrir áföllum.
Savannah verður 21.840 brúttó-
lestir, 595 fet á lengd og gang-
hraði 20,25 sjómílur. Það er
byggt eftir teikningu eftir George
G. Shajrp, en að byggingunni
standa ýmis félög í New York
og New Jersey.
Það er gert ráð fyrir, að skipið
geti sigit 300.000 sjómilur án
þess að* endurnýjaðar scu elds-
neytisbirgðir þess. Áhöfn skips-
ins verður um 125 menn.
Hreyfillinn verður 74 mega-
wött (milljón wött) og vegur
2.500 lestir með hinum marg-
brotnu einjangrunarveggjum.
Hreyfillinn er samansettur af 32
ofnum úr ryðfríu stáli, en þeir
innihalda 9.600 kg af úranium-
íldi.
Skipið hefir dísil-hjálparhreyfil,
sem ætlað er að nota í höfnum og
skemmri siglingum.
Varúðarráðstafanir
Hreyfillinn er varinn af þrýsti-
rúmi, sem umiukt er vatnsgeymi
úr stáli og blýi, en í honum er
létt vatn, sem sýgur í sig geislun-
j ina að mestu leyti. Þessi geymir
I er síðan varinn með gífurlegum
geymi úr stálplötum, sem eru 17
m langar og þvermál geymisins
er 12 m. Þessi hlíf tekur næstum
alla þá útgeislun, sem eftir er, en
þó er enn einangrunarveggur úr
blýi, polyetylen og osment. Á
þennan hátt er geislavirkum, á-
hrifum eytt að langmcstu leyti í
skipinu sjálfu, en í vélarúmi koma
engir aðrir en áhöfnin, en þeir
eru þá vandlega varðir af þar til
gerðum klæðnaði.
Til frekara öryggis er komið
fyrir mælum víðs vegar í skipinu,
þannig að hægt s'é að fylgjast
Hugmyndin
Hugmyndina um kjarnorkuknú-
ið skip má rekja til ræðu Eisen-
howers forseta, sem hann flutti
í apríl árið 1955. Forsetinn talaði
þá um, að flutningaskip yrðu knú-
in hreyflum söniu gerðar og kaf-
bátarnir, sem smíðaðir hafa verið
í Bandaríkjunum og gefizt hafa
mjög vel. Skip þetta átti að inn-
rétta sem safn og átti það að fara
um heiminn sem nokkurs konar
„friðarskip1, en á safninu áttu að
vera ýmiss konar tæki, sem notuð
eru í sambandi við friðsamlega
hagnýtingu kjarnorkunnar.
Þessi hugmynd fékk þó ekki
fylgi, þar sem taiað var um það
í þinginu sem ..Leiksýningarskip“,
„draumaskip" eða jafnvel „drauga
skip“. Tæknisérfræðingunum
f'annst þetta vera sóun á tíma,
kröftum og fjáírmunum. (Það
myndi kosta morð fjár að gera
kjarnorkuknúið fiutningaskip úr
garði.
En hugríiýndin vakti menn til
umhugsunar. Vaíraverziunatrmála-
ráðherrann og skipamálaráðherr-
ann tóku máiið að sér og fengu
því íramgengt að byggt yrði til-
raunaskip, sem knúið yrði með
kjarnorku. Þessi breyting á hug-
mynd forsetsns vakti athygli og
hrifningu skipaíélaganna og þing-
ið lýsti sig viljugt að gera nauð-
synlegar ráðstafanir.
Niðúrstaðan hefir nú fengizt.
Fyrsta kjarnorkuknúna skipið
mun fljóta innan tíðar, þar sem
Savannah er.
Skemmtilegar blaðagreinar dansks
kennara eftir Islandsför
Danskur kennari, Arne Stinus
frá Vordingborg; íerðaðist
um ísland í sumar. í haust
hafa birzt eftir hann nokkrar
greinar í dönskum blöðum,
þar sem hann segir frá kynn-
um sínum af landi og þjóð.
í greinum sínum ræðir hann
um einkenni okkar, vanda-
mál og viðhorf og segir
skemmtilega frá mörgu, en
svo virðist sem hann hafi
kynnzt furðuvel ástandinu
hér.
Stinus segir frá fegurð lands-
ins, hinum almenna áhuga á bók-
menntnm og listum, framförum
og hinni miklu velmegun.
Hann drepur á landhelgismálið
og segir, að ísland sé eina landið
í heiminum, þar sem afkoma allra
er háð fiskveiðunum. Alrangt segir
hann þá fullyrðingu margra, að út-
færsla landhelginnar sé aðeins
gerð til höfuðs Vesturveldunum,
þar sem ísland sé -og verði vest-
rænt ríki, en hafi enga samstöðu
með járntjaldsrikjunum, auk þess,
sem þetta sé knýjandi nauðsyn
vegna allrar afkomu þjóðarinnar.
Arne Stinus gerir handritamáiið
einnig að umtalsefni og rekur eðli
þess. Hann segir frá skilyrðis-
lausri kröfu íslendinga um eigna-
og ráðstöfunarrétt handritanna og
getur rakanna, sem styðja þetta
mál. Einnig getur hann um dansk-
ar ástæður, sem hafi sitt a‘ð segja,
en segir að Danir verði að fá tíma
til að færa íslendingum handritin
að gjöf og nefnir árið 1974, sem
margra hluta vegna væri vel til
fallið til afhendingarinnar.
Greinar þessa danska kennara
eru skemmtilegar aflestrar, enda
tekur hann málin ekki of alvarlega
og segir hlutlaust og sannfærandi
frá. Hann hrífst af landinu og seg-
ir í upphafi einnar greiriar sinnar.
„Eg verð bergnuminn, þegar ég
kem til landsins og það verður
maður hvort sem siglt er til
Reykjavíkur eða fiogið er inn yfir
landið, þegar það er toaðaö í haust-
sólinni. Maður verður bergnunv
inn, áður en komið er til lands-
ins“.