Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1958, Blaðsíða 9
í f MIN N, fimmtuílagiuu 20. nóvcmber 1958. 9 ELEANOR BURFORD HIN KONAN 2 I hans fyllti stofurnar svo ekki , var lengur hægt að hlusta á ganghijóð gömlu klukkunnar. í þetta sinn vorum við Díana orðnar sautján ára gamlar. Eg man allt eins og það liafi skeð í gær hljóðið í bíhium fyrir utan húsið, huröarskell- inn og bjarnartökin þegar hann íaðmaði okkar. Eg man einnig eftir tóbaks- og 'viský- íykt. — Drottinn minn dýri, hróp aði pabbi. — Eg fór að heim- an frá tveimur litlum stúlk- um og þegar ég kem aftur þá finn ég tvær ungar dömur. Hver er hver? Látum mig geta. Eg held raunar að hann hafi vitað það. Díana hafði lýst því yfir hve glöð hún væri yfir því að sjá hann og ég var einnig glöð en hélt mig í dálítilli fjarlægð. — Við erum orðnar sautján ára, veiztu þaö, sagði Díana. — Sautján ára, þaö er naumast. Þaö var fallega gert af ykkur að fæðast sama dag- inn. Annars hefði ég þurft að muna tvo afmælisdaga. Hann lyfti Júliu frænku upp og kyssti hana á kinnina. Eg tók eftir því aö hún Ijóm- aöi af ánægju. Við rannsökuðum töskurn- ar hans. Þær höfðu að geyma hinar venjulegu gjafir — kín- verskt silkiteppi lianda Júlíu frænku og mandarínahúfur handa hvorri okkar — önnur blá en hin græn. Díana tók þegar þá bláu og setti hana upp. Hún var dá- samleg með hana. — Settu þína á þig, sagði Júlía frænka. Eg gerði þaö. Eg vissi að ég leit út eins og ósköp venju- leg stúlka .... allt öðruvísi en Díana. Eg sá að pabbi virti okkur fyrir sér og það brá fyrir undrunarglampa í aug- um hans. Hann hugsaði áreið anlega um það sama og allir aðrir: — Hvernig geta tvær stúlkur sem líta alveg eins út verið svona ólíkar? — Gleymdu þvi ekki sern þú lofaðir okkur, sagði Díana við pabba. — Hvað var það? spurði hann. — Þegar viö vorum litlar og grétum yfir því að þú varst að fara, þá lofaðir þú okkur að við skyldum fá að fara með þér þegar við værum orönar nógu gamlar og hefðum lokið skólagöngu okkar. — Sagöi ég þetta virkiiega? — Já, það gerðir þú, hróp- uðum við báðar. — Jæja, þið viröist stað- í'áönar í því að látu mig efna þetta loforð. — Næsta ár kannske? spurði Díana. — Allt í lagi. En látum mig sjá. Hvert viljið þið helzt fara? Mundúð þið hafa gam- an að því að koma til Tíbet, eöa að sjá kirsuberjatrén blómstra á Japan? Eða viljið þið kannske skreppa til Ama- zon eða Súðurheimskautsíns? Við stóðum og horðmn á hann stórum augum, fullar auömýktar og undrunar. — Meinarðu þetta virltilega sagði ég. — Viltu hafa okkur með? — Það er einmitt það sem ég vil. Síðan skrifum við bók, sem heitir „Ferðazt með tví- burum“. Hvað finnst ykkur um þetta. Eða viljið þið kann- ske fara til Ástr?,líu og heilsa þar upp á Jóa frænda? — Jóa! hrópúðum við. — Já, einmitt, svaraði hann. — Drottinn minn! Það er ann ars langt síðan ég sá hann bróöir minn síðásr. Hann er orðinn gamall piparkarl og mig langar til þess að sýna honum dætur mínar og láta hann öfunda mig af þeimi — Æ, pabbi, sagði ég í um- kvörtunartón, — þetta er ekki líkt þér. Þú hefur alarei sagt okkur að við ættum frænda i Ástralíu sem heitir Jói. — Jæja, þá skulum við gera okkur ferð til að,hitta hann. — Ástralía, hrópaði Díana. — Þá förum viö umhverfis hálfa jörðina með skipi. Eg hlakka svö mikið til að ég get næstum ekki beðið. Eg vildi óska'að ég hefði ekki séð andlitið á Júlíu frænku þá. Hún haföi snúið sér undan og ég sá andlit hennar bregöa f-yrir í spegl- inum. Eg vissi um hvað hún var að hu’gsa. Hún var að segja við sjálfa sig að þegar við yrðum fullorðnar þá þyrft um við hennar. ekki lengur með. Brátt mynd;ura við halda af stað og ef hún á annað borð sæi okkur eftir það, þá mundi það vera á líkan hátt og við höfðum séð pabba til þessa. Pabbi og Díaira héldu á- fram að ráðleggja ferðalagið en ég hafði glataö nokkru af áhuganum. Þegar við Díana, vorum liáttaðar um kvöldið talaði liún stöðugt um þetta dásam- lega ferðalag sem við ættum í vændum. — Hvað er a,ö, sagði hún skyndilega. — Ertu ekki hrif- in af þessu? Eg mundi vera það, ef ekki væri vegna Júlíu frænku. — Júlíu frænkú! En hún fer alls ekki með okkur. — Nei, það er, einmitt það. — En hún hefur engan á- liuga á þvi að koma með. Hún er allt of viðkvæm. Þú veizt að við getum lent í alls kyns hættum. — Eg veit að hún kærir sig elcki um að fara meö okkur, og' það er mergúrinn málsins. Hún vérður svo .einmana, svo hræðilega einmana . . . eftir að hafa haft okkur öll þessi ár. Díana þagði stundarkorn. Skugga brá yfir andlit hennar augnablik en brátt brosti hún aftur. — Júlía frænka kemst á- reiðanlega af, sagði hún. — Enda þótt hún gæti komiö með, þá mundi hún ekki vilja yfirgefa þetta' gamla hús engu að síður. ’ Díana vildi ehki láta neitt skemma fyrir sér ánægjuna að svo komnu máli. Hún sann færði sjálfa sig um aö Júlía frænka mundi hafa það á- gætt í Lavendér Cottage. Eg gat ekki varizt þeirri tilhugs- un að Díana væri mjög eigin- gjörn. Þaö varð aldrei neitt úr þessu ferðalagi. En við ráð- gerðum engu aö síður heil- mikið. Skólafélagar okkar öi- unduðu okkur. Við vorum dæt ur Keston Flaxton, mannsins, sem ferðaðist um allan heim- inn. Stúlkurnar litu á Díönu og sögðu: — Sumir hafa allt. Það ' er hreinlega ekkert réttlæti. ! Við mig sögðu þær: Sumir ! hafa heppnina með sér. Díana lagði á öll ráð. Fyrst skyldum við heimsækja Jóa frænda og síðan skreppa til Asíu. Síðan mætti jafnvel at- huga þann möguleika að bregða sér til Afríku. Hún vildi sjá allan heiminn í éinni og sömu ferðinni. En ég sagði við hana: — Við skulurn ekki tala um þetta hér heima. Eg held að það særi Júlíu frænku.. | En hún gat ekki stillt sig þrátt fyrir að hún reyndi til þess. Stundum sagði hún:_____ Þangaö til næsta ár, þegar við leggjum af staö . . . . júlía frænka brosti þá jafnan eins og það væri jafn eðlilegc að við færum, og laufblöðin falla á haustin. | Eg tók að skilja að ég var í raun og veru alls ekki áköf að ferðast um með pabba, a.m.k. ekki eins áköf og ég hafði haldið aö ég mundi vera. Hugsunin um Júlíu frænku á- sótti mig í sífellu og ég vissi ekki hvernig ég ætti aö fara að því að hætta aö hngsa um þetta. En engu að síður lang- aði mig svo mikiö til þess að ferðast til framandi landa, aö ég tók að afsaka sjálfa mig. Auðvitað mundi hún komast af án okkar, sagði ég við sjálfa mig. Hennar líf er bundið þess um stað og við komum áreið- anlega einhverntíma aftur. Það var heitur sumardagur. Eg lá úti á grasflötinni með bók en ég las ekki, heldur virti fyrir mér fiðrildin sem sveimuðu umhverfis blómin. Lydia, ráðskona staðarins kom út. — Ungfrú Sara, sagði liún, — síminn er að hringja. Það er bezt að þú svarir honurn sjálf. Lydia vildi aldrei snerta á símanum, þvottavélinni eða ísskápnum. Hún hataði nú- tíma heimilstæki. Hún var tuttugu árum eldri en Júlía frænka, og hún var jafn mik- ill hluti af húsinu og gamla klukkan og lavenderinn. - Eg hljóp inn. Eg var gripin spenningi þegar símstúlkan tilkynnti að þetta væri sím- þj ónustan við útlönd. ) Pabbi, hugsaði ég. Hann er að koma heirn. En það var ekki pabbi sem kom í símann. i Einhver rödd sagði: — Þetta er Jói Flaxton. Hver er það sem ég tala við? — Jói Flaxton, stamaði ég. — Þetta er . . . Sara . . . — Sara, þetta er frændi þinn, Jói. Er frænka þín heima? — Nei, hún er á fundi í kvöld og kemur ekki heim fyrr en . . . . — Jæja Sara, ég tala frá París og því miður hefi ég ekki góð tíöindi að segja. Það hefur orðið slys ... | — Pabbi, stamaði ég. ■— Eg get ekki sagt þér neitt núna, en ég ætla að koma flugleiðis til þess að tala við ykkur. — Jói frændi, hvað hefur komið fyrir. Vertu svo vænn að segja mér það. Hann hikaði augnablik og síðan hélt hann áfram. — Flugvélin hrapaði. Eg get ekkert sagt um þetta ennþá en ég kem bráðum. Vertu ró WAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V i Blandaður fróðleikur Þessi bókalisti hefir inni að halaa nokkrar bækur, íslenzkar og þýddar, sem fást ekki lengur í bókaverzl- unum, og sumar orðnar fáséðar jafnvel í fornbóka- £ verzlunum. í Ævisaga Mozarts, tónsnillingsins mikla, e. M. Daven- port. Ib. 320 bls. kr. 65,00. Roosevelt. Ævisaga eins merkasta og mikilhæfasta for- seta Bandaríkjanna eftir hinn fræga ævisagnarit- ara Emil Ludwig. Ób. 228 bls. kr. 40,00. Frú Roosevelt. Sjálfsævisaga þessarar heimskunnu konu. 284 bls. ób. kr. 45,00. Breiðdæla. Byggðarsaga og þjóðlegur fróðleikur úr Breiðdal. Dr. Stefán Einarsson og Jón Helgason gáfu út. Ib. 330 bls. kr. 75,00. Ævisaga Bjarna Pálssonar landl. eftir Svein Pálsson, með formála eftir Sigurð Guðmundsson skólameist- ara. Ób. 116 bls. kr. 22,00. Siglufjarðarprestar. Saga klerka og kirkju á Siglufirði . frá dögum Grettis Þorvaldssonar til Bjarna Þor- steinssonar tónskálds. Ób. 248 bls. kr. 35,00. Ib. kr. 50,00. Lögreglustjóri Napóleons. Ævisaga eins slóttugastá, gáfaðasta og mikilhæfasta stjórnmálamanns sem Frakkar hafa átt, eftir snillinginn Stefan Zweig. 184. bls. í stóru broti. Margar myndir. Ób. kr. 32.00 Rex.kr. 50,00. Skinn kr. 75,00. Gráskinna. Þjóðlegur fróðleikur og sagnir skráð af Sig- urði Norðdal og Þórbergi Þórðarsyni. 2., 3. og 4. hefti. (1. hefti uppselt) Bls. 428 ób. kr. 60,00. Þætir úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, e. Halldór Stef- ánsson, ób. 96. bls. kr. 10,00. íslenzk annálabrot eftir Gísla Oddsson biskup í Skál- holti. Ób. 132 bls. kr. 10,00. Sagnakver. Magnús Gíslason safnaði. Munnmæli og sagnir. Mjög fáséð. 34 bls. ób. kr. 50,00. íslenzkir sagnaþættir. Sérprentun úr Þjóðólfi 3. hefti, Útg. 1910, 86 bls. ób. Fáséð. kr. 20,00. í áföngum. Endurminningar hins þjóðkunna hesta- manns Daníels Daníelssonar, 288 bls. ób. kr. 50,00. Sonartorek Egils Skallagrímssonar. Útg. af Eiríki Kjer- úlf með skýringum eftir hann. 34 bls. ób. kr. 10,00;. Reykjavíkurför: Gamansöm ástarsaga e. St. Daníelsson. 48 bls. ób. kr. 5,00. \ Hrynjandi íslenzkrar tungu e. Sig. Kristófer Pétursson. Merk bók um íslenzkt mál. 440 bls. ób. kr. 60,00. Barnið. Bók handa móðurinni e. Davíð Sch. Thorsteins- son. Margar myndir. 144 bls. ób. kr. 10,00 ib. kr. . 15,00. Heilsufræði hjóna e. Kristiana Skjerve. Dýrleif Árna- dóttir cand. phil. þýddi. 116 bls. ób. kr. 20,00. Heilsufræði ungra kvenna e. sama höfund. 128 bls. ób. kr. 15,00. ib. kr. 20,00. Kærleiksheimilið. Hin fræga skáldsaga eftir Gest Páls- son (Prentuð sem handrit í 275 eint.) 66 bls. ób. kr. 50,00. Grasaferð. Eitt mesta snilídarverk þjóðskáldsins Jón- asar Hallgrímssonar. (Prentað sem handrit í 275 eint.) 42 bls. ób. kr. 40,00. Hallgrímskver. Úrval úr andlegum og veraldlegum skáldskap Hallgríms Péturssonar. Magnús Jóns- son prófessor valdi. 190 bls. ib. kr. 25,00. Klíppið auglýsinguna úr blaðinu og merkið X við þær bækur, sem þér óskið að fá. Nafn I 5 «■ / j| Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík W.W.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VWW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.