Tíminn - 18.12.1958, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1958, Blaðsíða 4
T í MI N N, f innntudaginn 18. desember 1958, Bækur fyrir k o n u r • Bók reynzhmnar 1 ■' ÖNNU LiNDBERG: Hún varð heimsfræ.íí í'yrir þessa bók, sem íjallar um vandamál konunnar á fullorðins- árunum. — njótið leiðsagnar séra Jóns Auðuns allt árið — Kirkjan og ikýjakljúfurinn verður kærasti vinurinn. fiNDUR- MINNINGAR t/IKTORÍU 3JARNADÓTTUR . .. .hún gerþekkti itarfshætti og lífsbar- áttu fólksins til sjávar ig sveita á öndveröri 'tuttugustu öldinni. LEIÐBEININGAR FALLEG FÖT gera sitt til þess að auka jólagleðina Hjá okkur er glæsiíegt úrval af herrafatnafti og fleiru til jólagjafa SparitS tíma, leitifr strax til okkar. Einar Sæmundsson kjörinn formaður Knattspymufélags Reykjavíkur frá aftalfundi félagsíns Aðalfundur Knattspyrnufélags P.eykjavíkur var lialdinn í húsi fé- lagsins við Kaplaskjólsveg hinn 5. des. s.l. í upphafi fundarins minntist varaformaður félagsins, Einar Sæ- mundsson, formanns KR, Erlend- ar Ó. Péturssonar sem lézt 25. ágúst s.l. Rakti hann hinn langa og merka íeril hans í félaginu og skýrði frá því að stofnaður hefði .vei-ið sjóður til minningar um Er- lexrd. Einnig minntist hann Guðm. H. Þorlákssonar, sem var einn af fyrstu íslandsmeisturum félagsins og heiðu'rsfélagi KR. Hann lézt 31. ágúst s.l. Fundarstjóri var kjörinn Har- aldur Guðmundsson og fundarrit- ari Sigui’geir Guðmannsson. Stjórnin gaf skýrslu u,m starf fclagsins á liðnu ári, og má af henni marka að síðasta ár hefir verið eitt hið mesta framfara og sigurár félagsins. I-íaldið er stöðugt áfram bygg- ingarframkvæmdum á -íþrótta- svæði félagsins og er nú verið að reisa 2 búningsherbergi með tiiheyrandi böðum, áhaldageymslu gufubað með tilheyrandi búnings- herbergi og hvíldarherbergi, alls um 180 fermetrar að flatarmáli. Unnið hefir verið áfram að byggingu hins nýja skíðaskála fé- lagsins í Skálafelli. Er skálinn nú raflýstur og fær hann rafmagn frá Sogsvirkjuninni. Skálinn sem er mjög vandað og reisulegt hús, verður fullgerður og vígður í vet- ur í sambandi við 60 ára afmæli félagsins. Hinar öru framkvæmd- ir við skálann eru að þakka öt- uJIi forustu byggingarnefndar skál ans og dugnaði félaga skíðadeild- arinnar, sem unnið hafa geysi- mikið í sjálfboðavinnu við bygg- inguna. Láta mun nærri að rúmlega 1000 manns hafi iðkað íþróttir á Einar Sœmundsson vegum félagsins á siðasta ári. Fé- lí.gið starfaði i 7 íþróttadeildum. Knattsp.yrnr.deild tók þátt í 27 mótum, vann þar af 11 mót, vann 54 leiki, gerði 13 jafntefli og tap- áði 25. Skoraði 211 mörk gegn 119. Meistaraflokkur varð Reykja- víkurmeistari og sigraði í Haust- mótinu, en varð nr. 2 í íslands- mótinu, 1 stigi á eftir Akranesi; Árangur flokksins var frábær, því að hann tapaði aðeins 1 leik á, sumrinu fyrir írska landsliðinu. Á vegum Knattspyrnudeildar komu hingað 2 erlend lið, Bury. F.C., atvinnulið frá Englandi, og unglingalið frá Bagsværd I.-F, Á undanförnum árum hefir verið mikið samstarf milli KR og Bags- værd og haia fólögin skipzt á heimsóknum í yngri fiokkunum. Knattspyrnuþjálfarar fclagsins voru Óli B. Jónsson (Meistarafl. 1. og 2. flokk), Sveinn Jónsson, Heimir Guðjónsson og Sigurður Iíalldórsson (3. f 1.), Gúðbjörn Jónsson (4. fl.), Gunnar Felix- son og Kristinn Jónsson (5. fl.). Á ái’inu var Gunnar Guðmanns- son fyrirliði meistaraflokks heiðr- aour fyrir 150 leiki í meistara- flokki. Þá hlaut Garðar Árnason afreksbikar 2. flokks fyrir árið 1957. Frjálsíþróttadeildin bar sigur úr býtum í Meistaramóti Reykja- yikur með miklum yfirburðum, hlaut 234 stig gegn 213 stigum hinna félaganna samtals og hlaut þar með titilinn bezta frjálsí- þröItafélag Reykjavíkur. KR-íing- ar hlutu _ 13 íslandsmeistarastig, setíu 11 íslandsmet á árinu. KR- ingar kepptu í frjálsum íþróttum í 7 löndum og hafa aldrei keppt svo víða áður á einu ári. Þjálfari frjálsíþróttamanna var Benedikt Jakobsson. Skíðadeildin náði ágætum árangri á skíðamót- um, fékk 1 íslandsmeistara og vann 10 Reykjavíkurmeistarastig, en félaginu hafa nú bælzt margir nýir afreksm/enn á sviði skíða- íþróttarinnar. Handknattleiksdeildin náði frá- bærum árangri á árinu, meistara- flokkur karia varð Reykjavikur- meistari annað árið í röð og vann nú í fyrsta sinn íslandsmeistara- titilinn (innan húss). Meistaraflokkur kvenna vann ís landsmótið utanhúss. Á vegum deildarinnar komu hingað 2 flokk ar karla og kvenna frá Helsingör I.F., sem er Dainmei’kurmeistari í kai’laflokki og Sjálandsmeistari í kvennaflokki. Gei’ði KR jafntefli við karlaflokkinn, 24—24, en KR- stúlkurna.r töpuðu fyrir dans'ka kvennaliðinu með 14 gegn 16. Þjálfarar voru Frímann Gunn- laugsson (meistarafl. 1. og 2. fl. karla og kvenna), Bára Guðmanns dótitr og Ei-na Franklin (telpna- flokkur). Sunddeildir. átti þátttakendur S öllum opinberum sundmótum me'S allgóðum árangri. KR-ingar settu 4 íslandsmet á árinu og deiidin átti 1 íslandsmeistara. Þjálfari félagsins í sundi var Helga Haraldsdóttir. Köi-fuknattleiksdeildin er ný deild í félaginu og tók þátt í öll- um körfuknattleiksmótum með sæmilegum árangri. Bandarískur þjálfari, Norlander, leiðbeindi lijá deildinni á síðastl. vetri á meðan hann dvaldi hér. Benedikt Jakobsson þjúlfa'ði kvennaflokk félagsins í körfu- knattleik. Fimleikar voru æfðir hjá félag- inu eins og undanfarin ár. Þjálfari fimleikanna var Benedikt Jakobs- son. Stjórnin gaf enn fremur skýrslts um fjárhag félagsins, íþróttaheim- ilisins og skíðaskálans, og stendur fjárhagur félagsins mjög traustum fótum. í stjórn félagslns voru eini’óma kjörnir: Formaður Einar Sænnindsson, Varaform. Sveinn Björnsson, Ritari Gunnar Sigurðsson, Gjaldkeri Þórður B. Sigurðsson, Forrn. hússtj. Gísii Halldórsson. Spjaldski’án’itari María Guð* mundsdóttir Fundarritari Hörður Óskarsson. í varastjórn voru kjömir: Rögn- valdur Gunnlaugsson. Magnús Thorvaldsson og Ágúst Hafberg, og endurskoðendur: Eyjólfur Leós og Georg Lúðvíksson. Formenn íþróttadeilda, kosnir S aðalfundum deildanna: Knattspyrnudeild, Sigurður Hall- dórsson, Frjálsíþróttadeild Sigurð- ur Björnsson, Skíðadeild Þórir Jónsson, Handknattleiksdeild Magn ús Gcorgsson, Sunddeild Jón Ottt Jónsson, Körfuknattleiksd. Gunn- hildur Snorradóttir og Fimleika* deild Árni J. Magnússon. Blaðburðtir Ungling, eða eldri mann vantar til blaSburSar um KÁRSNES í KÓPAVOGI. T í M I N N + mm**m*******>4+**+**+*****f+4***f****f **+***++*+* + + +

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.