Tíminn - 18.12.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.12.1958, Blaðsíða 12
NorSaustan gola, léttskýjaö. 4- 5—8 st. Fimintudagur 18. desember 1958. Dregið á Þorláksmessu í hinu glæsi- iega happdrætti Húsbyggingarsjóðs I gær afhenti formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar barnaskólanum þar í bæ veglegt íslenzkt jólatré að gjöf. Tréð var gróðursett af barna- skólabörnum fyrir 20 árum ásamt fleirum trjám i vermireit í Undirhlíð- um. Nú voru höggvin um 10 tré vegna grisjunar og voru þau frá 2 upp í 4 metra á hæð. Jóiatrén voru öll gefin ýmsum stofnunum i Hafnarfirði og viðar. Hér sést formaður Skógræktarfélagsins séra Garðar Þorsteinsson afhenda jólatréð Þorgeiri Ibsen skólastjóra. (Liósm.: H. J.). Um 40 manns innrituðost á stjórn- málanámskeið Framsóknaríélaganna Námskeiðið heldur áfram sííSari hluta janúar og getur fólk enn gerzt þátttakendur Sunnudaginn 14. þ m. lauk stuttu stjórnmáianámskeiði, sem Framsóknarfélögin í Reykjavík gengust fyrir. Það hófsl iaugardaginn 6. desem- ber og voru alls haldnir 5 fundir. Var hér um að ræða upphaf að sams konar starf- semi, sem aftur verður tekið til við í lok janúar næst kom- Ilvaða bækur eru á boðstólum? — Þessar eru a-uglýstar hór í blað inu í dag: jSAFOLl): Kirkjan og skýjakljúfurinn bls. 4] Endurminningar Viktoríu Bjarnadóttur bls. 4 j Gjöf hafsins bls. 4 j FRÖDI: Á ferð um fjórar álfur bls. 5| IÐUNN: Ævintýrabækur Enid Blyton bls. 8 MENNINGARSJÓÐUR: Lærið að tefla bls. 9 FERDABÓKAÚTGÁFAN: Heimsenda milli bls. 10 j Vilhjálmur frá Ferstiklu: Innan hælis og utan bls. 10 j Æskan í leik og starfi bls. 10 andi. Þótti námskeiðið takast mjög' vel og lofa góðu um þróttmikla stai’fsemi á þessu sviði síðar 1 vetur. Nálægl 40 manns innrituðust á nánvskeiðið. Framsögur höfðu þeir Jónas Guðmundsson, stýrimaður, um landhelgismálin, Páll Þor- steinsson, alþingismaður, um ræðumennsku. Karl Kristjáns'son alþingismaður, um kjördæmamál- ið, og Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra, um stjórnmálastefnurn- ar. Stjórnandi námskeiðsins var Orlygur Háifdanarson, fulltrúi, en undirbúning þess annaðist Jó- hannes Jörundsson, skrifstofu- stjóri hjá fudtrúaráði Framsókn- arfélaganna. Eins og áður segir hefjast sams konar námskeið seinni hluta jan- úarmánaðar. Þcim, sem hyggjast taka þátt i þeim, er bent á að hafa samband við skrifslofu full- frúaráðs'ins, sími 15564. Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar Sitja við að semja svarið NTB-París, 17. des. •— Fulltrú- ar ríkisstjórna Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Vestur- Þýzkalands sátu í dag á fundum í París við að semja svar við orð- sendingu Krustjoffs forsætisráð- herra, þar sem hann leggur til, að lögð verði af fjórveldastjórnin á Berlínarborg og herir vesturveld anna verði þaðan fluttir. Utanrík- isráðherrafundurinn hafnaði í gær þessum tillögum með öllu. Lúðvík Fáir nienn liafa reynzt rikis- stjárninni jafn óþarfur og einni af ráðherrum liennar, Lúðvík Jósefsson. ðleð ósönnum tölum og blekk ; iimgum hélt hann öllum mál- um í sjálfheldu í allan fyrra- vetur, og langt fram á vor. — Ekkert vit fékkst í neitt fyrr en Alþýðubandalagið setíi nýj- an mann til þess a'ð ganga frá efnahagsmálunum af sinni , hálfu. I þessu sambandi mun ' lengi verða fræg febrúar-grein: Lúðvíks um 90 milljónirnar sem urðu 280 milljónir! Annan desember síðastliðinn i skýrði Lúðvík frá því, að ut- flutningssjóður þyrfti 39 millj. ; kr. til viðbótar fyrir næsta ár. Útgerðin þyrfti ekki meira. — Nokkrum dögum seinna kemuri hátíðleg yfirlýsinig frá honum ; ií Þjó'ðviljanum, að þetta hafi ; hann aldrei sagt. Gamli leikurinn er þannig i fullum gangi. Fátt eða ekkert torveldaði eins störf ríkisstjórn arinnar og þessi iðja Lúðvíks. Fulltrúar á Alþýðusamhands- þinginu voru óspart „fræddir" með' tölum frá Lúðvík og voru þær allar í ætt við þær, sem áður höfðu komið úr þeirri átl. Hvort cr lieldur verið að þjóna samstarfi vinstri manna; eða komniúnisma Einars 01- geirssonar með slíkuni vinmi- brögðum? Tíu mjög glæsilegir vinningar, þar á me'ðal íbú'Ö í nýbyggíu húsi vií Laugarnesveg Eins og áður hefir verið frá skýrt verður dregið í hinu glæsilega happdrætt' húsbvggingarsjóðs Framsóknarflokks- ins á Þorláksmessu. Sala miðanna er mjög' vel á veg kom- in og er því hver síðastur að tryggja sér miða í þessu glæsi- lega happdrætti. Skrifstofa þess er í Framsóknarhúsinu við Tjörnina. Vinningar eru tíu, og mun vart annað happdrætti bjóða eins marga góða vinninga í einu. Þeir eru þessir: 1. ÍBÚD á fyrstu liæð í ltúsinu Laugarnesvegur 80, um 65 fer mctrar að stærð, fokheld með iiitalögn og frágengnu stiga- luisi og' áð utan. Verð slíkrar íbúðar er nú lágt metið á 150 160 þús. kr. 2. KÆLISKÁPUR (WestingV liouse) meðalstærð. Kostar nú um 13 þús. kr. 3. ÞVOTTAVÉL (Laundromat). Slíkar vélar eru óskadraumur ailra liúsmæðra og kosta um kr. 14.500. 4. HRÆRIVÉL (Kitchen-Aid) kostar nú um 5 úsund kr. 5. STRAUVÉL kostar um. 3 þús. kr. 6. ELDAVÉL frá Rafha. Kostar um 3500 kr. 7. OLÍUBRENNARI (Gilbaico), talin bezta bezta tegund olíu- n hrennara. Koslar um 6500 kr. 8. HERRAFÖT eftir eigin vali frá Últíma. 9. DÖMUKÁPA eftir eigin vali frá verzluninni Kápan. 10. FERDALAG með skipi fyrir tvo lil meginlands Evrópu og heim aftur. Iíostar 6- krónur. -7 ])ós. Eins og' sjá má af vinninga- listanum er liér um 10 úrvals- vinninga að ræða, sem áð verð- mæti eru á 3. hundraö þúsund krónur. Sala í þessu happdrætti hefir gengið mjög vel s\’o að allar líkur eru á, að hver ein- asti miði seljist. Ennþá eru þó miðar til sölu bæði hjá umboðsmönmim í kaup stöðum út um land og í Reykja- vík. Verða næstu daga seldir miðar úr bíl í Bankastræti og' á skrifstofu happdrættisins, sem er í Framsóknarhúsinu á Frí- kirkjuvegi 7. Skrifstofa happ- drættisins vill taka fram, aS vilji fólk hringja og fá miða senda lieim verður að taka minnst 2 miða. Síminn er 1-92 85 Dregið verður kl. 12 kvöldi á Þorláksmessu drætti ekki frestrð. að 00 Þeir sem hafa tekið miða til sölu, þurfa því að gera skil fvrir þann tíma. Loftur Guðmundsson hlaut bók- menntaverðlaun Alm. bókafél. í ár I dag koma út á vegum félagsins 4 aukabækur, þrjár skáldsögur eftir ísl. höfunda og ein jíýdd Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar fy-rir árið 1959 var lögð frarn á bæjarstjórnarfundi 16. þ. m. Tekjur eru áællaðar kr. 10.640 000. þar af niðurjöfnuð útsvör kr. 10.000.000 en fasteignaskattur og ýmsar aðrar tek.jur 640.000. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Lýð- hjálp og lýðtryggingar kr. 1.635. 000, til hafnarinnar kr. 1.431.000, ýmsar byggingaframkvæmdir 1.100,000, vegir og holræsi 900.000. til togaraútgerðar bæjarins 900, 000' og til mennlamála 825.000, Aðalfundur Fram- sóknarfélags Keflavíkur Framsóknarfélag Kefla- víkur heldur aðalfund sinn 18. þ.m. ki. 8,30 e.h. í Aðal- veri í Keflavík. Auk venju- legra aðalfundarstarfa verða teknir :nn nýir félagar. Ungir Framsóknarmenn eru velkomnir á fundinn. í dag koma út á vegum Álmennabókafélagsins 4 bæk- ur; Landið helga, eftir Jó- aann Bríem listmálara, og þrjár aukabækur Gangrimla- hjólið, eftir Loft Guðmunds- son, Maríumyndin, eftir Guð- mund Steinsson og Spámað- urinn, lífsspeki í ljóðum eftir Kahlil Gibran í þýðingu Gunn ars Dal. Aukabækurnar verða seldar í bókabúðum, en félagsmenn AB geta fengið þær beint frá fólag- inu el' þeir panta þær scrstaklega. Gjafabók Landið hclga eftir Jóhann Briem, er gjafabók fólagsins í ár og verður hún ekki seld en send þeim félagsmönnum að gjöf, scm Árni Kristjánsson, píanóleikari sá um Matthíasarútgáfuna Það mishermi varð hór í blað- inu s. 1. sunnúdag í frétt um út- komu síðara bindis af, ljóðum' Matthíasar, að .Árni Kristjánsson, j I menntaskólakcnnari, hcfði annazi1 útgáfuna. Það er Ái'ni Kristjáns-Í son pianóleikari, sem það hefir gert. Loftur Guðmundsson tekið hafa a.m.k. 6 mánaðarbæk- | ur síðan „mánaðarbókaútgáfan | hófst s.l. vor, eða aðrar bækur í þeirra stað. Bókin er 94 bls. að ■t stærð. i bókinni eru 14 pennateikn ingar, sem höfundur gerði af sögu stöðum og 4 ljósprentanir af mál- vcrkum, og eru allar þéssar mynd i, mjög fallegar. „Gangrimlahjólið'' Gangrimiahjólið, eftir Loft Guð mundsson blaðamann er nýstárleg Lskáldsaga. Sagan er heimsádeila, þar sem tekin eru til meðferðar viðbrögð mannsálarinnar við hin- um vólrænu störfum, sem nútím ir.n leggur oss á herðar. Inn í frásögnina af samtímanum er fiéttað sögu Gyðinga, sem hinum sögulega bakgrunni, og hefst hún aftur í grárri forneskju en renn- ur sarnan við nútímann í bókar- lok. Hefir bókmenntaráð AB á- kveðið að veita bókinni bók- menntaverðlaun félagsins fyrir árið 1958 að upphæð kr. 25.000 og ai'henti Gunnar Gunnarsson, rit- höíundur, formaður bókmennta- (Framhald á 2. *íðu) Ljóðabók eftir Hugrúnu Komin er út ný Ijóðabók eftir Hugrúnu. Nefnist hún Fuglar á fiugi og^ hefir að geyma um 50 kvæði. Útgefandi er ísafoldar- prentsmiðja. Áður hefir komið út ljóðabókin Vængjaþytur eftir Hugrúnu, svo og skáldsögur og nokkrar unglingabækur. í .haust kom út eflrr hana smásagnasafn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.