Tíminn - 06.01.1959, Page 9

Tíminn - 06.01.1959, Page 9
TÍMIPíN, þriðjudaginn G. jauúar 1959 — Það var aldrei um neinn misskilning að ræða, sagði hann. — Það er Sara sem ég elska og það er aðeins Sara, sem getur gefið mér það sem ég þarfnast. — En Jervis Travers sagði að ég ætlaði i óperuna og Dí- ana yrði heima. — Þvert á móti, Sara. Jervis sagði að þú yrðir heima. Dett ur þér svo í hug að ég láti einn kjól blekkja mig? Eg tek næstum aldrei eftir klæðnaði fólks. Þú mátt ekki halda að þið Díana séuð svo mjög líkar. Þrátt fyrir að hára liturinn sé sá sami og andlits- lagið likt, þá eruð þið alls ekki líkar. Svipurinn er ekki sá sami .Það er allt og sumt sem ég hefi aö segja. — Þetta er dásamlegt að heyra. En þú komst til Eng- lands vegna hennar er það ekki satt? — Eg kom til Englands í verzlunarerindum og úr því ég á annað borð var hingað kominn, Iangaði mig gjarnan til þess að sjá stúlkuna, sem varð eftir heima. Prændi þinn hafði sagt mér af þér. Hann sagði að þig hefði langað aö fara með hon'um en þú hefðir ekki viljað fara frá frænku þinni. Eg vildi gjarnan hitta þá stúlku, sem hafði hafnaö slíku boði. — Og þegar þú sást mig fyrst . . . liggjandi við vegar- brúnina . . . hvað hugsaðir þú þá? — Að þrátt fyrir að þú vær- ir göfug og góö, sagði hann og brosti, — þá gætir þú stund- um verið dálítill kjáni. — Þú hefur sem sagt fyrir- litið mig. — Síður en svo. Það var ein mitt þá sem ég varð hrifinn af þér. Engum fellur við full- komnar manneskj ur, veiztu það. Það er alltof mikil á- reyhsla að umgangast það. — Ertu að segja að þú hafir komið til Markham aðéins til þess að hitta mig? — Einmitt! ! Eg hló næstum því móður- sýkislega af gleði. En ég gat jafnvel á þessu augnabliki ekki skilið þetta. Eg sagði: — En þegar þú komst í þaö sinn- ið og hittir Díönu fyrir, hvern ig varð þér innanbrjósts þá? —r Eg varð hissa. Mundir þú ekki líka hafa orðiö hissa ef einhver manneskja sem þú hafðir haídið hinu megin á hnettinum, stæði skyndilega andspænis þér? — Og hvaö meira? — Hvernig hefði mér átt aö líða öðruvísi? — En ef þú varst hrifinn af henni . . . : — En ég var það ekki. . — Engu að síður fórstti til Buckland Abby með henni . . . þrátt fyrir að þú hefðir beðið okkur Júlíu frænku um að fara með þér. — En Díana hringdi til mín og sagði að þið gætuð ekki far ið meö. Eg sagði ekki neitt. Svo að Díana hafði ei-nnig ráðgert þetta. Hér bar allt að sama brunni. Þetta var alls ekki á þann veg sem ég hafði gert mér í hugarlund og ég var full komlega hamingjusöm. Hann tók utan um mig og við gengum saman niður stig- ann. Eg var svo hamingjusöm að mér fannst að mig hlyti að dreyma. Eg var ánægð yfir því að hafa sagt honum allan sannleikann í málinu. Eg hugs aöi: Á komandi árum má ekk- ert koma fyrir sem fellt get- ur skugga á sámbúð okkar. Sérhvert vafaatriði veröur að útkljá milliliðalaust. Eg vissi að það þurfti tvo til að standa við þetta. Díana skammaðist sín þeg- ar ég kom aftur frá Creek- down. Eg hef aldrei verið jafn fjarlæg systur minni eins og ég var þá. Hún var ekki leng- ur hluti af mér. Hún hafði sagt ósatt, hún hafði reynt að blekkja mig, hún elskaði Joss- lyn á sinn hátt — eöa hélt að hún gerði það — og þegar hún vissi að hann endurgalt ekki tilfinningar hennar, þá gat hún ekki unnað mér að njóta haris heldur. í fyrstu var ég mjög særð. Eg forðaðist-hana eins og heit ann eldinn. En brátt varð ég þess vísari að ég gat ekki hrundið Díönu algjörlega út út lífi mínu. Veikleiki hennar kom mér til þess að bera eins konar móðurtilfinningar í garð hennar. Eg minnist orða mömmu: — Gættu Díönu vel. Eg gladdist vfegna þess hve Jervis var tíður gestur hjá okkur. Hann hjálpaöi henni yfir byrjunaröröugleikana og ég gat ekki hugsað mér neinn sem kunni jafn vel að meta Díönu, ef hún aöeins gæti komið auga á það sjálf. Dagstofan í Lavender Cott- age var full af fólki. Josslyn hjálpaði mér að skera brúð- kaupskökuna. — Mér finnst að ég beri á- byrgð á þessu að einhverju leyti, sagði Jói frændi. — Eg kynntist brúðgumanum fyrst ur og ef ekki hefði verið mér til að dreifa hefði hann ekki verið giftur maður nú . . . Þetta var satt. Eg gat enn munað rödd Jóa frænda í sím anum þegar hann sagði okkur að pabbi væri dáinn. Þá vor- um við sorgbitnar en allt haföi farið vel síðan. Nú var mín heitasta. ósk að Díana gæti einnig fundið hamingj- una. Hver hefði trúað því að óreyndu, aö svo mikil ham- ingja hefði getaö skapast af svo mikilli sorg? — En það hefur sýnt sig að Sara og Josslyn hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Eg vona að þið verðið öll við- stödd brúðkaup okkar Miss Shadwell. Hver ræðan var flutt af ann ari og stemningin var á há- punkti. — Eigum við ekki að fara bráðum, hvíslaði Josslyn að mér þegar við fengum augna- bliks næði. | Júlía frænka kom til okkar á þessu augnabliki og heyrði þessa athugasemd. — Jú sagði hún. — Farðu og hafðu fata- skipti góða. Josslyn er orðinn óþolinmóður. — Þú þarft sjálfsagt á hjálp að halda, sagði Díana og við gengum upp í herbergið mitt. Hún tók af mér höfuöbúnaö j inn og setti hann á sjálfa sig.1 Hún brosti til mín en ég gat ekki skilið hvað lá aö baki þess. j — Núna lít ég einnig út eins og brúður, sagði hún. — Eg hélt alltaf að við mundum giftast sama daginn. — Það hefði getað orðið þannig ef þú hefðir viljaö. Jervis vildi það. — Jervis! sagði hún, og ég vissi vel hvaö hún átti við. [ Skyndilega varð mér Ijóst, að ég hafði eingöngu hugsað um sjálfa mig eftir trúlofun- ina. Eg hafði fjarlægst Díönu. — Jæja, sagði hún, — það er bezt að þú farir úr kjóln- um. Brúöguminn bíður í of- væni. Skyndilega langaði mig til þess að fara burt úr þessu her bergi og frá Díönu. Eg þráði að sitja við hlið Josslyns í bílnum. — Það er merkilegt, sagði hún, — hvernig rætist úr öllu. — Já, sagði ég áköf. — Þú elskaðir hann aldrei, var það? — Auðvitað ekki, sagði hún. —‘ Hann var bara öðru vísi en allir aðrir, og þess vegna var hann .... — . . . sú manngerð, sem ung og heimsk stúlka mundi veröa hrifin af? — Já ... en hver var heimsk stúlka . . . þú eða ég? — Hvorug okkar var heimsk sagði ég. — Þú uppgötvaðir að ást hans var aðeins stundar fyrirbrigði, en ég skyldi að hér var alvara á ferðum. — Þú veizt að ég elska hann ekki. Eg var aðeins örg út af því aö hann vildi þig heldur . . . en ég hefi fyrirgefið hon- um núna. Ef ég gifti mig þá ætla ég að giftast manni sem vill giftast mér aðeins vegna mín. — Auövitað. Það er eina rétta undirstaðan. — Sara! Þú hefur alltaf ver ið hugsjónamanneskja. Þú mátt ekki gera of harðar kröf ur. — Er eitthvaö sem þig lang- ar til að segja mér, Díana? — Það er aðeins það, að sá sem stendur fyrir utan þetta allt, sér meira en við gerum. Hún kastaði sér skyndi lega um hálsinn á mér. — Sara, hélt hún áfram og snökti, — þegar vlð fæddumst vorum við sem ein og sama persónan .Það höfum við ver- ið síðan á vissan hátt. Eg hefi hagað mér illa Sara. Þegar ég kom heim, vissi ég ekki að Josslyn væri hrifinn af þér. Eg hélt að hann hefði komið til þess að hitta mig. Daginn, sem við ætluðum til Buckland Abbey hringdi ég til hans og sagði að þið gætuð ekki farið með. Þetta var ekki skemmti- legt ferðalag, en þegar ég hringdi í hann Sara, þá var ég alveg viss um að hann vildi helzt fara einn með mér. Þetta er satt. ViS bjóðum yður þetta frábæra kostaboð: Þér fáið tvo érganga — 640 bls, — fyrir 55 kr,, er þér gerizt áskrifandi að Tímaritinu SAMTÍÐIN sem flytur: ástasögur, kynjasögur, skopsögur, drauma- ráðningar, afmælisspádóma, kvennaþætti Freyju með Butterick-tízkusniðum, prjóna- og utsaumsmynztrum, mataruppskriftum og hvers konar hollráðum. — í hverju blaði er skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson og bridgeþáttur eftir Árna M. Jónsson, en auk þess úrvals- greinar, getraunir, krossgáta, viðtöl, vinsælustu dans- lagatextarnir, bréfaskóli í íslenzku o. m. fl. 10 blöð á ári fyrir 55 kr. og nýir áskrifendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef árgjaldið 1959 fylgir pöntun. Póstsendið 1 dag eftirfar- andi pöntunarseðil: Ég undirrit.... óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- INNI og sendi hér með árgjaldið 1959, 55 kr. (Vinsam- legast sendið það í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn Heimili Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík. I • ■ Sl ■ ■ B I vv.v, Hjartans þakkir færi ég þeim, sem sýndu mér vinsemd með gjöfum, heimsóknum og hlýjum kveðjum á áttræðisafmæli nhnu 22. desember, Guð gefi ykkur gleðilegt ár. Jón Þórðarson frá Hausthúsum, .VV.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.W.V '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.W.V js Hugheilar þakkir til sveitunga minna, vandafólks j og annarra vina, sem heiðruðu mig og glöddu með £ heimsóknum, dýrmætum gjöfu mog hlýjum kveðj- í um á sjötugs afmæli mínu, .• Guð blessi ykku" ölJ. Z* Guðni Eiríksson, Votumýri. 5 í % ^W.W.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.W.W.' Þökkum auðsýnda samúð vi3 andiát og jarSorför Guðrúnar Guðmundsdóttur, Borgarnesi. Magnús Ólafsson, börn og tengdabörn. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýncfu okkur vináttu og samúð við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Helgs Vigfússonar. F. h. aðstandenda. Baldur Helgason, Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför bróður míns, Sigurðar Guðmundssonar, , húsameistara. Jenny Guðmundsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður míns, Sigurjóns Steinþórssonar. Guöbjörn Sigurjónsson. i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.