Tíminn - 13.01.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1959, Blaðsíða 6
6 T í M 1 N N, þriðjudaginn 13. janúar 1959. j---------WUÍIII--------------------------: Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn; Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 ------ ——-—-------—------------------> Þjoðstjornartillagan og MbL STJÓRNARBLÖÐIN eiga erfitt með að færa rök að því, að það hafi verið rétt ráðið af flokkum þeirra að hafna þjóðstjórnartill. Framsókn- armanna, án allrar athugun ar, og myn'da í staðinn stjórn, sem hefur það megin hlutverk að afnema sjálf- stæði héraðanna og efna til tveggja þingkosninga á ár- inu. Með því að velja þá leið, er efnt til deilna og sundr- ungar og ef nahagsmálin gerð óviðráðanlegri en áður. Leið Framsóknarflokksins var hins vegar sú, að reynt yrði að gera alvarlega til- raun til að ná sem víðtæk- astri samstöðu um raunhæfa meðferð efnahagsmálanna og kjördæmamálið tekið til vandlegrar athugunar og iausnar á næsta þingi. Þetta viðhorf sitt hyggði Fram- sóknarflokkurinn á þvi, að þjóðin þyrfti nú samstarf í staö sundrungar. Það, sem síðan hefur gerzt, hefur fullkomlega sannað réttmæti þess sjónarmiðs, sem Framsóknarmenn héldu fram. Stjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins er hersýnilega ekki þeim vanda vaxin að fást viö efna hagsmálin. Stéttasamtökin vantreysta henni, eins og sézt á framkomu sjómanna. Hingað til hefur aðalstarf hennar verið að stórauka út gjöld ríkissjóðs og útflutn- ingssjóðs, án þess að benda á nokkrar leiðir til tekjuöfl- unar. Þetta finna stjórnarblöðin, Morgunblaöiö og Alþýðublað íð. Þess vegna er nú reynt að gera sem minnst úr þjóð- stjómartillögu Framsóknar- ílokksins. MBL. hefur upp á siðkastið einkum gert þaö að umtals- efni í sambandi við þjóð- stjórnartillöguna, að hún 'beri merki þess, að nú sjái Framsóknarflokkurinn ekki annað ráð en að leita til Sjálfstæðisflokksins eftir að stoð, þótt hann íyrir þremur árum hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflo'kkinn og kosið heldur samstarf við hina svnefndu verkalýðsflokka. Óþarft er að gera hér langa grein fyrir þeirri á- ’kvörðun Framsóknarflokks- ins, því að það hefur verið svo oft gert hér í blaðinu. Framsóknarflokkurinn hef- ur alltaf talið bezt, að land- inu væri stjórnað I samráði við hin stóru stéttarsamtök verkalýðs og bænda og hann er þeirrar skoðunar enn. Sú tilraun, sem gerð var nú, hef ur líka sannað þetta, því að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, hefur aldrei verið tryggt öllu 'betra atvinnuástand, meiri framfarir né betri afkoma en á þessum tíma. Þaö var þvi mikil ógæfa, að öfgamenn skyldu getað spillt því, að þetta samstarf gæti haldið áfram. En fyrst það brást, verður að reyna að tryggja landinu aðra stjórn og þá gera það á þann hátt, sem heppilegastur verður talin fyrir þjóð og land. Eins og nú stendur, telur Framsóknar- flokkurinn þjóðstjórn væn- legasta til að ná því marki. ÞVÍ er ekki að neita, að ein af veigameiri ástæðum þess, að vinstri stjórniri féll, var hmn furðulegi áróður, er Sjálfstæðisflokkurinn beitti, innan hinna marg- klofnu samtaka verka- manna. Hann fylgdi þar ná- kvæmlega í fótspor fyrri stjórnarandstæðinga. Á öðr um sviðum gekk hann svo enn lengra en fyrri stjórn- arandstæðingar höfðu gert, eins og t. d. þegar hann reyndi að spilla fyrir nauð- synlegum lántökum erlend- is. Þessi vinnubrögð stjórn- arandstöðunnar fyrr og síð- ar, voru ein af meginástæö- um þess, að Framsóknar- flokkurinn vildi freista þess að fá alla flokka í ábyrgt samstarf meðan verið var að koma traustari og varanlegri grundvelli undir efnahags- kerfi þjóöarinnar. Það er hins vegar alveg röng túlkun hjá Mbl., að Framsóknarflokkurinn hafi borið þjóðstjórnartillöguna fram vegna þess, að hann vænti einhverra sérstakra úrræða eða forustu frá Sjálf stæðisflokknum i sambandi við efnahagsmálin. Því fer fjarri. Það var hins vegar von Framsóknarmanna, að hægt væri að fá Sjálfstæðis- flokkinn til að taka upp eitt- hvað jákvæðari og þjóðholl- ari vinnubrögð en forystu- menn hans hafa lagt stund á seinustu þrjú árin. Fram- sóknarmenn vildu a. m. k. láta gera tilraun til þess að fá Sjálfstæðisflokkinn til að hætta slikum vinnubrögðum, svo að það þyrfti t. d. ekki að koma fyrir aftur, að sér- fræðingar hans í efnahags- málum teldu nauðsynlegt að tekin yrði aftur 6% grunn- kaupshækkun, sem flokkur- inn er að enda við að koma fram og hefur stært sig af ósköpin öll. ÞVÍ MIÐUR hafa þær von ir Framsóknarmanna brugö izt, að hægt væri að fá Sjálf- stæðisflokkinn til að taka upp jákvæöari vinnubrögð. Þess vegna er nú siglt hrað byri í meiri ógöngur. Gerðar eru nýjar og nýjar bráða- birgðaráðstafanir, sem gera munu málin enn erfiðari við fangs seinna. Stofnað er til harðvítugustu deilna og tvennra þingkosn. á sama árinu. Sundrung er aukin í stað samstarfs. Boðað er svo, að hinar „raunhæfu" ráðstaf anir verði fyrst gerðar eftir kosningar, þegar kjósendur geta ekki látið uppi skoðun sína fyrr en eftir fjögur ár. Er þetta það, sem þjóðin tel ur nú æskilegast? Hefði ekki veriö hyggilegra og æski- legra að reyna heldur sam- starfsleiöina? Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Vaxandi yfirburðir Rússa í eldflaiiga- hernaði ógna Bandaríkjamönnum Almenningur í Bandaríkj- unum hefir ekki látið stríðs- hótanir Krustjoffs, Gromyk- os, Zaharovs hershöfðingja og Sokolovskijs marskálks í sambandi við Berlínardeil- una hræða sig. Slíkur sónn hefir heyrzt áður, t. d. bæði í Líbanon og við Quemoy fyrir fáum mánuðum síðan. Það er greinilegt að styrjald arhótanir eru að verða bæði Kínverjum og Rússurn dag- legt brauð. Áður fyrr lömdu garpar sverðum á skildi, nú ógna menn með eldflaugum. En nú eins og fyrr er munur á vopnabraki og ógnunum og sjálfri framkvæmd hótan- anna, og það er sitt hvað að ögra andstæðingunum með eldflaugum og skjóta þeim af stað. Kannske enn meiri munur en var á dögum sverðs og skjalda, þvi að nú hljóta afleiðingar styrjaldar að verða miklu viðurhluta- meiri og ógnvænlegri. Hinu ber ekki aö leyna, að þess- ar eldflaugahótainir eru teknar í hæsta máta alvarlega af litlum minnihluta fólks. Þessi minnihluti eru sérfræðingar, sem ekki kom- ast hjá að sjá bakgrunn þessara hótana. Og sá bakgrunnur er held- ur uggvænlegur. Sérfæðingarnir vita vel, að það er ekki tómt orðaskvaldur, sem Krustjoff sagði 14. nóv. í ræðu yfir nýbökuðum liðsforingjum úr öll- ttm deildum hersins. Hann sagði að nú væri nægilegt að þrýsta á hnapp „til þess að ekki aðeins ilugvellir og herstöðvar, heldur heilar borgir, verði maiaðar mjöl- 1 inu smærra, heil lönd iögð í rúst“. Það eru ekki beinlíjiis nýjar frétt- ir að með nýtízku vopnum sé hægt að útrýma heilum þjóðum. Hið nýja er, að Krustjoff segir að það sé nú hægt að gera með því handarviki einu að þrýsta á hnapp. Og það segir hann ekki i neinni venjulegri áróðursræðu, heldur frammi fymir hóp liðsforingja, sem ættu að geta séð í gegnunv venju- legt hernaðarraup. Jafnvægi úr sögunni Á síðari árum hefur heimsfriður verið nokkurn veginn tryggður vegna ótta stórveldanna hvers við annað, vegna getu þeirra til að gereyða hvert öðru. Árás verður ekki ýkja freistandi ef árásaraðil- inn getur talið sér viss sömu ör- lög og fórnarlambsins. En sér- fræðingar vita að þetta jafnvægi er nú úr sögunni. Rússar eiga nú þegar allmiklar birgðir eldflauga, bæði langdrægra og - skamm drægra, en eldflaugaframleiðsla Bandaríkjanna er enn á tilrauna- stigi. Rússar eiga hnappinn til að þrýsta á, Bandarí'kjamenn ekki. Áhyggjur hinna amerísku sér- fræðinga koma Ijóst fram í blöð- 1 um. í júlí 1958 skýrði Joseph Alsop frá því, að bandariska leyni- þjónustan reiknaði með því að Rússar hefðu 100 langdrægar eld- flaugar til umráða á árinu 1959. Bandaríkjamenn mundu aftur á móti fyrst befja fjöldaframleiðslu árið 1960, og það ár nvyndu þeir framleiða 30 slíkar eldílaugar, en birgðir Rússa myndu þá nema 500 eldflaugum eða næstum 20 sinn- um fleiri.. Opinberir aðilar töldu þessar töl ur allt of háar að því er Rússa snerti. En nú fyrir skemmstu i hefur Rand Corporation, hin vís- indalega rannsóknarstofnun flug- i hersins, birt rannsókn, er gerir ráð fyrir að Rússar eigí 300 slíkar Unnt at> iiefia gfe einii að þrýsta á 1 Vopn framtíðarinnar — eldílaug skotið á loft eldflaugar, er skjóta :ná milli meginlanda, á miðju ári 1960. Yfirburðir Rússa Einn af þingmönnum demó- krata, Hen.y M. Jackson frá Wash ington-riki, senv hefir aðgang að leynilegum heivnildum, dró skoðanir sínar saman í þ'ess- um orðum fyrir ári siðan: „Annað hvort í ár (1958) eða nævta ár, verða ailar herstöðvar okkar er- lendis í' hættu- af árás skamm- drægra rússneskra eldflauga. Næstaár (1359) eða þarnæsta, verða flugstöðvar okkar heima fyrir, í skotfæ.i langdrægra eld- flauga. Áður en svo langt er kom- ið, verða mikilvægar stöðvar hér heima varnarlausar fyrir ávás írá hafinu“ (þ. e. a. s. með eldflaug- um, sem skot'ð er úr kafbátum). Að því er varðar hína síðast- töldu hættu, reiknar bandaríska flotamálastjórnin með þvL að á að gizka 50 rússneskir kafbátar af flota, er í'alur meira en 500 kaf- báta, hafi verið búnir eldflaug- um. Á síðustu þ. emur árum hefur rússneskra kafbáta crðið vart meira en 1000 sinnum á vestan- verðu Atlantshafi úti fyrir anve- rískri landheigi, og erindi þeirra er greinilega ekke.'t anr.að en mæla dýpi og ganga frá radar- kortum, svo að unnt verði að skjóta eldflaugunum með navgi- legri nákvænvni. Á vissum stöðum er jafnvel talið að rúsneskir kaf- bátar Ivafi fast aðsetur og skiptist þar á vvm varðhöld. Þegar í októ- ber 1957 sagði svo í iímaritinu Missil.es and Rockets: „R.auði flot- inn notar Pólhafið til tilrauna og skotæfinga, og mikill lvluti neðan- sjávarflotans er búinn eldflaugum. Vegna þessara eldflauga geta þeir beitt kafbátum í stað eldflauga, er draga meginlanda í milli.“ Sanv- kvæmt rúsneska tímaritinu Sov- jets'kij fict í nóvember 1957, höfðu eldflaugar kafbátanna þegar ári fyrr, 1200 kíiómetra skbtfæri. Samkvæmi því voru allar iðnaðar- borgir Bandaríkjanna allt tii Chi- cago, opið íkotmark. Það 'er greinilegt, aö Sovétríkin ráða mik-lum birgðum þessara þýð- ingarmiklu vopna, en Eisenhower- stjórnin hefur dregið við sig fram- leiðslu þeirra af sparnaðarástæð- um. Og í nýrri grein í tírnaritinu The Reporter, skrifar Phillips ySingarstyrjöld meÖ jiví hershöfðingi: ..Trúverðugar neim- ldir f.nna-a u:n það, að Sovétríkin vafi þegar íramleitt meira cn 50.000 eldfiaiígar með 30<J til 10.000 knv skotfæri, og mcrr en 1000 slíkum eldflaugum hat'i ver- ð skotið í tiiraunaskyni." Flugher Bandaríkjarina Iíversu nvikil hætta .stafar af vessum eldflavvgum í dag? Þessari spurningu svarar Phill- ps hershöfðingi í Report'er á þessa ieið: „Rússar eiga þúsundir eld- tlauga, senv unnt er að skióta fy.rir- /aralaust á harstöðvar okkar; er- lendis. Vitað er, að markvísi 'peh'ra er 0.2 . af skotfærinu, og það er nóg fyrir kjarnorkuvopn í þessari fjariægð." Hefur Krjist- joff þá .rétt fyrir sér i því, að Jandarikjamenn geti lagt sprengju flugvélar sinar íyrir róða. sem- af- ióga og úreit góss á tíma eldflauga aernaðar? Tvær ástæður 'mæla á móti því: í fyrsta lagi geta þær haft úrslitaþyðingu í átökum, sem ekki eru allsherjar styrjöld, og í iðru lagi geia Rússar ekki reikn- að með því, að útrýma öllum flug- her Bandaríkjamanna nveð einni einustu árás. Jafnvel þóír allar herstöðvar yrðu eyðilagðar — og ekkert tekst ti'l fullnustu i styrjöld — geta Rússar ekki reiknað nveð þyí, að eyðileggja allar langdrægar banda rískar sprengjuflugvólar á jörðu. Á hverjum tima eru 6—20% flughersins á iofti með öllutn víg- búnaði, og j>essar flugvélar a. m. k. verður unnt að senda til árása á stöðvar andslæðingsins ef til slikrar risáárásar skyldi koma. Þessum flugsveitum bætist. enn fremur liðsauki þeirra flugvéla, sem ævinlega eru búnar tfl flugs á endum flugbrautanna og áhafn- irnar reiðubvmar, — jafnvel þótt flugstöðvarnar séu gereyðilagðar. Vegna fjarlægðarmunarins er lal- ið að tími vinnist til að koma á loft þeim flugsveitum, er aðsetur hafa á fjarlægustu flugstöðvunum á þeim mínútum, sem verði nvilli þess að aðvönmarmevki er gefið og eldflaugamar hitta skotnvark sitt. Vegna þessara aðstæðna hefur komið upp nýr skilningur á'hlut- verki flughersins. Eftir að jafn- vægi milli árásarstyrkleika stór- veldanna hefur raskazt svo ger- samlega, er tómt mál að tala um gagnkvænvan ótta við árás. En þar fyrir má andstveðingurinn vita að hann sleppvrr ekki óskaddur úr slíkri skyndiárás, jafnvel þótt hon- um takist að eyðileggja því nær allar herstöðvar móiaðilans Með því verður að reikna, að svo marg- ar sprengjuflugvélar konvist á loft að unnt verði að leggja land sjálfs hans í rjúkandí rústir. Margföld eldflaugafram- leiðsla nauðsynleg Nema hann geti treyst því, að sprengjullugvélarnar nái ekki til skotmarka sinaa. Og Rússar munu vera komnir vel á veg nveð það samkvæmt þeim vvpplýsingum, er Bandaríkjamenn hafa aflað sér um loftvarnir þeirra. Phillips hershöfðingi segír svo frá, að Riissar eigi loftvarnaeld- flaug af líkri gerð og Nike Her- cules Bandarikjamanna. Hún er bviin atómspxengjn og sjálfvirkum stýrisútbúnaði, svo nákvæmum, að flugvélin, sem henni er beint að, á sér ekki vmdankomu auðið, markvísi eldfiaugarinnar á að yera 98%. Annarri gerð þessara eld- flauga er hægt að skjóta úr þrýsti- 1 o f ts k n ú n u m orr usi uf 1 ug vél ú m. Aauk þess er radarkerfi þeirra, sem líkist hinu ameriska SAGE og (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.