Tíminn - 31.01.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.01.1959, Blaðsíða 6
6 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu viO Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn? Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda M. Simi eftir kL 18: 13949 Hallabandalagið í ÚTVARPSUMRÆÐUN- um, sem fóru fram á miðviku dagskvöldið, komst Eysteinn Jótisson vel og hnyttilega að orð'i, þegar hann kallaði sam tök þau, er nú standa að ríkisstjórninni, hallabanda- lagið. Svo augljóslega er nú stefnt að stórfeldum halla ríkissjóðs og Útflutnings- sjóðs, aö fyrirsjáánlegur er stórfelldur halli ríkisbúskap- arins á þessu ári. Ríkisstjórn in hefur þegar játað, að 150 millj. kr. halli veröi á útflutn ingssjóði, þrátt fyrir ítrustu tekjuáætlun og svipaðar lán tökur og í fyrra. Eftir er að bæta á fjárlögin hækkunum vegna launauppbóta til opin berra starfsmanna. Eins og málin standa i dag, er raun- verulegur halli á útflutnings sjóði og fjárlögunum alltaf yfír 200 millj. kr. Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki bent á nein raunhæf ráð til að leysa þennan vanda. Alþýðuflokkurinn tal- ar um að lækka íramlög til verklegra framkvæmda út um land, en Sjálfstæðisflokk urinn telur sig ógjarnan geta fallizt á, að fyrir kosningarn ar og kjördæmabr. Um hitt virðast báðir flokkar aftur á móti sammála, að hækka tekjuáætlunina, þó án nýrra álaga, en í raun og veru er það hið sama og að fela tekju hallann fram yfir kosningar. há tala báðir flókkarnir borginmannlega um það að eyða strax tekj uafgangi ríkis ins frá 1958 í niðurgreiðslur og nota tafarlaust þann gjaldeyri, sem fæst fyrir fisk birgðir, er voru í landinu um áramótin. Helzta von þeirra til þess að' geta fleytt sér eitthvað um stund, byggist þannig á arfinum frá fyi’rv. rikisstjórn. Hyggileg-t er það hinsvegar ekki að ætla að stefna að þvi að minni birgðir eða tilsvar- andi gjaldeyrir sé handbær um næstu áramót en var um áramótin. Þvert á móti væri skynsamlegt að stefna að því gagnstæða, enda talaði forsætisráöherra um nauð- i syn þess í áramótaræðu sinni, að safnað yrði gjaldeyr isvarasjóði. Stjórn hans hef ur hins vegar allt aðrar ráða gerðir á prjónunum eða að eyða öllum varasjóðum strax og reka svo þjóðarbúskapinn með halla. Svo talastjórnarflokkarnir með miklu yfirlæti um það, að þeir séu að stöðva verð- bólguna. Allir hagfræðingar eru þó sammála um, að ekk- ert stuðli meira að verðbólgu og dýrtíð en mikill hallarekst ur á ríkisbúskapnum og- þjóð arbúskapnum. Hagfræðingar deila um flest atriði önnur, en undantekningarlaust ekki , um þetta. Það, sem nú þurfti að | reyna að koma á, var sem i ailra viðtækust samvinna j flokkanna um heilbrigða með ferö efnahagsmálanna. 1 stað inn hefur þjóðin fengið halla i bandalag Sjálfstæðisflokks- • ins og Alþýöuflokksins, sem er á góðum vegi að efla dýrtið ardrauginn meira en nokkru j sinni fyrr, með fyrirsjáanleg um stórfelldum halla á þjóö arbúskapnum á þessu ári. Sannleikur og talnabrögð SÍÐAN Sjálfstæðisflokkur- inn komst í stjórnaraðstöðu aftur, hafa blöð hans, eink- um þó Mbl., lagt mikla á- herzlu á, að nú yrði að segja mönnum sannleikann um efnahagsmálin og ekkert nema sannleikann. Ýmsir hafa ætlað, að þetta væri á- hrif samvizkubits vegna þess, að Sjálfstæðismenn sögðu þjóðinni ósatt um kaup- gjaldsmálin á siðastl. sumri og hafa nú orðið að ómerkja þann áróður sinn á Alþingi með því að ógilda að veru- legu leyti þær kauphækkan- ir, sem þeir knúðu þá fram. Minna mætti vissulega þurfa til þess, að menn kenndu samvizkubits og reyndu að bæta ráð sitt. Þvi miður sést það þó enn ekki nægilega í verki, að stj.flokkarnir fylgi því heil- ræði Mbl. að segja bara sann leikann og ekkert nema hann. Þetta kom glöggt fram í út varpsumræðunum á miðviku dagskvöldið. Þá lagði t. d. einn talsmaður stjórnar- flokkanna megin áherzlu á það, að heildarárskaupið yrði einS hátt hjá launþegum í ár og 1 fyrra, þrátt fyrir skerð- ingu visitölunnar. Eitt stjórn arblaðið, Alþýðublaðið, bætir svo við þennan útreikning í gær: „Þegar menn skoöa út- reikning þessa dæmis, mega þeir loks. ekki gleyma einu atriði, en það eru verðlækk- anirnar. Af þessu mætti helzt ætla, að launþegar fengu ekki að- eins svipað eða hærra kaup í ár en 1 fyrra, miðað' við krónutölu, heldur myndu þeir einnig búa viö lægra verðlag en þá var. Það má ekki gleyma verðlækkunnm, segja stjórnarblöðin. Sannleikurinn er sá, að krónutala heildarkaupsins getur orðið svipuð eða heldur meiri en í fyrra, þrátt fyrir niðurfærsluna, en verðlagið verður til jafnaðar mun hærra en þá, þrátt fyrir þær smávægilegu verðlækkanir, sem ráðgerðar eru. Kaup- máttur launa mun því rýrna talsvert. Það mun aðeins hefna sín síðar að ætla að' leyna menn þessu með' einhverjum talna brögðum, er menn. reka sig á að eru fals eitt. Bezt munu menn sætta sig viö þetta með TÍMINN, laugardagíun 31. janúai' 1959. ERLENT YFIRLIT: Krústjoff vítir Tító o Kommúnistar óttast vaxandi mótstöíu hlutlausu ríkjanna 1 HINNI löngu ræðu, sem Krust- joff flutti á þriðjudaginn á flokks- þingi rúsneskra komúnista, cr nú stendur yfir í Moskvu, kom sitt- hvað fram, er athygli vakti, en tvö atriði hafa þó vakið einna mesta athygli. Annað var hein ádeiia á Titó, einvalda Júgóslavíu og stefnu hans, en hitt var óbein ádeila á Nasser, forseta Egyptalands, jafn- hliða því, sem Krustjoff hlóð ■Kassem, einvalda íraks, miklu loíi. Við því var alltaf búiz.t, að Krust- joff myndi derla á Tító. Kommún istaflokkur Júgóslavíu var eini kommúnistaflokkuTÍnn, er ekki fókk boð um að senda fulltrúa á flokksþingið. Rússnesk blöð hafa líka deilt allmikið á Tító undanfar- ið. Einlcum hefur honum verið gef- ið að sök, að hann framkvæmi sósíalismann ekki á réttan hátt og víki um of írá ,,línu“ Marx og Lenins. Það rétta er, að Tító hefur ekki viljað framlcvæma sósíalism- ann eftir forskrift valdhafanna í Moskvu. Hann hefur haldið þvi fram, að hver þjóð yrði að hafa svigrúm til að íramkvæma sósial- ismann i samræmi við sinar sér- stöku aðstæður og staðhætti. Þetta hafa ráðamenn í Moskvu talið lík- iegt til þess, að hin einstöku komm únistaríki yrðu óháðari en ella og fylgdu síður fyrirmælum þeirra. Af þeim ástæðum hefur stefna Títós verið stimpluð hættuleg end- urskoðunarstefna og frávik frá hinni réttu stefnu þeirra Marx og Lenins. ÞAÐ MÁTTl alltaf búast við því, að Krustjoff myndi gagnrýna harð- lega þessa svokölluðu endurskoð- unarstefnu Títós. Hættan fyrir Rússa er augljós, ef fleiri komm- únistaríki færu i fótspor Júgó- slavíu. En Krustjoff lót sór ekki aðeins nægja að deila á Trtó fyrir endurskoðunarsrtefnuna, heldur einnig fyrir afstöðu hans til al- þjóðamála yfirleitt. Ilann gaf það óspart í skyn, að hann hefði skip- að sér við hlið heimsveldissinna, en svo nefna kommúnistar oft for- ustumenn vesturveldanna, enda nyti hann óspart stuðnings þeirra. Það var í sambandi við þelta, sem Krusljoff vék síðar óbeinni gagnrýni á Nasser. Krustjoff sagði, að í Egyptaiandi hefði að yndan- förnu verið haldið uppi óréttmæt- um ádeilum á kommúnismann og kvaðst hann í því sambandi vilja taka alveg sérstaklega fram, að það væri með öllu ósalt, að komm- únistar væru ekki bandamenn þjóð ernissinna í baráttu gegn heims- veldisstefnunni. í framhaldi af þessu, fór Krustjoff hins vegar nokkrum viðurkenningarorðum um Kassem, er hefði stevpt heims- veldissinnum úr st'óli í írak og fylgdi sannri þjóðernisstefnu. ÞESSI ádeila Krustjoffs á þá Tító og Nasser, er af mörgum þeim, er bezt þekkja til. talin nokkur vísbending um það, að af- staða kommúnista til óháðu rikj- anna sé nokkuð að breytast. Komm únistar hafa tnjög hvatt ýmsar þjóðir í Asíu ogAfríku til að fylgja hlutleysisstefnu eða óháðri stefnu. Á undanfömum árum hefur yfir- leitt andað heldur hlýju frá þeim til óháðu ríkjanna, en forráða- menn vesturveldanna hafa hins vegar fremur haft horn í síðu þeirra. Þetta hefur skapað viss tengsli milli Rússa og óháðu ríkj- anna. í seinni tíð hefur þetta hins vegar nokkuð breytzt og sú stefna átt vaxandi fylgi að fagna í óháðu ríkjunum, að þau þyrftu ekki síð- ur að gæta sín fyrir kommúnism- anum en gömiu nýlendustefnunni þvi; að þeim sé sagður sann- íeikurinn strax. Því miður virðist ekki sann leiksástin aukast hjá stjórn- arliðinu, þótt mjög sé hún nú ákölluð í Mbl. TÍTÓ eða heimsveldisstéfnunni. Viður- eign Tííós vlð: Rússa hefur eklci sízt gefið þessum skoðunum byr í seglin. ÓTTI Rússa við Tító er nú ekki aðeins sproitinn af þvi, að þeir óttist þau áhrif, sem endurskoð- unarstefna hans gelur haft innan sjálfra kommúnistaríkjanna. Þeim stendur ekki síður nokkur stuggur af því tali Títós, að óháðu ríkin eigi að skipa sér fastara sarnan og vinna gegn yfirgangsstefnu jafnt af hálfu Rússa, Kínverja og hinna gömlu nýlenduvelda. Á fundi Títós og Nasser í sumar mun m. a. hafa vcrið rætt um að mynda blökk óháðra ríkja, en framkvæmd þess þó ekki þótt tímabær að sinni. í aðgerðum Nassers hefur þess gælt mjög að undanförnu, að þrátt fyrir samstarf hans við Rússa, ætlar hann sér eklci að víkja frá óháðri stefnu og sýnir því komm- únismanum engu minni mótspyrnu en gömlu nýlendustefnunni. Kommúnistaflokkurinn er bannað- ur i ríki hans og nýlega fór fram handtaka ailmarga kommúnist- iskra áróðursmanna í Sýrlandi. í írak er þetta hins vegar öfugt, þar sem kommúnistar færast nú mjög í aukana. Af þe-ssum ástæðu-m tel- ur Krustjoff, að Kassem sé' nú betri fulltrúi arabisku þjóvernis- stefnunnar en Nasser. TILGANGUR. kommú.jista með því að látast hliðholiir liiuúeysis stefnu og þjóðerrússtefnu i lönd um Asíu og Afríku, háfur vafa- laust verið sá, að þeir hafa talið þetta vsénlegast til að vekja þar andstöðu gegn nvleidustefnu Breta og Frakka og afla sjál.fum sér vinsælda mn leið. Þetta gekk þeirn alivei um skeið. í seinni tíð hefur þeíta hins vegar breytzt verulega, því að augu manna eru að opnast fyrir því í þessum lönd um, að kommúnisminn er heims- valdastefna i nýju formi. Þess vegna fer nú sambúð Rússa og Ind verja heidur kólnandi og sama gildir raunar um Rússa ag Indó- nesíumenn. Af þessum ástæðum líta Rússar það óhýru auga, að Titó er nú á ferðalagi í Asíu og er tekið með kostum og kynjum af ráðamönnum hir.na óháðu þjóða þar. Það er ekki sízt af þessum ástæðum, að Krustjoff lætur nú l:ka anda köldu í garð Títós og Nassers og mótmælir sérsíaklega þeim staðhæfmgum egypskra blaða, að kommúnism- inn sé ekki samherji þjóðernis- stefaunnar. Fyrir vesturveldin er, mikil á- stæða til þess að gefa þvi gaum, að óháðu þjóðirnar eru nú í vax- andi mæli að gera sér grein fyrir því, að kommúnisminn er Iheims veldisstefiia i nýju formi. ■M.ark- mið hans sé framar öðru að þenja út rússnesk og kínversk yfirráð. Ef vesturveldin nota sér þetta til hlýtar, falla frá röngum yfirráðum í nýlendunum, og veita uppbyggingunni í hinum ðttiáðu löndum .Asíu og Afríku fullan stuðning, munu þau mynda ineð þvi sterkan varnargarð gegn út- þenslu kommúnismans. Ef vestur- veldin nota sér hins vegar ekki þetta tækifæri og hafa áfram jafn óþjála sajnbúð við óháð ríki og seinustu árin, ,geta þau þrátt fyrir allit fært þessi ríki í fang kommúnismans. *».Þ. Stéttarfélag barnakennara eínir til fræðsliierinda nm skólamáí Sýnikennsla í átthagafræði og íestri. Stéttarfélag barnakennara hefir á undanförnum áéum staðið að námsskeiðum, gefið út „Foreldrablaðið“, rætt kennslu og uppeldismál á fundum sínum og sent frá sér tillögur og ályktamr í þeim málum. í framhaldi af þess- ari starfsemi mr.n íélagið efna til fræðsluerinda um skólamál fyú.r almenning á næstunni. Með erindaflutningi þessum •gefst foreldrum og öðru áhugafólki kostur á hhitlægri fræðslu um ýmsa þætti skólamála frá fyrstu hendi. Ennfremur verður efnl til sýnikennslu í átthagafræði og Jestri (hijóðaðferð), en ætla má að ýmsum leiki hugur á, að sjá hvernig sú kemtsla fer frarn. Sex erindafiutningar Stétlarfélagið hefur fengið val- inkunna skóiamenn til að flytja ■erindin, og verða þau sex íalsins, en sýnikennsluna mun Isak Jóns- son skólastjóri annast. Erindin verða flutt í sanikomusal 'Mela- skólans. Fyrsta erindið flytur Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri um fræðslulögin og framkvæmd þeirra,. sunnud. 1. febr. M. 14.30. Þá verður einnig sýnikennsla í átt- hagafræði. Fintnmgsdagar hinna erindanna eru enn ekki ákveðnir, en þau eru þessi: ísak Jónsson, skólastjóri: læstr- avkennsla. Halldór Halldórsson, prófessor: Stafsetningarkemisla. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri: Reikningskennsla. Sigurður Pótursson, gcrlafræð- ingur: Náttúrutræðfkennsla. Þórður Krisljánsson, námsstjóri: Kristin'fræðikernisii.. Stéttariélagið væntir þess, að almenningur kunni að meta þetta kynningarstarf félagsins, og sæki vel erindin. SkotstöSvar NTB—WASHINGTON, 29. jan. — Neil Meeíroý varnarmálaráð- herra I!andaríkjaniia sagði í dag að fyrsta skotstöðin fyrir lang- dræg flugskeyti yrði fullbyggð í Kaliforníu i .iúní í sumar. Þá skýrði toann frá því, að aðrar stöðvar til þessara nota væru í smíðum. Upplýsingar þessar gaf ráðherrann þingnefnd, sem rann- sakar öryggi og landvarnir Banda rlkjanna. Formaður nefndarinnar ef Lyndon Jotonson, foringi demo- krata á þingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.