Tíminn - 31.01.1959, Blaðsíða 8
T í HXIN N, laugartlagiim 31. janóar 1959
RæSa Eysteins Jónssonar
Pramh. af 7. síðu.
taka þátt í að kjósa fimm eða sex
í stað þess að eiga þátt í að velja
aðeins einn eða tvo. t>að á að vera
foetra fyrii- héruðin að eiga pínu-
j' pínulítil ítök í þessum hóp, en að
•' eiga sérstaka fulltrúa eins og nú
I' er;
!i Eftir þessum falsrökum ætti
íj- það að vera enn þá meiri rétt,ar-
I' bót að eiga þátt í kosningu enn
þá fleiri manna í einu lagi og sú
mest að kjósa ailan þinglieim í
einu lagi og afnema alveg alla
kjördæmaskiptingu.
Svona röksemdarfærslu er boð-
; ið upp á, til þess að slá ryki í
augu manna um það, sem fyrir-
hugað er. Svo segir háttvirtur 1.
þm. Reykvíkinga, að sameining
Ikjördæmanna sé ekki að leggja
1 þau niður. Það sé eins og gifting.
Eftir sömu röksemdafærslu
væri það ekki heldur að leggja
kjördæmin niður að gera landið
að einu kjördæmi. Það væri bara
að sameina þau.
, Þessar rök-semdir ætlar hv. þm.
handa fullorðnu fólki. Þegar sá,
■ sem lagnastur er Sjáifstæðismanna
að snúa út úr, býður upp á þetta,
; þá sjá menn, hvernig málstaðurinn
i' er.
Slíta á fólkið úr sam-
bandi viS þingmennina
Ætlunin er sú að sllta fólkið
úti um Iand úr tengslum við
þingmennina ineð hinum stóru
kjördæmum. Enginn ræður við
; að hafa náin tengsl, þegar kjör-
dæmin eru orðin svo gífurlega
stór, sem fyrirhugað er. Þannig
á að miiwika aðhaldið utan af
landi, áður en höfuðúrræðin í
; efnahagsmálunum koma til
greina.
Eitt höfuðúrræði nýju stjórnar-
1 iivnar er niðurskurðurínn, en
Sjálfstæðismenn munu ekki þora
! í þennan niðurskurð fyrir kosn-
ingar. Honum verður því vafalítið
frestað þangað til búið er að af-
nema kjördæmin og minnka
pressuna.
MálamiðlunartiIIaga
Það er ekki út í bláinn, að þcir
sem fyrir kjördæmahreytingunni
standa, hafi ekki viljað lilusta á
málamiðlunartiiiögur Framsókn-
armanna um að fjölga þm. kjör-
dæmakjömum, þar sem fóLkinu
. hefir fjölgað mest. Slfkt mundi
Þó flestum finnast sanngjarnt, og
ég vil biðja menn að taka eftir
því, að Framsóknarflokkurinn
hefir verið reiðuhúinn til slikrar
málamiðlunar. Á þetta liefir ekki
verið litið vegna þess, að með
þvf móti yrðu kjördæmin ekki
lögð niður. Afnám kjördæm-
anna er aðalatriðið í þessari
nýju áætlun. Nú á að stíga loka-
skrefið í því og á ekkert annað er
híustað.
3. síðan
við Otto Hænnlng um að Gitta
ikomi fram í sjónvarpinu í New
York.
James Rasmusen í förínni
Eins og áður er getið, koma
fram á þessum sömu hljómleik-
um kvartettsöngvarar, sem þegar
ern orðnir frægir í Evrópu undir
mafninu „Four Jacks“. Kvartettinn
syngur aðeins dægurlög og er þeg
ar orðinn þekktur hér á landi, því
allmargax plötur, sem þeir hafa
sungið inn á, hafa komið hingað
og notið geysi vinsælda. „Four
Jacks“ er nú borinn saman við
íbeztu kvartetta á sínu sviði í Evr-
ópu, og msælti nefna það til marks
um það álit sem þeir hafa, að
þeir hafa verið ráðnir með hin-
; um fræga hljómsveitarstjóra Sven
■ Asmundsen í revýum Stig Lomm-
er. Einn af meðlimum j „Four
Jacks“ kvartettinum er rokkkóng-
urinn James Rasmussen, er stund
um hefir verið kallaður „Tommy
Steele. Norðurlanda“. Hljómsveit
Árna Elfars aðstoðar á hljómleik
i " unum, en kynnir verður Haukur
!; JWorthens.
En þess ber að gæta, að þess-
ar áætlanir allar um nýja fjár-
festingarpólitík, byggðar á nýrri
stjórnskipan, eru alls ekki komn-
ar í höfn.
Alincnningur í landinu á eftir
að segja sitt orð. Það hefir skeð
áður, að slíkar áætlanir hafa
ekki komizt í framkvæmd vegna
þess að fólkið hefir'risið á móti,
hvað sem flokksforingjarnir
sögðu og vildu. Enginn þing-
manna er kosiim á þing til þess
að leggja kjördæmi sitt niður.
FólkitS í kjördæmunum
ræftur
Mikill þorri manna úr öllum
flokkum er á móti því að leggja
niður kjördæmin og á móti þess-
ari nýju fjárfestingarstefnu, sem
boðuð er jafnframt'. Afstaða
manna í þessu efni fer ekki eftir
flokkum. Fólkið í héruðunum hef
ir það á valdi sínu að knýja fram
breytingu á þessum fyrirætlunum
eða stöðva þær.
Ræíía Sveinbjörns
Högnasonar
(Framhald af 5. síðu)
hækka jafnóðum og nokkurt bil
kemur þarna á milli.
Þetta er svo augljóst mál, að
ef þetta fæst ekki leiðrétt, þá er
það beinlínis yfirlýsing um það,
að bændurnn- skuli bera þyngstu
byrðarnar, þó að það fáist fleiri
— þá er eins og ég er búinn að
sýna fram á einmitt með niður-
greiðslunum, þá bera þeir samt
meira heldur en aðrir, eða bera
minna úr 'býtura fyrir þær. En ef
þetta fæst ekki leiðrétt, þá er
komið svo mikið misræmi í þetta,
að ég skil eklci í þvá, hvernig nokk
ur einasti maður ætlar að geta
haldið þvi fram, að þeim sé ætlað
ur sami hlutur og öðrum. Eg fæ
ekki skilið það.
Eg vildi aðeins láta þetta koma
fram áður en lengra er gengið um
þetta mál, þó að hv. þm. VJHún.
vaéri búinn að lýsa því mjög skil-
merkilega, að þá vildi ég árétta
það, að það, sem hafði verið rætt
við framleiösluráðið áður, það var
þá vitanlega óundirbúið og ekkert
skýrt frá, hvað ætti að gera gagn-
vart öðrum skyldum. Við höfum
ekki hugmynd um það. Algerlega
er farið leynt með þá hluti.
Og sömuleiðis þetta með
vísitöluna, hvernig hún ætti
að breytast á þennan vegj
eins og gert er ráð fyrir, og færast!
niður í 100 1. marz, þannig að
þær viðræður, sem eru gerðar að
alveg óundirbúnu og órannsökuðu
máli, þær vitardega eru út af fyrir
sig. En ekki hægt neitt
verulega á þeim að byggja, fyrr
en búið er að rannsaka málið
betur og sjá, (hvernig á að sam-
ræma þetta við álla aðra, eins og
ihæstv. forsrh. segir, að allir eigi
að bera byrðarnar jafnt. Og það
er það, sem við krefjumst, að
verði gert.
Bátavélar
til sölu:
Albi-n, 12—14 hestafla með
stefnisröri, öxli og skrúfu.
Redving, með tilheyrandi.
Upplýsingar í síma 10108.
Minningarorð: Gísli Finnson, hóndi
aS Fossi, Suðurfjarðarlireppi
Hinn 27. október sl. andaðist i
sjúkrahúsi Patreksfjarðar Gísli
Finnsson bóndi að Fossi í Suður-
fjarðarhreppi.
Gísli var fæddur 17. júní 1882 að
Neðri Hundadal í Dalasýslu. For-
eldrar hans voru þau Guðbjörg
Gísladóttir og Finnur Einarsson
bóndi í Neðri Hundadal.
Þegar Gísli var 5 ára gamall
missti hann móður sína, en hann
var yngstur þerrra fjögurra syst-
kyna sinna er komust til fullorð-
ins ára.
Enn fremur áíti Gísli eina hálf-
systur, Guðbjörgu Finnsdóttur og
við fráfall móður sinnar fór hann
til móður hennar, Guðrúnar Jóns-
dóttur og gekk hún honum í móð-
urstað. Gísli *st upp í Dölum til
20 ára aldurs, en þá fór hann að
heiman og stundaði algenga vinnu
til lands og sjávar næstu ár.
Árið 1907 keypti hann jörðina
Naustabrekku á Rauðasandi og fór
að búa þar með konu sinni Krist-
ínu Jónsdóttur ættaðri úr Ketil-
dalahreppi í Arnarfirði. Gisli bjó
þar í 12 ár en fluttist þá að Krossa
dal í Tálknafirði, en bjó þar
skamma hrið. Árið 1920 keypti
hann jörðina Hól í Bíldudal og
þar andaðist Kristín kona hans eft
i-r langvarandi.vanheilsu. Eftir það
bjó Gísli með Guðbjörgu systur
sinni er flutti til hans á Nausta-
bakka. Árið 1929 keypti Gísli jörð-
ina Foss í Suðurfjarðarhreppi.
Fluttist hann þá þangað og bjó þar
til dauðádags. Þau Gísli og Kristín
áttu engin börn saman en með
Maríu Finnbogadóttur frá Krossa-
dal í Tálknafirði, sem lengi var
hjá Gísla, eignaðist hann 4 börn,
sem öll eru á lífi, en þau eru
Guðfinna, búsett í Keflavík, Guðný
húsfreyja að Laugum í Ilruna-
mannahreppi og Ólafur og Esther
bæði ógift heima á Fossi.
Gísli var heilsuhraustur alla ævi
fram til ársins 1952 að hann fór
að kenna lasleika nokkurs og þrjú
síðustu æviár sin, var hann að
niestu rúmfastur unz hann andað-
ist eins og fyrr segir í sjúkrahúsi
Patreksfjarðar hinn 27. oklóber sl.
Gísli var stór maður og sterk-
legur og gat verið skapmikill ef
því var að skipta. Það sópaði að
honum á mannamótum og átti
hann þá til að vera kátur og kjarn-
yrtur, enda góður gáfum gæddur
og kunni vel að koma fyrir sig
orði, þóft engrar menntunar hefði
hann notið í æsku eins og tíðast
var á þeim árum, er hann ólst upp.
Gísli var hestamaður mikill og átti
oft marga og ágæta hesta. Unni
hann þeim mjög og mun hafa lifað
margar sínar sælustu stundir í sam
vistum við þá, er hann hafði fengið
hressingu gat hann varla á sér sat-
ið nema komast á hestbak og raul-
aði löngum fyrir munni sér hina
alkunnu visu:
„Oft um kosti keðju svans,
kært er mér aff hyggja.
Því að milli min og hans,
margir þræðir liggja“.
Gísli var alinn. upp við sam-
gönguleysi og vegleysur og mat
þvi mikils þarfasta þjóninn, þ. e.
Rafraagnsperur
fyrirligg jaridi:
15 Wött á kr. 2,600
Framsóknarvistar-
spilakort
fást á skrifstofu Framsókn
arflokksins í Edduhúsinu
Sími 16066.
25 —
40 —
60 —
75 —
100 —
2,60
2,60
2,90
3,30
4,20
MARS TRADING
COMPANY HF,
Klapparstíg 20
hestinn, og mun líka hafa átt hon
um marga gleðistund að gjalda.
Eg kynntist Gísla ekki að ráði
fyrr en á efri árum hans. Eg átti
þess þá kost að gera honum smá-
greiða, er hann mundi alla tíð síð-
an og taldi sig ávallt standa í
þakkarskuld fyrir, kom þar glöggt
fram ósvikið ísLendingseðli hans,
skapfesta og tryggð en slíkt hafa
jafnan þótt kostir- góðir.
•Þótt Gísli hefði, eins og margir
af samtíðarmönnum hans, engrar
menntunar notið í æsku, var
hann maður vel gefinn, prýðilega
hagorður, þótt hann færi dult með
það, og var hnyttinn í andsvörum,
ef hann vildi það við hafa. Síð-
ustu ár sín var að mestu rúmfast-
ur og mátti eigi hafa yfirsýn um
eigin hag og búrekstur og er slíkt
jafnan þrekraun mönnum með
hans skapgerð, en Gisli átti and-
legf hugrekki og- karlmannskjark
og beið ótrauður hinztu stundar
og bar í brjósti djúpa þrá til skynj
unar hins góða og fegurðar hins
óræða og kom það oft glöggt fram
í samband' hans við hesta sína.
Eg veit að ef hánn ætti þess kost
að kjósa sér samfylgd eða félags-
skap hefði hanh vafalaust kosið
viðmótshlýju þeirra og vinahót
fremur flestu öðru, svo marga
glaða stund hafði hann átt með
þeim eftir ama- og erilsaman dag
í tign og töfrum íslenzkra vor-
nótta.
Með aíl og fjör á æv.ileiðum
á efldum fák við næturhúm.
Þá man þín sál frá hinztu heið-
[um
hljóma bak við tíma og rúm.
Bíldudal 18. jan. 1959.
Jón G. Jónsson.
OHV'-
ifSðHJí
AfmælisbarniS
(Framhald af 4. síðu).
bæði af bæjarbúum og sveitafólki.
Sumarið 1950 var stofnað til
Þingvallafundar á hestum til þátt-
töku i fyrsta landsmóti hesta-
manna. Fararstjóri var Samúel
Kristbjarnarson og vcru 118 hest-
ar í þeirri för, en 23 hestamenn
á suðurleið en 27 tii baka.
Árni Magnússon hefur verið for-
maður „Léttis" síðan 1941 og hef-
ur starfsemi félagsins færzt mjög -
í aukana hin siðustu ár. Til gam-
ans má geta þess að árið 1952
kepptu Akureyringar dg Skagfirð-
ingar í boðreiðum, sem er ný
íþrótt. Akureyringar sigruðu. Það
ár var haldið fjórðungsmót á Sauð-
árkróki og var þangað farið 'með
góðhesta og kappreiðahesta.
Árið 1954 var landsmót hesta-
manna iialdið að Þveráreyrúm í
Eyjafirði og var þá óvenjulega
mikið slarf lagt á herðar akur-
eyrskra hestamanna. „Léttir“ og
hestamannafélögin i Skagafirðf sáu
um mót þetta, sem mjög þótti tak-
ast vel.
Tamningastöð,
„Léttir“ hefur hin síðari árin
starfrækt tamningastöð hér á'Ak-
ureyri, og er það einn merkasti
starfsþáttur félagsins og vonandi
fellur hann ekki niður. Þar hefur
Þorsteinn Jónsson mest unnið r-ð
lamningu og nokkrir aðrir snjaltir
hestamenn. •
Mcðal ferðalaga hestámannaíc-
lagsins, auk Þingvallaferðaririnar,
sem áður getur, má nefna, ferð að
Egilsstöðum og aðra Þingvallaferð
og ótal styttri ferðir.'— Núverándi
stjórn skipa, auk formann'sins,
Árna Magnússonar; Vilhelm Jens-
en, Mikael Jóhannesson, Ingólfur
Magnússon og Guðmundur Snorra-
son.
Hér hefur nú verið stiklað á
stóru, en af því má þó dra-ga vissar
niðurstöður um þennan félags-
skap. Félagið hefur reynt' af
fremsta me'gni og með óumdeilan-
legum árangri; að auka skilning
manna á ágæti hestsins í nýju hlut
verki. Margir Akureyringar telja
umgengni við hestinn til hinna
hamingjusömustu stunda.
íslenzki hesturinn á óumdeilan-
legan virðingarsess í sögu okkar.
Án hans hefði landið okkar verið
óbyggilegt um margar aldir. -Vél-
væðingin vék hestinum fil liliðar,
sem þarfasta þjóninum. En hesta-
rnenn vinna að því að auka.veg
hans á ný, sem gleðigjafa fyrst og
fremst'. Heilli fylgi því starfi.-
E.D.
Þvottavéloskast
Upplýsingar t sþna 24934 eða
23576.
Jörð óskast
Óska eftir jörð með áhöfn. —
Get skipt á húsi í Reykjavík.
Tilboð ásamt upplýsingum
sendist blaðinu merkt „Jöið—
1959“.
Atviona
Kona óskar eftir atvinnu. Hefir
áhuga á fuglarækt, blómarækt
o. fl. Húsnæði þarf að fylgja.
Til greina gæti komið að taka
á leigu húsnæði fyrir slikan
rekstur. Tilboð sendist blað-
inu fyrir 15. febr. merkt „í
Reykjavík eða úti 4 landi“.
::::»
RafstöS
Til sölu er þriggja fasa Her-
kúlesljösávél 7,5 kw og 240
volt. Vélin er nýuppgerð í
góðu lagi. Nánari upplýsingar
gefur bæjaxstjórinn á Akra-
nesi.