Tíminn - 07.02.1959, Síða 2
T í MIN N. laugardaginn 7. febrúar 1959.
Mmningarathöfn í Khöfn um þá sem
fórust með skipinu Hans Hedtoft
Opinberlega lýst yfir aí leitinni sé hætt. —
Fjársöfnun hafin i Danmörku
NTB-Kaupmannahöfn, 6 febrúar. — Minningarathöfn fór
:tram í útvarpi og sjónvarpi í Kaupmannahöfn síðdegis 1 dag
'um þá, sem saknað er af Grænlandsfarinu Hans Hedtoft.
H. C. Hansen forsætisráðherra sagði í ræðu, að nú væri svo
langt um liðið frá slysinu, að vonlaust væri talið, að nokkur
fyndist lífs af þeim, sem á skipinu voru.
Það væri ekki um annað a'ð gera Yfirleiít virðast menn iþó von
en horfast í augu við þá sorglegu lausir með öllu um að nokkur
istaðreynd, að skipið hefði sokkið finnist á ilífi hér eftir. Veður
og allir drukknað, sem með því fer nú mjög versnandi við S-jGræn
voru. Leitinni yrði því af hálfu land, stormur vaxandi og snjó-
Dpinbe'r'r'a aðila hætt. koma.
Fjársöfnun
Margar' minningarræður voru
iclu-ttar, m. a. af Christiansen for
stjóra ■ Grænlandsverzlunarinnar.
Sagði hann, að allt myndi gert til
að upplýsa með hverjum .hætti
slysið hefði orðið. Slys þetta
nyndi vérða til þess að enn meiri
áherzla yrði á það lögð að skapa
sem mesf öryggi í siglingum til
Gra:nlan<is. Annars hefði !Hans
iHedtofit verið búið hinum full-
Ikomnustu og beztu ttækjum. Einn
ig töluðú Lauf þingmaður Græn
liendinga og Kaj Lindberg Græn
íiahdsmálaráðherra. Þeir þökkuðu
olium, sem tekið hefðu þátt í
leitinni að Hans Hedtoft.
Strax að lokinni minningarat
höfninni, sem var útvarpað til
Grænlands, taiaði Niels Bolir eðl
tsfræðingurinn frægi, og skoraði
tnjög eindregið á allan almenn-
ing í Danmörku að láta fé af
hendi rakna til fjársöfnunar
jþeirrar, sem hafin er í Danmörk
»g renna á til aðstandenda þeirra
er fórust með Hans Hedtoft.
£nn á lífi
Grænlapdsfarið Umanak, sem
;:ékk skipun í gærkvöýldi -um að
leita á svæði, sem liggur á 59
oreiddargráðu og 42 lengdargráðu,
Ciætti í dag við a‘ð leiia á þessum
jtað þar eð skipstjórinn taldi
ipað ekki forsvaranlegt sökum ís-
rreks og dimmviðris. Á þessum
ilóðum þóttist flugvél sjá eitt-
Bivað á sjónum, sem gæti verið
ipjörgunarhátur.
Skipstjóri brezka skipsins
Weather Report, sem kom til hafn
tr í iSkotlandi í dag, en skip þetta
;ar ekki langt frá Hans Hedtoft,
3r slysið varð, segist þeirrar skoð
nniar, að einhverjir af áhöfn skips
ns séu á reki í gúmmíbjörgunar
ioátum.
Arngrímur Kristjáns
son skólastj. látinn
Arngrímur Kristjánsson skóla-
stjóri Melaskólans lézt hér í
Reykjavík s. 1. fimmtudag. Arn-
grímur var 58 ára að aldri, er
hann lézt, fæddur 28. sept árið
1900 að Sigríðarstöðum í Fnjóska
dal. Hann lauk húnaðarnámi frá
Hvanneyri 1919, hvarf siðan að
námi í Kennaraskólanum og lauk
þaðan prófi 1923. Var kennari í
Reykjavík frá 1923—1936, en þá
varð hann Skólastjóri Skildinga
nesskólans og síðan Melaskólans
ailt til dauðadags. Arngrímur tók
mikinn þátt í félagsmálum, átti
lengi sæti í barnaverndarnefnd
Reykjavíkur og stjórn barnavina
félagsins Sumargjafar. Hann var
formaður Sambands ísl. barna-
kennara 1934—36 og aftur 1950—
54. Hann ritaði talsvert um skóla
mál og einnig um stjórnmál, en
hann var um skeið bæjarfulltrúí
í Reykjavík af hálfu Alþýðuflokks
ins og átti sæti í miðstjórn flokks
ins frá 1941.
Skýrsla Eiríks
Erlcndar Íréítir
í fáum orðum
i0 þingmenn brezka Verkamanna-
flokksins hafa skorað á brezku
stjórnina að :hætta s.níði eld-
flugstöðva í Bretlandi.
:00 liðforingjar voru í dag rekn-
ir úr her Cubu og var samtím-
is tilkynnt að herinn yrði end-
írskipulagður. Herdómstólar
oru öpnum kafnir við að dæma
fyrrv. fylgismenn Batista, voru
13 té'khir af í gær, en 18 í fyrra
lagi :
rilkynnt er í Moskvu, að Krustjoff
og Choú. en-lai forsætisráðherra
Kína hafi setið á fundum og
rætt sameiginleg vandamál ríkj-
anha.
fiðrséðub Merideres forsætisráð-
herra -Tyrklands og Karanlis
forsætisráðherra Grikkiánds um
Kýpurdeiluna hófust í Zurich í
dag. Utanríkisráðherrar land-
anna ræðast einnig við. Fund-
urinn stendur fram á mánudag.
irezka blaðið Economist segir, að
Rússar beiti nú öllum pólitísk-
um ráðum til að koma Norður-
löndum úr Nato.
'Villy Brandt yfirborgarstjóri V-
Berlínar er farinn í heimsókn
til Kanada og Bandarlkjanna.
(Framhald af 1. síðu)
Kl. 10,34 skaut Þór lausu púð-
urskoti að togaramun, sem kall-
að hafði nokkrum sinnum í tal
stöð á hjálp herskipa.
Kl. 10,46 beinir lierskipið Barr
una fallbyssum sínum að Þór og
kallar til hans um leið í talstöð:
„Ef þið skjótið á togarann, meg
um við til að skjóta á ykkur. Síð
an fór fram nokkurt viðtal.
- Kl. 11 er herskipið komið til
Þórs og Sinclair skiplierra, jarl
að tign, kemur yfir í Þór og fer
yfir staðarmælingar.
Kl. 13 fer Sinclair frá borði
Þórs og segist muni bíða fyrir-
mæla frá brezka flotamálaráðu-
neytinu.
Kl. 15.00 heldur togarinn Vala
fell af stað út,
Kl. 15,05 stanzar to-garinn aftur
við skipun lierskipsins .og
keimir aftur á tökustaðinn eftir
nokkra bið.
Veður var suðanstan 1 vind-
stig og léttskýjað.
Vel fór á með de
Gaulle og DuIIes
NTB—París, 6. febr. í opinber-
um tilkynningum er látið vel af
samkómulagi þeirra de Gaulle
forseta og Dullesar utaniíkisráð
lierra, en þeir rædflust við í
París í flag.
Stóð fundurinn í eina og háifa
klst. Áður hafði verið mikið rætt
um ágreining, sem uppi væri milli
ríkjanna varðandi Berlínarmálið.
Er nú sagt, að viðræðurnar hafi
leilt í ljós að sjónarmiðin séu
mjög lík. Dulles ræddi einnig við
Spaak framkvæmdastjóra Nato og
Norstad hershöfðingja yfirmann
iherja bandalagsins. Dulles fer til
Bonn á morgun.
Gufa og vatn þeytast upp um holu-
stútinn með feiknlegum krafti og
þórdunum.
Borholan
(Framhald af 1. síðu)
þarna við Laugarnesveginn búin
að standa nokkuð lengi eða um
hálfan mánuð, en árangur henn-
ar er lalinn mjög góður, því að
samkvæmt upplýsingum Gunnars
Böðvarssonar, forstöðumanns Jal’ð
borana ríkisins, er áætlað að vatns
magn úr þessari borholu komi til
með að nema 20 sekúndulítrum,
en vegna þess hve vatnið er heitt
í þessari borholu, mun þetta vatns
magn jafngilda um 40 sekúndu-
ljtrum frá Reykjum.
Tekur fálega heim
boði frá Krustjoff
NTB-Thomasville, Georgia,
6. febr. — Eisenhower er
fús að heimsækja Sovétríkin
ef þróun mála skyldi gefa til
efni til þess.
Þetta tiikynnti blaðfulltr. for-
setans í dag á búgarði þeim, þar
sem forsefinn dvelst nú í orlofi.
Annars var hinu mtmnlega heim-
boði Krustjoffs tekið fretnur fá-
lega. Forsetinn segist ekki hafa
fengið neitt slíkt boð eftir form
legum leiðurn og sér þyki kyn-
Iegt, að slíkt boð skuli sett fram
í pólitískri ræðu, sem annars var
full af árásum á Bandaríkin. Eins
og sakir standi fáðgeri forsetinn
alls ekki að fara í austurveg.
Búnabarsamband
Eyjafjarífar
(Framhald af 1. síðu)
um, sem lög um framleiðsluráð
o. fl. ákvcða.
3. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á
verði landbúnaðarvara til neyt*
enda er nú svo mikil, að verð
þeirra er orðið allmiklu lægra
en bændum eru reiknaðar þær í
verðlagsgrundvelli landbúnaðar-
vara. Er því hlutur neytenda gerð
ur meiri en franileiðenda, er
taka vörurnar heima lijá sér.
4. Bændur Iiafa ekki fengið
eins mikla kauphækkun á síðast
Iiðnu ári og launastéttirnar. .
Skorar fuiidurinn á háttvirt A1
þingi það, er nú situr og liæst-
virta ríkisstjórn að leiðrétta
þetta misrétti í meðferð efna-
hagsinálanna þannig, að lilutur
framleiðenda landbúnaðarvara
verði ekki verri en aimarra
stétta.“
Valafell
(Framhald af 1. síðu)
Ottó Jónsson, menntaskólakennari,
verjanda skipstjórans. Gísla ísleifs
syni, Valdimar Stefánssyni saka-
dómara, Brian Holt, fulltrúa
brezka sendiráðsins o. fl.
Skipstjórinn sóttur
Eftir hádegið fóru skipsmenn
af Þór út í togarann og sóttu skip-
stjórann. Var hann dapurlegur,
lítt. sofinn og óstyrkur. Kom hér-
aðslæknirinn á Seyðisfirði til hans
rétt áður en réttarhaldið liófst og
skoðaði hann. Skipstjórinn er 32
ára að aldri, lcvæntur og á þrjú
börn.
Hófst róttarhaldið síðan, og fer
hér á eftir útdráttur úr því sem
næst réttum orðaskiptum.
— Hvei’t er nafn yðar?
— Rondal Petrious.
—■ Hvar eigið þér heima?
— I Grimsby (nefndi götu og
númer).
— Eruð þér skipstjóri á togar-
anum Valafell?
— Já.
— Hvenær eruð þér fæddur?
— 21. apríl 1927.
Eftir þetta var skipstjóranum
lesin kæra Eiríks Krislóferssonar,
skipherra á Þór. Var hún alllöng
og ýtarleg, tvær eða þrjár vélrit-
aðar síður, og er efni hennar rak-
ið í aðalatriðum á öðrum stað í
blaðinu.
Eftir að kæran hafði verið lesin,
var Pretious skipstjóri spurður,
hvort hann viðurkenndi kæruatrið
ín rétt og þar með brot sitt.
Svaraði hann því til, að hann
viðurkenndi skýrslu Þórs rétta, en
gat þess, að' ratsjá togarans' hefði
verið i ólagi alla þeSsa veiðiferð
og hefði hann talið sig vera 7,5
sjómílur frg landi samkvæmt at-
liugunum, sem hann hefði gerl
með dýptarmæli aðeins.
— Gerðuð þér athuganir rétt
áður en vörpunni var kaslað næst
áður en varðskipið kom?
— Við vorum á 60 föðmum.
— Hver var afstaða togarans
til landsins?
— 7,5 sjómílur frá landi, svar-
aði skipstjórinn aðeins hikandi og
leit til lögfræðings síns.
— Sást til landsins?
— Við S'áuin land í vest-norð-
vestri.
—- Hvaða fjöll tölduð þér yður
þekkja þar?
— Seyðisfjarðarfjöllin.
—• Erúð þér kunnugur hér við
ströndina?
— Þekki aðeins fjöllin við
Seyðisfjörð.
— Hvað var klukkan, er vörp-
enni var kastað?
I — Hálftiu eftir brezkum tíma.
Við toguðum í sömu stefnu og
töldum okkur alltaf vera 7,5 sjó-
mílur frá landi, toguðum suð-suð-
vestur með ströndinni,
— Var það aðeins dæmt eftir
í’atsjánni?
— Ég reýndi. að áætla fjarlægð
ina til lands með dýptarmæli og
afstöðu skipsins.
— Viðurkennið þér skýrslu og
slaðarákvarðanir varðskipsins?
Skipstjórinn svaraði ekki en leit
til lögfræðingsins. Lögfræðingur-
| inn kvað skipstjórann síðar hafa
fengið að vita, að lians mælingar
og staðarákvarðanir væru rangar,
en mælingar Þórs réttar. (Því má
skjóta hér inn í, að skipherrann
á Þór hafðí fengið skriflega yfir-
lýsingu skipherrans á herskipinu
Agincourt þess efnis, að staðar-
ákvörðunin væri rétt).
Gísli ísleifsson, verjandi togara-
skipstjórans spurði hann nú, hvort
hann þarfnaðist einhvers, enda
virtist lionum ljða illa, og bað
hann um valnsglas. Éftir þetta
laúk rannsóknardómarinn yfir-
lieyrslunni að sinni, bókun var les
in upp fyrii’ skipstjóra og vék
hann síðan frá.
Framburður Eiríks skipherra
Næst kom Eiríkur skipherra á
Þór fyrir réttinn. Taldi hann ólík-
legt, að skipstjórinn hefði getað
áttað sig eftir dýptarmæli, því að
dýpi þetta mætli finna djúpt sem
grunnt fyrh’ ströndinni. Hann
■kvaðst ekki rengja það, að radar
skipsins hefði getað verið bilaður.
Kvað hann hafa verið ákveðið, að
togarinn mætti ekki fara lengra
Örlagaríkar
ákvarSamr, j
segir Dulles
NTB-Lundúnum, 4. febrúar. —
Dulles kom í kvöld til Lundúna.
Var þar fyrir Norstad yfirmaður
herja A-bandalagsins og ræddi
Dulles við hann fyrstan manna.
Þar næst ræddi hann við Selvvyn
Lloyd utanríkisráðherra Breta og
mun seinna í kvöld hitta Macmill-
an. Dulles fer á fimmtudag til
Parísar. Dulles sagði biaðamönn-
um, að hann væri ekki með nein-
ar nýjar tillögur í Berlínarmálinú.
Framundan væri að taka ákvarðan
ir, sem væru erfiðar og örlagarík-
ar. Þess vegna hefði hann lágt
upp í þessa för. Sumir geta sér þó
til, að Dulles hafi ákveðið för sína
í skyndi, er Macmillan ákvað að
heimsækja Krustjoff í Moskvul
Tilraun með Titan-
eldflaug tókst vel
NTB—Cape Canaveral, 6. febr.
Bandaríkjamenn gerðu í kvöld tll
raun með eldflaug af geröinni Tit
an, sem er þriggja þrepa. Tilraun
in tókst vei.
Það var eldflaug af þessari gerð,
sem reynd var í desember s. 1.
og tókst þá illa til. Kviknaði ekki
nema í fyrsta þrepi og losnaði
flaugin aldrei frá jörð. Eldfilatig
þessi er annars mjög stór, um
30 m. að lengd og vegur 110 s:ná-
lestir. Hún á að geta farið með
25 þús. km. hraða á klst. og draga
5500 sjómíiur. Hér var um minni
háttar itilraun að ræða, annað þrep
eldflaugai'innar gert óvirkt og’
á.tti hún aðeins að draga 500
km.
Nazistahreinsun í
lögreglu Berlínar
NTB-Berlín, 6. febr. —
Komið er upp úr dúrnum,
að ófáir nazistar úr aftöku-
sveitum Hitlers eru starfandi
í lögreglu Vestur-Berlinar.
Hcfir farið fram rannsókn á
þessu máli undanfarið. í dag vék
iögreglústjórinn Johannes Stumm
16 lögregluþjónum úr starfi, þar
eð þeir hafa játað að hafa verið
í aftökusveit þeirri, sem myrti um
100 þús. Gyðinga, Pólverja og’
Rússa í seinustu styrjöld. Alls
munu nær 50 ilögregluþjónar hafa
verið 'bendlaðir við starfsemi þess
arar þoklcalegu aftökusveitar, en
flestir taldir sakiausii- af meiri
háttar glæpum. Þó voru í dag gefn
ar út handtökuheimildh’ fyrir
fi.nm meiin, sem ialdir eru verá
úr þessai’i sveit, og fengu tveir
þeirra i'nngöngu í lögregiu V-
Berlinar 1956.
cn eina sjómílu frá duflinu, sem
varpað var út á tökustaðnum.
Þá kom íyrir réttinn Garðar
Pálsson fyrsti stýrimaður á Þór.
Þá var kl. 16,25. Bar hann það, að
skýrsla Eiríks skipherra væri rétt
og kvaðst engu hafa við hana að
bæta. Hann kvaðst hafa verið á
vakt á sunnudagsmorguninn frá
kl. 8 til 12,30 og tekið þátt í stað-
armælingum.
Einnig kom fyrir réttinn 2.
stýrimaður á Þór.
Á eftir Garðari Pálssyni kom
Bjarni Ól. Helgason 2. stýrimaður
á Þór fyrir rétt og staðfesti hann
einnig skýrsluna.
Síðan ko:n skipstjóri togarans
aftur fyrir, og var hann þá miklu
hressari í bragði. Hélt hann fast
við fyrri framburð sinn, 'kvaðst
ekki Ihafa vitað .annað, en hanu
væri 7,5 mílur innan 12 mílria
markanna, og ítrekaði að hiariri
ihefði ekki haft skipstjórn á hendi
síðan 1. sept.
Þegar rétti hafði verið slitið, fór
skipstjórinn af.tur út í skip sitt.
Þar eru íslenzldr gæzlumenn í
nótt. Þór iiggur við toryggju hér.