Tíminn - 07.02.1959, Blaðsíða 3
F.í I N N, laugardaginn 7. febrúar 1959.
Burt meö Empire og pokann
Afturhvarf tií náttúrunn-
ar eru slagorð dagsins í
tízkuheimi Parísarborgar
um þessar mundir, og bera
sniðin sem daglega sjá dags-
ins Ijós þar, þess glögg
merki, sagði tízkukóngurinn
Yves St. Laurent, arftaki
Díors, fyrir nokkrum dögum
þegar hann svipti hulunni af
tízkusniðum Díors-hússins.
St. Laurent braut allar venjur
Díors með því að sýna fréttamönn
um oé nokkrum gestum kjólana
og annað sem fram kemur hjá
honum í ár, heilum sólarhring
áður en húsið var opnað.
Náitúran sækir rétt sinn ...
Barmurinn verður aftur eins og
honum er eðlilegt að vera og í
fyrsta sinn í áraraðir lítur konan
út eins og hún er sköpuð. sagði
hinn 22ja ára gamli arftaki Díors
við þetta tækifæri, sem með snið-
um sínum knésetur nú allt það
sem fram hefir komið til þessa
hjá öðrum tízkuhúsum Parísar.
En nátturan skal vera „ele-
gant", og konan á að skreyta sig
með öllu hví sem tízkuheimurinn
getur boðið lienni upp á. Línur
hennar verða langar og grannar
og án þeírra stíla i sniði sem koma
i veg fvrir að hún líti út eins og
hún er sköpuð frá náttúrunnar
hendi.
„Við erum alveg hættir við Em-
pire- og pokakjóiana, sagði St.
Laurent. — Konan skai loks verða
frjáls!“
St. Laurent braut aliar reglur og af-
hjúpaði leyndardóma Ðíors 24 klst.
áður en kjólasýningin hófst - Beltis-
lausu kjólarnir virðast algjörlega úr
sögunni en nýjar línur komnar fram
★
Allir mitti — sumir belti
St. Laurent hvíslaði því að
fréttamönnum — líkt og maður
sem óttast tízkunjósnara á bak við
hverjar dvr — að allir kjólar frá
Díor í ár séu með mitti, en hafi
hins vegar ekki allir belti. Axl-
irnar eru ávalar, pilsið hefir eðl-
legt snið og lengd þess fer eftir
gerð kjólsins. — Hattarnir hafa
mikla þýðingu í ár, sagði hinn
ungi tízkukóngur.
Um kvöldkjóla Díors er það að
segja að nýstárlegt litaval prý’ðir
þá, og sama er að segja um sam-
kvæmiskjólana.
Griffe: Hjarðkonustíll
Jacques Griffe, sem fyrir nokkr-
um dögum opnaði hjá sér, lagði
aðaláherzluna á skjörtin. Sýning-
arstúlkur hans báru flestar hverj-
ar skjört af ýmsu tag'i, en ekki
hefir verið mikið um þau í hin-
um tízkuhúsunum til þessa.
Skjörtin frá Griffe eru klukku-
laga með alls kyns krús'indúllum,
og sjálfur heldur hann því fram
að þetta sé slórt skref í áttina tii
aíturhvarfs til náttúrunnar, og
þau endurveki hinn rómantíska
ihjarðkonustíl. Annars var fátt
markvert að sjá hjá Griffe —
kjólaxnir flesth' með belti, eins
og verið hefir hjá hinum tízku-
húsunum í ár.
Annars var hjarðkonustillinn
ekki það eina sem vakti athygli
hjá Griffe. Meðal annars má nefna
öklasítt skjört með rósum og alls
kyns pírumpári, sem vakti mikla
athygli.
Bætt um!
Þ.ið lítu. ur ry.ir að París œtli að gefa kvenfólkinu mittið aftur. Sagt er
að flestir ef ekki allir kjólar í ár, séu með belti, sem situr á hinu eiginlega
mitti konunar, og þessi kvöldkjó.il, sem að vísu er frá London, virðist fylgja
þessu 'ngmáli ársins ót í yztu æsar. Hann er úr rauðu satini, og bryddaður
d-apEruðw sjali, sem fest er með rauðum efnisrósum.
Það er engu líkara en forvígismenn hattagerðar og hárgreiðslu sé i stríðl
hver gegn öðrum um þessar mundir. Hattarnir eru látnir Ifkjast hárkollum
og hárið, samkvæmt nýjustu tízku, á að greiðast þannig- að það líkist einna
helzt hatti. Hér sézt nýtízku hárgrelðsla frá New York og hún minnir óneit-
anlega talsvert á túrbanhatta þá, sem austurlenzkir sjeikar bera.
I næstu viku verður mikið um að
vera á París, en þá sýnir Haute Cou-
ture vortizku sína. Ekki verður hægt
að birta myndir aí kjólum frá Cou-
ture fyrr en í fyrsta lagi 25. febrúar,
vegna þess að bannað er að taka
myndir af þeim. ... Engu að siður
þykir oss fíklegt eí dæma má eftir
þvi sem komið hefur fram í París
að undanförnu, að kjóllinn á þessari
mynd sé ekki alls ólíkur kjólum
Couture. Breitt belti, sem komið er
fyrir á hinu eiginlega mitti, vh'ðist
sem sé vera komið í tízku á ný.
Plliln :i vi.f ekki allu styttu en sést hér á mvndinni — það nær vart
í hná. ' - ;:-i ur.ga stúlka er sýningardama í London, Fyrir nokkru síðan
vann hún fy-sta sætið í fegurðarsamkeppni einni, og var þá þessi mynd
tekin f henní fyrlr utan he'mlli hennar. Hún er t stuttri kápu og pilsi úr
leupard rklrtni, sem vart nær í hné og að rjálfsögðu svörium sokkum og
brúnum skóm!