Tíminn - 18.02.1959, Qupperneq 8
T í M I N N, miðvikudagiiiu 18. febrúar 1959.
Minningarorð:
Hallgrímur B jarnason, fyrrum bóndi
í Suður-Hvammi í Mýrdal
Hioa 8. janúar s. 1. var borinn
til hinztu hvíldar að Víkurkirkju
heiðursbóndinn Hallgrímur Bjarna
son í Suður-Hvanuni í Mýrdal.
Fæddur var hann að Rofum í Mýr
dal 12. sept. 1867, en lézt 29. des-
emfcer 1958.
Mér er ljúft að minnast hins
aldna heiðursmanns, þvi að ég
hafði lengi þekkt hann og notið
með honum margra ánægju-
stunda.
'Bg kynntist Hallgrími fyrst á
unglmgsárum mínum. Veitti hann
þá forstöðu Nautgriparæktunarfé-
lagt Mýrdælinga og gengdi auk
þess fleiri störfum fyrir sveit sína.
Eg held mér sé óhætt að segja, að
ekki hafi betri og ákjósanlegri mað
ur verið á ferð en hann, þar se.n
hann var. Hann var síleiöheinandi
og niiðlaði fúslega af reynslu sinni
og þekkingu. Var leitun á jafn
regiusömum manni og áreiðanleg
um í ölium skiptum og Hallgrím
ur var ,enda gerði hann miklar
krörfur tii sín og annarra um verk
leg efni og fj.ármál ölt. Ef hann
þurfti á smáláni að halda, var með
öllu óþarft að fá skriflega viður
kenningu frá honum. Allt stóð eins
og stafur á bók. sem um var samið.
Máttum við yngri mennirnir mikið
af þessu Iæra.
Eg man einna fyrst eftir Hall-
grírni Bjarnasyni, þegar Markús
béndi Loftsson í Hjörleifshöfða
var jarðsunginn árið 1906. Sá Hall
grímur um þá útför ásamt sonum
Markúsar ungum, Skæringi og
Kjartan Leifi, og ekkju hans, Ás
laugu Skæringsdóttur. Var hún hin
inesta myndarkona, enda rómuð
um allan Mýrdal og víðar fyrir
skörungsskap. Fyrir Haligrími átti
það svo að liggja að kynnast þess
ari heiðurskonu tveirn árum síðar
— eða 1908.
Er Hallgrímur hafði setzt í hús
ibóndasætið í Hjörleifshöfða, varð
þar mikil breyting á skömmum
tíma. Markús Loftsson hafði búið
í Höfðanum um marga áratugi og
selið jörðina á forna vísu. Enn
HaHgrímur hófst þegar handa um
auknar jarðahætur og húsabygg-
ingar, svo að allt útlit jarðarhinar
gjörþreyttist. Fór hér saman at-
orka og víðsýni, enda varð Höfð
iun að höfuðbóli í höndum Hall
grfcns og hins unga sonar Markiis
ar,. Kjartans Leifs. Urðu þeir líka
sko samhentir á öllum sviðum, að
tilfyrirmyndar var. Þegar hér kom
og tíl dugnaður og snyrtimennska
húsfreyjunnar, varð sízt að furða,
þóíí upp risi í Höfðanum mikið
myndarheimiii, sem unun var að
sækja heim. Man sá, er þeíta ritar,
margar ánægjustundir á þessu
lieúnili í Hjörleifshöfða.
Eftir Kötlugosið 1918 fór að
losna um Hallgrím og fjölskyldu
haiis í Hjörleifshöfða. Árið 1920
losnaði Suður-Hvammur í sama
hreppi úr ábúð, er hinn mikli völ-
lundur Sveinn Ólafsson, faðirþeirra
Einars Ólafs prófessors og Gústafs
hæataréttarlögmann s, torá búi og
fluttúft til Reykjavíkur með konu
sinni Viiborgu Einarsdóttur.
Höfðu þau búið um mörg ár á þess
ari akemmtilegu jörð og unnið þar
aS miklum jarðabótum og húsað
hana veL Var þess vegna eigi lít
ili vandi að taka við búskap í
Suður-Iívammi.
Margir höíðu augastað á jörð
þessari, enda er hún vel í sveit
sett Eaginn vissi hins vegar fyrr
en eigandi jarðarinnar ‘hafði byggt
hana Haiigrimi í Hjörleifshöfða.
Má af því manka þð álit, sem
menn höfðu á Haiigrími, er hann
var tekinn fram yfir marga aðra.
ViS. sem bjuggum á næstu jörð,
þar sem lönd lágu saman, höfðum
lágeeta reynslu af fyrri ábúendum.
Má því segja, að brugðizt getur á
ýmsa vegu, þegar nýir ábúendur
kceaia í nágrenið. En hér tókst
val eftirmanns Sveins í Hvammi
mjög vel, og varð sambúð milli
heimilanna hin ágætasta öll þau
ár, sem ég bjó á Giljum með móð-
ur minni og Hjörleifi bróður mín
um. Er mér ijúft að votta það að
leiðarlokum.
Hallgrímúr bjó í Suður-ÍHva.'nmi
þar til hann missti Áslaugu konu
sína 8. október 1939. Þá tók Kjart
an Leifur stjúpsonm- hans við jörð
inni, og hjá honum og konu hans,
Ástu Þórarinsdóttur .dvaldizt liann
til dauðadags. Vann hann lieim
ilinu allt, er hann mátti, meöan
heilsa entist, og átti að síðustu
friðsælt ævikvöld í skjóli þeirra
hjóna og barna þeirra.
Á yngri árum var Haligrímur
myndarlegur á velli, ötull til verka
og skýr og rökfastur í hugsun. Að
sjálfsögðu beygði Elli kerling hann
með árunum, enda mörg að baki,
áður en yfir lauk. Hins vegar var
hugsunin alltaf jafnskýr, og grand
varleikinn til orðs og æðis hélzt
til hinztu stundar.
Þegai- ég var á ferð þar eysti’a
síðastliðið sumar gisti ég á þessu
kyrrláta og góða heimili i Suður-
Hvammi. Hafði ég þá tækifæri til
að rifja upp öll gömlu, góðu kynn
in við þetta heimili og þá ekki sízt
við hinn aldurhnigna húsbónda.
Þótti mér vænt um að hafa enn
fengið tækifæri til að endurnýja
forna vináttu við þessa nágranna
mína frá búskaparárum mínum.
Að leiðarlokum þakka ég göml
um samferðarmanni fyrir mína
hönd og systkina minna alla vin-
áttu á liðnum árum og sendi að-
standendum öllum samúðarkveðj-
ur.
Markús Jónsson frá Giljiiun.
Á víðavangi
(Framhald af 7. síðu)
rneð þvi, hvernig þessu máli reið
ir af.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, hvíiíkt átak það er efna
litlum mönnum að koma upp
eigin húsnæði. Margir leggja líka
á tæpasta vaðiS hvað fýármagnið
snertir og treysta á lánsmögu-
leika þegar byggingin er komin
áleiðis. Bregðist sú von eru vand
ræði fyrir dyrum. Leita menn
þá stundum, tjl einhverra áhrifa-
inanna og verður þá niðurstaðan
sú, að þeir sem aðgangsliarðastir
eru fá úrlausn, en hinir verða að
bíða. .jafnvel þótt þörfin sé
brýnni. Það ástand verður aðeins
læknað mcð því að auka fé í liús
næðismálasjóð. Tillaga Fram-
sóknarinanna stefnir í þá átt.“
Skýrsla atvinnu-
tækjanefndar
(Framhald af 7. síðu)
39 manns 1940—50 og hefur lítið
breytzt síðan, eða fækkun orðið
um 4. Atvinna á staðnum er í
skýrsium nefndarinnar talin ónóg
allt árið, en ekki er upplýst, hversu
margir fari til annarra staða í at-
vinnuleit hluta úr árinu.
Höfnin. Innsigling í höfnina
getur lokazt í N og NA stormi, en
ekki er hætta á, að afgreiðsla skipa
tefjist við bryggjuna vegna veðurs,
eftir að, komið er upp að henni.
Meðalstór kaupskip, Esja, Jökul-
fell og Dísarfell, hafa verið af-
greidd við bi-yggjuna. Bryggjan
er bílgeng trébryggja. Lyftikrani
er ekki til á staðnum. Vitamála-
skrifstofan hefur gert lauslega á-
æt'lun um hafnarframkvæmdir.
Fiskiskip. Fjórir af minni þil-
farsbátunum eru gamlir, sá yngsti
18 ára, en einn nýr. Af stærri bát-
unum er annar nýr (1957), en hinn
14 ára. Frá Djúpavogi geta hinir
stærri þiifarsbátar stundað veiðar
á Hornafjarðarmiðum og' lagt afl-
ann á land 1 heimahöfn. í marz—
apríl 1957 aflaði annar stærri bát-
anna á þeim miðum um 400 tonn
í net.
Vinnslustöðvar. Hraðfrystihús,
sláturhús og fiskimjölsverksmiðja
eru eign Kaupfélags Berjufj. go
Búlandstinds h.f. Þar eru 6 hrað-
frystitæki, og var verið að endur-
bæta þau sumarið 1957. Fiskmót-
tökupláss er of lítið í húsinu og
frystigeymslurnar eru jafnframt
notaðar til geymslu á kjöti. Mikið
af netjafiskinum hefur orðið að
salta. Er þá sláturhúsið notað und-
ir saltfisk. Vegna nálægðar staðar-
ins við Hornafjarðarmið, er eftir-
spurn eftir viðleguplássum á
Djúpavogi, sem ekki er hægt að
fullnægja vegna skorts á athafna-
plássi við höfnina og ónógra skil-
yrða til afgreiðslu útileguskipa.
Ekkert fiskþurrkunarhús er á
Djúpavogi og enginn húsakostur til
'geymslu á þurrum fiski og skreið.
Fiskimjölsverksmiðjan vinnur ekki
úr feitum fiski.
Landbúnaður o. fl. Kauptúnið
hefur til afnota kristfjárfjörðina
Búlandsnes og á jörðina Borgar-
garð. Eru ræktunarskilyrði þar tal-
in góð. Sláturfjártala 1956: 6062.
Iðnaður, rafmagn o. fl. Aðstaða
til iðnaðar er ekki góð vegna
skorts á rafmagni, en stendur til
bóta, þegar rafmagn frá Grímsár-
virkjun verður 'leitf til staðarins,
eins og áætlað er. Dieselstöðin er
eign hreppsins, og eru í henni 2
samstæður. Á árinu 1957 voru 5
íbúðarhús í smíðum.
Hornafj. (Höfn);
íbúatala.
1930 .. 170 1955 .. 504
1940 .. 256 1956 .. 525
1950 . 434
Verkafólk 1956: Sjómenn 25,
verkamenn 55, verkakonur 30, iðn-
störf 18, verksmiðjufólk 3.
Ilöfnin.
Lengd legurúms við bryggju:
5 m dýpi og meira .... 0 m
4—5 m dýpi . .. 200 —
Mest dýpi við bryggju 5 m.
Mínnst dýpi í innsiglingu 4 m.
Tæki við höfnina: 1 bílvog.
Olíugeymar: Gasolía 120 tonn.
Fiskiskip.
Rúmlestir
Þiifarsbátar yfir 30 rúml. 6 296
2 bátar seldir 1957 . . 78
Afli og framleiðsla. 1955 1956
Afli, tonn
Hraðfr. fiskur, tn .
Skreið, tonn
Saltfiskur, óv., tonn
Fiskimjöl, tonn . ...
Þorskalýsi, tonn ...
2594 3349
208 322
46 52
746 874
208 291
116 157
Landbúnaður.
Ræktað land 105 ha., kýr 50,
sauðfé 1276, garðávextir 1955 395
tunnur.
Iðnaður.
2 vélaverkstæði, 2 trésmíðaverk-
stæði, 1 mjólkurstöð, sláturhús.
Rafmagn.
Dieselstöð, 295 kw.
Athugasemdir.
íbúatala og' atvinna. íbúatálan
hefur rúml. þrefaldázt síðan 1930
og á einum áratug hækkað úr.
rúml. 300 í 525. Staðurinn var um
skeið aðalvetrarverstöð Austfirð-
inga, en lítil útgefð heimafyrir. En
nú í seinni tíð hefur hafizt vélbáta-
útgerð í Höfn og íer vaxanclí. Auk
þess er Höfn aðalverzlunarstaður
A.-Skaftí'ellinga. Talin er næg at-
vinna á staðnum.
Höfnin. Innsigling í Hornafjörð
(ósinn) er talsverðum vandkvæð-
um bundin sakir straumþunga og
fari skip helzt ekki út og inn
nema um liggjandann, en höfnin
má heita algóð, þegar inn er kom-
ið. Var sumarið 1957 unnið að
dýpkun á skipaleið hjá svonefnd-
um Helli og milii Óslands og Ás-
laugareyjar. Bryggjur eru úr tré
með uppfyilingum (hafnarbakki).
Löndunarkrani er enginn við höfn-
ina.
Fiskiskip. Elzti báturinn er 10
ára, hinir tveir smíðaðir 1955 og
1956. Á árinu 1957 hafa tveir bátar
verið fluttir burt (sendir), en jafn-
framt var samið um smíði á t'veim
bátum, sem eru stærri cn hinir,
sem seldir voru, smíðaðir erlendis.
Er því þarna um nokkra aukningu
bátaflotans að ræða. Ótalinn er
einn 22 rúml bátur, smíðaður 1930,
sem ekki var gerður út 1956.
Vinnslustöðvar. Hraðfrystihús,
fiskimjölsverksmiðja og skreiðar-
skemma eru eign Kaupíél. Horn-
firðinga. ísframleiðslu var komið
upp á árinu 1957. Fiskimjölsverk-
smiðjan vinnur ekki úr feitum
fiski. í frystihúsinu eru 6 hrað-
frystitæki. Iijötfrysting fer fram á
haustinu. Hafinn er undirbúning-
ur að by.ggingu fiskverkunar- og
þurrkhúss. Fiskmóttaka er of lit.il,
og afköst fi’ystivéla helzt of lítil.
Beitingar-, aðgerðar- og söltunar-
hús eru talin ófullnægjandl fyrir
bátaútgerðina, sömuleiðis verbúðir
fyriraðkomumenn. Þau hús, sem
nú eru notuð fyrir heimabáta, .eru
gömul, en vel sett, rétt við bryggj-
una. Hornafjörður er nú taiin álit-
leg vej'stöð og mikil eftirspurn eft-
ir viðleguplássi fyrir aðkomubáta.
Tæki til lifrarbræðslu eru nýleg.
Landbiinaður, iðnáður og raf-
magn. Þorpið er byggt í landi jarð-
arinnar Hafnarnes, sem er þjóð-
jörð. Ræktúnarskilyrði eru góð.
Kartöflurækt er mikii í Homafirði.
í þorpinu er nýbyggt kartöflu-
geymsluhús með kæliútbúnaði,
eign kaupfélagsins (geymir 4500
tunnur), sömuleiðis mjólkurstöð.
Kaupfélag'ið á allstórt sláturhús
áfast við 'fiskiðjuverið. Sláturfjár-
tala 1956: 9071. Innvegið mjólkur-
magn 1956: 178 þús. lítrar. Dráttar-
braut engin. Áætlað er, að þorpið
fái rafmagn írá væntánlegri virkj-
un við Smyrlabjargá.
Húsgögn
t Framhald af 4. síðu)
valið sér áklæði eftir geðþótta,
getur sjálfur klætt þau eða látið
aðra gera það. Starfsmenn fyrir-
tækisins leiðbeina fólki um kaup-
in ef með þarf. Húsgagnasettið er
eins' og fram kemiúr á myndun-
um einn sófi, tveir stólar með
lágu baki, einn. með háu baki og
l'ítill hnallui’, en að sjálfsögðu er
einnig hægt að kaupa hvern hlut
fyrir sig.
Rúmlestir alls 218
+ 1 nýr bátur.......... 76
Rúmlestir í árslok 1957
294
Fiskvinnslustöðvar.
1 fiskfrystihús. Afkastageta 30
'tonn af hráefni. Geymslurúin fyrir
350 tonn. ísframleiðsla 15 fonn.
1 fiskimjölsverksmiðja. Afkasta-
geta 7,7 tonn mjöl. i
'Skreiðarhjallar fyrir 300 tonn.
: i
Tilkynning |
Nr. 20/1959. jj
Samkværat lögum frá 30. janúar 1959 um niðurfærslu ||
verðlags og launa o. fl. ber framleiðendum vara, og |
þeim, íem Þjónustu selja, að lækka söluverð sitt til sam- >|
ræmis við lækkaðan launakostnað og aðrar kostnaðar- |
lækkanir vegna laganna, svo og svarandi til þess að jj
hagnaður lækki í hlutfalli við niðurfærslu launanna. ||
í sömu lögum er lagt fyrir verðlagsyfirvöldin að setja |í
nánari fyrirmæli um framkvæmd þessara ákvæða. jt
Með tilliti til þessara lagaákvæða, svo og samkvæmt :j
heimild í eldri lögum, hefir Innílutningsskrifstofan að :I
undanförnu tekið ákvarðanir um verðlækkanir hjá fjöl- ::
mörgum aðilum, og hafa jafnóðum verið gefnar út tiþ j|
kynningar um það efni og þær birtar í útvarpi og :j
blöðum. j|
Að því er snertir framleiðslu- og þjónustuaðila, sem ú
þessar tilkynningar ná ekki til, hefh* Innflutningsskrif- ::
stofan ákveðið, að þeir skuli nú þegar framkvæma sam- «
svarandi lækkun á söluverði sínu án frekari fyrirmæla. ij
Um framkvæmd þessara lækkana geta hlutaðeigandi :|
aðilar haft samráð við skrifstofu verðlagsstjóra og
senda skulu þeir allir skrifstofunni hinar nýju verð- ::
ski’ái’ ásamt þeim er áður giltu. jj
Þeir aðilar, sem þegar hafa framkvæmt lækkanir í j|
samræmi við Það, sem að framan greinii’, skulu einnig jj
senda verðskrár sínar ásamt upplýsingum um giMís- jj
töku lækkananna. :j
Á það skal sérstaklega bent, að tilgangslaust er að ;j
sækja um undanþágur frá framangreindúm verðlækk- «
unarákvæðum vegna hækkana, er kunna að hafa oiðið á jj
kostnaðarliðum, sem ekki eru háðir launum. nema H
áhrif slíkra hækkana séu það mikilvæg, að óhjákvæmir H
legt sé að taka tillit til þeirra. H
Reykjavík, 17. febrúar 1959. jj
VERÐLAGSSTJÓRiNN. H
SÍRLEG4 t/AtíDAÐ EFNf
G07T SWÐ