Tíminn - 03.03.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.03.1959, Blaðsíða 3
TI M l N Nf ftiiBjudaginn 3. mar/ 1959. 3 ölvun Faraóanna FYRÍR nokkru síðan famist lík á floti í ánni Xíi í Egypta- landi. Þetta varð íilefni þess að það. sem nefnt^ hefir verið bölvun Faraó anna, hefir verið tekið til umræðu á nýjan leik. Líkið revndist vera af hinum snjalla egvpzka fornleifafræðingi Zak- aria Gonheim, en það var hann sem fann pýra- mída hulinn í eyðimerk- ursandinn skammt frá Sakkara, fyrir utan Kairó, og opnaði hann fyrir fimm árum síðan. Þetta dularfulla fyrirbæri er nú tií um- ræðu á ný, eftir að lík frægs egypzks fornleifafræðings fannst rekið við Níl I cnörgum pýramídum, sem haía að geyma jarðneskar leif ar hinna fornu einráða Egypta- lands, er að finna áletranir ýmis- konar, þar sem hver sá, sem stíg- ur fæti sínum inn fyrir þá og van- helgar þá þar ineð, er bannfærður. Var það sj.á!fsmorð? Það, að margir þeirra, sem stjórnað hafa •uppgreftri og rann- sókn þessara fornu pýramída, hafa beðið skyndilega bana, sumir hverj ir á- hryllilegasta hátt, hefur kom- | ið mörgum til þess að trúa því að 1 í raun og veru sé til það, sem ! nefnt hefur verið „Bölvun Faró- anna“. Efasemdamenn hafa á hinn bóginn tilgreint jafn marga forn- leifafræðinga, sem unnið hafa við ' rannsókn pýramidanna og hrein- , lega hafa dáið úr 'elli einni sam- an. i | Niðurstaða lögreglurannsókna. • sem fram fór í sambandi við dauða I Goneirns, varð sú að hann hefði i framið sjálfsmorð. A hinn bóg- ■ inn var ekki hægt að tilfæra neitt, i sem bent gæti til þess hvers vegna hann hefði átt að svipta sjálfan sig lífinu, en hann var aðeins 46 j ára gamall. Einn vinur Goneims1 hefur skýrt frá því að hann hafi sóð hann fjórum dögum fyrir dauðann og þá var alls ekki á honum að sjá að hann væri óá- nægður með lífið cg tilveruna. Hann var glaður og reifur og ræddi um næstu bók sína. Böivunin ,Goeim var ekki sá fyrsti sem beið bana á voveiflegan hátt af þeim sem unnið hafa við uppgröft áðurnefnds pýramída. Þegar verið var að vinna við uppgröftinn 1954, hrundi steinskriða á virmuflokk- inn sem var að’ grafa og gróf þrjá menn. Einn þeirra beið bana, en hinum tveimur varð bjargað mik ið slösuðum. I bók sem Goeim hefur skrifað um uppgröft pýramídans, segir hann að verkamennirnir hafi neit að að vinna við gröftinn í hálfan mánuð eftir að streinskriðan féll. Þeir voru hræddir við að koma í námunda við pýra;nidann, vegna þess að þeir héldu aí) Faróinn, sem þar átti legstað sinn, væri reiður vegna þess að menn hefðu saurg- að legstað hans. „Mér stóð sjálf- um ekki á sama,“ bætir Goeim við. „Örninn drepur mig" Þegar flytja átti steinkistu egypzka konungsins Menkewres til Englands 1837, sökk skipið, sem flutti kistuna, fyrir utan Spán, og 40 árum seinna fórust margir menn af því skipi, sem flutti nál Kleópötru til Englands. Sá atburður, sem rnesta athygli hefur þó vakið varðandi „bölvun Faraóanna" varð sköinmu eftir að gröf Tut-ankh-Amons var opnuð 1922. Vex*kinu stjórnuðu Banda- ríkjamaðurinn Howard Carter og Englendingurinn lord Carnarvon. Sá síðarnefndi beið bana hálfu áiú eftir að gröfin var opnuð og egypzkur fornleifafi’æðingur sagði nokkru eftir að Carnarvon beið bana, að nákominn ættingi lávai'ð arins hefði sagt 'viþ sig, að skömmu fyrir andlát hans, hafi hann gripið um hálsinn á sér og hrópnð: „Örnin situr á bakinu á mér — hann drepur mig!“ Hið leyndardómsfulla sfinx og hinir hátignarlegu pýramídar — áletranir bölva hverjum þeim, sem vanhelgar þá. Sjá, hve illan endi... BlaðiS „Sunday News" í Bandaríkjunum fullyrðir, að Malenkov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússa, hafi verið skotinn af óþolinmóð- um lögreglumanni, vegna þess að hann neitaði að bera vitni í hreinsunarréttarhöld- um, sem Krústjoff hafði ráð- gert. Blaðið, sem kveðst hafa þessar upplýsingar frá ábyrgum aðilum, segir að Krústjofí hafi ætlað að koma af stað þessari hreinsun til þess að losa sig við ýmsa keppi- nauta sína, svo sem Molotov, Zhukov, Kaganovitsj, Shcpilov og Bulganin. Krústjoff æfur Sagt er að Krústjoff hafi orðið æfur, þegar hann frétti um dráp Malenkovs. Sagt er að sá sem varð honum að bana, hafi verið liðsforingi í öryggislögreghinni. — Malenkov. sem var fyrsti for- sætisráðherra Rússlands1, eftir dauða Stnlíns, var eftir því sem menn vissu bezt forst.ióri sements verksmiðju einnar í Síbgríu. ICrúst joff er sagður hafa bannað að fréttin um dauða Malenkovs yrði gerð opinber, en The Sunday News segist hafa fréttina eftir góðum leiðum beint frá Síberíu. Þá veit maður það. Um dagmn rákumst við á þessa mynd í danska blaði.nu Dagens Nyheder. Hún er frá heimsókn Git'tu og föður hennar hingað til Reykjavíkur, og í blaðinu fylgdi henni þessi texti. „Gitta litla, sem er þekkt hér heima fyrir að vilja „giftes med íarmand“ hefir lagt gjörvalla Reykjavík að fótum sér í söngferða lagi sem! hún er nú í þar, ásamt föður sínum, Otto Hænning. Þessi litli, töfrandi fulltrúi Danmerkur hefir bókstaflega sungið sig inn |í hjörtu íslendinga og í Reykja- vík setja plötnr hennar svip sinrx á gluggasýningar hljóðfærahús- ana. Hér sézt Gitta og faðir henn- ar þar sem þau njóta útsýnisins yfir Reykjavikurhöfn.“ — Við get- um tekið undir með Dagens' Ny- heder, að Gitta hafi sungið sig inn í hjörtu íslendinga, en á hinn bóginn vissum við ekki til þess að Fríkirkjan hefði verið flutt niður að höfn! iverjir eiga að láta Ijós sitt skína? María Gabrielta prinsessa. Shainn af Iran. ólskir fordæma giftingu 19 ára gömyð prinsessa af Savey ætlaSi að gif*ast SahiRum af irm FÝRIR nokkru lýsti málgagn páfastólsins, L’Osservatore Rom- ano því yfir, að Rómversk-kaþólska kirkjan gæti ekki samþykkt að ítalska prinsessati Maria Gabri- ella, sem er af Savoy-ættinni og kaþólskrar trúar, gangi í hejlagt hjónaiband með Shainum af íran, sem er Múhameðstrúar. Þau hafa ■sézt mikið saman að undanförnu og talið var að gifting þelrra stæði fyrir dyruni áður en iangt um liði. — Þetta er. í fyrsta sinn sem kaþólska kirkjan hefur látið álit sitt í Ijós varðandi samhand þeirra. Prinsessan að aðeins 19 ára gömul. Fregnir um væntanlega giftingu hennar og Shains hafa farið eins og eldur um sinu á ítaííu, en hafa verið bornar til baka af Savoy-ættinni, sem í eina tíð réði rikjum á ftalíu. Sagt er að málið hafi þó verið komið ó það stig, að farið hafi verið toónar veg að vfirvöldunum í Vatikaninu, meira að segja til Jóhannesar 23. páfa, en ef það er satt, þá vii'ðist sú málaleitan ekki hafa borið ár- angur sem erfiði. Kunningi okkar hér á síð- unrxi Isit inn til okkar í gær, og hafði þau tíðindi að segja að hann hefði verið staddur í Sjálfstæðishúsinu er upp- taka útvarpsþáttar Sveins Ásgeirssonar fór þar fram á sunnudaginn. Hann kvaðst ekki geta orða bundizt um framkvæmdir þessa þáttar, og við gefum honum orðið. „Það er ekki ofsögum sagt af því, að þeir sem viðstaddir eru upptökurnar á Vogun vinnur, vog un tapar, fá nokkuð aðra mynd aí þættinum en þeir, sem láta sér nægja að sitja við úlvarps- tækið og hlusta þar. Það virðist sem sé, að stjórnandi þáttarins1 sé : óvenju hörundssár að því er tek-1 ur til hans sjálfs, enda lætur hann engu útvarpa, sem varpað gæti skugga á hæfileika hans og kunnáttu. „Styrjöldin" í Sjálf- itæðishúsinu Á sunnudaginn skyldi Gunnar Hall svara spurningum um heims'- styrjöldina 1914—’18, og í sam- bandi við það kom atvik eitt, harla spaugilegt, fyrir, enda þótt Sveinn Ásgeirsson virðist ekki hafa til ■að bcra nógu mikla kímnigáfu, til þess að geta skilið það. Gunnar mun liafa verið í 3ja og næstsíðasta áfanga, og spurning- in var í 4 liðum sem öllum skyldi Þeir, tm viSstaddir eru ispptSkur fsátfarins Vegmi vinRur, MQgm tapar, fá aSrs ntyRrf sf hoRum en hlustendur SVEINN ÁSGEIRSSON — vogun tapaði svara rétt. Orðaskipti þeirra Sveins og Gunnars út af einum lið spurnignarinnar, voru því sem næst þessi: Sveinn: — Hvar og hvenær voru friðarsamningarnir við Búlg- aríu undirritaðir? Gunnar: — í Neuillv, árið 1919. — Það er rangt, s'egir þá Sveinn með sínum alkunna áherzluþunga. — Nei, þetta er rétt, segir Gunnar og snýr sér’ að dómara þáttarins, Ólafi Hanssyni og bætir við: — Viljið þér gjöra svo vel ■að gefa úrskurð um þetta. Ólafur Ilansson: — Það er rétt, það var árið 1919. Skipti þá engum togum að fagn aðarlæti urðu' mikil meðal áheyr- ■enda í salnum, cn Sveinn Ásgeirs- son varð fár við og lét orð faila. eitthvað á þá leið, að á blaðinu hjá sér standi 1918, og varð það að sjálfsögðu ekki til þess að draga úr hlátri manna. Síðan hafði hann ekkert frekar að segja um málið. Klippf af segulbandinu Þegar þættinum var útvarpað um kvöldið, kom það í ijós að þetta atiúði hafði verið klippt af segulbandinu, og þegar Gunnar hefir svarað spurningunni, svarar Sveinn: — Alveg hárrétt! Þessu hefir að sjálfsögðu verið bætt inn í þáttinn eftirá. Þa mætti beina því til foiTáða- manna þáttarins, að þetta er alls ekki rétt málsmeðferð, svo ekki verði meira sagt. Þátturinn er tck- inn upp til þess að ýtvarpa hon- um öllum, og enda þótt Sveini Ásgeirssyni hafi að þessu sinni förlast vizkan (sem ekki kemur ofl fyrir!!!), þá er engin ástæða ■til þess að klippa atriðið af segul- bandinu. Að visu fóru leikar svo að lokum að Gunnar Hall lapaði leiknum, en við því er ekkert að segja. En skyssur spyrjendanr.a eiga að koma í ljós ekki síður en þeirra sem snui'ðir eru. Annað get ur vart talizt „Fair play“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.