Tíminn - 03.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.03.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriSjudaginn 3 marz 1959. Úfgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu vi3 Lindargötu Síraar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Síml eítir kt. 18: 13948 Landhelgisdeilan komin á nýtt og hættulegra stig en áður ÞAÐ er bersýnilegt. að Bretar gera sér enn von um að geta kúgað íslendinga í landhelgismálinu. í þeim til- gangi hafa þeir nú byrjað herhlaup inn fyrir fiskveiði- takmörkin á þeim slóðum, þar sem von er fjölda ís- lenzkra fiskibáta. Hingað til hafa þeir aðallega stundað ránsskap sinn, þar sem ekki var mikil hætta á árekstrum milli veiðiþjófanna og ís- lenzkra fiskimanna. Með þessari aðgerð Breta færa þeir því landhelgisdeiluna inn á stórum hættulegra svið en hún hefur verið á áður. Þrátt fyrir ítrasta vilja tii að forðast vandræði, og sá vilji virðist ekki mikill hjá Bretum, — geta hlotizt af þessu hinir alvarlegustu at- burðir og afleiðingar þeirra haft örlagaríkustu áhrif á afstöðu íslendinga til vest- rænna þjóða. í FORUSTUGREIN Mbl. á sunnudaginn er rætt um þetta mál og athæfi Breta réttilega fordæmt. Illu heilli virðist þó greinin ekki síður skrifuð til að vekja illindi um málið innbyrðis milli íslend inga. Alveg sérstaklega er deilt á Hermann Jónasson og Guðmund í. Guðmunds- son fyrir að hafa haldið illa á málinu ,t.d. hafi þeir ekki kynnt það nægilega út á við. Vissulega er þetta alrangt, enda ólíku saman að jafna, hve miklu betur var unnið að kynningu útfærslunnar nú en 1952, þegar aðalritstj. Mbl. var utanríkisráðherra. Sá mikilvægi árangur náðist líka, að allar þjóðir hafa viðurkennt útfærsluna, — beint eða óbeint, nema Bret ar. Það er illt verk og ó- þarft að gera lítið úr þessum árangri. Annars ætti Mbl. að telja sér allt sæmra en að vera með brigzl og dylgjur varð- andi þetta mál. Hálfvelgju- skrif þess á siðastl. sumri hafa vafalaust meira en nokkuð annað komið því inn hjá Bretum, að áhrifamiklir aðilar hér væru fúsir tii und anláts í málinu og því myndi vera vegur að knýja íslend inga til undanláts með her- valdi. Hingað til hefur því lika verið fálega tekið af Sjálfstæðismönnum, að Al- þingi gæfi skýra stefnuyfir- Iýsingu í málinu, svo að Bret ar sæu svart á hvítu, að ís- lendingar yrðu ekki knúðir til undanhalds. Meðan Bret- ar gera sér hins vegar ein- liverja von um undanláts- semi íslendinga munu þeir halda ofbeldinu áfram. ÞÁ vekur Mbl. máls á því, að það hafi verið mikið óráð af fyrrv. ríkisstjórn að vilja ekki fara að tillögu Sjálfstæðisflokksins og óska eftir ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins um málið. Til þess að fara þessa leið, þurfti áður að gera sér ljóst, á hvern hátt átti að leggja málið fyrir slíkan fund. Átti að óska eftir að hann beitti sér fyrir samningum um mál ið eða átti að kæra Breta fyrir fundinum og krefjast þess, að hann fyrirskipaði Bretum að fara brott með herskip sín, því að ella færi ísland úr Altlantshafsbanda laginu? Það var þessi síðari leið, sem stúdentafundurinn mælti með. Af hálfu Sjálf- stæðisflokksins hefur aldrei verið gerð grein fyrir því, þrátt fyrir miklar grennslan ir, hvora þessara leiða hann vildi heldur fara. Tillaga hans um slíkan fund hefur þvi hingað til verið mark- laus og botnlaus yfirskinstil- laga. SEINUSTU aðgerðir Breta færa. Iandhelgismálið á miklu hættulegra stig en áð ur. Tíminn harmar því að hafa verið tilneyddur á þessu stigi að svara ómak- legum árásum Mbl. á for- sætisráðherra og utanríkis- ráðherra fyrrv. stjórnar. — Það, sem nú er þörf á, er sam staða um málið, en ekki rif- rildi innbyrðis. Vonandi finn 'ur Sjálfstæðisflokkurinn nú til þeirrar ábyrgðar sem stjórnarflokkur, að hann lætur öll óþörf árásarskrif falla niður a.m.k. að sinni. Hið nýja hættuást.and hlýtur að hafa það í för með sér, að ríkisstjórn og Alþingi taki nú til sameiginlegrar at hugunar, hvernig brugðizt skuli við þessu aukna ofbeldi Breta. Þar getur sitthvað komið til greina. Fyrir hönd Framsóknarflokksins sem stjórnarandstöðuflokks er óhætt að lýsa yfir því, að hann er reiðubúinn til að taka til góðviljaðrar athug- unar sérhverja tillögu um að gerðir á þessu sviði, er stjórn arflokkarnir kunna að gera, aðrar en þær, að hefja samn. við Breta um málið, og að veita nokkra tilslökun á tólf mílna fiskveiðitakmörkun- um. HÉR þarf nú að bregða fljótt við og láta ekkert ó- gert, sem hægt er og þjóð- inni samboðið, til að koma í veg fyrir, að seinustu ofbeld isverk Breta geti orðið að óbætanlegu tjóni. Það. þarf ekki aðeins að leitast við að gera Bretum það fullljóst, heldur einnig öðrum sam- starfsþjóðum okkar, hvaða afleiðingar þaö getur haft, ef Lslenzkir sjómenn verða fyrir beinum eða óbeinum hernaðarlegum árásum, á sama tima og ísland er talið njóta herverndar Bandaríkj anna og Atlantshafsbanda- lagsins. \ERLENT YFIRLIT: jBandalag Frakka og Þjóðverja Adenauer og de Gaulle hefja þýcSingarmiklar vitSræíur í París á morgun FYRIR seinustu aldamót beitlu ýmsir brezkir og þýzkir stjórn- málamcnn sér fyrir því, að reynt yrði að koma upp bandalagi Breta og Þjóðverja, og þannig hamlað gegn því bandalagi Frakka og Rússa, sem þá var. Bretar litu þá enn á Frakka sem hqlzta keppi- naut sinn á meginlandi Evrópu, enda höfðu þeir átt í deilum og styrjöldum við þá um svo langan aldur, að bandalag við þá var álit in hrein fjarstæða. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari tók tillögum um brezkt-þýzkt bandalag hins vegar illa og þýzk 'heimsveldisstefna efldist mjög undir handleiðslu hans. Svo fór því, að Bretar gáfu upp alla viðleitni lil að ná sam- vinnu við Þjóðverja og sneru sér í staðinn að Frökkum, þrátt fyrir allt sem á undan var 'gengið. Þetta bandalag Breta og Frakka komst á og hefur nú staðið um meira en hálfrar aldar skeið. ÝMISLEGT bendir nú til þess, að mikil þáttaskil séu að verðá í þeim málum Evrópu, er snertu sérbandalög hinna einstöku ríkja. Þannig 'bendir nú flest til þess, að brezk-franska 'bandalagið sé í hálfgerðri upplausn, en að þýzkt- franskt bandalag muni leysa það af hólmi. Svipaðir atburðir virð- ast nú vera að gerast og um alda mótin, þegar tvær þjóðir, sem lengi höfðu átt í styrjöldum, Bret- Adenauer de Gaulle og Adenauers er nú mikið umræðuefni í' heimábloðun um. Einkuin vekur það athyglí, að þeir skuli hittast áður en Macmill- an segir þeim frá viðræðununi í Moskvu. en hann ætiar að fara bæði til Bonn og Parisar í næstu viku. Þetta bendir mjög t::. þess, að þeir Adenauer og de Gaulle ætla að vera búnir að samræma sjónarmið sín áður en þeir ræða við Macmillan. Það hefur verið kunnugt um skeið, að þeir eru ófúsari til samninga og tilslakana við Rússa en þeir Macmillan og Dulles hafa verið, og má því, vel vera, að hér geti risið upp ágrein- ingur, er geti valdiö erfiðleikum í sambúð vesturveldanna, Þannig er talið, að þeir Adenauer og de Gaulle sé.u andvigir því, að fundur æðstu man.ia sé haldinn að . svo stöddu, og yfirlfítt vilji þeir fy.lgja þeirri reglu, að ekki sé neitt slgkað til við Rússa meðan þeir beita hótunum og offorsi, eins, og Krustjoff hefur gert um skeið. Þá er talið, að hvorugur þeirra sé verulegur áhugamaður um sam einingu Þýzkalands. De Gaulle er sagður óttast, að sameinað Þýzka- land verði Frökkum ofjarl,, en Adenauer er talinn óttast um völd kristilega flokksins, ef Þýzkaland verði sameinað. Þeir telji báðir heppilegast að efla Vestur-iEvrópu í því formi, se:n hún hefyr nú,. ar og Frakkar, tóku höndum sam- an. í þess stað eru það Frakkar og Þjóðverjar, sem nú taka hönd- um saman eftir að 'hafa átt í þrem De Gaulle ur stórstyrjöldum á styttri tíma en einni öld. Fyrir 14 árum síðan eða i stríðs lokin. hefði það þótt ótrúlega psiíísiiisSiiS spáð, að þróunin ætli að verða á I þessa leið. Þetta er þvi glöggt dæmi, hve skjótar og óvæntar breytingar geta gerzt á sviði al- þjóðamála. Gaulle í Frakklandi. Svo hefur þó ekki orðið. De Gaulle hafði að vísu verið vantrúaður á náið sam- starf Frakka og Þjóðverja, en hon um virðist hafa snúizt hugur eftir að hann kynntisf því, hvernig mál þessi stóðu, «r hann kom til valda. Einkum hefur þó tekizt góð vin- átta milli hans og Adenauers. —- Adenauer varð fyrri til að heim- sækja de Gaulle, en de Gaulle endurgalt það nokkru síðar. Sagt er, að þeim hafi komið mjög vel saman. Ýmsir fréttamenn telja, að Adenauer geri það m.a. til að þóknast de Gaulle, að hann teflir nú Ludvig Erhard fram sem for- setaefni kristilega flokksins, en það þykir sama og að hann dragi sig í hlé úr stjórnmálum. Hingað til hefur Erhard þólt líklegastur til að verða eftirmaður Adenauers sem forsætisráðherra, en Frakkar eru taldir hafa óttast það, þvl að Erhard hefur verið andvígur nánu fransk^þýzku samstarfi. Þriðji fundur þeirra Adenauers og de Gaulle verður svo á morgun, er Adenauer kemur til Parísar, á- samt utanrikisráðherra sínum. ÞESSI fyrirhugaði fundur þeirra BRETAR líta þá þróun vjtan- lega ekki með glöðu geði, ef sam vinna Frakka og Þjóðverja vefður til að skapa sterka bamialags- heild á meginlandi Fvrópu — jafn vel sterkari bandalagsheild en þar hefur nokkrn sinni verið síðan á dögum Karlamagnúsar. Áhrif Breta í Evrópu- myndu þá mjög þverra. För Macmillans til Sovét- ríkjanna getur því hafa haft meiri pólitískan tilgang en menn yfir- leitt ætla, t. d. þann, að Bretar ætli að vinna það upp með aukn- um viðskiptum við kommúnista- ríkin, er þeir kunni að tapa vegna hins nýja markaðsbandalags i V- Evrópu. Það getur hins vegar reynst Bretum erfitf að ætla að koma sér þannig vel við baða. Því er bætt við, að þeir missi að mestu áhrif þau, sem þeir hafa haft á meginlandi Evrópu, hvern ig sem þeir fara að. Öll líklndi benda til þess, að það verði Sovét- ríkin annars. vegar og bandalag Þjóðverja og Frakka hins vegar, sem setji aðalsvipinn á stjórnmál Evrópu í náinní framtíð. Þ. Þ. i MARGT er það, sem hefur or- sakað þessa þróun. Veigamesta á- stæðan er ótti meginlandsþjóð- anna við Rússa. Hann hefur hvatt þjóðir Vestur-Evrópu til miklu nánara samstarfs en ella. Bitur reynsla er þessum þjóðum líka áminning um, að þeim mun vegna betur, ef þær vinna saman í stað þess að berast á banaspjóti. í kjölfar þessa skilnings hefur fylgt ýmisleg efnahagsleg samvinna milli ríkjanna sex, þ.e. Vestur- Þýzkalands, Frakklands, ítalíu og Beneluxlandanna, er hefur náð há marki sínu með samningunum sem gengu í gildi um síðastl. áramót, en þeir stefna að því að þessi lönd verði eilt markaðssvæði, þar sem allir tollmúrar og innflutnings múrar eru niður felldir. Þá fela og þessir samningar I sér rísi að víðtækri pólitískri samvinnu. UM SKEIÐ var nokkuð óttast um, að þessi samvinna kynni að bíða nokkurn hnekki við valdatöku de Hvorir standa sig betnr við samningaborðið? Eins og skýrt hefur verið f á hér í blaðinu, eru aðal- lega noíaðar tvær aðferðir til að reikna út niðurstöður hiutfallskosninga. Báðar þessar reglur geta hæglega leitt til þess, að minnihluti verði meirihluti, og verður ekki igerí upp á mUli þeirra, livað það snertir. Munurinn á þeim er einkum sá, að önnur reglan eða sú, sem hér gildir, tryggir stærsta flokknuni bezta affstöðu og raunveruíeg forréttindi, en hin reglan, sem er viðhöfð í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð, tryggir betur réít minni flokkanna og þá stundum á kostnað stærsta flokksins. í samningum þeim, sem nú standa yfir milli Sjálf- stæðisflokksins annars veg- ar og Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar, mun það sjást á þvc, hvor reglan verður heldur ■ látin gilda framvegis, livort áhrif Sjálfstæðisflokksins eða hinna flokkanna mega sín meira við samningagerð- ina. Sjálfstæðisfl. vill eðli- lega halda í reigluna, sem tryggir forréttindi stærsta flokksins. Ifinir flokkarnir fylgja að sjálfsögðu regl- s unni, er styrkir aðstöðu minni flokkanna. Vissulega verður það mjög afhyglisvert að fylgj- ast með því, hver niðurstað an verður í þessum efuum. ;ra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.