Tíminn - 04.03.1959, Síða 7
SÍMINN, miðvikudaginn 4. niurz 1959.
7
Friðrik Jónsson, bóndi, Þorvaldsstöðum:
Kjördæmamálið og dreifbýlið
Svo sem kunnugt er, skipar
tminnsti stjórnmálaflokkurinn í
landmu Alþýðuflokkurinn, nú einn,
hina íslenzku ríkisst.iórn. —
Ekki hefði það sýnzt með ólík-
indum, þó svo veikbyggðri stjórn,
hefði ekki verið œtlað stórræði í'
istjórnmálum landsins, svo erfið við
fangs sem þau virðast nú orðin.
En það er þó sízt að segja, að
'sú eigi að verða raunin á.
Búið er að afgreiða sem lög frá
Alþingi, róttækar ráðstafanir í
efnahagsmálum þjóðarinnar með
'beinum stuðningi Sjálfstæðisflokks
ins.
Ráðstafanir þessar eru að vísu
nokkuð á huldu enn þá, en að svo
miklu ieyti sem almenningi eru
þær kunnar, eiga þær að miða að
jafnvægi í efnahagskerfi þjóðar-
innar, það er ekki að lasta út af
fyrir sig, bara að allir væru þar
„j-afnir fyrir lögunum“.
En svo er að sjá, sem með ráðn-
um huga hafi átt að láta bændur
istíga síðasta skrefið, því þrátt fyrir
þá lagfæringu, sem fékkst á 'frum-
varpinu á Alþingi, fyrir forgöngu
Framsóknarmanna, náðist þó aldr-
ei inn í verðlagið til fulls síðasta
grunnkaupshækkunin, og ekki er
ætlunin &8 hreyfa landbúnaðarverð
eftir sömu reglu og fiskverð fram-
vegis. Bændum er því búið mikið
tmisrót'ti.
Ég er þess fullviss, að bænda-
stéttin er fús til, að leggja fram.
isinn skerf, til að tryggja og bæta
fjárhagsafkomu íslenzka lýðveldis
ins, en það er í senn bæði óeðli-
iegt og ranglátt, að láta hana færa
stærri fórnir en aðrar stcttir þjóð-
félagsins.
— Þá hefir verið boðað, að fram
verði lagt á AJþingi því, er nú sit-
ur, frumvarp til breytinga á stjórn-
arskrá landsíns. Og það erú svo
sem engan smábreytingar, sem
hugsaóar eru.
Leggja á niður öll gömlu kjör-
dæmin utan Reykjavíkur, og sam-
eina í fá stór kjördæmi, með hlut-
fallskosningum og uppbótaþing-
sætum. ■
Talið er, að Sjálfstæðismenn
standi hér einnig á bak við.
Breytingar á kjördæmaskipun
Oandsins er viðkvæmt mál og
vandasamt.
Það þarf vissulega mikla og góð-1
viljaða yfirsýn yfir íiútíð og fram-
tíð til þess að hefta ekki né rýra
þá stórfelldustu uppbyggingu og
íramþróun, sem órðið hefir til
„Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“
lands og sjávar á siðustu áratugum,
fyrir skynsamlega löggjöf og þrot-
lausa baráttu margra samverkandi
'krafta.
Þetta á ekki sízt við í sveitum
landsins og hinum fámennari
byggðarlögum.
Það er því iurðulegt ábyrgð'ar-
leysi af þessari stjórn að ætla að
kný.ja fram breytingar á kjördæma
skipuninni eftir þungum, pólitísk-
um leiðum.
Breytingar á kjördæmaskipun-
inni, sem og aðrar veigamiklar
breytingar í stjórnarskrá lýð.veld-
isins, þurfa að framkvæmast af víð-
sýni og með alþjóðarheill íyrir
augum.
Þessi óeðliiegi hraði, sem
hugsaður er á afgreiðslu málsins,
hlýtur að vekja grun um að fólkið
á ekki að fá tíma til rólegrar athug-
unar á málinu, heldur á að demba
því fram, meðan hið pólitiska mold-
viðri stendur sem hæst.
Sú kjördæmaskipun, sem við bú-
um nú við, „er að langmestu leyti
aldagamall arfur og hvílir á sögu-
legum grunni“, nema hvað í seinni
tíð hefir verið komið til móts við
hið tiltölulega unga þéttbýli í land-
inu með fjölgun þingmanna smátt
og smátt, og er það mjög svo eðli-
leg ráðstöfun, og við það ætti það
að geta unað.
Afnám gömlu kjördæiranna á
þann hátt, sem nú er ráðgert, má
ekki koma til framkvæmda.
— Fyrir það fyrsta megum við
ekki slíta okkur úr tengslum við
fortíð vora og sögu. I
íslenzka þjóðin hefir lengst af
lifað í landinu sem bændaþjóð, er
varðveitti tungu sína og sérstæða
menningu gegnum öklurót ald-;
anna. j
Að vísu fátæk af fjármunum, en
tókst þó, auk þess að halda velli, í
gegnum hungur og harðindi, áþján
og kúgun, að skila þeim arfi, sem
drýgstur hefir orðið í sjálfstæðis-
og endurreisnarbaráttu vorri.
— Þær breytingar á kjördæma-
skipuninni, sem nú eru ráðgerðar,
eru fyrst og fremst miðaðar við
það, að kostur sveitanna og dreif-
býlisins yfirleitt þrengist,
Sósíalistaflokkarnir eru berir að
því, að telja eftir það fjármagn,
sem nú í seinni tíð góðu heilli
hefir verið varið til uppbyggingar í
sveitum landsins. * 1
Þeir telja að því fé sé illa varið,
scm farið hefir til þess að rækta
landið, byggja hús og bæta sam-
göngur, leggja síma og rafmagn
um hinar dreifðu byggðir landsins.
Á þeirra máli eru þetta hinar
óarðbcrandi framkvæmdir, sem
Framsóknarmenn eru sí og æ að
berjast fyrir og nú á að minnka
„pressuna" með þvi, að lcggja nið-
ur gömlu kjördæmin og þar með
rýra áhrifavald dreifbýlisins á
stjórnarfar landsins. — —
— Það er furðulegt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem víða á ítök
út um landið, skuii vilja leggja
slíku lið. og því verður ekki triiað,
fyrr en í síðustu lög, að fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í dreifbýlinu
komi þ.ingað slík a erinda. —
------Sú fjárfesting, sem orðið
hefur nú síðustu áratugina í sveit-
um lándsins, bæði frá ríki og ein-
staklingum, er að lar.gmestu ieyti
fyrir framtíðina gerð og hana má
ek'ki stöðva. —
Undanfarið tímabil, frá síðustu
heimsstyrjöld, er að ýmsu leyti
,,ónormalt“ hér hjá okkur, eins
og víöar i heiminum.
Það erlenda peningaflóð, sem
flætt liefir í kringum Reykjavík
og víðar, er nú að fjara út, og fólk-
ið, sem flykkzt hefir utan um það,
verður að leita sér nýrra úrræða,
•auk þess sem fólkinu fjölgar ört í
landinu.
Gæði Iandsins þarf að hagnýta,
til hins ýtrasta til lands og sjávar.
Sveitimar og hinir smærri bæir
eiga að gera tekið við margfalt
fleira fólki en þar er nú, og það á
,að geta lifað þar, efnalega sjálf-
stæðu lifi.
Það er höfuðstefnumál Fram-
sóknarnianna að vinna að því, þess
vegna hafa þeir barizt manna mestj
fyrir uppbyggingu dreifbýlisins og
verða mahna síðastir, til að afsala
því nokkrum réttindum. —
— Það er staðreynd, að sú þjóð,
sem við gæfu og gengi vill búa, á
,.guð sinn og land sitt skal trúa“.
Við megum ekki bera fyrir borð
annan höfuðatvinnuveg þjóðarinn-
ar, landbúnaðinn, þó hann sýni
ekki útflutningsverðmæti í háum
tölum, þá er þó vel rekinn land-
búnaður, hverju menningarþjóðfé-
lagi nauðsynlegra, og hjá okkur á
hann sögulegan rétt á því að vera
virlur og vel metinn atvinnuvegur.
Hin afmörkuðu og nfskekktari
byggðarlög, ve.ða að Iialda áfram
að eiga sína fulltrúa, til að beita
sér fyrir réttlátiun og eðlilegum
kröfum þeirra á löggjafarþingi
þjóðarinnar, þó þeir hafi ekki að
baki scr kjósendafjölda, á borð við
fulltrúa stærstu bæjanna.
Ef vel \ræri á málum haldið,
mætti nú fara að vænta þess, að
fólksstraumurinn fari að liggja til
sveitanna á ný. Ekki til þess að
tína blóm og ber í sumarfríi, héld-
ur til þess að tengja líf sift við
grómagn jarðarinnar og skapa
verðmæti fyrir nútíð og framtíð.
Hin fagra mynd, bleikir akrar og
slegin tún, sem endur fyrir löngu
heillaði Hlíðarbóndann og gerði
hann að einni fegurstu táknmynd
í sögu þjóðarinnar, á án efa eftir
að heilla hugi margra ágætra
manna og kvenna. Því svo fögur,
sem þessi mynd var á dögum Gunn
ars, er hún þó stórum fegri nú og á
að fara fríkkandi.
Hinar fyrirhuguðu breytingar á
kjördæmaskipuninni munu ekki
styðja að því, þéss ýegna mega þær
ekki koma til framkvæmda.
— Hlutfallskosningal'yrirkomu-
lagið er lí-ka á ýmsan hátt var-
hugavert. Stærsti galli þess er sá,-
að það ér bezti grundvöllur fyrir
þróun smáflokkakerfis og festu-
leysis í stjórnmálum sem orðið hef
ir stærri þjóðum en okkar að fóta-
kefli.
Ef verulegar breytingar á kjör-
dæmaskipuninni hefðu þótt óúm-
flýjanlegar, hefði þó átt að sneiða
hjá því formi, sem miður hefir
reynzt og lýðræðisþjóðirnar eru
sem óðast að falla frá.
Skipting landsins í einmennings-
kjördæmi, með óhlutbundnum
kosningum hefði þó verið öllu að-
gengilegra. Með því formi hefði
mátt vænta meiri festu í hið póli-
tíska líf en nú er, og þess hefðum
við gjarnan þurft. Annars hefir ver
ið skrifað svo rækilega um kosn-
ingafyrirkomulagið í blöðum Fram-
sóknarflokksins að óþarfi er að
fara um það fleiri orðum. — En
undirstrika vil ég þetta að lokum:
Þeir, sem ekki vilja lát.a draga úr
áhrifum hinna dreifðu byggða
landsiiis, verða að standa samán
gegn þessu áhlaupi og niuna, að
„‘vnneinaðir stöndum vér, en sundr
aðir föllum vér“.
Ósannindi Mbl. um kosningarnar til Búnaðarþings
Það er undarlegt, að jafn
gáfaður og menntaður maður
og Bjarni Benediktsson aðalrit-
stjóri 3Vfbl. skuli hafa svo óbil-
andi trú á blekkingum og bein
um ósannindum, sem blað ihans
vottar. Hingað til hefur almenn
ingur þó trúað því, að góður
málstaður og heiðarlegur mað
ur þyldu að sanníeikurinn
kæmi fram.
ísafold og Vöx'ður birti hinn
18. fobrúar grein sem folaðið
segir að hafi vei'ið í Mbl. 15.
s.m. Fyrirsögn greinarinnar er
þessi: „Fraxnsókn löggilti stór
kjördæmi og hlutfaliskosningu
til Búnaðarþings.“
Síðan segir svo:
„Árið 1937 samþykkti Búnað
arþing nýjar reglur um kjör-
clæmaskipun og kosningar til
þessarar virðulegu samkundu
íslenzkra bænda. Vbm þar upp
teknar merkilegar nýjungar.
Ákveðið var, að öllu landinu
skyldi skipt í 10 stór kjördæmi
og að allir 25 fulltrúar á Bún-
aðanþingi skyldu kosnir með
hlutfallskosningum í þessum
kj ördæmum.“
Rétt á- eftir segir svo blaðið:
„Einnig Var það talið stuðla
að aukinni samvinnu bænda og
nánari samtökum milli héraða,
að kjöx-dæmin skyldu stækkuð“.
Ekki ræðir blaðið neitt um
það, hvernig kjördæmaskipun
til Búnaðarþings hafi verið áð-
ur, né heldur hvernig þá hafi
verið kosið, en þó má kalla að
berlega sé sagt með því, sern
hér er tekið upp, að kjördæmin
hafi verið stækkuð. Það eru þó
bein og bláköld ósannindi og
samboðnust Vellygna-Bjarna.
Þessi ummæli um stækkun kjör
dæma eru svo endurtekin aftur
í blaðinu í Staksteinum og
Reykjavíkurbréfi. Það er 'ber-
sýnilegt að aðalritstjórinn vill
segja söguna á þessa leið og
láta trúa.
Það er svo út af fyrir isig, að
blaðið talar margt um frum-
kvæði bændanna sjálfra og ein-
hug meðal þeii-ra um skipulags
breytingu Búnaðarfél. 1937. —
Ekki er ég samt alveg viss um
að ísafold hafi á þeirri tíð lagt
jafnmikla áherzlu á frumkvæði
og einhug bændanna. En slepp-
um því.
Fulltrúar til Búnaðarþings
hafa alla tíð verið valdir inn-
an ‘búnaðarsambandanna, en
þau eru héi'aðssambönd hreppa
búnaðarfclaganna. Hvert bún-
aðarsamband hefur verið sér-
stakt kjördæmi og við því var
ekki hróflað 1937. Hins vegar
voru þá tekin upp nýmæli urn
það, að bændur almennt gælu
kosið fulltrúa til Búnaðarþings,
en áður voru það aðalfundir
búnaðarsambanclanna sem
völdu fullti'úa á Búnaðarþing
án afskipta annai-ra.
Þetta vita bændur almennt,
og því er það ósköp mikil
grunnfæimi og greindarleysi af
ritstjóra Mbl. að afhjúpa vinnu
brögð sín í augurn bænda með
því að segja þeim að Framsókn
hafi stækkað kjördæmin 1937.
Og svo er bætt við hugleiðingu
um það, Ihvaða rök hafi legið
til grundvallar þessari stækk-
un, sem engin vor.u.
Stæi'ð búnaðarsambandanna
hefur ekki alltaf verið hin
sama, en vitanlega er það allt
annað sem ræður mestu um
það, en kosningar lil Búnaðar-
þings. Mbl. segir, að allir full-
trúar á Búnaðarþing skuli kosn
ir hlutfallskosningu og telur
upp kjördæmin. Hins vegar er
sannleikurinn sá, að 8 af 25
Búnaðarþingsmönnum eru nú
kosnii' i einmenningskjördæm-
um og þess getur blaðið á ein-
um stað. Þróunin hefur orðið
þannig.
Er hægt að ímynda sér að
ritstjóri Mbl. sé sá endemis
klaufi í frásögn að hann geti
ekki sagt hóti skilmerkileg-
ar frá um þetta, ef hann vill
að hið sanna komi fram?
Er hægt að hugsa sér að ó-
vandaðir rnenn eða meinfýsnir
hafi togað honum tungu úr
höfði og blásið honurn þessu
i brjóst, en sjálfur hafi hann
ekki vitað málavexti?
Hefði vandaður maðúr orðið
fyrir þeim hrekkjum, stóð hon
um opið að leiðrétta missögn-
ina í stað þess að láta ísafold
og Vörð enduibirta þvætting-
inn á þriðja degi, og blað sitt
endurtaka ósannindin hvað eft
ir annað.
Það er alvarlégt mál þegar
blaðamenn og stjórnmálaleið-
togar trúa svo blint á ósann-
söglina, að þeir draga íslenzka
blaðamennsku og póiitik niður
í sorpið.
Hitt er gott, úr þvi ósóminn
er veruleiki, að bændur þekki
vöndun og vinnubrögð vellygna
Bjarna, hvar sem þau koma
fram.
Ilalldór Kristjánsson
A víðavangi
Báglega gertgur það
Á méðan Sjáífstæðisflokkm-
inn var í stjórnarandstöðu var
það eitt helzta uppáhalds um-
ræðuefni málgagna lians.. þega*-
Alþingi sat að störfum, hversu
hægt gengju störf þess langtim-
um sarnan. Að sjálfsögðu er þa<5
ekki óeðlilegt, að þeim nxun
fleiri flokkar, sem standa að rík-
isstjórn, þess tafsamari vcrði
störfin. En nú er komiii önmir
ríkisstjói-n en áður og eflau .t
snökkf um betri en hin fyrri, a :
dómi Sjálfstæðisbroddanna. A.)
henni standa ekki jieuni tveir
flokkar. En nú bregður svo vió,.
að íhaldsmálgögnin finna ekkéi t:
að þingstörfunum. Engum mua
þó sýnast þau ganga betur é:i
áður. Ekkert bólar enn á frv.
um útflutningssjóð. Ilvergi ségt
hilla undir fjárlögin. Og hvaó
kjöidæmamálið áhrærir, þá virð
ast stjórnarflokkarnir ekki vera
sammála um neitt annað þvt
vlffkoinandi en taðl eyðileggjá
gömlu kjördæmin. Eflaust hefir
oft mátt að því finna með rök-
um, að þignstörfin gengju liægl.
En lækningin virðist ekki vera í
þvi fólgin, að Sjálfstæðisnieiui.
séu látnir ráða ferðinni.
Staðhæfingar og staðreyndir
Mbl. er það ljóst, að bænduni
þykir lítillar hlýju anda að séi
frá kjördæmatillögu íhaldsins.
Þegar niðurfærslufrv. var til uin-
ræðu á Alþingi fyrir nokkrn,
drógu ræðumenn stjórnarílokk-
anna enga dul a, a'ð ein megin,-
Hiidirstaða þess væri niðurskurð:
ur á verklegum framkvæmduin
í sveitiun. Síðan á kjördæma;
breytingin að tryggja það, að
auðveldara verði að halda niðri
dugnaði og fraintaki dreifbýlis-
búa á næstu árum. Til þess nft
að ylja eitthvað upp þann óhugn
anlega nágust, er bændum þykir •
leggja af kjördæmaáformum í-
haldsins, tekur Mbl. nú að vitna •
hástöfiun um ást húsbænda
sinna ú bændum og lamlbúnaði,
og segir í því sambandi:
„Þannig hefir landbúnaðurinn
eflzt og dafnað á því tímabili,
senv Sjálfstæðisflokkurinn hefii-
haft mest áhrif og oft haft for
ustu um stjórn landsins. Bei
það vissulega greinilegt vitni
um, að þessi stærsti flokkui.
þjóðarinnar hefir haft góðan
skilning á nauðsyn þróttmikillai
landbúnaðarfrainleiðslu og batn
andi aðstöðu sveitafólksins í „
störfum þess.“
Hver er veruleikinn?
Mbl.-menn fóru með yfirstjórn
landbúnaðarmála á mesta fjár-
Iiag'slegu góðæristíniabili, sem
yfir landið hefir gengið á árun-
um 1944—4G. Þá var tækifæri
til þess fyrir íhaldið að láta
verkin tala í stað Morgunblaðs
ins. Og hvernig fór? Við skul
um, að þessu sinni aðeiris-
grípa niður á einum stáð: Að-
búð íhaldsins að stofnlánadeild
um landbúnaðarius.
Fyrst verða tilgreind framlög
og lán til þeirra á árunum 1944!
—4G, en síðan á áruiuun 19411—
55, þegar Framsóknarflokkurinn.
fór með stjórn landbúnaðarjnál-
anna. Sá samanburður lítur þanri
ig út:
RÆKTUNARSJÓÐUR:
1944—1946: Framlag ríkisins
0. Lán 0. Samtals 0.
1947—55: Framlag ríkisin-
27.089.621. Lán 72.372.250. Sam
tals 99.461.871.
BYGGINGAItSJÓÐUR:
1944—46: Framlög ríkisin-
2.073.000. Lári 0. Saipfejs
2.073.000.
1947—55: Framlag rskisins
37.089.621. Lán 28.145.727. Sam
tals 65.235.348.
VEÐDEILD BÚN.BANKÁNS:
1944—46: Franilag ríkisiris 0,
1947—55: Framlag ríkisin
5.000.000.
Frarnl. til allra stofnláriadeild-
anna á þessu tímabili eru því
(Framhald á 8. síðu).