Tíminn - 13.03.1959, Blaðsíða 6
6
T f M I N N, föstudaginn 13. marz 195Í
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948
Tvær yfirlýsingar
MORGUNBLAÐIÐ birti í gær
útdrátt úr ræðu þeirri, sem
Ólafur Thors hélt við setn-
ingu landsfundar Sjálfstæð-
isílokksins. Útdráttur þessi
er þó' næsta ófullkominn,
enda vantar sannarlega
margar skýringar á þeim
fuilyrðingum og yfirlýsing-
um, sem eru hafðar eftir
Ólafi. Ef til vill hafa þessar
skýringar verið í ræðunni, og
kemur það þá í Ijós, þegar
hún verður birt, því að ótrú-
legt er, aö Mbl. láti sér nægja
að birta aðeins útdrátt úr
slíkum boðskap.
EITT af því, sem Ólafur
Thors virðist hafa lagt alveg
sérstaka áherzlu í lands-
fundarræðunni, er óorð-
heldni og sviksemi alira
annarra íslenzkra stjörn-
málaflokka en Sjálfstæðis-
ílokksins. Yfirlýsingum
þeirra sé því ekki trúandi
Hins vegar standi allar yfir-
lýsingar Sjálfstæðisflokks-
eins og stafur á bók.
Rétt á eftir því, að Ólafur
gerir grein fyrir þessari miklu
orðheldni Sjálfstæðisflokks-
ins, víkur hann að kjör-
dæmamálinu. Hann segir þar
m. a. frá því, að væntanlegt
sé fljótlega frumvarp frá
Sjálfstæðisflokknum, þar
sem lagt verði til, að kjör-
dæmin verði aðeins sjö ut-
an Reykj avíkur, þar af 4 eða
5 sem hafi 5 þingmenn hvert
og 2 eða 3, sem hafi sex til
sjö þingmenn hvert. Þá verði
lagt til, að Reykjavík hafi 12
þingmenn og uppbótarmenn
verði flestir 11. Tala þing-
manna verði alls 60—62.
ÞESSI yfirlýsing Ólafs Thors
rifjar það upp, að sami Ólaf-
ur hefir gefið aðra yfirlýsingu
um kjördæmamálið. Sú yfir-
lýsing var talsvert ólík þess-
ari. Hún var gefin af Ólafi
sem formanni Sjálfstæðis-
flokksins í útvarpsumræðum
frá Alþingi vorið 1942. Sú
yfirlýsing hljóðaði á þessa
leið:
„Vill Framsóknarflokkur-
inn aðhyllast fyrri tiliögu
Alþýðuflokksins, að landið sé
allt eitt kjördæmi? Sjálf-
stæöisflokkurinn gengur al-
drei að þeirri lausn.
Eða vill Framsóknarflokk-
urinn, að kjördæmin séu fá
og stór? Ég veit ekki um einn
einasta þingmann Sjálfstæð-
isflokksins, að undanskyld-
um háttv. 4. þingmanni
Reykvíkinga, Sigurði Krist-
jánssyni, sem það vill, og
Sjálfstæöisflokkurinn gengur
aldrei að þeirri skipan.“
Hér er því yfirlýst eins
glöggt og verða má, að Sjálf-
stæðisfiokurinn gangi aldrei
að þeirri skipan, sem Ólafur
boðar nú að Sjálfstæðis-
flokkurinn beiti sér nú fyrir
af alefli og vilji knýja fram
af svo miklu ofurkappi, að
ekki megi láta stjórnarskrár-
málið í heild fá nægilega at-
hugun vegna þess.
ÞEGAR menn bera saman
þessar tvær yfirlýsingar, fá
þeir áreiðanlega réttari mynd
af orðheldni Sjálfstæðis-
flokksins en þeir fá af skrumi
Ólafs Thors um það, hve ör-
ugglega megi treysta yfirlýs-
ingum flokksins.
Þessar tvær yfirlýsingar
Ólafs Thors gera svo þá kröfu
til höfundarins, aö hann geri
fulla grein fyrir því, hvaða
ástæður og orsakir valdi því,
að nú sé það fyrirkomulag
hið eina eftirsóknarverða, er
Sjálfstæðisflokkurinn dæmdi
svo ómögulegt og óhæft fyrir
17 árum síðan, að hann lýsti
yf-ir því, að hann myndi al-
drei ganga að því?
Enga skýringu á þessu er
að finna í útdrættinum í
Mbl.
Og hvaða tryggingu hafa
menn svo varðandi þaö, að
það verði ekki næsta verk
Sjálfstæðisflokksins að beita
sér fyrir því, að landið verði
eitt kjördæmi, ef fyrirætlan-
ir hans heppnast nú? Er
Sjálfstæðisflokkurinn nokk-
uð ólíklegri til að bregöast
þeirri yfirlýsingu en hinni, að
hann muni aldrei fallast á
fá, stór kjördæmi? -
Eða ætla menn eftir þessa
reynslu. að láta sér nægja
fagurgala Ólafs um orðheldni
Sjálfstæðisflokksins?
Öttinn við eigin steínu
ÞAÐ er bersýnilegt á Mbl., að
forkólfar Sjálfstæðisflokks-
ins óttast verulega þá á-
kvörðun sína aö hafna til-
lögu Framsóknarflokksins
um þjóðstjórn og fresta kosn-
ingu til næsta árs. meðan
unnið sé að lausn kjördæma-
málsins og efnahagsmálanna
og landhelgisdeilan leidd til
sigurs. Mbl. reynir því að
finna ýmsar tylliástæður
þessari synjun til réttlæting-
ar.
Mbl leynir hinsvegar
aAalástæðunni vandlega.
Hún er sú, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er bæði hræddur
við stefnu sína í kjördæma-
málinu og efnahagsmálun-
um. Þess vegna vill hann fá
kosningar sem fyrst. Hann
vill láta kjósa áður en menn
hafa fengið nægilegt raörúm
til að átta sig á því, hver er
megintilgangurinn með til-
lögum hans í kjördæmamál-
inu. Hann vill láta kjósa áð-
Ur enn hann opinberar aðal-
stefnu sína í efnahagsmálun-
um.
Það er m. ö. o. hræðsla
Sjálfstæðisflokksins við
stefnumál sín, sem veldur
hinum sjúklega áhuga hans
fyrir kjósendum sem allra
fyrst, svo að hann eigi ekki
dóm kjósenda yfir höfði sér,
eftir að þeir hafa kynnzt
stefnu hans til fulls.
Varla getur farið hjá því,
að kjósendur veiti þessari
hræðslu Sjálfstæðisflokksins
eftirtekt. Og skrýtnir mega
þeir kjósendur vera, er fylkja
sér um flokk, sem er hræddur
við stefnumál sín.
GÍSLI SVEINSSON kirkjuráðsmaður:
Passíusálmar í útvarpinu
Það örlar þó á því nú, a'ð ein-
ihverjir .neðal fólksins gefi alvar
lega gaum að föstuflutningi Passíu
sálmanna í útvarpinu. Þessa dag
ana hafa raddir um þetta komið
fram í fleirum af dagblöðum bæj
arins, og er þar drepið á málið
frá nokkuð mismunandi sjónarmið
um, e.n enginn virðistþó fullánægð
ur með ástandið eins og það er
nú eða hefir verið undanfarið. Er
þetta vel, því að ég hefi lengi
verið þeirrar skoðunar, að hér
þyrfti að brcyta til, og hefi ég
borið fram tillögur um það við
útvarpsráð, sem að vísu hafa
ekki fundið náð fyrir þess augum
■hingað til, og eins hefi ég 'birt
nokkuð um þeíta á prenti fyrir
tveim árum. Loks fór ég með mál
ið á héraðsfund Œteykjavikur próf
astsdæmis í fyrra, en þar hefi ég
um hríð átt sæti sem safnaðar
fulltrúi dómkirkjusafnaðarins.
Fundurinn var ákveðinn í því
að sinna málinu og var nú sam
þykkt gerð, að kjörnir skyldu tveir
menn með dómprófasti sr. Jóni
Auðuns, þeir <5ísli Sveinsson og
sr. Jakob Jónsson, til 'þess að
fjalla um málið íil frekari undir
húnings, með aðstoð biskups Ás
mundar Guðmundssonar og i sam
ráði við hljómlistarráðunaut ríkis
útvarpsins dr. Pál ísólfsson, en
umræðuefnið var, að söngur Pass
íusálma kæmi að meira eða
minna leyti i staðinn fyrir lest
ur þeirra i útvarpinu.
Þessir menn komu síðan saman
á biskupsskrifstofunni fyrri part
þessa vetrar og urðu þeir ásáttir
um að leggja til við útvarpsráð, að
breytt yrði nú til (aðallega eftir
tillögu dr. Páls) um flutning sálm-
anna, sem tilraun þannig, þótt
þeir yru lesnir, að á hverju
kveldi yrðu sungin tvö fyrstu og
tvö síðustu vers hvers sálms, svo
að séð yrði, hversu það félli hlust
endum í geð. Um þetta var svo
sent bréf til útvarpsins, en Jak.
J. var þá forfallaður og hafði
beðið G. Sv. að greina frá sinni
skoðun á málinu. Þessu svaraði út
varpsráð 26. jan. s. I. með endur-
riti úr gerðabók ráðsins, þar sem
greindi, að tillagan hefði verið
rædd, „en hlaut ekki stuðning út
varpsráðs", stóð þar; kvaðst það
vilja halda sama hælíi og áður.
Nú taldi ég, sem var upphafs
maður þessa máls, að eigi væri
lengur til setunar boðið að skýra
afstöðu mína enn á ný fyrir út-
varpsráði, sem mér hafði satt að
segja lengi þótt harla áhugalítið
um þetta efni, en 'hátt á annan
tug ára mun nú vera síðan er þessi
sálmalestur hófst og alltaf hjakk
að í sama farið. Varð þá að ráði
milli mín og þess, að ég kæmi á
fund með því tiltekinn dag, sem
og varð (10. febr. s. 1.) að við
stöddum útvarpsstjóra, enda var
þá lika kominn þar dr. Páll ísólfs
son.
Var „skipzt á skoðunum og
fóru fram gagnlegar viðræður“,
eins og stundum heyrist nú ann
arra á milli, og má þá geta sér til
um árangur. Voru sumir þar mér
sammála í aðalatriðum eða ein-
hverjum atriðum, en aðrir lítt til
þess búnir, og niðurstaöa varð að
svo vöxnu engin önnur en að í-
hugað skyldi málið áfram. Hafði
ég þá og þar að nokkru raansak
að hjörtu og nýru ráðsmanna, er
ég óskaði þó, að mætti „fara batn
anda“. Skildu svo sáttir að kalla.
II.
Tel ég nú rétt að skýra frá
því i fáum orðum, hvað á undan
var gengið þessari siðuslu atrennu
í Passiusálma málinu.
Fyrir 4—5 árum hóf ég máls á
því, að gefnu tilefni, við fulltrúa
útvarpsráðs, hvort ekki myndi rétt
fyrir ráðið að sinna því, sem ég
vissi að var ósk eigi fárra í land
inu að nú yrði u;n sinn horfið frá
lestri sálmanna, en þeir sungnir i
þess stað. Höfðu og jafnvel prest-
vígðir menn haft þau orð um í mín
eyru, að þeir og fleiri væru orðn
ir „dauðleiðir" á þessum þululestri
sálmanna allan föstutímann. Þar
sem þetta varð ekki að neinu,
sendi ég útvarpsráði skriflegt er-
indi um málsástæður dags. 8.
marz 1955, og set ,ég hér úr því
fáeina kafla, 11 þess að menn
glöggs-i sig belur á viéhorfi máls-
ins í heild —- og sízt hefir það
breytzt siðan til bat íaðar: Eru þeir
á þessa leið: „Þar sem ;nér hefir
fuj.d'zt — svo sem ég einnig hefi
látið í Ijós við hlutaðeigendur —
að vandi allmikill só rík:sútvarp
inu á höndum í meðferð Passíu
sálmanna á föslunni. sem sé um
lesiur þeirra — — vil ég leyfa
mér að leiffa athygli að eftírfar-
andi vegna framííðarinnar: Eg
hefi í raun réttri ávallt verið þeirr
ar skoðunar, að æfðir klerkir lesi
sálmana, ef bá skal lesa í alþjóðar
áheyrn. Þegar á allt er litið myndi
•almenningur una því vel ,og þe'r
ættu einnlg að hafa e'nna bezt
skil.vrði til lýtalauss flúlh'rg.;. eft
ir því sem verða ;ná. end.i ófært
að taka til þess hina o.g aðra. þótt
úr góðum leikmannahópl sé stund
um ef til vill eftir geðþótta ein-
stakra manna. sem hér um eiga að
fjalla. Allir pailadómar um þetta
eru hvimleiðir. — H.iá þeim mætti
væntanlega komast og annarri
óánægju úl af þessu efni til fram
búðar með tvennum hætti, að ég
hygg — annaðhvort 1) með því
að góður lestur sé geymdur á
þræði og notaður oftar sem
íöstulestur, en eins og menn vita
er þetta nú hvort sem er falað
inn á þráð, eins og svo margt ann
að, og þvrfti að ganga svo frá, að
geymdist vel og óskaddað. . . Það
er lika sýnu betra að endurlaka
það, sem vel er, heldur en flytja
nýjan lestur misjafnan eða að ein
(hvcsrju íleyti mishepþnaðan. I—-
Eða 2) að hætta blátt áfram að
„Iesa“ Passíusálmana, en syngja
þá heldur. Á því þætti nér fara
bezt. — Undir öllum kringumstæð
um, þar sem því varð við komið,
voru sálmarnir sungnir með þjóð
inni um ár og aldir, þótt oft væri
sjálfsagt af veikum mætti, e:i nú
gæli öll alþýða þessa lands notið
þeirra vel sunginna í útvarpinu . .
Væri það hið ákjó-anlegasta, og
hið þjóðlega endurtekið á nútíma
vísu og ágallarnir þar með úr sög-
unni. Hæfilegur söngkór (kirkju-
kór) — ef ekk ensöngvarar —-
syngi sálmana inn á þráð eða plöt-
ur, og þetta síðan notað föstu eft
ir föstu, meðan vel endist. Yrði
þetta að sjálfsögðu einnig ódýr
ara til lengdar en hinn hátturinn,
en flutningurinn tæki (alls) vart
legri tíma en hann gerir nú og
vinsældir hans myndu aukast og
ánægja fólksins, enda með því allt
gert hátíðlegra og hugðnæmara.“
Svo hljóðað; sá pistill, en hann
endaði með þessum orðum: „Leyfi
ég mér að vænta þess, að ráða-
menn útvarpsins taki þessar athug
anir minar til góðviljaðrar meðferð
ar.“
Við þett.a heíir nú sétið öll
misserin síðan. Fjögur ár. Ekki and
svar frá útsvarpsins hálfu, fyrr
en eí nú er að komast nckkur
hreyfing á málið!
III.
Sú t'.lbreyting hefir að vísu gér
verið þessa yfirstandandi íöstu,
að leikið er á organ „gamalt. Iag“
á undan og ef!ir lestri. Hafði sal'n
að þessum forngripum hinn ágæti
söngstjóri og tó ísnillingur Sigurð
urður Þórðarson og var það til-
kynnt með nokkurri viðhöfn fyrir
hlustendum og i blöðum, en þessu
fylgdi þó sú ieiða missögn, • að
Passiusálmarnir hefðu ávallt verið
„Iesnir“ á heimilum á liðnum tím
um. hvernig sem nú á þeirri full
yrðingu sténdur, því að þessu var
vissulega öfugt farið. eins og kunn
ugt mætti vera. U:n listagildi
þessara laga. get ég ekki dæmt, en
hitt staðhæfi ég, að fæstir (ef
nokkrir að ráði) geta ekki notið
þeirra sem eigandi við sálmana nú
á tímum, á móís við hin venjulegu
lög. Sök sér væri þó að gera sér
ré'.ta grein fyrir þessu, ef lögin
þessi væru sttngin (eða rauluð,
eins og líka má segja) fyrir fólk
ið. Mætti og kynna ágrip af þeim
með þessum hætti og sér í iagi
eitthvert kvöldið, hlustendum
væntanlega til ánægju, en ekki
held ég, að þau geti fylgt Passiu
sálmunum héðan af, og . verður
hinn mikilsvirti höfundur að
virða mér þetta álit mitt til vórk
unnar, enda munu fleiri en ég
undir sömu sög seldiri
Vitaskuld á lit.ill kór, t. d. hluti
úr dómkirkjukórnum (í dómkirkj
unni) að syngja Passíusálmana á
föstunni, og bókina geta menn
haft við höndina, svo að greinist
orðaskil. enda er það ekki óþekkt
undir sálmasöng. Og ekki er þess
að dyljast, að vel getur komið til
mála að velja úr hverjum sálmi
ákveðin vers að „beztu manna
ráði“ til þess að fara með hverju
sinni, en sleppa alveg sumurn vers
unum o. s. frv. Myndu þá nútíma
menn ef til vill betur geta notið
•bæði listar og betrunar af flutn
ingi hinna dýru sálma. Hirði ég
eigi að rökstyðja sérstaklfega
þetta síðastgreinda um sinn —: og
lýk máli minu. Aðrir segja þá
s;na skoðan, ef vilja, enda engin
goðgá, þótt ..sinum augum líti
hver á silfrið" i þessu efni sem
öðrum.
Deilan um sknrnið
Sögueyjan hefir frá ómunatíð
verið land hins dýra skáldskapar.
Svipmiklar náttúruandstæður hafa
mótað og þroskað ímvndunaraflið
öld eftir öld. Og enn í dag er
ort á tungu Egils. En nú greinir
rnenn á um skurnið — sjálf innri
bygging virðist algert aukaatriði.
— Það er ærin ástæða til að
vekja athygli á því, að slíkt er
hin mesta firra og ekki samboðið
bókmenntaþjóð.
Skáldskapur lýtur sínum eigin
lögum, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. — Atómskáld nú-
timans getur verið mikill listamað
ur, og hinn hefðbuncini rímþræll
afleitur. Deilan um skurnið, er
því alveg út í höfct. Það sem máli
skiptir, er að gæða orðin nýju
Iífi, hafa eitthvað að segja, sem
skírskotar til vits og þroska les-
andans. En sjálft skurnið verður
alltaf smekksatriði hvers og eins,
og s'ínunt augum lítur hver á þá
hlið málsins. Sama er að segja
um skáldskapinn. Sama 1 ióð vek-
ur eklci sömu kenndir hjá nein-
•um tveim — er lesa það. Svipað
og sama landslag vekur ekki sömu
filfinninjar hjá máluruni meff
likt sálarlíf. :— Af þessum athug-
unum mætti það vera ljöst hvcrj-
um heilvita manni, að skálds'kap-
ur er persónubundin sköpun, til
orðin af þrám og draumum skálcls
ins. Skáldið er því sálfræðingur,
sem skyggnist undir yfirborðið,
kannar óþskkta möguleika með og
móti. — Þarna er máski fundin
skýring á ýmsum persónulegum
krytum í ’garð skálda. Mönnum
líkar ekki að vera gegnumlýstir
— hafi þeir vonda samvizku. Hér
hefir verið leitazt við að rýna í
kviku Ijóðsins, — reynt að. gera
mönnum innlift, að einber skurn-
dýrkun, er hættuleg og villandi,
þegar skurnið er gert að höfuðat-
riði — innra lífi sleppt. Kvæðið
er þá fagurt lík ■— vígt dauðanum
og gleymskunni.
Einstefnumönnum í list, mætti
vera nokkur huggun í því, . að
persónulega er ég ekki mótfall-
inn (atómkveðskap). En ég ,fæ
ekki séð, að hann leysi þá frá
samögun hugsunar. Þótt ég viti
mætavel, að hið bundna mál er
tíðum ofmetið af alþýðu.
Stuðlar og höfuðstafir verða
Framhald á 11 síðu,