Tíminn - 17.03.1959, Page 8
8
T í iVI IN N, þri'ðjudaginn 11. marz 1959.
3. síðan
skyldi þegar hlnn 3. janúar s. L,
þegar Eisenhower undirritaði
plagg, sem skipar hinu norðlæga
ríki jafnfætis sjálfu Texas og
öðrum fylkjum bandarískum og
•sagði um leið: „Þetta er söguleg
ur atbiirður". 48 klukkutímum eft
ir að þetta bar við voru flagga-
framleiðendur komnir af stað með
framleiðsluna á nýja flagginu.
Saumað á
Dýrustu bandarísku flöggin eru
með ásaumuðum stjörnum og
röndum. Elzta og virðulegasta fyr
irtæki Bandaríkjanna í -þessari
grein, Annin og Co. í New York,
myndi ekki láta það út spyrjast,
að einn einasti fáni frá þeim stað
væri með áþrykktum stjörnum eða
röndum. Þar er allt saumað á dúk
inn. Og þetta gerir að verkum,
eftir því sem forstjórinn segir, að
ekki er hægt að auka framleiðsl
una fyrirvaralaust. Hann heldur
einnig áfram og segir: flaggasaum
ur er list og það er erfitt að
finna hinar réttu saumakonur, er
'hafa það í sér að geta saumað
flögg. Viðbót einnar stjörnu í
fánann hefir ‘kostað framleiðend
ur mikið fé og mikla fyrirhöfn,
og mörgum mótum hefir þurft að
Breyta um mót
En það sem verra er: Fastlega
er búizt við, að flaggaframleiðend
urnir þurfi að breyta um mót sín
aftur strax og þeir eru svo til
nýbyrjaðir að nota mótin með 49
stjörnunum. Ástæðan er sú, að
þess er vænzt að þegar á næsta
ári" muni Kyrrahafseyjan Hawai
tekin up í Bandaríkin sem 50. rík
ið, og þá 'bætist að sjálfsögðu 50.
stjarnan í flaggið.
■t * •, OífUlMAao
»HAT
(Framhald af 6. síðu)
gat lítið sagt annað en þetta: „Ég
er mikið þreyttur, en ósköp var
nú gaman.“ Það leyndi sér ekki,
að þrátt fyrir þreytuna var fögn-
uður sálarinnar svo djúpur og
einlægur, að ég hef stundum velt
því fyrir mér síðan, hvort hinum
annars svo mjög fróma útlenda
vini vonam hefði ekki orðið lótt-
bærara að gera alvöru úr hótun
sinni, ef þörf hefði krafið, heldur
en verða af samfylgd Eyjólfs. —
Larsen flutti síðar ágætt erindi
um Eyjólf og lýsti honum mjög
vel, og segir m.a.:.,,----augun
í honum eru þau sem mér hefir
•hlotnast að sjá glettnilegust. En
minnisstæðastur var mér þó hlát-
ur hans. Það var lúðurbláslur lífs
gleðinnar.“
Hér hefir verið fjölyrt um einn
þátt í fari Eyjólfs, þann sem mesta
athygli hefir vakið, enda vissu-
lcga sterkur. En þar með er ekki
allt sagt. Hann hefir líka haft af
ýmsu að segja öðru en glettni
lífsins, eins og flestir alþýðumenn
á hans aldri. Samferðamenn hans
á lifsleiðinni sem kynntust honum
vel, munu að vísu lengi minnast
léttleika hans á góðum stundum,
en þó getur verið að þeir verði
•samt minnugri á hljóm frá öðr-
urn streng, sem aðeins nánari kynn
ing leiddi í ljós, hann átti sem sé
næman skilning og samúð þegar
á reyndi. Hann gætti ekki að því,
hvar fjöldinn skipaði sér, þegar
hann vildi leggja máli lið, og
fróður var hann um margt, og það
var gott að tala um margt anhað
við hann en hesta.
Margir vinir Eyjólfs munu sakna
hér ýmislegs sem þeir hefðu ósk-
að að tekið hefði verið fram. Svo
hlýtur líka að vera í stuttri grein,
þar se.ni nógu er af að taka. Þess
ar línur hafa aðeins því hlutverki
að gegna að færa honum árnaðar-
óskir, svo og fjölskyldu hans, á
sjötugsafmælinu, sem jafnframt er
nálægt því að vera 40. ára bú-
skaparafmæli hans í Sólheimum.
— Ég efast ekki um að margir
vinir hans munu nú minnast hans
á þessum tímamótum. Megi 'hon-
um svo endast lífsfjör og heilsa
sem aldur.
Jónas Benónýsson.
Við mótmælum allir
(Framhald af 5. síðu)
Alþýðuílokkurinn á vissulega
verk að vinna eigi síður en ,sam-
bærilegir flokkar eriendir, sem
margir eru heilsteyptir og mjög
sterkir. En meðan giftuleysi hans
er þvíhkt, að forkólfarnir telja
sér bezt borgið undir stélfjöðrum.
íhaldsflokksins, á hann sér engr-
ar viðrcisnar von, hvernig svo
sem kjördæmum verður breytt og
bylt,
Gísli Magnósson
Frá Neytendasamtökunum
SIEINÞÖRsj
32 frá 19. júní 1933 um tilbúning
og verzlun með smjörlíki. Hún
hljóðar þannig: „Á umbúðum alls
innlends smjörlíkis skal standa
skýru letri orðið Smjörlíki ásamt
nafni smjörlíkisgerðar þeirrar, sem
vöruna hefur framleitt.“ Virðist
hér um beina hliðstæðu að ræða
og koma til álita að beita lögjöfnun
um sölu á smjöri. Að ýmsu leyti er
ríkari ástæða til þess að þessi
regla gildi um smjör en smjörlíki.
Með hliðsjón af frainansögðu,
væntir stjórn Neytendasamtakanna
þess fastlega, að Osta- og smjörsal-
an s/f verði við tilmælum Neyt-
endasamtakamia, og óskar ákveðins
svars fyrir 20. marz n.k.
GaflSabuxur
A fundi sínnm 7. marz 1959 sam-
þykkti stjórn Neytendasamtakanna
'eftirfarandi:
„Þar sem Osta- og smjörsalan s/f
hefur ekki svarað tilmælum Neyt-
endasamtakanna, er fram komu í
álitsgerð þeirra 18. febrúar s.l. þyk-
ir rétt að ítreka þau og óska svars.
j Stjórn Neytendasamtakanna álít-
ur, að Osta -og smjörsölunni beri
lögum samkvæmt að geta fram-
leiðslustaðar eða framleiðenda á
umbúðum smjörs og enn fremur
að fella niður nafnið „gæðasmjör".
Skal í því efni skírskotáð til laga
nr. 84 frá 19. júní 1933 um varnir
gegn óréttmætum verzlunarhátt-
um. 1. málsgrein 1. greinar þeirra
laga hljóðar svo: „Óheimilt er
hverjum þeim, sem selur vöru eða
hefur hana á boðstólum, að gefa út
villandi upplýsingar um vöruna til
að hafa áhrif á eftirspurn hennar
eða sölu.“ Enn fremur segir svo í
sömu grein: „Sérstaklega er bann-
að að setja villandi auðkenni á vör
una sjálfa, umbúðir hennar eða ein-
kennismiða, á auglýsingaspjöld,
reikninga, vörusfcrár eða önnur
verzlunarskjöl. Villandi teljast: a)
auðkenni, sem gefa rangar upplýs-
ingar eða geta vakið rangar hug-
myndir um framleiðslustað (land)
vörunnar, um tegund hennar, til-
búning, efni, samsetning, gerð, eig-
inleika, áhrif eða verðlag. b) auð-
kenni, sem komið geta kaupandan-
um til þess að halda það, áð allur
sá mismunandi varningur, sem í
verzlun er á boðstólum, stafi frá
sama framleiðslustað(la.ndi), eða
sé búinn til á sama hátt, þótt þessu
sé ekki svo varið nema að sumu
leyti.“
' Þá þykir stjórn Neytendasamták-
anna rétt að benda á 9. gr. laga nr.
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiTiKuifFiminiiiiiiiiiiiiiiiiMiinnmiifUUirBS
mvju? *®w&B&sua m &o.
. UMBOOO- * HdkOVIRUun -
NVIIIKiaTVII llMI ItlDI
Ms.Reykjafoss
íer frá Eeykjavik föstudaginn 29.
þ. m. til Vestur- og Norðurlands:
Viðkonuistaðii':
Patreksfjörður
ísafjörður
Siglufjörður
Akureyri
Húsavík
Vörumóttaka á miðvikudag og
fimmtudag til hádegxs.
Il.f. Eimskipafclag íslands.
muuiuiiiiininBiHiuuiiuiiHDnuiiiiiiiiiiiiiiiii
Húsgagnasalan tilkynnír
Við viljum bsnda fólki utan af landi á, er það
kemur í bæinn í verzlunarerindum, þá höfum við
til sölu alls konar húsgögn á mjög lágu verði, og
höfum einnig aðstöðu til að útvega alls konar
notaða og vel með farna húsmuni, mjög ódýra.
HÚSGAGNASALAN, Klapparstíg 17, sími 19557.
Geymið auglýsinguna.
Vélbáturinn
Guðbjörg Th. 160
er til sölu — Fullnægir öllum nýtízku kröfum.
Smíðaár 1957. Stærð 9 til 10 tonn. Búdda-diesel-
vél. Atlas-dýptarmælir. Talstöð og gúmmíbjörgun-
arbátur. Enfremur 30 þorskanet og 40 láðir. —
Tilboðum sé skilað til blaðsins fyrir næsta laugar-
dag 21. þ. m. eða væntanlegir kaupendur setji sig
í samband við Jón Árnason, kaupfélagsstjóra,
Raufarhöfn, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Allur réttur áskilinn.
------..---------------------------------------------.... —.......................
>..w-
Frá Íslenzk-ameríska félaginu
í Reykjavík
Leikritaflutningnum, sem átti að fara fram í kvöld
(þriðjudag), verður að fresta þangað til annað
kvöld, miðvikudag 18. marz kl. 8,30 e. h. 1 ameríska
bókasafninu, Laugaveg 13. Þá verður flutt af
hljómplötum leikritið „Our Town“ eftir Thornton
Wilder með amerískum leikurum.
i