Tíminn - 22.03.1959, Page 3
/
T í iVI INN, sumimudaginn 22. marz 1959.
N I RÆÐ:
Þórunn Björnsdóttir frá Seli
Austast i Grímsnesinu er fjallið
Mosfell. Það lætur lítið yfir séi
í fjarska, en er nær dregur ei
það fagurt og vinalegt. Víða dreg
ur það lyng og graábrekkur upi
til efstu brúna. Efra er það vaxii
mosabreiðum og grösúgum, smá
dölum. Landgott «r fyrir fénað í
f.lallinu og börnin viö fjallið elski
berjabrekkiurnar. Góðbýliin eru
hringsett um fjafiið. Á fyrstu tug
um þessarar aldar var þar marg
menni á hverjum -bæ. Hundgá oj
hó, vinnuköll og hlátrasköll fr:
þessum býlum bergmáluðu í fjall
inu. Að austanverðu er fjallið af
líðandi, þar undír er bærinn Sel
Húsfreyjan frá Seli, Þórunn Björns
dóttir, Baldursgötu 16, hér í bæ.
er níræð í dag.
Þórunn Bjömsdóttir er fædd að
Helludal í Biskupstungum 22.
marz 1869, dóttir hjónanna -þar,
Margrétar Guðmundsdóttur og
Björns Björnssonar. Þegar Þór-
unn var þriggja kra, þá komin að
Galtalæk í sömu. sveit, dó móðir
hennar. Síðar giftist faðir hennar
Herdísi Halldórsdóttur frá Mið-
dalskoti i Laugardal, alsyslur Sig
urðar á Brú í Grímsnesi. Með Mar
gréti eignaðist Björn 4 syni og
tvær dætur og með Herdisi 3
syni. Eftir sjö ára sambúð dó Her
dís. Eftir það bjó Björn með
ráðskonu, Þorbjörgu Þorsteins-
dóttur, í 14 ár. Sum systkmanna
dóu i bernsku, en hin ólust upp
ssman. Þórunni ieið vel á ung-
dómsárunum. Faðlir Jhennfjr viar
dugnaðarbóndj og komst vel af,
og hún átti þvt staka láni að
fagna að bæði stjúpan og ráðs-
konan voru henni og hin.um börn-
unum mjög góðar. Þær voru báð-
ar glaðlyndar og því oft kátt og
skemmtiiegt í bænum.
Þórunn lærði lestuf og nauð-
synlegan trúarlærdóm til slaðfest-
ingar, í þeirrar-tíðar anda, auk
þess hagnýta handavinnu. Heim- \
iliskennari var á Galtalæk til að
kenna drengjunum. Sá hafði mjög
góða rithönd og lagði mikla á- •
'hcrzlu á skriftarkennsluna. Þór-|
iinn var vel greind, fluglæs og
hafði gaman af bó'kum. Hún leið
af löngun eftLr að fá að læra
að skrifa, en skriftarkennslan var
henní alveg forboðin. ,.Það tjóaði
lítið að í'ara að kenna telpunni
að pára“, sagði fólkið. En morg-
unljómi hins íslenzka kvenfrelsis
roðaði kinnar ungu stúlkunnar á
Caltaíæk, og húrt ákvað með
sjáflri sér, að 'hún skyldi læra
að skrifa, eins og strákarnir. Hún
reyndi að fara ofan í skrift þeirra
og tðkst að læra stafina. Var hún
siskrifandi á hrímið á rúðunum,
eða gvellalög, sem þunnur snjór
lá á. Þegar kennarinn sá, hversiu
Þórunn hafði af sjáifsdáðum náð
leikní í að skrifa, sagði hann að
það »mætti til að -gefa telpunni
forskrift. Gaf haim Þórunni, um
lcið og hann fór, tvær forskrift-
arbækur, sem hún lærði mikið af.
Á sóellinu æfði hún sig í að
skrifd sendibréf.
Þegar Þórunn var fulltíða
stúlli^, dó faðir hennar. Réðst
hún þá að Bræðratungu og var
þar í eitt ár. Þar eignaðist hún
sitt fyrsta barn, Guðrúnu Guð-
jónsdóttur. í næstu fardögum réð-
ist hún að Spóastöðum til ágætis-
hjónímna Páls Guðmundssonar og
Önnu Pálsdóur. Það var Þórunni
engin ofraun að hafa litlu dótt-
urina með sór. Þórunu var dug-
leg og hraust, iáfið ekkert annað
en gleði og starf, og lítla dóttirin
jók yndi hvers einasta dags. Þar
var á bænum ungur og efnilegur
uppeldissonur, Kjartan Vigfússon,
ættað'ur úr Þingeyjarsýslu. Þau
Þórunn og Kjartan felldu hugi
saman, giftu sig 1901 og settust
að í Laugarási. Þar kunnu ungu
hjónin vel við sig. Víðsýnið mikið
og vellandi hverirnii- við túnfót-
inn. í liveraholunum eldaði unga
konari allan mat og var það búsí-
lag gott, en ekki kunni hún vel
við að nota hveravatnið í kaffið.
í Laugarási fæddist þeim fyrsti
LEIKHÚSMÁL
sonurinn. í næstu fardögum urðu
þau að fara frá Laugarási, því
jörðin hafði verið seld fyrirvara-
laust. Fengu þau þá byggingu
fyrir hálfu Sclinu og fluttu á
vesturpartinn, en Guðmundur
Bjarnason og Ingveldur Eyjólfs-
dóttir, fluttu á austurpartinn frá
Bjarnastöðum.
Þegar þessi tvenn, ungu hjón
komu að Seli var bærinn kom-
inn að hruni og ekki íveruhæfur.
Byggðu þeir Kjartan og Guðmund
ur tvíbýlisbæ, af eigin ramleik.
"Voru baðstofurnar bjartar, rúm-
góðar og vel viðaðar í hólf og
gólf. Var það mikið framtak og
atorka á fyrsta ári. .Bjuggu þessi
tvenn hjón á Seli í tvíbýli þrjá
og.hálfan áraug við barnalán, bú-
sæld og fádæma gott samkomu-
lag. Ilélzt gestrisnin og greiða
stmin í hendur í vestur- og aust-
urbænum.
Á Seli kunnu þau, Þórunn og
Kjaran, fljótt vel við sig. Þar er
vítt land og fagurt; skiptist þar á
þurrlendi og mýrargróðuir, gott
fyrir allar skepnur og slægjur á
túni og engjum kostaríkar. Ungu
hjónin höfðu ákveðið að helga
sveitabúskapnum krafta sína og
gengu nú ótrauð til verks. Nóg
voru verkefnin framundan:
stækka búið, bæta hús og rækta.
Á Seli fæddust þeim 3 synir. Öll
voru börnin hraust, uxu vel úr
grasi og það stækkaði færikvíarn-
ar og jók búhaginn, er lítil am-
boð voru borin út og bættust við
í teiginn. Því var við brugöið, hve
börnin voru dugleg og prúð.
Kæmi það fyrir, eftir að morgun
stundin kallaði þau til lærdöms
eða starfs, að kvöldfegurðin á
Seli tefði fyrir þeim að komast
í háttinn, þurfti mamma þeirra
ekki annað en fara fram í dyrn-
ar og kalla: ,,Þið munið eftir
morgundeginum“. Oft munu þessi
orð, eftir að Þórunn var hætt að
kalla inn börnin sín, hafa hljórn-
oð í eyrum þeirra að kvöldi dags
og gefið þeim íarsælan komandi
dag.
Eins og flestar sveitakoiiur átti
Þórunn langan og strangan erfiðis
dag, einkum meðan börnin voru
lítil, en oft mun hún hafa stytt
sér stund og létt sína lund með
því að hafa skemmilega bók með
í störfum, þegar hún gat því við
komið. Einu sinni u.n háannatím-
ann, er vinkona hennar úr Reykja
vík heimsótti hana árla, morguns,
er fólk myndi varla komið á fæt-
ur, var baðstofan tóm, en hús-
freyjuna fann hún í eldhúsinu.
Stóð hún þar við smjörstrokkinn,
hugði að smjörgerð og las jafn-
framt í Ijóðabók, sem lá þar við
hliðina á gómlum hlóðarsteini.
Þórunn er einlæg trúkona og las
húslesturinn á Seli og oftast í
Vídaiínspostillu á sunnudögum.
Sátu börnin hennar jafnan prúð-
ur.dir ies'trinum, en þegar fór að
vora fannst þeim Vídalín JUng-
orður. Þegar kirkjuklukkurnar á
Mosfelli kölluðu til tíða, sáust Þór
unn og Kjartan ævinlega koma
heim túnið með prúðbúinn barna-
hópinn sinn.
Oft vorum við systkinin send í
vesturbæinn að Seli með umburð
arbréf, óskilafé eða rákum önn-
ur erindi foreldra okkar. Gest-
risnin var alltaf söm við sig og
húsfreyjan laðaði að sér alla, sem
henni kynntust með góðvild sinni
giaðværð og kímni.
Árið 1937 flutti Guðmundur og
fjölskylda :hans af austurpartin-
um að Hömrum í Grímsnesi, og
hjuggu þau Þórunn og Kjartan
þá á allri jörðinni með börnum
sínum, unz þau brugðu búi 1939.
Tóku þá við búinu Árni og Björn,1
sem keyptu alla jörðina. Fáum ár-
um síðar hætti Björn búskap og
fiutti til Reykjavíkur. Nú hefir;
hann sell Sveini sinn hluta jarð-!
arinnar. Þórunn missti mann simi
1943 og hefir síðan dvalið alfarið
hjá börnum sínum, Guðrúnu og
Birni, í húsi þeirra, Baldursgötu
36.
Börn Þórunnar eru fimm, sem
fvrr getur, og eru þau eftir aldri:
Guðrún Guðjónsdóttir, sem nær
óslitið hefir dvalið með rnóður í
sinni og vorVð henni stoð og
stytta. Ólafur Kjartansson, að
Seli, Björn Kjartansson, verkam.
i Reykjavík, Árni Kjartansson,
bóndi að Seli, tvígiftur, síðari
kona Elinora, velmenntuð, þýzk
kona af góðum ættum, og Sveinn
bóndi að Seli.
Þórunni hefir liðið vel síðan
liún kom til borgarinnar og elsk-
ar borgina sína. Hún kom með
fullar ferðaskrínur, ckki af dýr-
gripum eða gersemum, en fögru
lífsstarfi í fagurri; sveit, og er
yfir er iitið er erfiðið orðið að
manndómis'sögu, sem hún hefir
gaman af að blaða í á Baldurs-
gölunni. Frá því að hún flutti til
borgarinnar ‘hefir hún verið si-
vinnandi, aðallega með prjónana
siria, og þá gleymir hún ekki að
iáta bókina liggja fyrir framan
sig á borðinu. Margur ullarsokk-
urinn og vettlingurinn hefir lagt
leið sína austur yfir fjall að Seli
og hlýjað sonum hennar við kul-
söm vetrarstörf. Til mömmu á
Baldursgötunni hafa þeh' oft
hugsað með hlýja vettlinga á 'hönd
unum, þegar ‘þorri hefir bitið í
á leiðinni á beitarhúsin við Brú-
ará. Þórunn er mjög helsugóð og
les og vinnur gleraugnalaust og
sjái hún í blaði eða tímariti vísu
eða ljóð, sem ‘O'inhver lífsspeiki
er í, skrifar hún það niður hjá
sér, nreð sinni ágætu skrift, sem
hún hefir engu þurft við að bæta
síðan hún skrifaði á svellin að
Galtalæk, Þórunn hefir alltaf
verið einlæg trúkona og trúir á
íramhaldslífið og óstudd labbar
hún ennþá tii kirkju á sunnudög-
um.
Þórunn á Seli er níræð í dag.
Iiún iítur yfir liðinn starfsdag og
gleðst yfir því að ekki brást henni
makavalið á Spóastöðum. Hjá
börnum sínum á Baldursgötunni
býr luin við ágætustu aðbúð, og
ef vinir hennar dást að hennar
glaða og unglega yfirbragði hefir
hún svarið á vörunum: „Mér er
gefið góð heilsa, rólyndi og glað-
lyndi, og börnin hafa öll alltaf
verið mér svo góð, þæg og dug-
leg og eins er tengdadóttirin
þýzka og barnabörnin mér svo
góð.‘ Þá er það einnig gleði henn-
ar í dag, að á Seli eru reist ris-
mikil hús fyrir menn og skepnur,
búsmalinn stór, og túnin þenja
sig lit yfir móa og mýrar, og kart-
öfluræktin ein sú mesta í upp-
sveitumi Árnessýslu. Yfir bæ og
hjörð að Seli blasir menning þjóð
arinnar á þessum merkisdegi Þór-
unnar.
Við systkinin frá Mosfelli þökk
um afmælisbarninu órofa tryggð
við foreldra okkar og okkur frá
fyrstu kynnum og óskum henni
heilla og blessunar á ókomnum
ævidögum. „Guð í hjarta guð í
stafni* gefi henni nú, sem fyrr
fararheill, er 'hún leggur upp á
tíumfá áratug ævi sinnar.
Gísli Gíslason
írá Mosfelli.
Eugéne Ionesco
Ef ég ætti að nafna þá leikrita.
höfunda, sem á undanförnum árum
hafa ráðið ríkjum i frönskum til.
raunaleikhúsum og öðrum fjörmikl
um leikhúsum Parísar. koma mér
fyrst í hug írinn Samuel Beckett,
höfundur En attendant Godot,
Belginn Michel de Ghelderode,
höfundur Ecorial og fjölda ann-
arra hér óþekktra leikrita. Kákas.
íumaðurinn Arthur Adamov, höf-
undur La Parodie, Tous contre
Tous, Le Ping.Pong og nokkurra
fleiri leikrita. Frakkinn Georges
Schéhadé, en einkum þó rúmenski
rithöíundurinn Eugéne Ionesco. Sá
síðast taldi er fæddur í borginni
Stlatina í Rúmeníu fyrir um það
bil 48 árum. Ungur varð hann
gagntekinn útþrá og löngun til að
sjá meira af heiminum. Haon sett.
ist að í heimsborginni miklu við
Signubakka, en hún hefur löngum
heillað þá, sem leitað hafa að vett-
vangi til að koma á framfæri ný.
stárlegum hugmyndum eða frum-
legu tjáningarformi í listinni.
Ionesco mun upphaflega hafa ætl.
að sér að verða listmálari. Hann
segir að það hafi valdið sér sárum
kvölum að sækja leiksýningar og
horfa á leikarana reyna að stæla
manniífið með hinum raunsæja
leikstíl sínum. Allt slíkt þótti hon.
um fals eitt og sjónhverfingar.
Hann forðaðist því leikhúsin það
mest hann mátti, en svo varð óbeit
hans á hinu hefðbundna leikformi
að lokum svo mikil, að hann mátti
til með að láta í ljós óbeit sína og
í því skyni samdi hann háðleikinn
La cantarice chauve (Sköllótta
sýngmærin). Við þennan þátt gæti
átt við undirtitill sá, sem hann lét
fylgja einum af síðari þáttum sín-
um, en hann hljóðar svo: „Auð.
mjúk tilraun min til þess að eyði-
leggja hinn forna leikstíl og mál.“
Það mun hala verið áxið 1950 að
leikurinn var sýndur í Théatre des
Noctambules, en í því leikhúsi hafa
gerzt 'margir sögulegir leikvið.
burðir, enda hafa fá tilraunaleik.
hús komizt lengra i að hneyksla
áhorfendur sína með djörfu vali
viðfangsefna.
Leikurinn vakti mikla athygli
meðai Parísarbúa. Þeir þyrptust í
leikhúsið og margir urðu til þess
að skrifa langar og liáfleygar
blaðagi'einar um höfundinn og
verkið. En sagt er að Ionesco
brosi að eins að þessum heilabrot.
um og þegar hann er sjálfur spurð-
ur, 'segist hann aðeins skrifa leik_
rit sjálfum sér til ánægju. Inesco
hefur skrifað allmörg leikrit, en
fæst þeirra hafa komizt á leiksvið.
Leikir hans eru að vissu marki
mjög leikrænir. Hann veitir leik.
stjóra og leikendum óvenjulegt
frjálsræði til að túlka verkin og
slundum eru setningamar næát því
að vera bending til leikstjórans.
Það má ekki binda hugarfl-ug
skáldsins með holdi og blóði leik.
aranna, segir Ionesco, og það er
fjarri því, að hann sé sá fyrsti,
sem haldið hefur slíku á loft.
Margar kenningar hafa komið
fram á undanförnum áratugum í
því skyni að brjóta reglur hins
raunsæja drama og tilraunir hafa
verið gerðar til þess að skapa ný
form leikrita, og sennilega hefur
engur núlifandi höfundi tekizt að
komast jafn langt í þessum efnum
eins og hinum lávaxna, sköllótta
og dökkeygða Rúmena.
í leiknum Les Chaises (Stól-
arnir) eru til dæmis tvær persónur.
Það er 95 ára maður og 94 ára
•gömul kona hans. Aðrar persónur
koma ekki fram á sviðið, en samt
fá þessi gömlu hjón heimsókn
margra annarra persóna, sem eru
ósýnilegar leikhúsgestum. Við
kynnumst þeim aðeins eftir þeim
viðbrögðum, sem leikararnir tveir
sýna. Af framkomu þeirra, viðmóti
öllu og viðræðum við gestina,
verða áhorfendur að dæma gest.
ina. Bregðist leikurunum listin, er
hætt við að kynnin verði bragð.
dauf og fáum til ánægju. í öðrum
leik sínum „Vietimes du devoir“
(Fórnardýr skyldunnar) lætur
hann til dæmis eina persómina
ganga í gegnum hljóðvegginn og
síðan í gegnum annan vegg, sem,
gerir hann ósýnilegan fyrir aðrar
persónur leiðsins. í leiknum „Amé-
dée“ eða „Comment s’en débarr.
asser?“ (Hvernig er hægast að
að losna við það?“ kynnumst við
hjónum, sem í fjölda ára hafa ver.
ið lokuð inni hjá líkinu af fyíra
eiginmanni konunnar. Það eru Rð.
in fimmtán ár frá því, að síðari
eiginmaðurinn myrti hinn fyrri, og
í hvert sinn og naf.n hins myrta er
nefnt, vex líkið og að síðustu riim-
ast það ekki lengur í herberginu.
Hér er það hin slæma samvizka
hjónanna, sem Ionesco lætur birt-
ast á þennan óhugnanlega hátt.
Stólarnir eru venjulega talinn bezti
leikur höfundarins, en næst honum
„La Lecon“ (Kennsiustundin) og
(Framhald á 8. síðu).
/ ' - .
* ) % . v,
wmmm
,. ít/'VVív, ■ :
y;