Tíminn - 22.03.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1959, Blaðsíða 7
ríIHINN, sunnudaginn 22. niarz 1959. 7 - SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ - Hreinar línur í kjördæmamálinu eftir flokksþingin. - Næstu kosningar munu snúast um |>að, fyrst og fremst, hvort núv. kjöræmi skuli lögð niður. - Á að hætta við að byggja landið allt? Kjördæmabreyting, sem eykur sundrungu vinstri aflanna. - Framsóknarflokkurinn er enn jbá eins og fyrir fjörutíu árum, flokkur stórhuga ungs fólks, sem tráir á landið og framtíðina. Um seinustu helgi settu flokks- þing Framsóknarmanna og lands- fundur S.jálfstæðisflokksins, sem !þá stóðu yfir hér i bænum, megin svip á stjórnmálalífið. Þess- um stóru þingum er nú lokið, en áhrifa þeirra á hins vegar efth’ að gæta lengi. Þau munu setja meginsvip á kosningabaráttu ía, sem 'háð verður á þessu ári, og áhrifa þeirra mun gæta lengi eft- jr að 'hún er gengin hjá. Það, sem gerir þessi þing jafn þýðingarmikil og örlagarík, eru hinar gagnólíku stefnur, sem þar voru markaðar í kjördæmamálinu. Á flokksþingi Framsóknar- manna var lögð höfuðáherzla á viðhald hinna sögulegu þróuðu kjördæma, jafnframt því, sem fþingmönnum þétthýlisins yrði fjölgað. Á landsfundi Sjálfstæðis- manna vrar lögð höfuðáherzla á af- nám allra núv. kjördæma, nema Keykjavíkur, en í staðinn skyldu tekin upp sjö stór kjördæmi með •hlutfalLskosningum. Það er um þessar tvær megin- stefnur, sem fyrst og fremst verð- ■ur kosið í þingkosningunum í vor. Flokksþingin tvö hafa að þessu leyti markað mjög hreinar línur. Kjósendur þurfa ekki að kvarta undan því, að valið verði vanda- samt vegna þess, að það sé óljóst, hvað um sé að velja. Deilan stendur um rétt landsbyggtSarinnar Eftir flokksþingin tvö, liggur það 1 jóst fyrir, að það veldur ekki ágreiningi, hvort fjölga eigi þing- mönnum í þéttbýlinu eða hvaða kosningaíyi’irkomulag eigi að fhafa í Reykjavík. Deilan stendur eingöngu um kjördæmaskipunina og kosningatilhögunina utan Reykjavíkur. í stuttu máli má segja, að munurinn á þeim tveim- ur stefnum, er hér eigast við, sé í höfuðatriðum þessi: Með núverandi fyrirkomulagi 'er tryggt miklu nánara samband milli þingmannsins og kjósenda hans heldur en þegar viðhöfð er hlutfallskosning í stórum kjör- dæmum. Með því að taka upp fá, stór kjördæmi er því réttur landsbyggðarinnar stórlega veikt- ur. Með núverandi tilhögun er kjósendum veitt miklu sterkari aðstaða til að ráða vali fram- bjóðeuda en þegar kosið er í fá- um, stórum kjördæmum. Það er mjög greinilegt, að verði horfið að þeirri skipan, mun þetta mikil væga vald dragast úr höndurn kjósenda í landsbygigðinni í hend ur flokksstjórna í höfuðborginni. Þetta mun því enn veikja aðstöðu landsbyggðarinnar frá því, sem verið hefur. Það er þannig næsta ljóst af framansögðu, að aðstaða lands- byggðarinnar muni mjög veikjast, ef fallizt verðui' á stefnu Sjálf- stæðisflokksins, jafnvel þó'tt landsibyggðin haldi svipaðri þlng mannatölu og nú. Tiígangur Sjálístæ($isflokksins Það er ekki úr vegi í þessu sam handi^að svara þeirri spurningu, hvað valdi því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur nú. tekið upp þessa stefnu í kjördæmamálinu, enda þótt foringjar 'hans hafi lýst yfir því tirskamms tíma, að þeir myndu aldi'ei fallast á hana, sbr. yt' irlýsingu Ólafs Thors á Alþingi 1942. Tvær megin ástæður valda þess nm skoðanaskiptum, Önnur ástæð- Hiö fjölmenna flokksþing Framsóknarmanna, hiS fjölmennasta, sem þeir hafa haldiS, var augljós sönnun um hiS trausta oq vaxandi fylgi Framsóknarflokksins meS þ óðinni. Á þinginu rikti fullkominn einhugur um mál- efnabaráftu flokksins, og umræSur voru svo almennar oj miklar, að ekkert flokksþing mun komast í hálfkvisti við það. Voru þeir menn, sem til máls tóku á þinginu, njlega hundrað að tölu, eSa um fimmti hver maður, sem þingið sat með fulltrúarétíindum. Fundarsókn alla þingdagana var og mjög mikil og góð. Þessi mikli áhugi um mál flokksins og málefnabaráttu gefur góðar vonir um cfluga sókn flokksins í kosningunum i vor. Myndin er tekin á einum fundi flokksþinqsins og sést yfir nokkurn hluta fundarsalarins. an er sú, að ýmsír af hinum yngri forustumönnum Sjálfstæðisflokks- ins eru slitnir úr tengslum við sögu og land. Þeim finnst alltof mikið gert fyrir landsbyggðina. Þeir hafa þá trú, að þjóðin geti vel iifað, þótt hún hnappist sam- an í einn hóp á Reykjanesskagan- um, enda muni verða hægt að treysta á vaxandi hernaðarvinnu. Trú þeirra er sú, að unnt verði að leysa efnahagsmálin a.m.k. til bráðabirgða, með því að draga úr framkvæmdum út um land. Þetta teija þeir þó ekki framkvæman- legt, nema áður sé búið að stór veikja hið pólitiska vald lands- b.vggðarinnar. Hin ástæðan er sú, að forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins telja aukn ar hlutfallskosningar vænlegar til að viðhalda og atika sundrungu vinstri aflanna og í skjóli þess geti Sjálfstæðisflokkurinn náð völdurn. Þannig er kjördæmatillögum Sjálf stæð'.sflokksins stefnt jöfnum höndum gegn landshyggðinni og vinstri öfiunum. Augljós hætta Það er þannig ljóst,' að verði horfið að tillögum Sjálfstæðis- flokksins í kjördæmamálinu og vald lands'byggðarinnar þannig skert ,þá verður það fyrsta afleið- ing'n, að dregið verður úr öllum framkvæmdum út u:n land, og í kjölfar þess munu svo fylgja stór auknir fólksflulningar til Suður- nesja. Innan nokkurs tíma munu stórir hlutar landsins þá lítt eða ekki byggðii'. Ef framvindan verðtir á þessa ieið, munu bæði fjárhagslegu og menningarlegu sjálfstæði, lands- ir.s verða fljótt slefnt í fyllstu hættu. Vaxandi þjóð getur ekki búið í þessu landi og haldið fjár- hagslegu sjálfstæði sínu, nema hún nytji landið allt. Engin þjóð getur heidur varðveitt menningar legt sjálfstæði eftir að hún slítur að mestu tengslin við landið og söguna. Hér er þvi um miklu stærra mál að ræða en hagsmuni landsbyggðarinnar einnar. Hér er að ræða um sameiginlegt mál allr ar þjóðarinnar, þar sem framtíð hennar sern sjálfstæðrar þjóðar veltur á þvi, að hún byggi allt1 iand sitt og byggi það vel. Og hér er ekki sizt að ræða um mál Reykjavíkur, því að ekkert er henni hættulegra en ofvöxlur með ] an landsbyggðinni biæðir út. Þessar staðreyndir í sambandi við kjördæmamálið verða menn að gera sér vel ljósar. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins láta sér sjást yfir þessar staðreyndir vegna ímyndaðra flokkshagsmuna. Hinir óhreyttu fylgi.smenn verða hér að hafa vit fyrir þeim og stöðva þá þjóðhættulegu ráðagerð, sem þeir eru að reyna að framkvæma. Blindir foringjar Blinda forkólfa Alþýðuflokksins og Al'þýðubandalag'sins í sam- bandi við kjördæmamálið er meira en furðuleg. Öllum þeim, sem ekki hafa lok- uð augun, má vera það ijóst, að auknar idutfallskosningar munu ekki aðeins verða til þess að við- halda sundrungu vinstri aflanna, heldur þvert á móti lil að auka hana. Sá er-Jíka annar megintil- gangur forkólfa Sjálfslæðisflokks- ins með tillögum sínum u:n aukn- ar hluífallskosningar. Þetla láta foringjar Alþýðufloksins og Al- þýðuhandalflgsins sér alveg sjást yfir af misskildum áhuga fyrir því að viðhalda litlum klofningsflokk um, sem aldrei geta gert raun- hæfri vinstri stefnu neitt gagn, heldur munu aðeins viðhaida sundr ungu, sem er aflurhaldinu einu til hagnagar. Ef forkóll'ar Alþýðuflokksins og Alþýðuhandalagsins stæðu sam- an fyrir samstarfi vinstri aflanna, myndu þeir faliast á tillögur Fram sóknarflokksins. Þá yrðu vinstri öflin að þoka sér saman í eina, öfluga fylkingu, likt og gérzt hef- ur í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta niega þessir forkólfar ekki heyra, heldur kalla þetta hnefa- högg í andlit vinstri manna! Sam- starf vinstri aflanna 'er kallað hnefahögg í andlit þeirra! Er hægt að hugsa sér meiri blindni en þetta? Nýja „uppkastií“, sem veríur a<S stöíva Blindni forkólfa Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandalagsins er líka jafnmikil, þegar um er að ræða mál landshyggðarinnar. Forkólfar Alþýðuflokksins sjá yfirleitt ekki út fyrir Reykjanes- skagann og um formann flokks- ins hefir oft verið réttilega sagt, að hann sæi ekki út fyrir Hafnar- íjörð. Eðlileg afieiðing þes's er sú, að Alþýðuflokkurinn, sem vár eínu sinni stærsti flokkurinn á Vestfjörðum, er nú orðinn minnsti flokkurinn þar. Haldi foringjar hans þessari skammsýni áfram, mun flokkurin glata alveg fylgi sínu út um iand og er þá ekki heldur ástæða til að harma það. Einar Olgeirss'on, sem hefir nú aftur náð forustunni í Sósíalista- flokknum og Alþýðubandaiaginu, hefir jafnan verið einn svarnasti fjandmaður landsbyggðarinnar. Slík er heldur ekki óeðiilsgt. Ein- ar telur stóra höfuðborg með ó- tryggri atvinriu líklega til að skapa areigastéjt, ér sé góður jarðvegur íyrir byltingarstefnu hans. Fyrir honum yakir því á- kveðinn tilgangur, þegar hann vill brjóta landsbyggðína niður. Af þeim ástæðum, sem hér eru greindar, er ekki um annað að ræða fyrir þá, sem skilja nauð- syn þess að hlutur landsbyggðar- innar sé tryggður og fulls jafn- vægis gætt í byggð landsins, en að fylkja sér um Framsóknar- fiokkinn í næstu kosningum. Það geta menn gert án alls tillits til þess, hvar þeir eru annars i flokki, þar sem hér er um það eitt að ræða að stöðva framgang máls, sem er sjálfstæði landsins álika hættulegt og ef uppkastið hefði verið S'amþykkt 1908. Efnahagsmálin og kj ördæmabrey tingin Alþingi fór svo í frí fyrir pásk- ana, að stjórnarflokkunum tókst ekki að ljúka við páskaeggið, en svo kalla menn fjáröflun þá, sem sljórnarflokkarnir hafa í undirbún ingi vegna þeirra stórauknu nið- urgreiðslna, er þeir hafa ákveðið. Því skal ekki neitað, að hé • er um vandamál að ræða, eins og efnahagsmál okkar hafa- jafn- an verið síðan sumarið 1942, þeg- ar stjórn Ólafs Thors tvöfaldaði dýrtíðina á fáum vikum. Þá fór sú skriða af stað, sem síðan hefir ekki stöðvazt. í þessu sambandi er ekki úi \'egi, að menn hugleiði það, hvort ihin fyrirhugaða kjördæmabreyt- ing Sjálfstæðisflokksins sé líkleg til að auðvelda laush' efnahags- málanna í framtíðinni. . Reynslan aif hiutfíjllskpsning’- um í stórum k.iördæmum er yfir- leitt sú, að þær leiða til fíokka- fjöigunar og í kjölfar þess , fýlgir vaxandi giundroði og rin^úíreið. Lýðræðið hefir beðið ósigúr í hver'ju landinu á fætur öðru', þar sem hlufallskosningum hefir verið fylgt. .... í umræðum um þetta hefir, ver- ið nokkuð vitnað til Norðurjanda og reynsla þeirra taiiin ver.a á annan veg. Því miður er það ekki alveg rétt. í Finnlandi rílar' nú mikil óáran í stjórnarfáririu, þar sem hlutfallskosníngafýrirkóiriu- lagið hefir leitt til þess, að iekki færri en átta sundurleitir ilokk- ar berjast þar um völdin,- flæt!. er líka við, að þótt Danir og Norðmenn fái risið undir ’ sex flokkum, að efnahagsmálin yrðu ekki auðveldari úrlausnar liér á landi, þegar flokkarnir væfri orðn ir 6—8 eins og þeir eru í þess i:m þremur framanriéfndu löridum. Þeta er vissulega atriði,.!sem menn ættu vel að athuga. ; . Flokkurinn, sem truír á landiÖ Þótt kjördæmamáiið vaeri það höfuðmál, sem setti mestan svip á tólfta flokksþing Framsóknar- manna, tók það fjölmörg mál önri- ur til meðferðar og samþykkti- ít- arlegar álýktanir um þau. Þos'sai ályktanir markast af miklum stói hug og framsýni og einlægri trú á lf.nd og þjóð. Ef til vill kárin' ein- hverjum að finnast, ati markið sé sett ofhátt í ýmsum greinurii, en Framsóknarflokkurinn getur vitn- að tii reynslu, er styður hina.stór- huga og víðsýnu íramfarastéfnu lians. Hann setti rnarkið hált,, cr hann hélt fyrsta flokksþing;, sitl fyrir 40 árum, en hann hefir. líka staðið við það, sem hann lofaði þá. Sennilega hafa óvíða eða' hvergi orðið eins miklar framfarir í heim ir.um og á íslandi á þessum tíma, þegar rniðað er við fólksfjölda og aðrar aðstæður. í þessari .miklu fi'amfarasókn hefir Framsóknar- fiokkurinn átt meiri þátt en nokk- ur annar flokkur. Á tólfta flokks- þinginu var sá fáni dreginn að hún, að ekki skyldi dregið úr þeirri sókn, heldur hún efld og aukin, svo sem framast er kostur. Það, sem einkenndi þetta þing svo öðrum fremur, var hin' mikla þátttaka ungra manna, en þeir áttu þar á annað hundrað fuíltrúa, er tóku hlutíallslega meiri þátt í þingstörfum en hinir, sem eldri \oru. Framsóknarflokkurinn er því nú sem fvrir 40 árum flokkur æsk- unnar og framtíðarinnar, flokkur framsóknai'innar . og umbótanna. og þó umfram alit sá flokkurinn. sem byggir á traustasta grundvell- inum, því að hann trúir öðrum flokkum fremur á landið og helg- ar krafta sína því hiutverki aö ityggja það allt og byggja það veL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.