Tíminn - 13.05.1959, Page 7

Tíminn - 13.05.1959, Page 7
anns Jónassonar í eldhúsumræðunum >Ic kio — Kjósendurnir eiga ennþá m ráða hinum endanlegu úrslitum ijálfstæðisflokksins undanfarna fjóra mánuði hefir ein índum á loforðum og yfirlýsingum flokksins Hermann Jónasson um, sem var til þess fallið, að ýta undir þá skoðun með erlendum þjóðum, að við íslcndingar stæð- um ekki saman í málinu. — Jafn framt var látið skína í þá fjaiv stæðu, að það væru kommúnistar, sem stæðu að þessum aðgerðum okkar. Þetta var^ einnig til hins sama fallið. — Ég efast um að Bretar hefðu ráðizt í þá óhæfu, sem þeir hafa undanfarið framið við íslandsstrendur, ef þeir hefðu ekki vegna þessara biaðaskrifa o. fl., haldið að íslenzka þjóðin stæði ekki einhuga í málinu. — Talað hefir verið um það með talsverðum hávaða, að kæra at- hæfi Breta fyrir .ráði Norður- Atlantshafsbandalag'sinsi Kæran getur þýtt tvennt, þ. e. ólíkar leið- ir. En Sjálistæðisflokkurinn hefir, margaðspurður, aldrei fengizt til að segja hvað hann meinar. Kær- an getur þýtt það, að við séum með henni að gefa til kynna,, að við viljutn að ráð Nato beiti sér fyrir því. að teknir séu upp samn- ingar um málið. — Málið var til ýtarlegrar umræðu í Nato. Að biðja um að taka þær umræður upp aftur, getur falið í sér undan- hald. Þá lsið tel ég óhugsandi með öllu. En kæran getur líka þýtt annað og meira. Hún getur þýtt það, að ef Natoráðið geti ekki fengið Bretá til þess að hætta ofbeldis- aðgerðum sínum, verði málinu af íslands hálfu fylgt eftir með viður lögum. Á þessa leið var bent í samþykktunum frá Akranesi, sem voru hinar fyrstu. Einnig er bent á sama í samþykktum stúdenta- fundar og í samþykktum Skag- firðinga nýlega. — Það getur kom- ið að því innan stundar, að ekki verði hjá því komizt, að athuga þessa leið — ekki hina fyrrnefndu heldur liina síðarnefndu. — Ályktunin frá 28. marz 1956 Sjálfstæðisflokkurinn hefir oft ráðizt á fyrrv. ríkisstjórn fyrir það að framkvæma ekki þings- ályktunina frá 28. marz 1956, um brottför hersins. A þeim tíma sem samþykktin var gerð 28. marz, var friðvænlegt í heiminum og friðarhorfur bjartar. — En á þeim tíma, sem átti að semja um brott- för hersins, haustið 1956, hafði hvort tveggja brotizt út, uppreisn- in í Ungverjalandi og styrjöldin við Súes, sem olli því, að heim- urinn var, að allra átili, nær heims styrjöld, en hann hefir nokkurn- tíma verið síðan heimsstyrjöldinni lauk. Þeir íslendingar munu vera mjög fáir, sem töldu annað koma til mála en fresta samningum um brottför hersins, eins og á stóð. — Skoðanir þeirra Framsóknar- manna og stefna, sem fram kernur í ályktuninni 28. marz, hefir ekki breytzt, en horfurnar, sem þá voru í heimsmálum, gjörbreyttust, — án þess að nokkur gæti séð það fyrir 28. marz. Þetta eru söguleg- ar staðreyndir. Niðurlægingin í tið Bjarna Ben. En er nú s-aga Sjálfstæðisflokks ins slík í hervarnarmá'lum, að hann sé þess umkominn, þar frek- ar en á öðrum sviðum, að gera sig að dómara yfir öðrum? Þegar við gerðumst þátttakend- ur í NATO, var það með því for orði, sem þáverandi utanríkisráð- herra Bjarni Benediktsson, fékk loforð fyrir, að her yrði aldrei á íslandi á friðartímum. Þegar her- inn var tekinn inn í landið vegna meintrar yfirvofandi stríðshættu, vegna Kóreustyrjaldarinnar, var á- kveðið að hernum mætti víkja úr iandi með 18 mánaða fyrirvara. Hvernig Bjarni Benediktsson lét herinn vaða hér uppi eftirlitslaust, er saga sem þjóðin þekkir. Það vansæmdar og niðurlægingar- ástand, sem þjóðin var komin í vegna þess, var fyrst lagfært veru- Qega er Dr. Kristinn Guðmunds- son tók við störfum utanríkisráð- herra. Nú notar Bj. Ben. hvert tækifæri til að ráðast á Kr. Guðm. — og til þess að smeygja þeirri hugsun inn hjá landsmönnum, í ræðu og riti, að friðarhorfur hafi ekkert að segja. Meðan kommúnismi sé til, logi allt undir yfirborðinu, — og því viti enginn hvenær ófriður 'gjósi upp. — Þessi röksemdafærsla þýðir auðvitað að her þurfi að vera á íslandi meðan heimskomm- únisminn er til. Við þessari stefnu skyldu menn gjalda varhuga. Árás in á fyrrv. ríkisstjórn fyrir að hafa ekki franrkvæmt ályktunina frá 28. marz, er eingöngu yfirdrep skapur, til þess gerður að leiða at- hyglina frá því, sem hann sjálfur er að fara — og reyna, að leiða landsmenn inn á.- •HH*---' Nú eru „ólöglegu“ þingmennimir gildir! Einnig í þessu máli er Sjálf- stæðisflokkurinn samur við sig. Það er stíll í þessu öllu saman. Það er erfitt að segja hvar Sjálfstæðis flokkurinn kemst lengst í óheilind um, isem svo víða verða augljós, þegar hann nú kemst í stjórnarað- stöðu og á að standa við fyrri orð. Það er mál út af fyrir sig að Sjálfstæðismenn héldu því fram dögum saman á Alþingi að Alþýðu flokksmenn væru fiestir ólöglega kosnir — og ættu að víkja af þingi. — En nú nota þeir þessa ólöglega kosnu þingmenn fyrir ríkisstjórn og til þess að fela sig og úrræða- leysi sitt bak við. — Og eitt helzta málið, sem Sjálfstæðisflokkurinn beitir >sér mú fyrir, er byltinga- kennd breyting á kjördæmaskipun landsins. Svikin loforð í þessu stóra máli hafa flestir af forvígismönnum Sjálfstæðis- flokksins fyrr sagt skoðun sína, svo þjóðin hefði átt að mega vila hvar Sjálfstæðisffokkurinn stóð — ef orðum foringjanna; var treyst- andi. Það er óþarfi að lesa hcr öll þessi ummæli og svardaga. En það er 'Skemmst af því a.ð segja, að þar er þjóðin fullvissuð um það, að lífsnauðsyn sé fyrir héraða kjördæmin að hafa sérstakan full- trúa, þess vegna komi aldrei til mála að taka þessa fulltrúa af dreifbýlinu með því að breyta kjör dæmaskipun landsins þannig að Mutfallskosningar verði í stórum kjördæmum. Þetta eitt sé víst' og það sem allir geti reitt sig á. Og þett'a ætti nú öllu öðru fremur að geta staðizt þar sem álit lilut- fallskoisninga fer yfirleitt' minnk- andi. Þær þjóðir sem hafa toreytt kosningalögum og stjórnarskipun sinni síðustu árin, hafa horfið frá hlutfailskosningum. En nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn komið sér upp stjórn til þess að gera einmitt það, sem formaður hans m.a. lofaði að aldrei skyldi gert. Nú er rétt úr ránfugfaklóm til þess að hrifsa það sem lofað var að aldrei skyldi gert — sjálf- stæði kjördæmanna og réttur þeirra til að hafa sérstakan þing- mann. — Og nú er rökunum alveg ■snúið við. Það, að ieggja kjördæmi niður, þurrka það út, afmá það, er nú kallað að styrkja það. — Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki boðið kjósendum sín- um, alveg án nokkurs tillit's til þess hvað hann hefir sagt um málið áður, ef hann gelur boðið þeim þetta með sæmilegum árangri? Bændum hótað En nú þykjast forvígismenn Sjálfstæðisflokksins báðum fótum í jötu standa og tala drýginda'lega. M.a. er sagt við bændur: Gætið ykk ar, ykkur er að fækka, hafði hægt um ykkur, annars mun ykkiír illa farnast. í ofmetnaði sí'num virðast þessir menn ekki skilja það, að bændur eru um ófyrirsjáanlegan tíma, ein stærsta stétt' þessarar þjóðar og ein hin máttugasta, ef hún vill láta sér lærast að treysta nægilega félagssamtök sín — eins og aðrar stéttir gera. — Samstillt bænda- stétt er fær um að halda rétti sín- um fyrir hverjum sem er. En þessar hótanir, þótt dulbún- ar séu, sýna betur en allt annað hvert stefnt er með kjördæmarán- inu. Þpð staðfestir og niðurskurð ur verklega framkvæmda út um landið. En þrátt fyrir alla hringsnún- inga og hringsól Sjálfstæðisflokks- ins, tekur þó jafnvel út yfir aflan þjófabálk, þegar kemur að lausn efnahagsmálanna. „Lausn“ efnahags- málanna Sjálfstæðisflokkurinn hefir talað og skrifað mikið um fyrirhugaðar stóraðgerðir sínar í þeim málum, ef hann aðeins fengi að fara um þessi mál höndum. — Hver eru svo úrræðin. — Þau fyrsl sem ég hefi nefnt, að feila niðúr þá kaup hækkun, sem launamönnum var í sumar sagt að væri sáluhjálparat'- riði og réttlætismál að þeir fengju. Og þeir fengu hana. — Nú er istofn að til þess með miklum umsvifum að bjarga þjóðinni úr dýrtíðarflóð inu, þá er það allt í einu orðið jafnmikið réttlætismál og sálu- hjálpratriði að taka af launþegum aftur kauphækkunina, sem var svo nauðsynieg kjarabót s.l. sumar. — Þetta er aðalráðstöfunin. Svo er vísitalan borguð niður í 175 og þjóðinni sagt að búið sé að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar. Þessar niðurgreiðslur kosta talsvert á ann að hundrað milljónir kr., eða eins mikið og meginhluti verklegra framkvæmda, sem fé er veitt til á fjárlögum. Til viðbó.tar þessum geysilegu niðurgreiðslum eru .svo stórauhnar (hætur til útflutnings- framleiðslunnar. Þetta, ásamt nokkrum minni upphæðum veldur hækkun útgjaldai fyrir ríkis- og útflutningssjóð, er nemur alls um 250 anillj. kr. Þetta er svo jafnað með því að eyða milljónatu-gum af t'ekjuaf gangi síðasta árs. Fá 25 milljónir með hækkun áfengis og tóbaks. Ná 25 milljónum með hækkun inn- flutningsgjalda á bílum — og auka stórlega innflutning þeirra. Hitt er svo jafnað á pappímum með niðurskurði fjárveitinga til verklegra framkvæmda, falskri lækkun á lögboðnum útgjöldum fjárlaga og hækkun á 'tekjuáætlun, fjáríaga, er nemur um 60 míllj kr. . Ljótur feluleikur Rétt' fyrir jólin birti Morgun- blaðið grein með fyrirsögninni:. „Almenningur borgar hvern eyri, sem fer í niðurgreiðslurnar“. Nú er fólki allt í einu taiin trú úm aff dýrtíðin sé stöðvuð a.m.k. í bi'áð með niðurgreiðslum. Nú er þjoð- inni sagt að engar aukaálögur þurfi á almenning til að greiða dýrtíðina niður — fjárlögin iséú tekjuhailalaus, þrátt fyrir mikið á annað hundrað milljóna niður greiðslu. Stjórnarflokkarnir segja þe’ttá móti betri vitund. Þeir vita að stór felldur tekjuhalli vofir yfir — og að afleiðingarnar koma í ljós'-í haust. Þá verður krafizt mikilla álagna á almenning eða 'gengisfell ingar. Það á að blekkja almenning fram yfir tvennar kosningar. — Til þess er Alþýðuflokk'sstjórnin notuð — og til að dylja að Sjá'lf- stæðisflokkurinn hefir engin úr- ræði. Hverjum dettur í hug *að flokkurinn sýndi ekki þau úrræði fyrir kosningar ef þau væu til, og vinsæl? Þrennskonar hagsmunir Ég hefi dregið fram noKkrsr slaðreyndir um Sjálfstæðisflókk- inn. Reglan virðist vera að lofá og vanefna. Ekki vil ég halda'því fram, að þetta sé óbrigðul regla, þó það sé nærri lagi. Hið sainna er að flokkurin;n miðar ÖH sín viðhorf til málefna og manna við hagsmuni fámennrar klíku, sem sækist með sjúklegri áfergju eftir völdum og auði. — Málefni er gott eða; ilit — einstaklingur er góð- menni eða fúlmenni, eingöngu eftir því hvort hann styrkir Míkutia eða vinnur móti henni. Á þessa vog er kjördæmamálið fyr.st og fremst vegið. Þess vegna verður afstaðan til þess máls, eins og allra annarra mála, eitt í dag, ann- að á morgun. Allt eftir því sem hæfir hagsmunum klíkunnar. Þéir sem ekki 'Skilja þetta, láta blekkj- ast', — en ef menn skilja þetta. innsta eðli Sjálfstæðisflokksins, verður flest í fari hans auðskjlið. For maður Sj álfistæðisflokksi^s ræddi eitt sinn um þrennskonár hagsmuni, sem hann vildi berjast fyrir. Röðin var ósjálfrátt þessi': Fyrst hagsmunir okkar, ' Næst hagsmunir flokksins, Síðast hagsmunir þjóðarinnar.' Þetta var prentað eftir honum í Morgunblaðinu og varð umraeðu- ■efni um land ai 11. — Ut. frá þessu ættu menn t.d. að skilja hvérs vegna íhaldinu er orðið svo hlýlt til flestra forvígismanna Alþýðu- flokksinis seinni árin. Á að leggja kjör- dæminniður? Ég kem þá að lokum aft'ur: a,ð kjördæmamálinu. Það er höfuðmál þeirra alþingiskosninga, er nú fara í hönd. Um það stendur iiar- áttan fyrst og fremst, að minnsia kosti víðast’ hvar á landinu, hviort flokksvaldinu á að líðast að sölsa undir sig rétt kjördæmanna. Héraða- og kaupstaðakjördæmin með sinn hefðbundna rétt til.að CFVamhalð A 8. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.