Tíminn - 27.05.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1959, Blaðsíða 3
T í M IN N, míövikudaginn 27. maí 1959. Svefngenglar oft sprenghlægilegír en stundum getur gamanið gránað Fyrir skörhmu gekk 14 ára stúlka í svefni út um giugga á annarri hæð í húsi einu í Danmörku. Hún var lögð inn á sjúkrahús með brotinn ökla og handlegg. Svipað slys henti fyrir nokkrum árum i Friðriks- berg. 15 ára stúlka í náttföt- um fannst stórslösuð í húsa- garði einum. Mörg dæmi þess, að menn fremji morð í svefni Svefngöngur, sem eru stöðugt sígiit efni til aðhláturs fyrir gár- Áhrif Ijóss unga — geta orðið' grátt gaman á stundum eins og þessi dæmi sanna. Svefngenglar eru oft haldn ir alvarlegri taugaveiklun, og at- hæfi þeirra er allf annað en sak- laust grín, þVí að þeir geta orðið stórhættulegir bæði fyrir sig og aðra. síðan ferðalagi sínu áfram og var kominn 4 húslengdir frá heimili sínu þegar végfafendur vöktu hann. Þegar svefngenglar leggja upp í reisur sínar eru þeir mitt á milli ■svefns og vöku. Þeir eru í sama heimi og þeir, sem eru undir áhrif um dáleiðslu. Sjái maður sjálfan sig í draumi, verður það manni hvöt til athafna, en um svefngöngu verður ekki að ræða, nema við sérstakar aðsðtæður og þ'á hjá mjög tilfinninganæmu fólki. Drap í svefni Enskur svefngengill drap konu sína og bútaði sundur líkið á eftir. Þá fyrst, er dóttir hans kom til skjalanna og vakti hann meS óp- um sínum, féll hnífurinn úr hönd um hans og hann uppgötvaði ódæð ið, sem hann hafði framið. Nágrannar fundu átta ára dreng steinsofandi við rúmstokk móður sinnar með rjúkandi skammbyssu í hendi. Við hlið hans lá móðir hans með kúlu í gegnum heilann. Vegfarendur vöktu hann Maður að nafni Matthew Lukas zewski stökk i svefni út um glugga á þriðju hæð. Hann lenti á .sóltjaldi á leiðinni niður og hél't Síðan ferðinni áfram niður á götu með brotinn handlegg. Hann hélt Það er oft ljós í einhverri mynd, sem fær svefngengilinn til að rísa upp og hefja næturferðalag sitt. Þetta fólk var áður fyrr kallað „tunglsjúkt‘“ vegna þess að það var oftast á ferli þegar tungl var fullt, en nú ihafa menn sannað það, að það er ekki tunglið sem slíkt, sem lokkar svefngengilinn til hreyfings, heldur allar tegundir ljóss. Margir foreldrar hafa séð tstálpuð börn sín rísa upp úr rúmi með galopin augu, starandi út í touskann, og reika að logandi lampa eða að hálf opinni hurð, sem hleypir ljósgeisla inn í her- toergi, sem annars er myrkt. Slíkar svefngöngur stafa af því, að augnalokin verja ekki fullkom lega, að Ijósgeislar nái að smjúga að auganu. Þetta veldur ertingu lá sjóntaug svefngengilsins og á hann sækja draumar, sem koma honum til að yfirgefa rúmið. Fyndnir svefngenglar í sumum tilfellum geta svefn- genglar orðið ákaflega hlægilegir. Saga frá Þýzkalandi hermir, að 32 ára gamall maður hefði þann sið, að klifra upp 2 metra háan skorstein, setjast að þar uppi og hefja upp raust sína og fremja óp og köll eftir nótum drauma- rugls síns. Morguninn eftir mundi hann ekkert af attourðum nætur- innar. Læknirinn fann fljótt, að það var einkum er sjúklingurinn hafði ofreynt sig með andlegri vinnu eða að hann hafði neytt þungmeltanlegrar fæðu, að ferða- þráin brauzt fram í svefni hans. iSjötti hluti allra manna gengur í svefni, áður en þeir ná 16 ára aldri. En þegar unglingar hafa náð fullum þroska, hætta þeir svefn- göngum sínum. Elest börn, sem eru svefngengl- ar, er hægt að læ'kna með mildu tauga- eða isvefnmeðali. Ef það dug ar ekki er vissara að heimsækja sálfræðing. Noelle Adam er frönsk ballet-dansmær. Fyrir skömmu var hún mjög um- töluS í erlendum blööum fyrir dans sinn í ballet eftir Francoise Sagan, sem uppfærður var í furstaríkinu Monaco. Frú Simpson var ekki sú fyrsta , , ' í '- r ■ ' IS " Samkvæmisfólk í Bret- landi hefir enn fengið nýtt umræðuefni. Ásfæðan er sú, að komin er út bók, sem veitir fulla vitneskju um, að hin fræga frú Simpson var engan veginn fyrsta banda- ríska ástmær prinsins af Wales, sem síðar varð Ját- varður áttundi Bretakonung- ur. Nei, hann var nefnilega áður yfir sig ástfanginn í hinni fögru lady Furness, og nú vaknar með iBretum sú spurning, hver saga Játvarðar hefði eiginlega orðið, ef frú Bimpson hefði ekki komið til sögunnar og bugað hinni fyrri út úr hjarta hans. Bókin vekur heimsathygli Bókin, sem urn er að ræða, er saga tveggja glæsilegra systra, lady Thélma Furness og Gloria Vandei-bilt, sem eru tvítourar og hafa þær á efri árum unnið saman að því að skrifa hana. Þær eru bandariskar og voru svo líkar, að menn áttu erfitt með að þekkja þær sundur. Bóklin er þegar pönt- uð í gríðarlegum upplögum, og er það fyrst og fremst vegna opin- Snæddu lögregluna Mannætur af einum ætt- bálki innfæddra í Ástralíu réðust fyrir skömmu inn í þorp eitt í afskekktu héraði. Náðu berserkir þar í lög- regluþjón, sem þar var á gangi, og' átu hann á staðn- um. Hófu þeir síðan að elta aðra þorpshúa, en þeir komust undan inn í olíusíöð í gnenndinni og voru þar óhulitir. Lögreglan hefir nú Bók, sem skýrir frá fyrra ástarævintýri herfogans af Windsor, vekur heimsathygii skárra kafla, sem þar er að finna aim ástarævintýrið. Hrífandi saga Thelma var kona Furness lávarð ar, sem var einn af ríkustu mönn- um í Englandi. Hafði Thelma elsk- að hann mjög í fyrstu, en sú ást hjaðnaði ■skjótt, er hún fann, hversu maður og kona á tindi hrezka samkvæmislífsins lifa hvort sínu lífi. — Og einmitt þegar svona var komið hittust þau prin.s inn og Thelma. Varð þar ást við fyrstu sýn, ef marka má bókina. Thelma var fegurri kona en frú iSdmpson, en bjó ekki yfir eins glæsilegum og hrífandi gáfum. Ástarsælan var skammvinn Thelma lýsir í bókinni nákvæm lega yndislegum samvistum þeirra um ihi'íð, m.a. á ferðalögum í Afrfku. En dýrðin var brátt á enda, frú Simpson skaut upp, og eftir það er sagan öllum kunn. Thelma Furness, sem vakið hefir heimsathygli með lýsingunni á ástar ævintýrinu með núverandi hertogan um af Windsor, er auðug kona og á ásamt systur sinni, Gloriu, iLmvatns- verksmiðju í New York. KVIKMYNDIR Þaö er holl ráðlegging tll þeirra, sem eiga vanda fyrir aö ganga í svefni, að hafa ílát með vatni í við rúmstokkinn. Ef þeir ætla að fara að ferðast fjg sj,ft 0g er~að leita að hin- eitthvað á nóttunni, mun mega treysta því að þeir vakni, þegar fóturinn um sekll, hál'fvil'ltll mönnum. Manotl lendir í vatninu, sérstaklega ef það er vel kalt. (Framhald á 10. síðu) HOLDIO OG ANDINN. Sýningarstaður: Nýja Bíó. ÞÓTT NÁTTÚRAN sé lamin með ■lunk, leitar hún út um síði-r. Þessi gamli orðs.k\’iður 'heldur fullu gildi enn og geta menn fengið nasasjón af þessari stöðugu bar- áttu mannsins við tilfinningar sínar og hvatir í ágætri mynd í Nýja bíó. Þær skyldur, sem menningin hefur lagt manninum á herðar, hvað snertir hátternis- lag og 'leikreglur í samskiptun- um við náungann, verða að þungu oki, þegar 2 manneskjur af gagn'stæðu kynferði lenda í einangrun i umhverfi, sem kipp- ir öllum stoðum undan leikregl- um menningarinnar og býður upp á söitiu skilyrði og frum- maðurinn bjó við. SAGAN GERIST á stríðsárunum á eyju í Kyrrahafi. Bandarískum, skipreika sjómanni (Kobect Mit- chum) skolar á land og eina mannveran, sem hann finnur á eyjunni er ung kona. — nunna (Deborah Kerr). Myndin lýsir samskiptum þessara tveggja mannsbarna, sem örlögin hafa bundið saman, við svo sérstæðar aðstæður. SVO KOMA Japanir til skjalanna og hernema eyjuna en skötuhjúin leynast í helli einum á meðan og gerast ýmis ævintýri, sem iknýta hermanninn og nunnuna fastar saman. Kristur stendur þó stöð- ugt í vegi fyrir þvi að þau gefi tiifinningum sínum lausan - tauminn, en þegar Baikkus fer að taka þátt í leiknum lika, brestur tilfinningastífla hei- mannsins, og verður það orsök nýrra atburða. í 'lo.k myndar- innar er þó svo að sjá, að Amor hafi heðið lægri hlut í viður- eign sinni við Kriát.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.