Tíminn - 27.05.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, miðvikudagiun 27. ma: 1959. Utgefandi : FRAMSOKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Sjálfstæðisflokkuriim 30 ára SAMKVÆMT skrifum Mbl. átti Sjáífstæðisflokkurinn 30 ára afmæli á mánudaginn : var, Raunverulega er þetta ósatt, eins og svo margt ann að, er Mbl. fræðir lesendur sina á. Enginn nýr flokkur var stofnaður hér á landi fyrir 30 árum. Það, sem Mbl. taiar um, var ekki ný flokks stofnun, heldur nafnbreyting á íhaldsflokknum. Forkólf- ar íhaldsflokksins töldu það ekki heppilegt lengur að láta flokkinn ganga undir réttu nafni og því var hann skírð- ur upp. NAFNBREYTINGIN gaf ó tvírætt til kynna, að flokkur inn myndi nú allur færast í aukana í blekkingaiðju sinni. Forkólfar íhaldsflokks ins gátu ekkert kennt sig við síður en sjálfstæðisbarátt- una. Þeir höfðu fram að þeim tíma verið í hópi dönsk lunduðustu mannanna í landinu. Nafnbreytingin benti þannig til þess, að nú ætti að fela flokkinn undir vörumerki, er væri eins f j arri eðli hans og tilgangi og hugs ast gæti. Þessi hefur líka orðið reyndin. Allur áróður flokks ins hefur falist í því að lát- ast vera annar en hann er. Hann hefur þótzt vera flokk ur allra stétta, þótt hann sé í rauninni hagsmunaklíka auðkónga og kaupsýslu- manna landsins. Hann hefur þótzt hafa forustu í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, þótt foringjar hans lægju í duftinu fyrir Hitler, þegar veldi hans var mest, gerð- ust síðar auðsveipir við Bandarikin og séu nú manna undanlátssamastir í átökun- um við Breta. Hann hefur þótzt vilja ábyrga fjármála- stefnu, þótt engir hafi oft og tíðum sýnt meira ábyrgð arleysi í fjármálum en for- ingjar hans, sbr. sóun stríðs- gróðans. Svona má telja al- veg endalaust. NAFNBREYTINGIN tákn- aði því vissulega þáttaskil í sögu íhaldsflokksins. Fram að þeim tíma hafði hann vei iö íhaldsflokkur á brezka og norræna vísu og þorði að kannast við þetta. Þetta breyttist óðum eftir nafn- breytinguna og eftir að hin ir gömlu foringjar, eins og Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson, drógu sig til hliðar. Síðan hefur flokkur- inn fjarlægst það meira og meira að minna á evrópisku íhaldsflokkanna í stefnu og störfum. Hann hefur í stað-- inn gerst ábyrgðarlaus yfir- boðsflokkur, sem hugsar um það eitt að tryggja forustu- mönnum sínum yfirráð, svo að þeir geti hlynnt að stór eigna- og gróðamönnum, er mynda kjarna flokksins. Ef þa(ð fullnægir þessum til- gangi flokksforingjanna, geta þeir vel veriö kommún- istar í dag og svörtustu í- haldsmenn á morgun. Aldrei hefur þetta ein- kenni á Sjálfstæðisflokknum komið betur í ljós en í stjórn arandstöðu floksins í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá gerðist hann mesti kaup- streituflokkur landsins, en áður hafði hann fordæmt kauphækkanir allra flokka mest. Þá kallaði hann það mútur, ef tekin voru hlið- stæð lán og hann hafði áð- ur staðið að. Þá beitti hann öllum ráðum til að spilla fyrir láni til nýju Sogsvirkj- unarinnar. Svona mætti lengi telja. Ábyrgðarlausari og ósvfnari stjórnarand- staða hefur aldrei verið á íslandi. STARFSHÆTTIR og fyr- irætlanir forkólfa Sjálfstæð- isflokksins eru nú þannig, að það þarf langt að leita til að finna svipað fyrirbrigði, a. m. k. út fyrir hin vestrænu lýðræðislönd. En hversvegna hafa for- kólfum Sjálfstæðisflokksins heppnast þessi vinnubrögð? Ein skýring er vitanlega sú, að alltof margir hafa látið blekkjast af þeim. En það er lika veigamikil skýring, að vinstri menn hafa verið allt- of sundraðir og átt í inn- byrðis deilum. Á þeirri sundr ungu hefur Sjálfstæðisflokk- urinn grætt. Ef vinstri menn viija ekki eiga á hættu, að hin grímuklæddu og ábyrgð arlausu stjórnmálasamtök gróðamanna nái hér völdum, verða þeir að fylkja liði á grundvelli frjálslyndrar og framsækinnar stjórnmála- stefnu. Leiðin er að efla og styrkja Framsóknarflokkinn, sem bezt hefir hamlað sókn íhaldsaflanna til þessa, og sýndi fylgi sitt við vinstri stefnuna bezt í verki með því að vera eini flokkurinn, er sfcóð óskiptur og einlægur með vinstri stjórninni. Uppgjöí Jóns á Akri Síðastliðinn laugardag boð ' uðu þrír menn til almenns stjórnmálafundar á Blöndu ósí. Framsögumaður á fund- inum var Björn Pálsson, frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Austur-Húna- .vatnssýsiu. Umræður á fund- inum urðu miklar og fjörug ar. Jón á Akri mætti þar með lífvörð sinn, þá Kolka lækn- ir, Sfceingrím skólastjóra og Hermann Þórarinsson. Hví var V-Berlín gerð að hólm- lendu, er Þýzkalandi var skipt? í dag er auðvelt að sjá það, að það var pólitísk glap- sýni á hæsta stigi, þegar vesturveldin í lok seinni heimsstyrjaldarinnar féllust, athugasemdarlaust á að yfir-1 ráðasvæði Bandaríkjamanna, ■ Breta og Frakka í Berlín! yrðu að hólmlendu umlok- inni af yfirráðasvæði Rússa, án þess að tryggja það að þeir ættu að minnsta kosti eina örugga samgönguleið í gegnum hernámshluta Rússa. Hefðu vesturveldin átt ræmu meðfram járnbrautinni og akveginum milli Helmstedt og Berlínar hefði núverandi Vesturveldin súpa nú seyíSið af fyrirhyggjuleysi sínu í samningunum um skiptingu Þýzkalands Vakti það verulega at- hygli, að Jón á Akri gafst hreinlega upp við að verja kjördæmamálið. Hefur það aldrei fyrr hent í manna minnum að Jón hafi talið eft ir sér að reyna að verja mál- stað Sjálfstæðisflokksins, hversu bágborinn sem hann hefir verið. Má af því marka að nú muni langt gengið í óhæfuverkum, þegar jafnvel Jón er orðlaus. ROOSEVELT deila um réttarstöðu borgar- innar aldrei þurft að rísa, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd og hún nú hefir tekið á sig. Hvernig gat átt sér stað, að Vestur-Berlín var gerð að íhólm- lendu? Allt bendir til þess, að 'hœgt hefði verið að komast hjá slíku slysi. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það er ekki hægt að skella allri Skuldinni á hendur einhvers eins manns, því að það voru margir sem lögðu hönd á plóginn við samningana um Berlín, bæði Bandaríkjamenn og Bretar og þá e'kki sízt Bandaríkjamenn. Rússar iétu ekki á sér kræla þeir sátu eins og brúður og sönkuðu að sér trompunum, sem hinir skenktu þeim, til þess að spila þeim út 15 árum síðar. Ráðgjafanefndin iForsaga málsins hefst þegar ár 1 ið 1943, er brezka stjórnin tek- ur að huga nánar að því, hvað gera ætti við Þýzkaland eftir sig urinn------,það er að segja, ef sigur ynnist. Málið var einnig ræít af yfirherstjórn Bandamanna, COSSAC. En áður en COSSAC hafði sett fram ákveðna áætlun, gerðu Rússar vart við sig og mál ið dróst á langinn þar til utan- ríkisráðherrafundurinn í Moskvu stofnaði ráðgjafanefndina fyrir . málefni Evrópu. j Á fyrsta fundi ráðgjafanefndar innar þann 14. apríl 1944 báru Bretar fram tillögu um skiptingu ÞýZkalands í þrjá hernámshluta milli Bandaríkjamanna, Rússa og Breta. 16. feb. 'komu svo Rússar fram með sína tillögu og var hún næstum samhljóða þeirri -brezku. Frakkar komust ekki í leibinn fyrr en miklu seinna. Það má telja til stórmerkja, að toæði Bretar og Rússar skyldu leggja til, að Berlín skyldi skipt milli stórveldanna þriggja, þrátt fyrir það að hún lá langt inn í hernámshluta Rússa. í hvorugri tillögunni var minnst á samgöngu æð milli hernámishluta Vesturveld anna og Beriínar. Uppástunga Mosely Þeir einu, sem ekki lögðu fram neina tiliögu, voru Bandaríkja- menn. Það má þó sætá furðu, því að uppkast hafði verið gert að tillögu, sem var frábrugðin hin um tillögunum tveim að því leyti, að hún gerði ráð fyrir 30 km. breiðu belti í gegnum hernáms- hluta Rússa, sem skvldi vera und ir sameiginlegri stjórn Bandaríkja manna og Breta. Þetta belti átti að liggja á milli Berlínar og Helm- sedt og á því átti að vera akvegur og járnbraut. Uppkastið var gert af starfs- manni í bandaríska utanríkisráðu neytinu, Philip E. Mosley. Aldrei borin upp En tillagan var aldrei borin fram i ráðgjafarnefndinni. Hernaðaryfirvöldin höfðu auk þess sínar eigin hugmyndir. Her- foringjaráðið hafði gert uppkast að tillögu, sem var miklu róítæk ari en hin brezka og rússneska. Hún var i aðalatriðum á þá leið, að hernámshlutarnir ekyldu allir mætast í Berlín. Rússneski her námshlutinn hefði þá orðið mun minni en gert var ráð fyrir í hin um tillögunum og hernámshlutar Vesturveldanna að sama skapi stærri. Boi’gir eins og Roatock og Leipzig hefðu þá lent á hernáms- lilutum Vesturveldanna. En þessi tillaga var ekki heldur lögð fram í ráðgjafanefndinni. Her málaráðuneyíið sendi utanríkis- ráðuneytinu hana með beiðni um frekari athugun á tillögunum. En bandaríska fulltrúanum í ráðgjafa nefndinni, John G. Winant amb assador i London, leist ekki á tillögurnar. Ha-nn va-r smeykur um að Rússar myndu móðgast illilega, ef borin væri fram tillaga, sem svo mjög vék frá tillögum þeirra og Breta. Mörkin ákveöin Þann 3. apríl fékk Roosewelt, forseti, brezk-rússnesku tillöguna í hendur og 14. nóv. 1944 voru markalínurnar að fullu ákveðnar og samþykktar 1 ráðgjafanefndinni án þess að minnzt væri aukateknu orði á það hvernig Ves-turveldin s'kyldu hafa samband við setuliðið sitt í Vestur-Berlín. Bandaríski sagnfræðingurinn -Herbert Feis segir í bók sinni „Churchill, Roosevelt, StaZin“: — í flugvélinni á leiðinni til Kairo og Theheran (í nóv. 1943) ri-ssaði Roosevelt aftan á gamalt umsíag uppdrátt um skiptingu Þýzkalands. Þar dró hann markalínun,a milli hernámshluta Vesturveldanna .og Rússa mun austar“. Herbert Fcir fullyrðir, að tillögur herforingja- ráðsins hafi því verið runnar und an rifjum forsetan-s. Það var ;ör- lagaríkt fyri rBerlín, að forsetinn skyldi skipta um skoðun. r Vildi ekki móðga Rússa En hvers vegn?_ skipti forseti-nn um s-koðun? Hvers vegna -sá hann að minnsta kosti rr.ki um að’Vest urveldin fengju mjótt fcl'ti í gegn um hrenámshluta Rússa til að Lyggja aðflutninga til Vestur- Berl’nar eins og Mosley hafði lagt til? Ekkert liggur fyrir frá fór- setanum um það, hvaða onsakir lágu hér að baki en aamk'Asmt vitnivilurði má slá föstu, að orsök- in hafi verið sú, að Bandaríkja- menn vildu ekki'að vera að eré.ia Rússa með ,,smá:nunum“. Mönn- um fann.;t það heldur ekki svo nauðsynlegt á þeim tímum, þegar samvinnan við Rússa var upp á 4 0 «71uj stalin asamt „félaga' K.'ostjoff Reykjavík og kjördæmamáliS i- Erindrekar Sjálfstæðis. í Reykjavík reyna p nú að breiða það út í kyr. ^ þey, að átökin í stjórnarskrár Ú, málinu snúist fyrst og fremst um það, livort fjölga skuli þingmönnum í Reykjavík. Þetta er með öllu ósatt. All ^ ir eru sammála um þing. p mannafjölgun í Reykjavík. ^ Þótt kjördæmabreyting sú, sem nú er kosið um félli, myndi við fyrsta tækifæri gerð breyting á stjórnar- skránni, er tryggði rétt þétl býiisins í þessum efnum, án þess að leggja núverandi kjör dæmi niður. Deilan snýst ekki um það hvernig þingmönnum skuli skipt milli höfuðborgarinn- ar og landsbyggðarinnar. Deil an snýst fyrst og' fremst um það, hvort þingmenn. dreif- býlisins skuli kosnir á líkan hátt og verið hefir eða hvort þar verði tekin upp fá, stór kjördæmi. Það er ekkert hagsmuna. mál Reykvíkinga, að hin fornu kjördæmi í dreifbýlinu séu lögð niður. Þver á móti er það óhagstætt Reykjavík, þar sem bersýnilegt er að landsbyggðin veikist, ef stór kjördæmi verða tekin þar upp, og því muni fylgja ó. eðlilegir fólksflutningar til höfuðborgarinnar, er auka húsnæðisvand æði og þrengja atvinnumöguleika þar. Fjölmargir Reykvíkingar eru fæddir og uppaldir úti á landi og lialda tryggð við átt liaga og uppeldishérað sitt. Þeir skilja nauðsyn þess, að núverandi kjördæmi haldist. Þeir munu ekki ijá lið sitt til þess að leggja þau niður og veikja þannig hina gömlu heimabyggð sína. Þríflokkunum svonefndu mun því ekki takast að gera það að hatursmáli Reykvíkinga og annarra landsmanna, livort núverandi kjördæmi eigi að haldast. Fjölmargir Reykvík- ingar munu svara þeim fjar. stæðukennda áróðri með því að skipa sér til varnar fyrir hin gömlu kjördæmi, ieggja þannig æskuhéraði sínu eða sinna lið úr fjariægðinni og tryggja með því jafnvægið í byggð landsins, sem er ekki síður Reykvíkingum til liags en öðrum landsmönnum. í | I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.