Tíminn - 29.05.1959, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudagmn 29. maí 1959.
^KindamáHð
t íUmarleyfi — ( sólskinsskapi. — Á myndinni sjást tvaer íslemkar blóma-
rósir úr hópi farþega með Ferðafélaginu Útsýn.
Ferðafélagið Útsýn efnir til þriggja
utanlandsferSa í sumar
í síðastliðinni viku opnaði
Ferðafélagið Útsýn skrif-
stofu sína í Nýja bíói, en hún
starfar aðeins yfir sumar-
mánuðina. Útsýn er félags-
skapur þeirra sem vilja
kynnast öðrum löndum og
þjóðum 1 sumarleyfum sín-
um, og stuðlar að því að gera
ferðalög þeirra sem hag-
kvæmust. Hefir fólk kunnað
vel að meta þjónustu félags-
ins. Ef marka má af aðsókn-
inni að ferðum Útsýnar, virð
ist ekki ætla að draga úr
þátttöku fólks í hópferðum í
sumar, því að hin lengsta af
ferðum félagsins er þegar
fullskipuð.
i •
i
Ferðakostnaður er næstum ó-
reyttur frá síðastliðnu sumri. Þó
í'efst nú kostur á ódýrari sumar-
ieyfisferð en Útsýn hefir efnt til
áður. Er það 12 daga Skotlandí-
íerð fyrir aðeins 4000—5000 kr.
Skoflandsferð 20. júiií tiI 2. júli.
Norður-Skotland er rómað fyrir
náttúrufegurð. Fjöll, skógar og
'■■yrrlát vötn hálendisins heilla t'il
iín ferðafólk víðs vegar að. Þessi
::3grú héruð eru flestum ísjending
. m ókunn, þótt Skotland sé það
i.iiid, 'Sem ódýrast er að komast til
irá íslandi. Hin þægilega sigling
með m.s. Gullfossi milli Skotlands
og íslands tekur 2V2 sólarihring
ihvora leið. Sumarferðir Gullfoss
eru mjög vinsælar og ágæt hvild.
'Dvalizt verður viku I Skotlandi;
i Edinborg, Glasgow og fegurstu
' ibéruðum skozka hálendisins.
Kaupmannahöfn — Haniborg
Rín.arlönd — Svi'ss — París
I.—25. ágúsí.
Leið þessi liggur um nokkrar
fcelztu horgir og fegurstu héruð
Svrópu Dvalizl verður í Rínarlönd
tm og vikutíma í Sviss á nokkrum
íegurstu stöðum landsins. Skoðað-
ar verða borgirnar Kaupmanna-
ft.öfn, Hamborg, Köln, I-Ieidelberg,
2iirich, Genf, París og margar
E.ðrar, þar sem viðdvöl verður
skemmri. Ferðast verður með m.s.
'Gullfossi til Kaupmannahafnar en
tmeð flugvél heim frá París. Ferð
Iþcssi er þegar fullskipuð.
Spánn — Mallorca,
1..—29. september.
Spánn er á síðuslu árum orðinn
eit't vinsæíasta ferðainannaland
-Hiffinar, enda iliefur landið upp
á margt að bjóða, frábæra náttúru
dégurð, fagrar byggingar, myndlist
eg minjar hinnar sérstæðu menn-
ángar, sem er í éenn af arabískum
cg rómönskum toga spunnin. —
Fyrirgreiðsla við ferðamenn er
cneð ágætum á Spáni, gistihús og
tmatur í fremstu röð og ódýrara
■sn- víðast annars staðar í álfunni.
Færri íslendingar hafa lagt leið
sína til Spánar en vænta mætti, en
aliir, sem reynt hafa, ljúka upp
einum munni um ágæti þessa ferða
mannalands.
Ferðafólagið Útsýn efnir tO
kynnisfarar nm Spán í septerrvber-
mánuði. Flogið verður í Viscount-
vél Flugfélags íslands til Madrid
og heim aftur frá Barcelona, en
ferðazt verður um Spán í bifreið,
dvalizt í Madrid, Cordova, Sevilla,
Granada og Alicante, 2—3 daga í
hverri borg, siglt frá Alicante til
Palma á Mallorca og dvalizt þar
í 5 daga og að lokum 2 daga í
Barcelona. Aðbúnaður verður hinn
vandaðasti í hvívetna og þaulvanir
tungumálamenn og ferðamenn til
aðstoðar eins og í öðrum ferðum
félagsins. September er talinn
bezti mánuður ársins á Spáni, og
er það hinn 'bezti sumarauki fyrir
í'slenzka ferðamenn.
Skrifstofa Ferðafélagsins Útsýn-
ar í Nýja Bíó, Læ'kjargölu 2, er
opin á virkum dögum kl. 5—7 síð-
degis. Sökum fjölda fyrirspurna
verður skrifstofan þó opin frá kl.
2 e. h. þessa viku.
í samtali vi'ð fréttaritara blaða
út af kindiun á ■ Þórodusstöðum,
i viíl ég taika fraim' ef tirfarandi:
Þegar heilsuleysi ásækir sauðfé,
1 þá gefcur það verið mjög magurt
án þess ’að um vanfóðrun hafi ver-
ið að ræða. Nágnaiimi minn einn
fóðrar fé sitt mjög vel, þó á hann
kind, sem er grindhoruð.
Það er að sjálfsögðu verkefni
dýra'lækna að reyna að lækna þess-
ar kindur, þó aó sjaldnast séu þeir
spurðir ráða.
í samtali mínu við blaðamemn
sagði ég, að lionað'a'r kiniuur fynd-
ust á ýmsum bæjum í umdæmi
mínu, en um vanfóðrun tailiaði ég
ektó (þótt slíkt gæiti e. t. v. átt
sér stað hjá sumtum).
Gallinn á málflutningi þessana
þlaðamannia var sá, að þeir höfðu
myndað sér skoðun á mál’i þessu
fyrirfram út af hræum þéim, er
þeir tóku myndir af og mæitti
nefinia hama beinagrindaisjónarmið.
Það verður að kallust óvandaSu'r-
málflutningur að taia um hor-
aauða, þótt teknar séu myndir af
‘hrafinétnum bráðapestarhræum síð
am í haust og itelja megurð í sauð-
fé eitngöngiu geta stafað af van-
hirðu og fóðurskorti.
í sambandi við æsifregnir þær,
sem komið hefir verið af stað við-
víkjiaindi 'kindamáli þessu virðist
svo komið að ég sem dýrailæknir
megi ekki hafa sjáíístæða skoðun
á tmáli þessu, þó hef ég tekið fpani
að ég áiít fjáreigianda hafa sýnt
vítaverða vanrækslu í starfi símu
!'t. d. með því iað gefa féniu ebki
ormalyf eða leita ráða dýralæknis
isvo og þeim dæmalausa trassaskiap
að grafa ekki pestarhræ.
| Ingileifur á Svíniavatni og fleiiri
bændur hafa viðurkennt að féð á
Þóroddsstöðum haíi verið orma-
sjúkt og augljóst ætti að vera, að
taka verður til greina heilisufar
fjárms í þessu- sambaindi.
| Skylua mín sem dýraiæknis er
að vekja athygli á fé ann'ars stað-
ar í uradæmi mínu, en slikt ástand
þarf ekki að 'stafa af vanfóðrun,
heldur meða'l anniars af ormaveiki.
Véiki þess'a þarf að læ'kna ei'gi
sauðfjárræk't að þrífast í hélaðinu.
líragi Steingrímsson,
dýralækmir.
Kominn er nú hér í baðstofuna-
til okkar gestur nokkur og er
all gustmikill. Hann segir:
„Hvenær er mælirinn fullur? Bretar
viðurkenna ekki þriggja mílna
landhelgi og fiska uppi í land-,
steinum 'samkvæmt „alþjóðal'ög-j
um“. íslendingar bera fram
feimnisleg mótmæli við þessa
miklu vinaþjóð sína.
Varnarliðið hefst ekki að. Er upptek-j
ið við að afvegaleiða fermingar-
telpur og unnustur sjómannaj
enda hægt um vik þar sem þeirj
e-ru á hafinu miikinn hluta árs- í
ins. U. S. A. virðir heldur ekki1
neinar þrjár mílur eða aðra land-
helgi, því að svo ganga kvenn'a-
veiðar hermanna þeirra ’langt, að
fjórði hver dslenzkur piltur, 20
—30 ára, verður að pipra eða
kvænast erlendri konu. Þetta
sést greinilega í síðasta mann-
tali. Þar ikemur d ljós, að gamlar
konur eru fl'eiri en gamlir menn
en ungar konur færri en ungir
Hvo.rt myndu gjafir U. S. A. til
menn svo þúsundum skiptir.
íslendinga teljast miklar, ef frá
væri dreginn uppeldiskostuaður,
menntun og sú starfsorka, serri
tapaðist með iþeim herleiddu?
Ef sjómaður telur eftir að unnusta
hans sýni varnarliðinu vinsemd,
með viðeigandi skemmtigöngum,
eins og einn eldri stjórnmálamað-
ur orðaði það svo fagurlega og
ef hann vill stjaka eitthvað við
Bretum, ja, iþá er hann bara
„kommúnisti". Bara að Kremi
taki nú stimpilinn gildan? Marg-
ur hengdur þar þó að sæmilega
stimplaður virðist vera.
Það var slæmt, að Danir skyldu
ekki geta talið ísTendingum trú
um að Jón Sigurðsson væri
kommi, stimplað 'hann á nútíma
vísu, því þá væri nú töluð fög-
ur danska á íslandi.
Mórallinn i káetunni er þá svona:
Svo við verðum ekki taldir komm
ar skulum við telja Breta og
Bandaríkjamenn sérstaka vini
okkar, iþrátt fyrir allar kvenna-
og fiskveiðar þeirra. Sem sagt,
bölva helzt ekki, en annars mjög
lágt. Illur landkrabb!.
I! te
::
::
::
i
fj
♦♦
::
♦♦
♦♦
♦♦
::
I
s:
::
♦♦
♦♦
♦♦
::
íslenzk-ameríska félagið aflar
fjölda námsstyrkja vestan hafs
Aðalfundur Íslenzk-ameríska
félagsins í Reykjavík var
nýlega haldinn. Ritari féiags
ins, Njáll Símonarson, flutti
skýrslu stjórnarinnar og
greindi frá helztu störfum
þess á síðasta starfsári.
Svo sem mörg undanfarin ár
hefur aðalvenkefni félagsins verið
að annast fyi*irgreið'3lu og útvegun
námsstyrkja í Bandaríkjum fyrir
Islenzka námsmenn. Fimm stúdent
ar hlutu styrk til hásbólanáms
vestra fyrir milligöngu félagsins
og með fyrirgreiðslu Institute of
Internationaí Education í New
York. S'lí'kir styrkir nema venju
legast ókeypis skólagjöldum, fæði
og húsnæði.
Styrkir Brittinghams.
Mr. Thomas E. Brittingahm kom
hingað til lands s.l. haust ásamt
konu sinni þeiiTa erinda að velja
enn einu sinni ísienzka náms-
menn, sem hann kostar til náms
við bandnríska háskóla Þetta var
í þriðja skipti, sem Mr. Britting-
ham kemur til íslands 1 þessum
erindagjörðum. Hann va'ldi að
þessu sinni fjóra íslenzka náms-
menn úr stórum hópi umsækjcnda,
en íslen7jk-ameríska félagið annað
ist allan undiiibúning og fyrir-
greiðslu varðandi þessar stynkveit
íngar svo sem jafnan áður. Þeir
sem styrkin nhlutu að þessu sinni
eru: Björn Matthíasson, Gunnar
Engiibertsson, Haukur Hauksson
og Sigvaldi Sigurgeirsson.
Mr. Brittingham kom hingað
fyrst fyrir rúmum þremur árum
Umsóknum
um sumardvöl á vegum Rauða Kross íslands.
í sumar, að Laugarási og Silungapolli, verður
veitt móttaka í skrifstofu Rauða Kross íslands,
Thorvaldsensstræti 6, dagana 1. og 2. júní frá
kl. 9—12 og 13—18.
Tekin verða, meðan rúm leyfir, börn, sem fædd
eru árin 1952 og 1955.
Vegna mikillar aðsóknar verða aðrir aldursflokk-
ar ekki teknir.
Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands.
á vegum félagsins, hefur hann
veitt 3 íslenzkúm námismönnum
ríflega námsstyrki við bandaríska
háskóla. Hefur Brittingham fjöl-
skyldan tekið miklu ástfóstri við
ísland, enda ber höfðinglund
þeirra ijósan vott um það.
Síyrkir Ncw York háskóla.
Hinn kunni íslandsvinur, Porler
McKeever, er formaður nefndar
áhugamanna vestan hafs, sem
vinnur að því að koma í kring
menningar samskiptum milli ís-
lands og New York háskólans.
iBauðst hás'kólinn til þess á síð
astliðnu hausti að veita íslend-
ingum styrlci til framhaldsnáms í
ýmsum dcildum skólans. Haukur
Þórðarson læknir, Jóhanna Jóns-
dóttir hjúkrunarkona og Sigrún
Tryggvadóttir tannlæknir hlutu
styrki að þessu sinni, og stunda
þau nú nám við skólann. Þá má
geta þess, að 9 íslenzkir námsmenn
fengu á síðasta ári styrki til náms
við bandaríska menntaskó'la á veg
um American Fiekl Service, og
nema þeir nú víðs vegar um
Bandar'íkin. Næst er gert ráð fyr
ir, að 10—12 námsmenn fái slíka
styrki, en félaginu hafa borizt um
40 umsóknir.
í sljórn Ísienzk-ameríska félagiS
ins eru þessir menn: Gunnlaugur
Pétursson formaður, Gunnar Sig'-
urðsson varafonnaðr, Njáll Sím-
onarson ritari, Daníel Jónasson fé-
ihirðir, Daníel Gíslason spjaldskrár
ritari, Dona'ld E. Wílson, dr.
Hreinn Benediktsson, Ólafur Hall
grímsson og Sigurður A. Magnús
son.
Ibúö
3—4 herbergja íbúð óskast til leigu strax.
Upplýsingar í síma 19523.
::
ximttttttitttnniiitzttixittiiiitiittutiixiitttitxiiiiiiiiititiiiiiiiiiitintttiitœtt
W1Y/.Y.V.V.W.V.V.VAW.V.VAVAYAV.W.WAWÍ
'1 Innilegustu þakkir fyrir alla vinsemd, sem mér og
% mínu fólki hefir verið sýnd fyrr og síðar og sér-
staklega vil ég þakka alla góðvild nú á sjötugs-
afmæli mínu 7. maí 1959.
í Vinsemdarkveðja.
*; Haraldur Böðvarsson.
V.V.W.V.V.V.V.V.V.W.VAV.V.V.VAV.V.V.W^VMI
Ástkær eiginmaSur minn, og faSir okkar
Hannes Guðmundsson
læknir,
lézt aS Landsspitalanum 27. maí.
ValgerSur Björnsdóttir,
Leifur Hannesson, Lína Lilja Hannesdóttir,
ValgerSur Hannesdóttir, Helga Hannesdóttir,
íÉigætgjriilpw
ÞÖKKUM innilega auSsýnda samúS og vinarhug viS andláf’ og
jarSarför
Margrétar Ólafsdóttur
frá Kvíum.
Vandamenn.