Tíminn - 23.06.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1959, Blaðsíða 1
13. áreanpur. Reykjavík, þriðjuuaginn 23. júní 1959. l‘>8. blað. Frá hinum geysifjöim'enna fundi Framsóknarmanna og annarra andstæðinga kjördæmabyltingarinnar, stuðningsmanna B-iistans í Framsóknarhúsinu í gærkvöldi. Hinn stóri salgr var troS fullur af fólki en einnig margt manna í fordyri og minni salur á efri hæð oftast þéttsetinn þar sem veitingar voru fram reiddar, og fólk hlustaði á ræður í hátölurum. (Ljósm. I. M.) bæja og byggða og áhrif þeirra á að víkja fyrir alræði flokkanna? i * Geysif jölmennur kosningafundiir R-listans í gærkvöldi. - Það er barizí um tvær stefnur í þessum stjórnarskrárkosningum - bæja- og byggðastefnuna og flokkastefnuna. í þetta sinn mun fjöldi fólks úr öllum flokkum kjósa Framsóknarflokkinn til þess hlut- verks að stöðva kjördæmabyltinguna . Framsóknarmenn og aSrir andstæðingar kjördæmabreyt- ingarinnar, stuðningsfólk B-!istans í Rvík, héldu aðalkosninga fund sinn í Framsóknarhúsinu við Tjörnina í gærkveldi. Var hann geysilega fjölmennur eða á 7. hundrað manna. Var hinn stóri salur hússins ekki aðeins þéttsetinn, heldur urðu margir að standa, og í minni sal hússins á efri ha?ð, þar sem kaffi var á boðstólum, var einnig margt fólk. Tíu menn, þar á meðal nokkrir efstu menn B.listans, fluttu stutt. -ar ræður, ræddu um hlutverk Framsóknarfiokksins í höfuðstaðn um og kjördæmamálið, sem kosn- ingarnar snúast um að þessu sinni. Benedikt Sigurjónsson, formað ur fulltrúaráðsins, setti fundinn, en fundarstjóri var Hjörtur Hjartar, framkvæindastjóri. — Ræðumenn fundarins voru og töl uðu í þessari röð: Þórður Björns. son, Einar Ágústsson, Ilörður Helgason, frú Unnur Kolbeins. dóttir, Björn Guðmundsson, Þór arinn Þórarinsson, Sigurjón Guð mundsson, Kristján Thorlacius, Örlygur Hálfdáná,arson og Ey- steinn Jónsson. Máli ræðumanna var mjög vel tekið, og fundurinn sýndi gerla, að Framsóknarflokk- urinn er í mjög öflugri sókn fyrir þessar kosningar, og til liðs við hann kemur að þessu sinni margt fólk úr öðrum flokkum, sem styður hann vegna kjördæmamálsins. Fundurinn sýndi Ijóst, að hér í höfuðstaðnum fer and úðaraldan gegn kjördæma breytingunni dagvaxandi, ekki síður en úti um land, og úrslit þessara kosninga munu bera þess glögg merki, að þjóðin skiiur, að kosning amar eru að þessu sinni í raun og veru þjóðaratkvæða greiðsla um kjördæmamálið,1 og Reykvíkingar eru stað-! ráðnir í því að leggja a. m.l k. fram einn eða tvo þing^ menn til þess að vernda hér aðaskipulag landsins, horn- steina þjóðskipulagsins í dag Á samdráttarstefnan að ríkja. Þórarinn Þórarinsson, efsti maS ur B-listans, ræddi m. a. um kjör. dæmamálið. Hann benti m. a. á þaðð, að yrði fyrirhuguð kjör- dæmabreyting samþykkt, mundi það hafa veruleg áhrif á stjórnar. stefnu næstu ár og óratugi. Þá mundi t. d. verða fram haldið þeirri samdráttarstefnu í fjárfest. ingu og framkvæmdum, sem Sjálf stæðisflokkurinn hefir nú hafið og boðað. Þetta mundi óhjákvæmi. lega leiða af sér skert lífskjör, minni tekjur og jafnvel atvinnu leysi. Af þessum ástæðum einum, auk alls annars, væri full ástæða fyrir verkamenn og annað umbóta sinnað fólk að vinna gegn kjör. dæmabreytingunni. Leið Framsóknarflokksins. Einar Ágústsson. annar maður á B-listanum ræddi einnig kjör. dæmamálið. Hann sagði, að stefna Framsóknarflokksins ætti sterkan hljómgrunn hér í höfuðstaðnum og í öðru þéttbýli. Fólkið þar æskti þess alls ekki, að héraða. Þórarinn Þórarinsson kjördæmin væru lögð niður, held ur mundu langflestir — fengi eðli leg skoðanamyndun án flokks. blindu að njóta sín — einmitt telja leið Framsóknarflokksins heppilegasta, þá að halda skipun héraðakjördæmanna en fjölga þingmönnum i þéttbýlinu. Vantar sterkan andstöðu- flokk íhaldsins. Síðastur ræðumanna var Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi ráð- herra. Hann ræddi fyrst um vanda mál hins umbóta sinnaða vinstri fólks í landinu, sem nú væri sundr að í þrem flokkum, og íhaldið fleytti rjómann af þeirri sundr ungu. í landinu væru þúsundir manna, ef ekki tugþúsundir, eink um í bæjum og þéttbýli, sem vildi vinna í sterkum umbótaflokki er gæti haft í fullu tré við íhaldið. Einar Ágústsson Þelta umbótafólk tryði því ekki að Alþýðuflokkurinn gæti leyst þetta hlutverk af hendi, enda varla von, eins og sá flokkur er nú kominn. Ýmsir trúðu því, að A1 þýðúbandalagið svonefnda gæti orðið slíkur flokkur, unnt væri að gera kommúnista þar áhrifalausa og efla þar sterkan og umbótasinn aðan flokk gegn íhaldinu. Vatnið rann af stampinum Það var gert nýtt hús, snoíur lega málað, kallað AZþýðubanda lag og fólki boðið inn, Ýmsir þekktust það boð, en þegar þeir 'sáu liverjzr lii?iir raunveruleigu liúsbændur voru, kominúnistam ir, þá leituðu margi,- dyr,a afíur. Þetta kom mjög í ljós í síðustu bæjarstjórnarkosningum, og sá straumur heldur áfram. Það var (Framhald i 2. iíðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.