Tíminn - 23.06.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.06.1959, Blaðsíða 12
Suðaustan gola eöa kaldi, skýjaS. Fráfarandi biskup, herra Asmundur GuSmundsson vígir eftirmann sinn. Biskupsvígslan á sunnudag var hátíðleg og stórbrotin athöfn Flestir prestar landsins viðstaddir Séra Si^urbjöro Einarsson prófessor var á sunnudag . vígður til biskups yfir ís- landi í Dómkirkjunni í Reýkjavík. Fráfarandi biskup, herra Ásmundur Guðmundsson, vígði eftir- mann sinn, en séra Bjarni Jónsson lýsti vígslu. Forseta , hjónin, ráðherrar, erlendir j gestir og annað stórmenni ' voru viðstödd vígsluna og að auki flestir prestar iandsins. ;.Var athöfnin hin hátiðleg- -ásta'1 hvívetna. Hinn nývígði biskup fram- (kvæmdi svo fyrst'a emfoættis.verk Bitt í gærmorgun. Vígði hann þá Ingþór Indriðason guðfræði- kajiciídat til prests Herðubreiðar safnaðár í Manitobaf)dki í Kanada. Skarðinu lokað Skarðinu sem rofnaði í stíflu- garðinn við Efra-Sog 17. júní, verður Iokað í dag. Verður þá lokið við að byggja nýjan garð og um leið lýkur vatnsrennslinu geguum göngin að mestu. Hefir þá alls lækkað í Þingvallavatni um 85 cm. Síðan mun hækka í vatninu um 4 cm á dag þar til eðlilegu ástandi verður náð. Hinn nývígði preslur prédikaði, en sr. Jón Guðjónsson lýsti vígslu, og dr. Fry, forseti lúterska heims- samhandsins flutti ræðu. Síðdegis í gær hófst Prestastefna íslands í háskólanum og setti Ásmundur Guðmundsson biskup 'hana. Biskupsvígslan Vígsluathöfnin á sunnudag hófst klukkan 10. Gengu þá forsetahjón SiglufirSi í gær. — Síld- veiðiflotinn er nú að veiðum um 80—110 mílur norður af Siglufirði og 30 mílur í vesturátt þaðan Nokkur skip munu hafa fengið síld í nótt, en um litla veiði mun hafa verið að ræða. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú tekið við 15 þúsund málum síldar af rúmlega 40 skipum. Þar af bárust 10 þús. mál á land í gær. Síldin er horuð, fitumagn 9— 14% og fer hún því öll í foræðslu. Klukkan 18 í dag hóf SR 46 vinnslu. in í kirkju og síðan prestar, allir hempuklæddir. Síðastir fóru herra Ásmundur Guðmundsson biskup, sr. Bjarni Jónsson vígslu biskup og Sigurbjörn Einarsson biskupsefni. Voru hinir fyrr- nefndu búnir biskupskápum, en biskupsefni hempuklæddur. f upp hafi athafnarinnar foað sr. Frið- vik Friðriksson bæn og dómkirkju kórinn söng. Bjarni Jónsson vígslu hiskup lýsti vígslu og las æviágrip hiskups eftir sjálfan hann. Þá Flest eða öll síldarskip sem væntanleg eru munu nú komin norður. Eftirtaldir bátar lönduðu á Siglufirði á sunnudag: Faxahorg Framhald á 11. síðu. Síðustu íréttir: Mjög gott veður var á síldar. miðunum fyrir Norðurlandi í gærkvöldi og flotinn allur að veiðum. Fréttaritari blaðsins á ísafirði hafði liaft spurnir af því að nokkrir bátar hefðu kastað, en afli verið rýr. Ekki var talið að verulegar horfur væru á veiði í nótt. (Framh. á 11. síðu) 15 þúsund mál síldar kom- in á land á Siglufirðí - Fléstöll srldarskip komin nortiur Allt er gott þá endirinn beztur er Á sjösýningu í Tjarnarbíó s. 1. sunnudag kom fyrir kátbroslegt atvik. Við stjórnvölinn í sýning arklefanum mun þá hafa setið uiáður sem ekki vinnur þar að staðaldri, en svo mikið er víst, að er líða tók að myndarlokum, tóku leikarar að titra mjög og skjálfa á tjaldinu og fóru leikar svo að lokum, að filman slitnaði. Leið svo og beið áð ekkert dró til tíðinda á tjaldinu og sátu áhorfendur í kolamyrkri í saln- nm. Innan tíðar Iiófust upp hróp mikil og blístur og kröfðust menn hver um annan þveran að myndinni yrði lokið en liúsið var því sem næst fullsetið. Þegar líða tók að níu sýningu og fólk sat enn sem fastast, var það tekið til bragðs að kveðja lög regluna til, en hún kvaðst.ekki geta vísað fólkinu út. Þegar klukkan var farin að ganga 10 var mörgum farið að Ieiðast þóf- ið og gengu út, en þeir sem eftir sátu kröfðust í það minnsta end urgreiddra aðgöngumiða. Á með- an þessi tíðindi voru að gerast í salnum þar sem sex lögreglu- menn voru komnir á vettvang kom einn af föstum sýningar- mönnum hússins áðvífandi. Hafði hann snör handtök skeytti sam- an fihnuna sem fljótast og sýndi það sem eftir var en það var ekk ert annað en liin gamalkunnu orð: „THE END“. Varð margur hrópandinn fár við en níu sýn- iug gat ekki liafizt íyrr en um tíuleytið. Er Ádenauer að velta w valdasessi sínum? Líklegt að til úrsSita dragi í átökum hans og Erhards í NTB-Bonn, 22 júní. Fram- kvæmdanefnd þingflokks kristilegra demókrata í Þýzkalandi hélt í dag fund til undirbúnings fundi, sem haldinn verður á morgun með öllum þingflokknum, en þar er búizt v-ið að til stórtíð- inda eða jafnvel útslita dragi í deilu Erhards og Adenau- ers í deilu þeirra um völdin í flokknum. Adenauer lýsti því yfir í dág, að hann væri ákveðinn í að standa áfram með valdavölinn. ..Eg er for maður flokkisns", sagði hann og kvaðst myndi verða forsætisráð- herra fram að næstu kosningum, 1961, og sjá svo-um, er hann léti af þeirri tign, að mikilla áhrifa sinna gætti áfram. Krone, formaður þingflokks kristilegra demókrata, varðist í dag allra frétta um horfurnar, en viðurkenndi, að deila þessi gæti orðið mjög örðug úrlausnar. Marg ir fióttamenn telja litlar horfur dag sáttum um þessi mál. Krone færði í dag Erhard bréf frá Ad enauer, en neitaði að upplýsa blaðamenn um innihald þess. Er- (Framh. á 11. síðu) Frakkar ætla að fara að sprengja ii- kjarnasprengju NTB—París 22. juní. Guillaumat, hermáiaráðherra Frakka, skýrði blaðamönnum frá því í dag, að ekki myndi líða á löngu áður en Frakkar sprengdu fyrstu kjarn orkusprengju sína í tilraunaskyni. Ekki vildi hann taka neitt nán ara fram um þetta. Hann sagði, að þessi atburður yrði þeim mun at- hyglisverðari fyrir Frakka vegna þess, að þeir hefðu ekki fengið neina utanaðkomandi aðstoð við gerð sprengjunnar. Það myndi hafa verið skakkt af Frökkum að biðja um hjálp annarra við fyrstu kjarnorkusprengjutilraun sín-a. Nakinn maður á hlaupum um Granda Hætti vií atJ drekkja sér vegna sjávarkulda Um þrjúleytið í gær barst lögreglunni tilkynning um, að nakinn maður væri á hlaupum um Grandann móts við Ánanaust. Lögreglan brá hart við og leitaði mannsins. Fannst hann á tilteknum stað með sokk á öðrum fæt- inum, en kviknakinn að öðru leyti. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina og settur í kjallarann. Kristleifur sigraSi í 3000 metrunum Á afmælismóti KR í gærkveldi tókst Kristlcifi Guðbjörnssyiii að sigra liina þekktu kcppinauta sína í 3000 metra hlaupinu. Tími lians var 8:27,6 mín. Annar varð Svíinn Bertil Kallevagh á 8:28,2 mín. og þri'ðji Daninn Thyge Tögersen á 8:30.6 mín. Svíinn Anderson sigraði í hástökki, stökk 1,95 m og Daninn Ceder. quist sigraði í sleggjukasti, kast- aði 53,51 m. Nánar verður skýrt frá mótinu á íþróttusíðu blaðs- ins á morgun. Aðspurður um þetta tiltæki sitt lét maðurinn þess getið, að hann hefði ætlað að drekkja >sér, en hæt við sakir sjávarkulda og kælu veðurfarsins. Um það hvers vegna hann hefði viljað fara ber um rass inní eilííðina fékkst hann ekki til að úttala sig. Sennile-ga toíður hann nú veðurs. Útvarpsumræðurnar Útvarpsumræður verða í kvöld og annað kvöld. Röð flokka í kvöld verður þessi: Alþýðufl. Sjálfstæðisfl. Fram. sóknarfl., Alþýðubandal. og Þjóðvarnarflokkur. Fyrir Framsóknarflokkinn tala í kvöld, Hermann Jónasson Jón Skaftason og Daníel Ágúst ínusson. Stuðningsmenn B-listans Sjálfboðaliðar, sem ætla að vinna á kjördag, eru beðnir að gera kosningaskrifstofunni f Framsóknarliúsinu viðvart sem allra fyrst. Símar 19285 og 12942. '■------------------------------:--------- Stuðningsmenn B-listans ÁkveðiS hefir verið að hafa veitingasal Framsóknar- hússins opinn alla þessa viku, vegna þess fólks, er vinn- ur beint og óbeint að kosningaundirbúningi og gesta þess. Nýtt fyrirkomulag á framreiðslu verður viðhaft og munu því veitingar verða mjög ódýrar. Hvetur kosrtinganefnd alla stuðningsaðda B-listans til að koma á skrifstofuna í Framsóknarhús’nu og gefa þar allar þær upplýsingar, sem að gangi mættu koma. Ennfremur er áríðandi að það fólk, sem getur starfað fyrir listann á kjördag gefi sig fram sem fyrst. B-listinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.