Tíminn - 23.06.1959, Qupperneq 6

Tíminn - 23.06.1959, Qupperneq 6
6 TIMINN, þriðjudaginn ?3. júuí 1959. Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsio*. Skrifstofur í Eddúhúsinu viö LiudargSta Símar: 18 300, 18 301, 18302, USOS, 18 SM. (skrifstofur, ritstjómin og blaðamenm) Auglýsingasimi 19 523. • AfgreiBilan 12S3S Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: ÍSMI Rógbréfið um „fáheyrðar æsingar gegn Reykvíkingum“ FORKÓLFAR Sjálfstæðis flokksins hafa nú bersýni- iega orðið þess varir, að kjör dæmabyltingin hefur ekki síður andstöðu að mæta hér í bænum en úti um landið. — Þeir hafa því enn einu sinni gripíð til þess bragðs að reyna að vekja andúð Reyk- víkinga til fólksins úti á landi. í bréfi til reykvískra kjósenda, sem Sjálfstæðis- flokkurinn lætur nú dreifa um bæinn, er því m.a. haldið fram, að kjördæmabyltingin sé „notuð til fáheyrðra æs- inga.víðs vegar úti um land gegn Reykvíkingum og „valdi“ þeirra“. í framhaldi af þessu er svo skorað á Reykvikinga að „svara fyrir sig óg minnast þess“, að það verði öruggast gert með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. ÞAÐ kemur hvergi fram í bréfi Sjálfstæðisflokksins, hverjir standi fyrir þessum „æsingum gegn Reykvíking- um“ úti um landið, eða hvers eðlis þær eru. Af skiljanleg- um ástæðum sneiðir Sjálf- stæðisflokkurinn fram hjá því að minnast á þetta. Slíkar „æsingar" hafa nefnilega eng ar átt sér staö. Þær eru ekki til nema í „rógsbréfi" Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur talið nauðsynlegt að búa til einhverjar „sögur“ er væru líklegar til að styrkja fylgi hans meðal Reykvíkinga. Af hálfu andstæðinga kjör dæmabyltingarinnar, sem hafa andmælt henni á fund um úti um landið, hefur það undantekningarlítið komið fram, að menn teldu þing- mannafjölgunina í Reykja- vík sjálfsagða, og sama gilti um þingmannafjölgun þá, sem annars staðar er ráðgerð í þéttbýlinu. Þetta hefur t.d. verið mjög skýrlega áréttað af öllum fulltrúum Fram- sóknarflokksins. Það er því eins rangt, eins og nokkuð getur' verið það, að haldiö hafi verið uppi „æsingum“ gegn reykvískum kjósendum eða þeim auknu áhrifum, sem þeim er ætlað að fá. HITT er svo annað mál og algerlega óskylt, að harðlega hefur verið deilt á kjördæma byitinguna vegna þess, að hún færir framboðsvaldið í strjálbýlinu að mestu eða öllu leyti í hendur fámennra flokicsstjórna í Reykjavík og veikir stórlega áhrifavald strjálbýlisins á þann hátt. Réttinda og hagsmuna þess yrði því lakar gætt eftir en áður. Með þessu eru hins vegar síður en svo sagt, að hagsmuna Reykjavíkur yrði nokkuð betur gætt eftir en áður. Reykvíkingar þekkja það orðið bezt sjálfir, að það er tvennt ólíkt og óskylt reykvískir kjósendur og hin ar fámennu reykvísku flokks stjórnir. Þær eru reyndar að því að skara meira eld að köku fámennra gæðinga sinna en reykvískra kjósenda almennt. MEÐAL reykvískra kjós- enda fer sá uggur líka vax- andi, að það sé Reykjavík ekki neitt hagsmunamál að draga valdið úr strjálbýlinu í hendur fámennra flokks- stjórna í Reykjavík. Það muni draga úr atvinnu og framförum úti um land, auka fólksflótta til Reykjavíkur og þrengja atvinnu -og afkomu möguleika þar. Hagur Reyk- víkinga yrði þá verri eftir en áður. Það er nefnilega ekki síður hagsmunamál Reykja- vikur en annarra lands- manna að jafnvægi haldist í byggð landsins og auðæfi þess verði þannig hagnýtt sem bezt. Þetta er ekki sízt skilning ur þeirra, sem fæddir eru og uppaldir úti á landsbyggð- inni eða hafa dvaliö þar lengri eða skemmri tíma í átthögum mæðra sinna og feðra. Þeir gera sér ljóst, hvað það er, sem hér er aö gerast. Þeir hafa á ýmsan hátt sýnt, að þeir vilji styðja átthaga sína og sinna, eins og átthagafélögin eru svo glöggt vitni um. í flestum tilfellum er líka einmitt átt- hagatryggðin frumrót og afl gjafi sjálfrar ættjarðarást- arinnar. ÞAÐ er af þessum ástæð um, sem forkólfar Sjálf- stæðisflokksins eru farnir að óttast um hag sinn í Reykja vík. Þess vegna breiða þeir nú út í dreifibréfum gular sögur um „ fáheyrðar æsing- ar gegn Reykvíkingum víðs vegar um land“ og skora nú á þá að svara vel fyrir sig. Hið rétta svar Reykvíkinga er að láta ekki slíkar róg- sögur villa sér sýn, heldur fylgja sannfæringu sinni og samvizku og láta ekki flokks böndin vera sterkari en þá „römmu taug“, er tengir þá við uppruna sinn og ætterni. Ottast ílialdsblcSin samanburðínn? Mbl. og Vísir keppast nú við að birta útreikninga þess efnis, hve miklar álögur hafa veriö lagðar á þjóðina í tíð vinstri stjórnarinnar. Hví pjirta þessi blöð ekki jafn- framt útreikninga um álög- urnar á þessu ári? Það skyldi þó aldrei vera, að Sjálfstæð- isflokkurinn þyldi hér ekki samanburð við vinstri stjórn ina? Jón S. Óskarsson. sfud. jur. Stjórnlagaþing rétta leiðin f kosningunum í vor er ein- ungis kosið um fyrirhugaða breyt ingu á kjördæmaskipuninni, og eru kosningarnar því í rauninni aigerlega ópólitískar. Framsókn- arflokkurinn er eini stjórnmála. flokkurinn, sem liefir tekið á. byrga afstöðu í málinu og er ég staðráðinn í að kjósa hann nú,. án tillits til annarra stefnumála flokksins. Þegar lýðveldisstjórnarskráin var sett, var gert ráð fyrir því, að hún yrði aðeins til' bráða. birgða, en lítið hefir verið að_ hafzt til bessa. En nú rjúka þrír af stjórnmálaflokkum landsins til í ofboði og hyggjast gjörbylta allri kjördæmaskipuninni, ein- ungis vegna stundarhagsmuna. Málamiðlunartiilögum Framsókn arflokksins hefir ekki verið sinnt né tillögum þeirra um sérstakt stjórnlagaþing, en það er eina rétta leiðin, þegar ráða skal fram úr slíkuin málum. Það gæti orðið þjóðinni dýrkeypt reynsla, ef þetta tilræði við stjórnskipun landsins verður ekki brotið á bak aftur í tíma og ósvífnum valda-' streitumönnum helzt uppi að stefna frelsi og sjálfstæði þjóð_ arinnar í voða vegna eigin hags. muna. Hlutfallskosningar eins og ver ið er að reyna að koma á hér á1 landi, hafa víðast reynzt illa og leitt til öngþveitis og sundrungar og má í því sambandi minna á reynslu Frakka og Finna. Smá flokkar og flokksbrot leika laus um hala og hver höndin er uppi á móti annarri. Stjórnmálaástand ið er ótryggt og sífelldar stjórn. arkreppur þjá þjóðina. Þegar slíkt upplausnarástand ríkir, er einræðið jafnan á næstu grösum. Reynslan hefir sýnt, að lýð- ræðið er hvergi tryggara en þar, sem hvert hérað kýs sinn þing- fulltrúa, og á íslandi, elzta lýð. ræðisríki álfunnar hefir sjálf. stæði héraðanna myndað grund. völl undir lýðræðið í landinu. Því vil ég hvetja alla lýðræðis- sinnaða menn til að standa sam. an og hrinda þessari gerræðis- fullu árás á lýðræðið í lndinu. Dagur Þorleifsson. Látið ekki flokks- blindu viíla sýn Flestir stjórnmálaflokkar byggja starfsemi sína á einhverri hugsjón. Framsóknarflokkurinn byggir starf sitt á grundvelli sam vinnustefnunnar, göfugustu hug. sjónar, sem fram hefir komið meðal mannkynsins. Og þessi stefna hefir þann kost fram yfir aðrar stefnur, að hún er enn þann dag í dag eins ný og fersk og hún var upprunalega. Hún er og verður framtíðarstefna mann. kynsins, stefna lífs og gróðurs, æsku og uppvaxtar. Samvinnuhugsjónin verður æ- tíð leiðarstjarna Framsóknar- manna. En þótt menn kunni að misvirða þessa hugsjón, þá snú. ast komandi kosningar ekki um framvindu hennar í íslenzku þjóð lífi. f næstu kosningum verður aðeins kosið um kjördæmamálið — og það eitt. — Menn, sem hafa verið andsnúnir Framsóknar. flokknum og fráhverfir sainvinnu mega ekki láta flokkssblindu villa sér sýn og aftra sér frá að kjósa eftir sann. færingu sinni í kjördæmamálinu. Gunnar Jónsson, verziunarm. Byggð haldist landið um kring Eins og allir vita verður að. eins kosið uin eitt mál í komandi kosningum — kjördæmafrum. varpið'. Þegar frumvarpið kom fyrir Alþingi, fluttu Frainsókn- armenn breytingartillögur við frumvarpið, þar sem gert var ráð fyrir nákvæmlega söinu þing* mannafjölgun fyrir þéttbýlið og frumvarp þríflokkanna gerði ráð fyrir. Það var því enginn ágrein. ingur um þann þátt málsins. ÞrL flokkarnir lögðu samt svo ríka á. herzlu á það, að afnema kjördæm in úti á landsbyggðinni og taka upp hlutfallskosningar í stórunt kjördæmum, að þeir töldu sig ekki geta gengið að tillögum Framsóknarmanna. Þar með var loku skotið fyrir það, að sam. komulag gæti náðst um málið. Það fer ekki miUi mála, hvaða hvatir liggja að baki slíkum ein- strengingshætti, enda tekst for- svarsmönnum fruinvarpsins ekki að leyna hinu sanna innræti sínu, þegar þeim hitnar í hamsi og verður tungan laus. Þá er talað um „pólitíska" fjárfestingu og að bændum eigi að fækka um helm. ing. Öllum þeim, sem skilja live nauðsynlegt það er íslenzku þjóð inni að byggð haldist landið um kring til sjávar og sveita, ætti því að vera auðvelt að gera það upp við sig, hverjum þeir ljá at. kvæði sitt í næstu kosningum. liugsjóninni Fri'ðrik Hallgrímsson: Nú reynir á (slendinga til sjálfstæðiskennd sjávar og sveita Allt fram á síðari hluta 19. ald- ar og raunar lengur, var verzlunar og embættismannastéttin hér á landi, sem að miklu leyti var danskir menn, tignuð og tilbeðin af alþýðu manna. Bar tvennt til þess: Lélcg menntun fólksins og fátækt og ósjálfstæði gagnvart þeim, sem meiri höfðu auraráð. Kvað svo rammt að því, að kaup menn höfðu lif og velferð fólksins svo að segja í hendi sér. | Á seinni hluta síðustu aldar, er , akurinn hafði verið plægður af j Fjölnismönnum og Jóni Sigurðs- 'syni, hófust þingeyskir bændur handa um að hrinda af sér verzlun arokri kaupmannanna. Verður það i átak seint að fullu metið.Svo hörð var sú barátta að fjölskyldur sultu heilu hungri, ef pöntuð mat vara kom ekki á titsettum tíma, 'heldur en leita á náðir kaupmann anna. Með ódrepandi þrautseigju tókst bændum að vinna sigur og stofna sitt eigið kaupfélag, sem síðan varð fyrirmynd annarra, en 1 hinir erlendu selstöðukaupmenn drógu sig í hlé og flu'ttust af lalnidii brott, þeir sem annars höfðu hér fastan dvalarstað. Upp óx svo í landinu íslenzk kaupmannastétt, og ráku þeir, eins og hinir erlendu fyrirrennarar þeirr-a, verzlun í ! gróðaskyni, en lögðu sem minnst ' í kostnað fyrir viðskiptamennina. j Kaupfélögin hafa frá upp- hafi verið hemill á vöruverðið, en oft átt í vök að verjast m.a. vegna þess, að þau hafa jafnan lagt óherzlu á sem bezta þjónustu við viðskiptamennina og áherzlu á verzlun með nauðsynjavörur, sem eru álagslágar, mótstatt því, sem kaupmenn hafa gert. Og þótt fyrir komi að kaupmenn verzli með nauðsynjavöru og eigi jafnvel til að selja undir verði kaupfélag- anna, þá er það aðeins gert til þess að pinna til sín auðtrúa sálir, sem aðeins lít'a á skammvinnan stundarhag. I Vegna þessarar baráttu kaupfé- I laga og kaupmanna var Framsókn arflokkurinn m.a. stofnaður. (Hef- 1 ur hann síðan unnið að eflingu | samvinnustarfseminnar í landinu ; ásamt alhliða uppbyggingu á sviði menntunar og framfara, bæði til ' sjávar og sveita. j Mbl.-menn hafa löngum litið ' Framsóknarflokkinn og samvinnu félögin illu auga, enda eru máttar stoðir þess flokks kaupmenn og braskarar, sem með lýðskrumi og þrotlausum áróðri hefur tekizt að safna um sig auðtrúa fólki og ó- sjálfst'æðum sálum úr alþýðustétt. Eitt áróðursbragðið var nafnbreyt ins flokksins. Hefur hún fært flokknum margt atkvæði hégóma gjarnra manna. Kemur mér ií hug í sambandi vio nafnbreytinguna það sem gáfaður maður sagði við mig er ég spurði hann hvernig honum litist á hana, en hún var þá nýafstaðin. (Framhald á 8. síftu.).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.