Tíminn - 23.06.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1959, Blaðsíða 7
TÍMINN, þriðjudiginn 23. jnr.i 1951/. 2 ÍK ÞEGAIv LÝÐRÆÐIÐ kemur til sögunnar. og almenningur tekur með leynilegum kosningum að kjósa sér trúnaðarmenn til stjórn- arstarfa, er eins og manneskjan leysist úr álögum. Það tekur að heiða til. Miðaldamyrkrið hverfur og befst þá sú menningar- og fram- faraöld, sem vestrænn heimur býr við í dag. En það hefir reynslan sannað, að svo bezt nýtur lýðræðisskipu- lagið sin, að menn í þjóðfélögum þess skiptist eljki í marga flokka! Þarf ekki annað en vitna til sögu Þýzkalands og Frakklands, og enn í dag er reynslan að sanna okkur þetta í Finnlandi og Hollandi, hvort tveggja miklum menningar- þjóðfélö.gum. í þessum tveim lönd- nm er nú allt stjórnarfar að lenda í öngþveiti vegna of margra stjórn- málaflokka! Innsti galdurinn í lýðræðis skipulaginu er almennur, leyni- legur kosningaréttur, en síðan hitt, að mál falla með jöfnum at- kvæðum, en minni hluti beygir sig fyrir meiri hluta, hvað naumur sem hann er! Þetta eru hinar mikilsverðustu leikreglur lýðræðisins! Lýðræðisskipulagið er hvergi sterkara en í Bandaríkjunum og Bretlandi, enda í báðum þessum löndum tveir öflugir flokkar, þótt einnig séu þar einn 'eða fleiri smá flokkar. Hitt er vitað mál, að skoðanir eru 1 ýmsum greinum skiptar inn- an þessai-a miklu flokka, enda tal- að um „vinstri“ og „hægri“ arm þeirra og jafnvel „miðflokk" einn.- ig. En útávið koma menn í þessum flokkum fram sem einn maður í öllum aðal-málum. Sem' sagt skoðanamunur getur verið innan stórra flokka! Hitt þolir lýðræðið ekki, að flokkar verði eins margir og skoð- anirnar, og allt leysist upp í eins konar „klíkur', sem eiga ekki skil- ið flokksheiti, en slíku . lýkur á þingum með þrátefli, hrossakaup- um og öngþveiti, ,sem í lokin verð- ur lýðræðinu að fjörtjóni, en við tekur síðan einræði öfgaflokka, ýmist til vinstri eða hægri. Þetta hefir sagan s-annað! Guðbrandur Magnusson: Fjarstæða að kjördæmin sjálf samþykki á sig réttindaafsal í löndum, þar sem lýðræði og lýðfrelsi standa föstum fótum, eru menn þá heldur ekki fastir í flokkum, heldur stíga kjósendur þar öldu stjó.rnmálaágreiningsins með því að láta málefni ráða at- kvæði sínu hverju sinni, ,sem geng- Herhlaup það, sem Sjálfstæðis- flokkurinn o.g Kommúnistar undir fána Alþýðuflokksins nú gjöra að hinni fornu kjördæmaskipan með því að rjúka nú í það, að freista að breyta þessu eina atriði stjórn- arskrárinnar, og það á bak við Guðbrandur Magnússon Kjördæmabreytingar verða að sjálfsögðu eðlilegar í fámennu en lítt numdu landi eins og okkar, en þær hafa verið fólgnar í fjölgun kjördæma, þar til Alþýðuílokkur- inn bauð upp á „gæsirnar" og komið var á viðrinis-fyrirkomulag- inu, að lögleiða hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum, sem leiddi til þess, að þar gætu komizt að menn með aðeins rífum helm- ingi atkvæða! Og nú er það aftur Alþýðuflokks maður, sem „finnur púðrið“, og leggur nú til að gjörbreyta tilhög- un á kosningum til hins aldna Al- þingis, öll kjördæmin, utan Reykja víkur, 27 að tölu, skuli nú lögð niður, en þess í stað stofnað til sex nýrra kjördæma ufcan höfuð- staðarins og kosið hlutfallskosn, jngum í þessum samtals ,sjö kjör- dæmum. Þessa flugu gleypa síðan Sjálfstæðisflokkurinn og Kommún istaflokkurinn. Báðir hyggjast í lokin munu græða á því öngþveiti, sem af þessu skipulagi hlýzt. En þetta eru flokkarnir, sem vanmeta kosti lýðræðisins, kommúnistarnir, sem vilja lýðræðið feigt, og Sjálf- stæðisflokkurinn, sem innbyrti nazistaskrúðgönguna, sem eitt sinn fyllti hér strætin. Þarna er meginháskinn -fólginn við kjördæmabylting þá, sem nú er verið að leitast við að fram- kvæma, að hún eyðileggi- fyrir nnga, íslenzka lýðveldinu það stjórnarform, sem bezt hefir reynzt öðrum frjálsum þjóðum og leiði yfir hana að nýju .Sturiunga- öld stjórnmálaöngþveitis, ,sem þá öðru sinni yrði henni fjölur um fót. .. , Einmenningskjördæmi hæfa bezt lýðræðinu, efla það og styðja! ið er að kjörborði. Lítum á Bret land. Þar skiptir æði títt um íhalds stjórn og verkamannastjórn, með því að stórt hlutfall kjósendanna lætur málefni, en ekki blinda flokksdýrkun, ráða atkvæði sínu. Með sama hætti skiptir oft um stjórnir Repúblikana og Demo- krata í Bandaríkjunum. Ein aldirlsi ríður msira á því em þegar kosið er um stjórnarskrár- breytingu, að menn láti ekki stjórn ast af flokkstillitum, og sízt þegar kosið er um jafn mikilsvert og viðkvæmt atriði stjórnarskrárinn. ■ar eins og sjálfa kjördæmaskipan- ina, að menn þá líti á afleiðing- arnar! Slík mál hljóta ætið að vera haf- in yfir stundarhagsmuni stjórn- málaflokka! srarfandi stjórnarskrárnefnd, þetta herhlaup er þannig vaxið, að það hlýtur að vekja alla hugsandi ábyrga menn í hinum fornu kjör- dæmum til andstöðu, hvar í flokki, sem þeir hafa staðið til þessa dags. En siðan verður manni á að hvarfla huga að því, hvað orðið er úr átthagatryggðinni, ef fólkið, sem eftir situr í hinum dreifðu byggðum, ætti hvergi hauk í horni í þéttbýlinu. Þegar svo.na er staðið að málum! Átthagafélögin eru orðin mörg, t. d. hér í höfuðstaðnum, og inna þau af höndum mörg og mikils. verð störf, samhliða því að, treysta tryggðaböndin við ættar- byg.gðirnar. En réttmæti þessara félaga skilst þá ekki sízt af því, að hér í höfuðstaðnum er einnig átt- hagafélag „Reykjavikur-félagið", en í það félag fá engir inngöngu aðrir.en þeir, sem hér eru bornir og barnfæddir. En þetta undirstrikar þá, að öll erum við einhverju byggðarlagi skuldug um fæðingarrettinn! Og nú tekur tíl þessarar skuldar! Enda hefir það ekki verið nein uppgerð, þegar við á mannamóti höfum hafið upp sönginn: „Bl'assuð sértu sveitin mín“ En öll ættjarðarást á upptök sín í byggðinni, þar sem maður fyrst sá sólina og þar sem slitið var barnsskónum! Eða haldið þið, að það hefði þýtt, þótt núverandi ríkisstjórn með bráðabirgðalögum fyrirbyði, framyfir kosningar, að syngja þennan söng! En í rauninni er það áþekk fjarstæða af meira hluta Alþingis þess sem síðast sat, að ætlast til þess af göinlu kjördæniunum, að þau samþykki sjálf á sig það rétt- inda-afsal, sem fólgið er í frum. varpi því, um kjördæma skipan, sem nú er gengið til atkvæða um, og eitt skiptir máli í þessum al- þingiskosningum! Allar orðræðurnar um aðra hluti nú, eru aðeins reykský, sem í er reynt að hylja sannleikann um réttarsviptingu þá, sem hér er ætlað að framkvæma gagnvart 27 kjördæmum! Eina von byltingaflokkanna í þessum kosningum, — en hér er sannarlega um byltingu að ræða , — er reist á þeim veika grunni, að meiri hluti þjóðarinnar verði í áhlaupi með áróðrii unninn til þess, í alþingiskosningum þeim, er nú fara fram, að láta blinda trú á stjórnmálaflokka ráða gjörðum sín um, en hvorki málstað, átthaga- tryggð né ættjarðarást! i í síað Að sjálfsögðu erum við öll meiri og minni stjórnmálamenn, en aðal- atriðið er, að vera menn! Og þetta mikla próf hefir ís- lenzka þjóðin staðizt ekki alls fyrir löngu! Þetta var í forsetakjöri, þar sem tveir öflugustu stjórnmálaflokk- arnir, gjörðu allt sem þeir máttu til þess að vinna almenning, til þess að kjósa, að sínum vilja! En áróður þeirra hreif ekki og var þó hvergi af sér dregið! Hversu miklu meira er ekki í luifi nú, þar sem er forn réttur 27 kjördæma, en síðan einnig sjálft (Framhald A 8. síffu) Þórir Baídvinsson, arkitekt: Vonarepli flokksstjórna, sem skoða kjósenduma eins og tíundarfé Ef til vill hefur útvegsbónd inn verið þarfasti þjóðfélags. borgarinn í sögu íslendinga. Mcð starfi sínu og lífi helgaði liann þjóðinni landið, strönd ina og hafmiðin. Afi minn bjó í Náttfaravíkum við Skjálfanda. Hann átti sauði á fjalli og bát í vör. í hákarla leguin sigldi liann hálf fjöll í sæ á opnum teinæringi og vílaði ekki fyrir sér baráttu við fannir og særok. Þannig hefur þjóðin búið í landinu og hahlið rétti sínum III nytja landsins og hafmið anna í þúsund ár. íslenzkir afdala. og útnesjamenn eru enn geymendur þessa lielga réttar. Eg þekki þetta fólk og á þar gamlar rætur. Eg veit að það vill vera eitt unx heimili sitt og sveit, sýslu sína og kjördæmi. Það býr ekki í skjóli þéttbýlisins, við lífdþægindi og sparlegan vinnumáta okkar í höfuðborg inni, en það unir við sitt. Það situr illa á okkur, göngu mönnum asfaltsins, að skerða virðingu þess og stolt með því að brjóta á því gamlar og hefðbundnar venjur og rýra rétt þess. Það er hægt að halda því fram, aö'kosninga frumvarpið sé ekki borið fram í þessum tilgangi, en fólkið. í strjálbýlinu veit bet- ur. Það veit, að ef fruinvarp ið verður endanlega sam- þykkt, stendur sveit þess og sýsla neðar í þjóðfélagsstig anum, áhrifalausari og um komulausari en áður. Það veit að frumvarpið er vatn á myllu hóphugsunar og hóp. mennsku, og einmitt þess vegna er það vonarepli flokks stjórna, sem skoða kjósend. urna eins og tíundarfé og flokksþjónkunina hina sjálf sögðu skylu. í þetta sinn verð unv við að greiða atkvæði gegn þeim mönnum, sem styðja þetta frumvarp. (Ur Kjördæmablaðinu). manndóms í niðurlagsorðum Þórarins Björnssonar skólameistara til brautskráðra .stúdenta sagði liann rneðal annars: „Og náttúran er góður uppal- andi, af því að hún er hreinskipt iu. Hún er miskunnarlaus við þá sem ekki duga til að glíma við liana. En nú eru þeir orðnir miklu fleiri en áður og' fer stöð- ugt fjölgandi, sem engin bein afskipti eiga við náttúruna, held- ur eru öll þeirra skipti við aðra menn“. Og enn segir hann: „Það' verður því miður að segjast eins og er, að í mannlegum samskipt- um er miklu fremur hægt að liafa rangt við og hagnast Mannlegum samskiptum hættir því til að verða að refskák, þar sem klókindi mega sín stundúm meira en manndómur. Þetta á ekki sízt við í kaupskap og stjórn málum, þar sem togást er á um fé og völd.“ Þessi vitru orð skólame.istara eru þörf hugvekja í þeiin stjórn- nválalegu átökum sein nú eru liáð. Enn verða bændur og sjómenn aff berjast við óblíða háttúru og eiga við hana öll skipti x átvinnu legu tilliti. Atorkuménn þéssara stétta mynda kjarna þess fólks, sem býr út um dreifðar byggðir og í þorpum við strendur lands- ins. Samskipti þeirra eru ekki ref skák af ncinu tagi. Líf þeirra er manndómleg barátta við nátlúru- öflin eins og ætíð áður. En viff- vörunarorð Þórarins eru þó engu að síður holl til umliugsunar fyr- ir alla landsmenn. En orð hans hitta beint í mark og taka ómjúk um liöndum á meinsemdunum, sem ætíð þróast í stórfelldu þétt býli. Peningaflóð nær»ótrýlegt og refskákir liinna pólitisku og peningasterku eru tefldar af jafn miklu kappi og sjósókn og land búnaður annars staðar. Stærsta refskákin er kjör- dæmabyltingin. Hún hefir ;,rétt- lætið“ að yfirskyni og talsnvenn byltingarinnar hafa sagt á degi hverjum síðustu mánuðina, að kjósendur eins stjórnmálaflokks á landi hér, kjósendur Framsókn arfokksins liefðu margfadan rétt á við kjósendur annarra fökka, allt upp í tvítugfaldan rétt, ségja þeir, þegar þeir ljúga inest. í lvverju kjördænvi landsins lvafa stjórnmálaflokkar sama rétt til að afla sér fylgis nveðal kjós- enda, éða ætti að trúa því, að Framsóknaiflokkurinn liafi eiu- liver sérréttindi hér a Akureyri, Eyjaf jarðarsýslu, Skagafirði, Þingeyjarsýslum eða á öðrúm stöðunv, nei vissulega ekki. Hitt er svo alveg staðreynd, að Fram sóknarflokkurinn hefir unnið til mikils fylgis nveðal landsmanna og að sjálfsögðu notið þess.. En jafnaugljóst og þetta hlýtur að vera hverjum manni, er hitt auð- sætt, að á þeim stöðum sem fólks fjölguu liefir orðið mest er sann- gjarnt að fjölga þmgniönnum. Unv það eru allir stjórnmálaflokk ar sanvinála og hafa vcrið. Þar er auðvelt úr að bæta án þess að setja kjördæmaskiphnina í heild á annan endann ineð því að leggja niður öll kjördæmi landsins utan Reykjavíkur og slengja þeinv í fá, stór kjÖrdæmi með ldutfallskjöri. Slíkt atferli er árás á sýslukjördæmin og á landsbyggðina yfirleitt." Athæfið minnir á orð skólameistarans „ nvannlegunv sanvskiptum hættir því til að verða um ot að refskák- þar senv klókindi mega sín stundum nveira en manni ónv- ur“. Ennþá er þó tívni til ness fyrir fólkið í landimv að sýna hvort það aðhyllist vinnunógð þau sem við refinn eru keimd, . eða sýnir þann manndóm á oli- tiskunv vettvangi, sem einii er undirstaða þess að koinancii Kyn- slóðir þurfi ekki að bera kúvn- roða fyrir kosninguuum 28. -júní næstkomandi. (Daigur).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.