Tíminn - 08.07.1959, Side 6

Tíminn - 08.07.1959, Side 6
T í >11 N N, miðvikudaginn 8. júlí 1959. Útgefindl j FRAAUÓKNAKFUIKKUItlBB Ritstjórl: Þðrarlnn Þórarijuan. Skrifstofur i Edduhúsinu v£8 EJadarfita Símar: 18 300, 18 301, 18 301, US«8, USML (skrifstofur, ritstjómin of hUK»m—> Auglýsingasími 19 523. ■ AfgroMúui ÍSH Prentsm. Edda hf. Slmi ofttr feL U: 11*46 „í fárra manna höndumu OFSÓKNIR á hendur sam- vinnumönnum í landinu eru nú orönar meginuppistaða í pólitískri baráttu Sjálfstæðis flokksins, og virðist af öll- um sólarmerkjum að dæma, aö þá gerningahríð eigi að magna enn meir. Þessar ham farir voru svo skefjalausar fyrir kosningarnar, að sann- gjömum mönnum blöskraði. Þá var þyrlað um síður Morg unblaðsins dag eftir dag blekkingum, ósannindum, ó- hróðri og dylgjum um sam- vianuhreyfinguna, og síðustu dagana fyrir kosningahelg- ina komust vart önnur mál að. Herferðin var kórónuð með þvi að senda Heimdallar piita út af örkinni á nætur- þeli til þess að líma félags- merki SÍS upp á staura í Reykjavík. Þessi ólöglega notkun lögverndaðs félags- merkis gekk þó svo fram af fólki, að Morgunblaðið hefur ekki þorað að minnast á þennan verknað, hvað þá verja hann. Augljóst virðist, að þessi herferð Mbl. fyrir kosning- arnar væri til þess gerð að villa um fyrir mönnum, reyna að leiða huga fólks frá höfuðmálum kosninga- baráttunnar, svo sem kjör- dæmabyltingunni og freista þess að komast í reykskýi þá leið, sem ekki var fær í heið arlegri málefnabaráttu fyrir opnum tjöldum. EN ÞAÐ er nú ljóst, að þessi ofsóknarherferð gegn samvinnuhreyfingunni hefir ekki átt að vera stundleg kosningabrella, heldur er hér um að ræða lengri krossferð, því að eftir kosningarnar er ekki linnt, heldur jafnvel hert á að nýju þessa síðustu daga. S.l. sunnudag er mikill hluti Reykjavíkurbréfsins í Morgunblaðinu gamalþvæld- ur rógur um samvinnuhreyf inguna, talað um misnotkun, kúgun, klæki, ofurveldi og sitthvað fleira saman soðið. í gær er svo aðalfundar SÍS minnzt með sama hætti og hér um bil sama orðalagi í forystugrein Morgunblaðs- ins, sami grautur í sömu skál, og leynir sér ekki, að kokk- urinn er sá sami, og reynir enn að magna seyðinn, þótt kynngina skorti. Þar er enn japlað á því, að SÍS sé mesti auðhringur landsins, þótt opinberar skýrslur sanni, að fjórir einstaklingar í Sjálf- stæðisflokknum eigi meiri auð en þessi allsherjar sam- tök íslenzkra samvinnu- manna. Heldur er þó undan- hald í þessu, því að sagt er, aö þetta sé ekki aðalatriðið, heldur hitt „að þarna er und ir einni stjórn meiri at- vinnurekstur og gífurlegra fjúrmagn en nokkurn tíma fyrr heiur verið saman kom- ið t tárra manna höndum á íslandi ÞARNA fór Mbl. úr ösk- unni í eldinn. Hér er um að ræða jafnmikil og jafn vís- vitandi ósannindi og um „auðhringinn11. Þaö er varla hægt að komast lengra frá sannleikanum en segja að atvinnurekstur og fjármagn samvinnufélaganna og heild arsamtaka þeirra séu „í fárra manna liöndum“, því að hvert sem álit manna er annars á samvinnuhreyfing unni, þá viðurkenna flestir þá staðreynd, að starf henn ar hér á landi er stórfelld- asta átak, sem íslenzka þjóð- in hefur gert fyrr og síðar til þess að dreifa yfirráðum yfir atvinnurekstri og fjármagni í hendur sem flestra þjóð- félagsborgara, taka völdin af þeim fáu, sem um aldir hafa ráðið þessu lífsbrauði þjóð- arinnar og færa þau fólkinu sjálfu. Og það er einmitt þetta og sá árangur, sem náðst hefur með þessari við leitni í starfi samvinnufélag anna, sem er fleinninn í holdi auðvaldskjarnans, sem ræður Sjálfstæðisflokknum. Það er þess vegna, sem gern ingahríðin er mögnuð. ENGINN félagsskapur í landinu stendur samvinnu- félagsskapnum framar um lýðræðislega starfshætti. — Hvergi eru áhrif félags- mannanna virkari eða beinni á allar stjórnarathafnir, stefnu og framkvæmdir en þar. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, sem nú stendur yfir að Bifröst er tal andi tákn um hiö dreifða, félagslega vald, sem í hreyf- ingunni ríkir yfir atvinnu- rekstri og fjármagni sam- takanna. Áður en sambands fundur er haldinn, er aðal- fundum kaupfélaganna um allt land lokið. Þar hafa komið saman fulltrúar úr hverri deild kosnir af félags mönnunum sjálfum þar sem atkvæði hvers félagsmanns, snauðs sem auðugs, er jafnt. Á þessum fundum hafa stjórnendur hvers kaupfé- lags lagt skjölin á borðið og gert grein fyrir öllum rekstri, en fundirnir taka síðan allar ákvarðanir um breytingar á rekstri, ráðstöfun félagshagn aðar og nýjar framkvæmdir. Þessir fundir kjósa_ síðan fulltrúa á aðalfund SÍS, þar sem hið sama gerist, að stjórnendur SÍS leggja gögn in um reksturinn, fyrir hina kjörnu fulltrúa félagsmann anna um allt land, leggja málin undir dóm þeirra og biðja um ákvörðun þeirra um framtíðarstörfin. Þar eru málin rædd fyrir opnum tjöldum og atkvæði hinna kjörnu fulltrúa ráða öllum úrslitum. MEIRIHLUTI íslenzku þjóð arinnar er nú innan vébanda .samvinnuhreyfingarjUinar og Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Ingrid Bergman sigraði alla erfið- leika, sem örlögin bjuggu henni Josep Henry Steele er bandarískur rithöfundur og auglýsingamaður, sem um langt skeið var blaðafulltrúi Ingrid Bergmann, föðurleg- ur trúnaðarvinur hennar og ráðgjafi. Hann gerþekkir Ingrid bæði sem leikkonu og konu, og hann hefur nýtt sér bessa þekkingu út í yztu æsar og náð að bregða upp skýrri mynd, sem veitir inn- sýn í þessa dýrkuðu og um- deildu leikkonu í bókinni „Ingrid Bergman, An Inti- mate Portrait", sem út kom í New York síðustu daga júní mánaðar. j Bókin er ekki byggð á aðdáun eða holluslu fyrrverandi yfirboð. ara eða opinberun á krydduðum atvikum úr lífi heimskonuunnar. Slúðurberar munu því verða fyrir vonbrigðum, hin innsæja mynd er af Ingrid Bergman sjálfri. Hún er tilraun til að gefa víðfeðma, hlut. læga lýsingu en ekki gagnrýnis- lausa á manneskju, sem höfundur er I nánum tengslum við, í heimi aldahvarfa og örlagaskipta, list. sigra, hjónabandserja, vonbrigða, ofsókna og ástar. Hvernig lítur Ingrid Bergman út í augum Steeles? Örlaganornir Hún er fyrst og fremst vel gefin, hjartahlý og hugsjónarík mann- eskja, sem leggur allt í sölurnar fyrir list sína, en sem samtímis er kona og hvorki getur eða vill deyfa eða slá af hinum kvenlegu and. svörum og hátterni, hvort sem hún er móðir eða ástmær. Að helga sig listinni og lifa jafnframt ríku- legu og tímafreku einkalífi, er næstum ógerlegt fyrir hvaða lista. mann, sem er. Seigla i Örlögin hafa í reynd leikið Ing- rid Bergman grátt. Fyrst hjóna. 'band með manni, sem hún lítur upp til og dáist að. Ilann er svo hnakkakerrtur og stirður í samlíf- inu, að hann kernur í veg fyrir, að samfarir þeirra yrðu góðar og ástríkar. Þá kemur hið ástríðu- þrungna ástarævintýri með gáfuð. um listamanni. Hún dýrkar list hans og þráir að komast í snert. ingu við hana, en henni virðast allir vegir lokaðir. Þá kemur skiln- aðarmálið og öll þau erfiðu og sársaukafullu réttarhöld, sem því fylgdu. Síðan hinn taumlausi rógur og slúður heimsblaðanna um einkalíf hennar. Og svo langt gekk skinhelgin og yfirborðsmennskan, að kvikmyndahússeigendur í Bandaríkjunum, ákveða að biða og sjá hve setur með aðsókn að kvik. myndinni „Stromboli", •som hún nýtur þar áhrifa og félags- legs ákvörðunarvalds um at- vinnurekstur og fjármál, sem áður var óþekkt með ís- lenzku þjóðinni. Með þeim félagslega árangri samvinnu hreyfingarinnai’ hefur alda- gamall helfjötur verið brot- inn af íslendingum. En slit- ur þess fjöturs eru enn við líði í höndum þeirra; sem mynda kjarna Sjálfstæðis- flokksins, og því haldminni sem þessi slitur verða, því hatrammari verður atgang- ur þessara manna gegn þeirri atvinnulegu og fjármálalegu frelsishreyfingu, sem sam- vinnusamtökin í laiidinu eru. Ingrid Bergman og Lars Schmith. hafði gert með Rossilini, þar til ákvörðun væri tekin um það hvort Ingrid Bergman fengi að sýna list sína á tjöldum bandarískra kvik. myndahúsa. Móðir ástmær Það þarf næstum yfirmannlegt mótstöðuafl til að standast þau vonbrigði, listaósigra og móður- sjúku ofsóknir, sem þessi kona varð að þola allan fjórða tug ævi sinnar. En Ingrid Bergman stóðst prófið og stóð sem klettur, sem .sérhver alda brotnaði á. Iiún varð ekki buguð og kom ákveðnari og hnarreistari frá hverri prófraun- inni af annarri, nægjanlega hraust til að vinna nýja sigra og finna frið og samhljóm í þriðja hjónaband. inu með þroskuðum, tilllitssömum og skilningsríkum manni, Lars Schmith. Frábært starfsþrek Það var árið 1942, sem Steele hitti Ingrid i fyrsta skipti. Hann var þá auglýsingastjóri fyrir David G. Selmick, sem Ingrid var á samn ingi hjá. Það, sem strax vakti at- hygli hans var hið mikla vinnu. þrek hennar og óbilandi áhugi. Hún kynnti sér hlutverk sitt með stakri kostgæfni, og aflaði sér þekkingar um allt, sem nokkru máli gat skipt eða haft áhrif á leikinn. Og það var ekki nóg að hún kynni eigið hlutverk, heldur gat hún einnig verið hvíslari mót. leikara sinna. Ef verið var að kvik- mynda sögulegt verk, þá las hún allt ,sem hún gat komizt yfir, sem snerti tímabilið eða landið, sem leikurinn gerði'st í. Hún hafði óbugandi starfsþrek og var fræg hjá leikstjórum fyrir það, að hún var jafn upplögð að kvöldi langs^ og erfiðs starfsdags og hún var, a§.. morgni hans. I Hún lét aldrei bíða eftir sér, og gat klætt sig og sny rt á kortéri, en það tekur aðrar leikkonur minnst tvo tíma. Það er kannski vegna þess. hve Ingrid hefur lítinn áliuga á fötum og íburðarmiklum klæðnaði, en hún kom oft auglýs. ingastjórum og kvikmyndastjórum í hrcinustu vandræði vegna þess- ara ókvenlegu dygða sinna. Hún var þó ætíð tillitssöm og krafðist aldrei neinna sérréttinda. Ilún þáði aldrei eftirmiðdagskaffiboð, ef það kom sér illa fyrir kvik. myndafélagið vegna hinnar ströngu dagskrár í kvikmyndaver- unum, og Vinnan hindraði sam. starfsmenn hennar í áð fá sér hressingu. Steele sá hana eitt sinn baksa við að leggja bílnnm sínum milli bílanna á götunni, af því að henni hafði aldrei komið til hugar að biðja um sérstakt stæði fyrir bíl sinn hjá félaginu eins og flestir aðrri leikarar félagsins höfðu þó. Þörf bók Bókin er fremur, vísir að ævi- sögu en heilsteypt lýsing af stór., brotinni listakonu og mikilhæfum persónuleika. En framsetningin er góð og í bókinni úir og grúir af smáatvikum og athugasemdum höfundar um leikkonuna. Þó hér sé ekki um að ræða framúrskar- andi listaverk, gefur bókin samt sem beðið hefur verið eftir, vegna góða mynd af stórmennum i kvik. myndaheiminum. Þetta er bók, þess óréttlætis, sem Ingrid Berg- man hefur orðið að þola af hinum grimma heimi slúðurs, skilhelgi og yfirborðsmennsku. Eftir því, sem hinn bandaríski forleggjari segir, hefur ekki enn verið óskað eftir þýðingarrétti frá neinu Norðurlandanna. Það er hin mesta goðgá og ætti að snara bók, imii yfir á norrænt mál hið fyrsta. Ingrld Bergman, Rossilinl og börn þelrra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.