Tíminn - 09.07.1959, Page 9

Tíminn - 09.07.1959, Page 9
T í M 1 N N, flmmhidaglnn 0. júlí 1959. MARY ROBERTS RINEHART: ~-JtuaröLíi lijúhrunarLona 1 o O 11 11 í > 23 — Húshornið. Og það var áreiðanlega eitt hvað til í því, sem hún var að segja, eins og við sáum, þegar við aðgættum hana nán ar. Hún var flumbruð á hnénu, og hafði greiniíega fengið talsvert höfuðhögg. Glénn spurði einskis frekar. Hann þaut út um aðaldyrnar og skildi Plorence eftir, en hún góndi aftur á mig. — Þú beittir mig óþverra- bragði, sagði hún. i — Það lífgaði þig við. — Það hálf drap mig. Það var nógu stórt sann- leikskorn í því til þess að reka mig frekar skömmustu- lega upp stigann til að sækja sáraumbúðir og plástur. Eg var enn að búa um hnéð á henni, og hún að gera úlfalda úr mýflugunni, þegar Glenn kom aftur, en þá hélt hún áfram sögu sinni. Hún hafði lagt af stað út aö; bílnum, en þá hafði hún skyndilega tekið þá ákvörð- un að ganga kringum húsið til að virða fyrir sér staðinn, eins og hún nefndi það' svo virðulega. Alla ævi sína hafði hún heyrt bústað Mitchell- fjölskyldunnar rómaðan, en nú var hún þar loksins innan garðs. — Eg sagði Mac að bíða, sagði hún. Mac hlaut að vera bilstjóri Glenns — og sagði honum, að ég ætlaöi að ganga kringum húsið. En þegar ég fór fyrir húshornið að bak- hliðinni, réðist þessi náungi á mig. Og hann hafði engar vendingar með það. Sló mig bara niður, og hljóp svo sem fætur toguðu yfir mig og á brott. Þið getið spurt Mac. Hann heyrði hann hlaupa. Þetta atvik gat vel skipt miklu máli, en eins víst var, að það gerði þaö ekki. Það va.r samt aldrei að vita. Við losnuðum loks við stúlk una, sem hástöfum kailaði á Mac til aö bera sig út í bíl- inn, og þegar þangað var kom ið, hné hún niöur, svo að Glenn varð að hjálpa henni. En þetta var það eina, sem gerðist um nóttina. Þegar læknirinn kom klukkan tvö, brást hann viö sögunni, eins og hans var von og visa. Þetta hefur verið einhver bílstjóri á leiðinni heim til sín, síðbúinn, en liefur geng- ið húsalóðirnar sér til tilbreyt ingar, sennilega hefur hann orðið enn hræddari en stúlk- an. Mér varð ljóst, eftir að lög fræðingurinn var farinn, að lækninum fannst þetta allt saman heimskulegt. — En ég er reiöubúinn aö gera minn hluta, sagði hann. — Eg er svefnlej'sinu vanur. En hvern f j andann halda þeir Glenn og Hugo að einhver vilji sækja í þetta hús? Ein- hver, sem vill stela gömlum húsgögnum, eða hvað? Eftir þetta fór hann að koma sér þægilega fyrir í gamla. sófanum í forstofunni til þess að geta sofið I ró um nóttina. Eg heyrði háar hrot- ur í honum, þegar ég var lögzt til síðbúinnar hvildar í litla rúmið mitt við fótagaml inn á stóra valhnoturúminu. Loksins sofnaði ég sjálf líka. Eg hafði ríka þörf fyrir svefn þessa nótt, og ég fékk hann líka. 10. kali. Uggvelcjandi yfirheyrsla. Það, sem nú hefur verið frá sagt, gerðist á miðvikudags- kvöldi. Eg vaknaði snemma næsta morgun og lá í sófan-! um mínum, hugsandi um dag balðið og kenningu lögreglu- foringjans í sambandi við það. Mér virtist, að það væri vel hægt að koma morði þannig fyrir, að þaö liti út eins og sjálfsmorö, en ekki aðeins að hægt væri að fremja sjálfs- morð, sem liktist morði, en í fyrrnefnda tilfellinu hlaut dagblaðið að hafa gríðarmikla þýðingu. Setjum svo, að morð ákæra kæmi fram, til dæmis á hendur Hugo? Hvað væri þá einfaidara fyrir Hugo en að taka fram þetta blað og sýna þannig fram á, að Herbert hefði sjálfur ráðið sér bana, er hefði vandlega gætt þess, að fara þannig að, að svo liti út sem um morð væri aö ræða eöa slysaskot. f því tilfelli var ólíklegt, að blaðið hefði verið eyðilagt. Það var sennilega vandlega falið, líklegast í bókaherberg- inu, þar sem ég hafði ekki fundið það, — eða enn betra — í íbúðinni, þar sem Hugo og María bjuggu saman sínu þögla lífi. Klukkan sjö heyrði ég, að Stewart læknir var kominn á stjá í forstofunni neðan und- ir. Þar var gamaldags þvotta skál úr marmara undir stig- anum, og ég heyrði hann vera aö þvo sér þar. Skömmu síðar heyrði ég hann fara út og sá út um glugga, að hann gekk í kring um húsið. Greinilega hafði hann ekki komið auga á neitt grunsamlegt á þeirri íerð sinni, því að þegar hann var búinn aö fá sér kaffisopa, kom hann að vitja Júlíu og talaði þá viö mig um þetta allt saman með hinni mestu fyrirlitningu. — Eg hugsa, að þetta hafi alls enginn verið í gærkvöldi, sagði hann. — Eg ímynda mér, að stúlkan, hvað heitir hún nú aftur? — hafi hrasað um eitthvað, og hafi síðan soðið saman söguna handa Glenn. Það vekur á henni at- hygli. Og Glenn er ókvæntur maöur. ! Skömmu eftir þetta fór hann burt og ég fór niöur í | morgunverð. Eg fór allt í einu að virða Hugo fyrir mér með 1 gremju, sem ég gat ekki ráðið við. Hvers konar háttalag var þetta eiginlega. Hann bar fyrir mig kaffibollann stöð- | ugri hendi, bar inn fleskið, ' og jafnvel blaðið, þar sem ! stóð í fyrirsögn: Úrskurður i Wynne-málinu — slysaskot, og var allt að því glaðlegur á svipinn. Eg skildi ekki þessa framkomu. Eg reyndi að horf ast 1 augu við hann, en fannst hann líta undan. — Svo að það er búið að ráöa þessu til lykta, Hugo. —• Allt til lykta leitt, ung- frú. Eða það sýnist mér. En þótt Hugo sýndist sæmi lega hress við fyrstu sýn, var hann þó þögull og þjakaður, j ef betur var að gáð. Þegar ég kom inn í eldhúsið að sækja j matinn handa gömlu kon-1 unni, ríkti þar alger þögn, og' María var ennþá fýluleg og horfði í gaupnir sér. En hvað í ósköpunum var það sem María vissi, og Júlía líka? Því að þegar hér var komið, var ég með sjálfri mér handviss um, að þau hefðu einhverja þungbæra vitneskju á samvizkunni. Hvers vegna var María að skrifa það, sem hún þurfti aö tjá gömiu kon- unni, og brenna síðan snepl- ana. Hvers vegna var henni illa við návist Glenns í gær- kvöldi? Eg hef síðan legið vakandi á nóttunni og velt því fyrir mér, hvort Júlía hafi nokkru sinni fundið, að ég grunaði hana um einhvers konar til- stuðlan til þessa glæps, og hugsað um, hvert gjald hún varð að inna af hendi til að fullvissa sig um að ég teldi sig saklausa. Vesalings gamla Júlía Mitchell, sem lét bug- ast á andartaki freistingarinn ar, og greiddi sjálfri sér rot- höggið, eins og lögreglufor- inginn orðaði’ það. Eg var ánægð, aö hún skyldi aldrei vita af þvi sjálf. Og mér er einnig ljúft að minnast þess, að þótt ég hafi stundum verið heldur kuldaleg, er ég var að hjúkra henni, þá gerði ég að minnsta kosti skyldu rnína, og jafnvei heldur meira, vona ég. Þeir jarðsettu Herbert þenn an fimmtudagsmorgun. Eg komst að því síðar, að við- staddir voru nokkrir gamlir vinir fjölskyldunnar, og gífur iegur fjöldi óviðkomandi fólks. Að minnsta kosti ein manneskja kom í einlægri sorg, og án þess að hirða hið minnsta um afleiðingarnar, Pála Brent. Hugo fór ekki. Klukkan tíu birtist María í dyrunum á herbergi Júlíu, klædd svörtum fötum, sem viss manngerð á eingöngu til að nota við slík tækifæri, og hrópaði í eyra gömlu kon- unni: — Eg ætla að fara Júlía. — Þakka þér fyrir, María. Meira var það ekki. Um há- degið hringdi lögregluforing- inn til mín og sagöist ætla að tala við Pálu Brent síðdegis. Hann vildi gjarna, að ég gæti verið viðlátin. I — Þú ættir að koma niður eftir og gefa gaum að því, sem hún segir, sagði hann. — Athuga, hvort hún breytir nokkru. Hún er að vísu öll í uppnámi núna, en hún verður orðin góð, þegar þú kemur niður eftir. Eg litaðist um, en Hugo var í eldhúsinu, og María var enn ekki komin heim aftur. Eg lækkaði róminn. — Þú hefðir átt að gefa henni meíri tíma, éftir þetta í morgun. Það eru nú liðnir þrír dagar, sagði hann þykkju þungur, og lagði tólið á. Eg var í æstu skapi, þegar ég gekk aftur upp stigann. Hvað í ósköpunum meinti hann með þvi að minnast á þrjá dagana? María kom heim skömmu síðar, og þegar ég kom frá því að borða hádegismatinn sá ég, að hún hafði verið að j Frá Randers Rebslaaeri J höfum við fyrirliggjandi alla gildleika af fiskilin- j: um, sísal- og maniláköðlum. p Afgreiðum einnig beint frá verksmiðju til útgerð- :: armapna og fyrirtækja um allt land. Kristján Ó Skagfjörð h.f., H Tryggvagötu 4, Reykjavík. » Sími 24120. | Söltunarstöðin SKOR. BORGIR h.f. Výi tlminxL'viU þvttta.vél ÍVottavéLija. $k±Lar 1 tauinu fallegustu, M]pegar xiotáb er -þvofcteckjft. Síldarstúlkur .. ... .. A'.-Í.f ,fl Nokkr-ar síldarstúlkur óskast til Raufarhafnár strax. Upplýsingar í síma 32800, Rvík og íijá Kaupfélaginu, Raufarhöfn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.