Tíminn - 29.07.1959, Qupperneq 8
Sextugur: Stefán Kr. Vigfússon,
Arnarhóli
Stefán Kr. Vigfússon, Arnar-
hóli, varð sextugur 3. desember
síðastiiðinn. Eg átti þess ekki kost
að heimsækja hann við þetta tæki
færi. í stað þess langar mig til
þess að senda honum afmælis-
kveðju og þakka honum fyrir á-
gæt samskipti á liðnum árum. Við
vorum nágrannar í 26 ár. Lékum
okkur saman sem iitlir drengir.
Vorum saman í barna og unglinga-
skóla, unnum saman að félagsmál-
um, ungir menn. Höfðum auk þess
margt saman að sælda sem full-
þroskaðir menn.
Svo skildu leiðir um sex ára
skeið, en lágu svo saman aftur, og
áttum við þá báðir heimili í sömu
sveitihni í 19 ár. Alls þessa er mér
Ijúft að minnast og þakka.
Stefáa er fæddur á Arnarstöðum
í Núpasveit 3. desember 1898. For
eldrar hans voru Kristjana Björns-
dóttir frá Arnarstöðum og Vigfús
Benediktsson frá Þverá í Öxarfirði.
Foreldrar Kristjönu voru Steinunn
Sigurðardóttir og Björn Björnsson
En foreldrar Vigfúsar voru Guð-
irún Brynjólfsdóttir og Benedikt
Nikulásson. Voru þau hjónin bæði
ákaflega vandaðar manneskjur, og
mjög greind, enda af gáfufólki
komin. Kri9tjana af Illugastaðaætt
en af þeirri ætt hafa verið margir
atkvæða og gáfumenn, eins og t. d.
þeir braeður séra Benedikt Krist-
jánsson í Múla og Kristján amt-
maður og Benedikt Sveinsson þjóð
skjalavörður. En Vigíús var kom-
inn a£ Einari Nikulássyni „galdra-
meistara“, sem var prcstur að
Skinnastað á árunum 1660—1699.
Stefén ólst upp hjá foreldrum sín-
um. Þau fluttu frá Amarstöðum
að Einarsstöðum í Núpasveit vorið
1900, «g frá Einarsstöðum að Núps
kötlu á Sléttu vorið 1905. Þar sem
þau bjuggu þangað til Vigfús dó
árið 1928. En þá tók Stefán við
búi og bjó með Kristbjörgu syst-
ur siaai til vorsins 1936 og var móð
ir þeirra hjá þeim.
Stefáa aaut mikils ástríkis hjá
r »■
Á víðavangi
(Framhald af 7. síðnl
mauna. En sú afsökun er bara
ekki UL Þá. er gripið til þess að
segja að nauðsyn hafi verið á
því fyrir flokkana að hafa sam-
vinnu um forsetakjörið til þess
,,að tryggja greiðan framgang
kjördætnamálsins í þinginu“. Hér
vantar nánari skýringar. Ekki gat
Framsóknarflokkurinn stöðvað
máiið af eigin ramleik. Var það
þá skHyrði einhvers hinna flokk-
anna fyrir fylgi við það, að hann
fengi forseíaembætti. Ætla verö-
ur að við því fáist svar.
3. síðas
þekktari en það, sagði Linn og
hló.
— Sóð mikið af landinu?
— Ekki get ég sagt það. Ég
hefi komið til Hafnarfjarðær
hefi komið til Hafnarfjarðar
og Keflavíkur og þar með er
upptalið. Ég hef því miður ekki
tíma tii að ferðast neitt vegna
starfsins hér.
— Hvenær komstu hingað?
— Um síðustu mánaðamót,
og byrjaði þá strax að syngja.
Ég varð hissa á landinu. Fólkið
heima (heldur að fslendingar
séu hálfgerðír eskimóar, sem
búi í snjóhúsum,
SexfH
— Viltu segja noklcuð um
12 mílurnar?
— Ég hef fátt til málanna
að leggja þar, sagði ungírú
Linn og brosti.
— Lært nokkuð í íslenzku?
— Pínulilið, en það er erfitt
mál.
— Sdegurn við hcyra?
— Ég verð víst ekki lengi
að teija upp orðaforðann. Kom-
iþ þiþ zæl. Þaþ eer gaman aþ
vera kómin til íslands. Já, nei
tag^ góda nód, blessuþ, sex.
foreldrum sínum, sem dáðu míkið
hinn mannvænlega og gáfaða
svein á heimili þeirra hefur hann
orðið fyrir hollum uppeldisáhrif-
um. Þar voru í heiðri hafðar hinar
fornu dygðir, reglusemi, sparsemi,
iðjusemi, hjálpsemi og festa í öll-
um heimiiísháttum, ásamt góðvild
til náungans.
Stefán var mjög bráðþroska, fór
snemma að aðstoða foreldra sína
við búskapinn og var farsæll í
Störfum. Og þegar hann kom í
barnaskóla kom í ijós að hann var
gæddur afburða hæfileikum til
náms. Eg býst nú við að Stcfán
hafi langað til þess að fara í skóla
og stunda langskólanám, þótt hann
minntist aldrei á það við mig, eða
nokkurn annan svo ég vissi til.
Það var miklum erfiðleikum
bundið, fyrir fátæka sveitapílta að
stunda langskólanám á þeim tím-
um. Það var varla hægt, nema
með því að þeir fen.gju fjárstyrk
einhvers staðar frá.
.Svo mun Stefán hafa verið tengd
ur sterkum böndum við æskuheim-
ili sitt og æskusföðvar, einnig
mun hann hafa litið svo á að hann
mætti ekki yfirgefa foreldra sína
sem bæði voru nokkuð við aldur og
ekki heilsuhraust.
Ungur að árum mun Stefán hafa
orðið fyrir áhrifum frá léiðtogum
ungmennafélagshreyfingarinnar, er
kom hér til landsins á fyrstu ár-
tan þessarar aldar.
Það voru fagrar og heilbrigðar
hugsjónir, sem þessir leiðtogar boð
uðu, ræktun lýðs og lands og
meira frelsi og jafnrétti. Þeir voru
margir glæsilegir og miklir at-
gervismenn.
Stefán skipaði sér í sveit með
þessum mönnum, og hefur ætíð
síðan ótrauður viljað styðja og
vinna að því að þær hugsjónir,
sem þeir börðust fyrir mættu verða
að veruleika, enda er nú svo konj-
ið að þær eru mjög margar orðnar
að veruleika fyrir nokkru.
Árið 1928 tók Stefán að fullu
við búskap i Núpskötlu. Það var
nú raunar áður komið í Ijós að
hann var ágætur búamður. Og af-
koman varð mjög góð hjá honum,
þrátt fyrir margs konar erfiðleika,
sem bændur áttu þá við að etja á
kreppuárunum am og eftir 1930,
þegar verð var svo lágt á landbún
aðarafurðum, að mjög erfitt var
að reka búskap, nema með tapi.
Jörðina bætti hann að ræktun,
þrátt fyrir mikla erfiðleika. Jarð-
vegur er þarna mjög grunnur og
grýttur, og í grennd við gamla tún
ið er ekki ræktanlegt land. Varð
Stefán því að rækta tún nokkuð
langt frá bænum.
Þó að búskapurinn hjá Stefáni
gengi vel í Núpskötlu og hann yndi
sór þar vel, hætti hann þar búskap
vorið 1936. Ekki er mér kunnugt
um af hvaða ástæðum það hefur
verið, en hitt veit ég að það hef-
ur kostað hann mikið átak að fara
þaðan, því að staðurinn mun hafa
verið honum kær og hann tengdur
við hann sterkum böndum.
Sumarið 1936 dvaldist hann á
Oddsstöðum og heyjaði túnin i
Núps-kötlu, en fór um haustið að
Leirhöfn og var þar um veturinn.
Vorið 1937 fór hann aið Hriflu og
var þar til vorsins 1938. Þá hafði
hann fest kaup á jörðinni Vogi á
Sléttu og fluttist þangað um vorið
og bjó þar til vorsins 1940.
Þá keypti hann hálfa jörðina
Arnarstaði í Núpasveit af Stefáni
móðurbróður sínum og flutti þang
að um vorið og hefur búið þar síð-
an.
Þegar Stefán kom að Arnarstöð-
um tók hann þegar til óspilltra niál
anna með að vinna að umbótum á
jörðinni, ræktun og byggingum.
Hann tók það ekki í stórum stökk
um en stefndi jafnt og þétt að
markinu og lét ekkert ár líða svo
að hann gcrði ekki eitthvað meira
eða minna að ræktun og bygging-
um.
Það þarf ekki að orðlengja það,
að árangurinn hefur orðið sá að
Stefáni hefur tekizt að gera jörð-
ina að ágætis bújörð. Túnið cr orð
ið stórt og í ágætri rækt..
Byggingar allar úr varanlegu
efni, bæði íbúðarhús og penings-
hús og mjög góðar.
Búskapur Stefáns hefur alltaf
staðið á traustum grundvelli. Bú-
fé sitt hefur hann fóðrað mjög vel
og haft af því góðar afurðir. Enda
mun hann vera með beztu fjár-
mönnum landsins.
Fóðurbirgðir hefur hann ætíð
haft _ nægar handa öllum sínum
skepnum, hvernig sem viðrað hef-
ur.
Lítið hefur Stefán gefjð sig við
opinberum málum, að öðru leyti
en því, að hann hefur skrifað
nokkrar greinar í blöð og tímar-it,
hefur þeim ávallt verið veitt at-
hygli. Stíll hans er lipur og látlaus
og allt, sem hann skrifar mjcg rök
fast. Auk þess hefur hann oft tek
ið þátt í umræðum á fundum í
ýmsum félögum og einnig á stjórn
málafundum, og er hann þar vel
hlutgengur. Þá hefur hann flutt
kveðjuorð við dánarbeð nokkurra
vina -sinna og hafa þau verið á
þann veg, að til sóma hefði verið
fyrir hvern prest að flytja slík
kveðjuorð.
Það -er ekki hægt að skrifa um
búskap Stefáns og lífsstarf án þess
að minnast þess þáttar, sem Krist-
björg systir hans á þar. Hún hefur
öll hans búskaparár verið ráðskona
hjá honum, rækt það starf af mik-
illi prýði, enda gáfuð kona og
mikilhæf.
Eina frænku sína, Kristveigu
dóttur Kristins föðurbróður þeirra
hafa þau systkinin alið upp að
nokkru leyti. Hún er gift norskum
manni, og búsett í Noregi. Einnig
ólu þau upp, að nokkru ley-ti Bene-
dikt bróður Kristveigar. Hann hef
ur verið heldur heilsuveill, og oft
átt athvarf hjá þeim þegar hann
hefur þurft á að halda.
Þá dvaldist einnig hjá þeim hálf-
bróðir þeirra, Sigurbjörn, sonur
Vigfúsar af fyri-a hjónabandi, síð-
ustu ævistundirnair, og hjúkruðu
þau honum eftir beztu getu til
hinztu stundar.
Eg vil svo að endingu endurtaka
árnaðaróskir mínar til Stefáns og
þakka honum trausta vináttu og
órofa tryggð í minn gerð, allt frá
því að við vorum litlir drengir og
fram til þessa dags og óska þess
að hann megi enn um skeið vera
við góða heilsu, svo að hann geti
unnið að sinum áhugamálum.
T í MIN N, miðvikudaginn 29. júlí 1959.
Minnisig: Séra Jéhann Kr. Briem
Far þú í Drottins friði á nýjar leiðir,
ég finn að ótal margt nú þakka ber,
hver minning um þig, hirtu í hugann breiðir
og býr þeim gleði, er þér kynntust hér.
Þinn hógvær andi, á Ijóssins björtu leiðir
nú líður, fyrir trú á Jesúm Krist,
þar fæst sú birta, er öllum skuggum eyðir,
og allt sem þar er, verður aldrei misst.
Þú bentir þeim, er bjuggu í sjúkdóms skugga
á birtuna, er engin dimma fól.
Þú vil?Sr alla verma, gleðja, hugga,
og vísa þeim í Drottins náðar skjól.
Nú þakkar margur, þig er síðast kveður,
og þó er eflaust margt sem gleymast kann.
Þín minning er -sem geisli, er hugann gleður
og gleymist aldrei þeim, er birtu ann.
Hvíl I Guðs friði, Drottinn blessi þig.
~ Sóknarbarnið þit-t,
Guðrún Guðmundsdóttir
frá Melgerði.
Melztu breytingar
kosningalögunum
a -
Eins og fyrr hefur veriS
frá skýrt hér í blaSinu, eru
í hinu nýja kosningalagafrv.
aSallega um aS ræSa brevting
ar frá núgildandi kosninga-
lögum til samræmis viS
stj órnarskrárbrey tinguna
Aðdbreytingin lýtur að sjálf-
sögðu að hinni breyttu kjördæma-
skipun og tölu kjördæmakosinna
þingmanna. Að öðru leyti eru
helztu breytingarnar þessar:
1. Ákvæði um yfirkjörstjórnir.
Þcvu eru þannig nú, að sýslumenn,
bæjarfógetar og borgarfógetinn í
'Reykjavík, eru formenn yfirkjör-
stjórna en -sýslunefndir eða bæjar
Sjötugnr: Jén B. Béasson, Eyri,
ReyðarfirSi
Jón B. Bóasson, útvegsbóndi að
Eyri í Reyðarfirði varð sjötugur í
fyrradag. — Hann er fæddur að
Borgargerði í sömu sveit 27. júlí
1889, sonur hjónanna Sigurbjargar
Halldórsdóttur og Bóasar Bóas-
sonar á Sluðlum.
Jón giftist Benediktu Jónasdótt-
frá Hlíðarenda í Breiðdal, hinn 12.
apríl 1914. Árið 1916 hófu þau bú-
skap. að Sléttu í Reyðarfirði, en|
fiuttust þangað að Eyri þ. 22. maí
1920, og hafa búið þar síðan. Þau
hjónin hafa alltaf búið hinu mesta
rausnarbúi. Jörðin Eyri er í dag
ein allra bezta jörð í hreppnum,
reisluleg hús, stór og falleg tún,
vatnsaflsstöð lýsir alla bústaði, vél
ar og bátar, allt með sama mynd-
arbrag. Merki um dugnað, fram-
sýni og smekkvísi búendanna. Sjó-
róðra hefur Jón stundað með land
búnaðinum, þar sem annars staðar
í störfum Jóns hefur dugnaður og
myndárskapur hans notið sín.
Vel er Jón ern, gengur. enn til
allra verka árla morguns og liggur
eigi á liði sínu fremur en fyrr.
Börn þeirra Jóns og Bencdiktu eru
Bóas, skipstjóri á Snæfugli, Jónas
stjórnir, þar sem kaupstaiðir eru
sérstakt kjördæmi, kjósa tvo menn
-til viðbótar. Nú leiðir stjórnarskrár
breytingin það af sér, að í sumum
kjördæmum verðaj fleiri en þrír
sýslumenn og bæjarfógetar. Því er
í frv. gert ráð fyrir að þrír eiztu
sýslumenn eða bæjarfógetar við-
komandi kjördæmis myndi yfir-
kjörstjórn. í Reykjavik skulu borg
arfógeti, borga/rdómari og saka-
dómari skipa yfirkjörstjórn.
2. Ákvæði um kjörskrár. Samkv.
tilmælum Hagstofunnar er svo
fyrir mælt í frv. að kjörskrár skuli
einungis samdar þau ár, sem ai-
þingiskosningar fara fram og gildi
við þær kosningar einar.
3. Ákvæði um landlis,fci. Hingað
til hafa flokkar mátt raða mönn-
um á landiista en nú er sú heim
ild afnumin. Ra/unar eru ákvæðin
um landlista felld niður úr stjórn-
arskrárfrumv. svo þeim má breyta
x kosningalögunum eða jafnvel af-
ncma ef Alþingi sýnist svo.
4. Ákvæði um uppbótarmenn. —
Óheimilt er að fiokkur fái nerna
einn uppbótarm&inn úr hverju kjör-
<Frj.mha]d » >o jigu).
útvegsbóndi á nýbýlinu Sólvöllúm,
sem byggt er út úr Eyri og Jó-
lianna sem verið hefur kermarí í
sveitinni. Fósturbörn eiga þau tvö
Bryndísi Brynjólfsdóttir og Jó-
hann Valdórsson.
í dag senda Reyðfirðingar Jóni á
Eyri og konu hans innilegar heilla
óskir og þakka þeim fyr riforystu
og fyrirmynd alla í búskap hér.
Marinó Sigurbjörnsson.
imauajaua m i
i n a b 32 r a m t
•(■BBaciunaaBiianB as ■ ■ ■ 3 ■« ■■■*■■•■■■
■ ■■■Ba9nnanBaBBiSBBstHBIiBaBaauilBI11
Hér er komin ■!
Bók sumarsins j:
Blettirnir á J
vestinu mínu \
Smásögur eftir í
Agnar i^ykSe ji
BIá?eBlsúf«:áfan :■
V.V.WAW.S'.VA'AV.V.VAV.V.’.V.V.W.W.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.'.V.V.V.V