Tíminn - 11.08.1959, Blaðsíða 9
T í MIN N, þriðjudaginn 11. ágúst 1959.
9
AR> ROBERTS RINEHART.
^Jruaröhh
Liúkrunarhona
49.
— Hvað getur komið fyrir
loig? spurði lögreglufoririginn
hvasst. — Út með það. Eg
veit um trygginguna, og hve
hræddur þú varst um aö
dauði Herberts yrði álitinn
sjálfsmorð. Eg veit, að þú vild
ir draga líkið frá borðinu
vegna þessarar tryggingar. Og
ég skil það betur en þig grun
ar. En þú veizt sitthvað fleira.
Til dæmis, hvers vegna Júlía
fór fram úr nóttina sælu og
upp aftur.
— Sagði hún frá þvi.
— Já.
— Það var mér að kenna,
að hún skyldi ekki gera það
fyrr.
Lögregluforfnginn kinkaði
kolli. Hann hélt enn í öxl Hug
os.
— Er nú ekki kominn tími
til aö segja það sem þú veizt,
Hugo? Til hvers ertu að luma
á þessu? Ef þú ert hræddur
skal ég sjá þér fyrir vernd.
— Sjá mér fyrir vernd?
Eklíi gaztu verndað hana!
— En hvað þá, ef ég segði
þér alla söguna?
Hugo svaraði ekki. Hann
greip um stigahandriðið, aug
un ranghvolfdust í honum, svo
féll hann meðvitundarlaus 1
gólfið.
Nokkur stund leið, áður en
hann næði sér nóg til þess
að verða fluttur frá herberg
inu:mínu, sem lögregluforing
inn hafði borið hann inn í,
og enn lengri stund, þar til
hægt væri að flytja hann til
yfirheyrslu á lögreglústöðinni.
Þegar hann fór, neitaði hann
enri að segja nokkuð, og mest
af þeim tíma arkaði lögregíu
foringinn fram og aftur um
forstofuna. Eg fór gegnum eld
húsið og upp til Maríu, til
þess að segja henni, hvað skeð
hafði, en þótt hún væri á fót
um leið nokkur stund, þay til
ég gat fengið hana til þess að
opna dyrnar.
Hún var ekki í rúminu, eins
og ég vissi. Hún hafði setið
við gluggann, og var full-
klædd. Hún var föl, og ég varð
að fullvissa hana um aö ég
væfi ein, áður en hún féllst á
að láta dyrnar vera ólæstar.
Þó var hún ekki örugg, því
hún skyggndist yfir öxl mér
inn í setustofuna.
— Hvar er hann? spurði
hún.
— í herberginu mínu, svar
aði ég.
Þá, en ekki fyrr, svo mér
væri kunnugt um, a. m. k.
ekki þann dag', brast hún í
grát.
Eg fylgdi henni til Hugos;
liún laut niður að honúm og
strauk erini hans með vinnú
hrjúfri þendinni.
— Eg sagði þér þetta, sagði
hún. — Eg var búirin að segja
þér þetta En þú ert svo þrár.
Hann lauk upp augunum
og leit á hana. Þá sá ég, að
hvað svo sem hafði aöskilið
þau upp á síðkastiö, voru þau
tengd nánum böndum, bönd
um áralangra samvista og
vana, ef ekki meira. Hann tók
hönd hennar.
— Vesalings María mín,
sagði hann veiklulega. — Aum
ingja stúlkan mín!
Rétt í þessu hafði drengjun
um verið hjálpað niöur af
þakinu. En í stað þess aö taka
til fótanna og hverfa undir
eins, sá ég að þeir ræddu með
ákefð við lögregluforingj ann
niðri í forstofunni. Annar
þeirra var með eitthvaö í
hendinni sem hann rétti lög
regluforingjanum. Eg sá ekki
hvað það var.
23. kafli
Leyndarmál
Fréttaritararnir voru ný-
farnir, þegar dyrabjallan kvað
við. Nágrannarnir höfðu þeg
ar heyrt fréttirnar með þess
ari fréttaþjónustu, sem geng
ur frá eldhúsi til eldhúss, og
komu nú til þess að votta sam
úö og bjóða hjálp. Eg var staö
ráðin í að halda kerlingum
þessum burt frá húsinu um
kvöldið.
— Það er nauðsynlegt að
hafa kvenmann hérna, sagði
frú Manchester og horfði á
mig með augum, sem lýstu af
fréttagræðgi.
— Eg er hér, og María líka.
— María! sagði hún og
hnussaði.
Næst, þegar ég opnaði dyrn
ar, átti ég ekki von á neinum
öðrum en nágrönnum eöa
fréttariturum. En þaö var
Henderson, sem stóð dyrum
utar. Hann virtist hafa frétt
allt, því hann hélt hattinum í
hendinni og læddist á tánum
svo sem viðeigandi var í húsi
þar sem meiri hluti íbúanna
var dauður.
■ ’— Er Patton lögreglufulltrúi
hér? hálf hvíslaði hann. —
Þeir sögðu mér á lögreglu-
stöðinni, að hann væri hér.
Lögregluforinginn kom í
ljós í forstofunni.
— Eg er hér, Henderson.
Hvað viltu?
— Ja, ég er nú ekkert hrif
inn af því aö hitta þig und'
ir svona kringumstæöum, en
konan mín skipaði mér að
fara og finna þig.
— Út með það. Það er allt
1 lagi hér.
— Ja-á, það gæti næstum lit
iö svo út. Hér hlusta víst ekki
margir. Hann stóð þarna og
sneri hattinum milli handa
sinna. — Eg er nú ekkert hrif
inn af því aö bera sögur.
Taktu lífinu meö ró er mitt
Islagorð. En frú Henderson er
ekki alveg af sömu gerðinni.
Þú myndir missa eyrun ef þú
vissir allt sem hún veit. Núna
nýlega heyrði hún sögu um
Paulu Brent. Það gæti litið
svo út, sem kokkapían okkar
sé í vinfengi við matsvein-
inn hjá Brént, og eftir honum
hefur hún eina ógurlega hroll
vekju, sem konunni minni
fanst ég verða að segja þér.
Samkvæmt ffásögn, hafði
Paula farið fyrir um það bil
mánuði síöan út í sveit, til
aö sitja þar boð einhverra vina
sinna. En þegar foreldrar
hennar hringdu þangað þá
helgi, komust þau að þeirri
staðreynd, að hún hafði ekki
komið þar. Og þegar hún kom
heim á sunnudagskvöldið, átti
sámkvæmt frásögn slátrar-
ans að hafa veriö heilmikiö
um að vera heima hjá henni.
Faðir hennar reifst og skamm
aðist eins og vitlaus maður,
og eitt af því sem hann sagði
gleymdist ekki:
^ — Eg skal komast að því,
j hvaða maður þetta var! Eg
skal drepa þann mannskratta!
Paula grét, og móðir henn-
ar grét. Svo virtist, sem þau
hefðu síðan lokað Paulu uppi
á herberginu hennar um nótt
ina, og haldið henni þar tvo
daga. Þjóninum var sagt, að
hún væri lasin, en enginn fór
upp í herbergið til hennar
pema móðir hennar, sem
færði henni mat. Þó át hún
lítið eða ekkert. Bakkarnir
komu niður með sömu. um-
merkjum og þeir fóru upp.
— Eg er nú ekkert hrifinn
af því að blaðra um svona
lagað, sagöi Henderson, —
en þetta er víst borgaraleg
skylda mín, segir frú Hender
son. Herra Brent er gamall
vinur minn og góður ná-
granni. Við vorum saman í
heimavist hérna í eina tíð,
þegar við vorum báðir ungir.
Svo við ætluðum bara að
láta þetta fara út úr höfðun
um á okkur sömu leiö og það
kom inn. En svo heyrði frú
Henderson um dauða Júlíu og
að Charlie Elliot væri lokaöur
inni og . . .
Lögregluforinginn greip
hvatlega fram í:
— Svo þetta er í kjöftunum
á slúöurkerlingum?
Henderson yppti öxlum.
— Þú getur ekki lokaö
fyrir munn fólksins, lög-
regluforingi. Frú Henderson
heyröi að Júlía væri dáinn, og
hringdi til Brents. Paula kom
í símann, og konan mín segir,
að Paula hafi ekki sagt eitt
einasta orð, bara lagt á. Frú
Henderson var ákaflega upp
rifin yfir því.
— Hvaða sögur eru sagðar
um dauða Júlíu?
— Ja, ég var nú ekkert að
leggja eyrun eftir því. En Ste
ward læknir kom til frú Brent
í kvöld, og ég býst við að mat
sveinninn hafi heyrt eitthvaö.
— Eitthvaö? Hvað?
— Nú, læknirinn virtist
halda, að ekki væri allt með
felldu varðandi dauða Júlíu.
—Oh, skrattinn hiröi þetta
læknisgerpi, sagði lögreglufor
inginn af öllu hjarta. — Og
hvers vegna í ósköpunum
hefði Brent átt að ryðja Júlíu
gömlu úr vegi?
Litli maðurinn ræskti sig.
— Ja, það getur verið, að
það séu bara einhverjir órar
úr frú Henderson — — en
getur ekki verið, að sú gamla
hafi líka séð Paulu inni hjá
Herbert þarna um kvöldið?
— Og pabba hennar Það er
mannsöfnuður, finnst þér
ekki?
Henderson yppti öxlum.
— Þetta er ekki minn til-
búningur, lögregluforingi. Eg
er bara að segja þér, hvaö tal
að er í minu nágrenni.
Athugasemd við minningargrein
I Morgunblaðinu 7. maí í ár, er
minningargrein um Sigurð Bjarna
son sjómonn, ogf er þakkan'ert' að
haldai uppi minningu dugandi sjó
manna, en mér eru kunnar sjóferð
ir og sjósóknir Norðfirðinga frá
því 4 árum fyrir aldamót til ársins
1941, að ég fluttist þaðan. Vil
ég því aðeins leyfa mér að ieið
rétta nokkrar missagnir í grein
inni.
Sigurður Bjarnason réri ekki
með Einari M. Einarssyni 1913 á
Víkingi. Á Víkingi var form. Sig-
fús Davíðsson þaið sumar fram að
kvöldi 2. ágúst, er Víkingur fórst
hálfa aðra sjómílu suðaustur frá
Norðfjarðarhorni í suðaustan
vaxandi stormi og krappri mót-
kviku ekki fjær Fálkanum en sem
svarar einni bjóðslengd aftan við
okkur og sökk eins og lóð, en
ekki gát'um við snúið við, ekkert
sást. Það voru engin gleðitíðindi.
er heim kom, að færa í land, enda
stóðum við langan tíma þétt sam
an í stýrishúsi Fálkans steinþegj
andi.
Með mér á Fálkanum voru Jó-
hamn Jóhannsson, Jón Guðmunds
son og Sæmundur Þorvaldsson.
Þetta skeði á útleið, allir snéru
aftur.
Víkingur var byggður á Seyðis-
firði 1906 úr eik, súðbyrtur með
engu dekki fyrst, 8 tonn, 8 ha.
danvél. Formaður 1913 var Bjarni
Hávarðsson.
Einsi,. M. Einarsson yar það sum
ar á Sæbjörgu sem formaður. Lúð
vík Sigurðsson átti hana og Vík
ing. Sæbjörg var 10 tonn með 15
ha. Alfahvél, byggð í Dammörku
súðbyrt úr eik með stýrishúsi,
vélamaður Guðjón Sveinbjarnair
son og með honum Sigurður Sig
urðsðson og Pétur á Kvíabóli, allir
hinir ágætustu menn, Eg heim
sótti þá mjög oft, Einar var með
mér árið áður á Fálkanum óg var
stoltur af að hafa haft hanri og
lært margt af honum. Hann var
djarfur sjósóknari og fiskimaður.
Greinarhöfundur minniist á
Tómas Sigurðsson bróður Lúðvíks.
Tómas reri á smábáti, séttu, með
Bjössa son sinn, sumurin 1912 og
1913. Eitt' sinn fyrsta árið er Tóm
as að róa um likt leyti og vél-
bátar, en er kominn út fyrir Eyri
og biður um slef, sem var velkom
ið, grípur tóið, setur fast, kemur
þá slinkur á séttuna og hvolfir
og lenda báðir í sjóinn. Margir vél
bátar voru oð fara í róður, og
ég hirði strákinn, en Fram karl-
inn. í greininni er sagt, að hann
hafi fyrstur sótt sjó út í svokaÚaða
Gullkistu í st'aðinn fyrir þ&mn rétta
sem á óskiptan heiðurinn af fundi
kistunnar, og þar fiskaði éinskipa
1912 frá 1. ágúst til 1. desember
á vélbátnum Fálkanum. Það. er
Guðjón Símonarson og með honum
þessir menn: Vélamnður Jón Guð
mundsson, Reykjavík, stýrimaður,
Einar M. Einarsson; hásetar: Jó-
hann Jóhannsson sterki og Sæ-
mundur Þoi-valdsson. Þarna má til
nefna marga tugi manna sem vitni
og er mér torskilið í hvaða skyni
greinarhöfundur fer hér með al
rangt mál. Svona missagnir eiga
ekki að eiga sér stað.
Eg verð aðeins að minnast á vin
minn Tómas, hinn prýðilega
mann. Hann réri á Sæbjörgu árið
1914, var bæði sækinn og fiskinn.
Síðan varð hann fyrir því óhappi
að strandsi honum á Lífólfsskeri
út af Djúpavogi. Hann var nokkur
ár formaður eftir það, bæðl áræð
inn og laginn.
Guðjón Símonarson.
með dýnu til sölu, ódýrt. —
Einnig kartöflukassar (jarð-
húsa.
Upplýsingar í Skipholti 26 2.
liæð til vinstri.
VAV.V.V.V//.V/.VAV/.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.W.VJ
Starfsmaður óskast
__ .-Q>
Maður á aldrinum 20—35 ára, helzt vanur vélum
eða blikksmíði, óskast nú þegar í fast framtíðar«
starf í Reykjavík. Verkstjórn eftir ca. 1 ár. Lyst*
hafendur sendi blaðinu nafn, heimilisfang og
símanúmer, merkt „Framtíðarstarf.".
'AV.V.V.V.V.V.V.V.VAWAV.V.W.VAVWAUWml
Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum og vanda-
mönnum nær og fjær, sem glöddu mig á einn eða
annan hátt á níræðisafmæli mínu þann 31. júli s.l.
Guð blessi ykkur öll
Sigvaldi GuSmundsson,
frá Sandnesi
V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.VAW
Þökkum hjartanlega auösýnda tryggð og samúð við fráfafl og
jarðarför
Axels Helgasonar
Sonja B. Helgason og börnin.
Systkini hins látna.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall
Vilhjálms Jónssonar
frá Ferstiklu.
Einnig viljum við þakka öllum hinum mörgu, er á einn eða annan
hátt aðstoðuðu hann í langvarandi veikindum, og þá sérstaktega
Helga tngvarssyni yfirlækni fyrir vináttu hans og umhyggju alla
tíð. Biðjum við guð að blessa starf hans.
Rósa, Margrét og Guðrún Vilhjálmsdaetur.
Guðrún Björnsdóttir,
Móðir okkar,
IngibjÖrg Pétursdóttir
fyrrum húsfreyja að Suður-Bár,
andaðist að Landakotsspítala 8. ágúst s. I.
Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. ágúst
kl. 14,30. Athöfninni verður útvarpað.
Jarðsett verður frá Setbergskirkju í Eyrarsveit laugardaginn 15,
ágúst kl. 14.
Þorkell Sigurðsson, Guðriður Sigurðardóttir,
Pétur Sigurðsson, Haildór Sigurðsson,
Margrét Sigurðardóttir, Þórarinn Þigurðsson.