Tíminn - 11.08.1959, Blaðsíða 7
T í iVI I N N, þriðjudaginn II. ágiist 1959.
7
LjóshærS fríðleiksstúlka, með
blíðleg, dökk augu, er nýlega tekin
að starfa á teiknistofu húsameist-
ara ríkisins. Hún heitir Guðrún
- Ingveidur Jónsdóttir og lauk í vor
námi sem innanhúss arkitekt við
Frederiksbergs Tekniske Skole í
Kaupmannahöfn.
Eg veit eKki betur en ég sé
fyrsta íslenzka stúlkan, sem lýltur
þessu >námi í Danmörku, sagði Guð-
rún. Þær tvær stúlkur, sem ég
veit að lokið hafa prófi í þessari
grein, numu báðar í Bandaríkjun-
um.
Voru margar stúlkur samtímis
þér í .skólanum?
Já, þær voru í meiri hluta í rnm-
um bekk. Af ellefu, sem náminu
luku, voru aðeins tveir piltar, en
á námstímabilinu heltust fimmtán
memendur úr lestinni. Um tíma
voru þar nemendur frá öllum
Norðurlöndunum.
Bjóst þú i heimavist?
■Nei, það er engin heimavist við
skólann, .svo ég bjó hjá góðri fjöl-
skyldu utarlega í borginni og leið
þar vel. Var sérlega yndislegt þar
á vorm.
r.rnar mínar, en þegar til kom.hélt
skólinn eftir öllum beztu teikning
um nemendanna, sagði Guðrún, en
faðir hennar er Jón Benjamínsson,
húsgagnasmiður.
Er enn í tizku að hafa misniun-
andi liti á veggjum í herbergjum?
Nei, alls ekki. Stundum eru not-
uð litils háttar blæbrigði, svo sem
að mála gluggavegg dálítið dekkri,
en með sama litblæ. Um algera lita-
skiptingu er naumast að ræða
nema þegar arkítekt hefur teiknað
herbergi þannig, að beinlínis á að
draga athygli að sérkenni á lög-
un þess. En litaval fer fyrst og
fremst eftir því til Iwaða starfs-
semi húsnæðið á að vera, hvort lit
irnir eiga að vera róandi eða örv-
andi. í barnaheimili máttum við
til dæmis nota eins marga liti og
við vildum.
Ekki stæla
Fenguð þið að sjá nokkuð af
teikningum ykkar og tillögum kom
■ast lengra en á pappírinn?
iNei, þetta voru allt æfingar, en
miðaðar við margháttaðar aðstæð-
ur. Okkur var til dæmis sagt að inn
rétta íbúð og búa húsgögnum og
Fjölbreytt verkefni
í hverju er námið aðallega fólg-
ið?
AlLs konar teikningum og upp-
imæling«.m. Kennd er listasaga, sitt
hvað um vefnað og listiðnað al-
menrtL Við teiknuðum húsgögn og
fleiri húsbúnað, innréttingar í alls
konar húsnseði, íbúðir, barnaheim-
áli gistihús o. fl., eldhúsinnrétt-
ingar og hvað eina. Við fengum
margs konar viðfangsefni til úr-
lausnar og vorum send í verksmiðj-
ur og verzlanir til þess að kynnast
efnum og munum, læra að gera
greinamiun á vönduðum og óvönd
uðum gripum.
EidhúsiS opið í miðju húsi?
Þú hefur efalaust haft tækifæri
fil að kynnast því fyrirkomulagi
'að hafa’ eldhúsin sem opnust að
öðrum frerbergjum. Hverni.g leizt
þér á það?
Eg' held að það fyrirkomulag
verðf ekki vinsæit meðal húst-
mæðra. Þær þurfa að geta unnið
eldhússtörfin i næði og ekki fram-
Við vorum minnt á að láta
hlutina mótast af nútímanum
Sigríður Thorlacius ræðir við Guð-
rúnu I. Jónsdótíur, innanhúss arkitekt
an í gestum og gangandi. Þær
reglur, sem einkum voru brýndar
fyrir okkur í sambandi við eldhús-
innréttingar var að staðsetja vinnu
stöðvar í réttri afstöðu inbyrðis
til að spara húsmæðrum sporin
sem mest. Aðalreglurnar voru að
reyna að staðsetja vask undir
glugga og hafa sem skemmst frá
honum að eldavél og vinnuborði,
hafa ísskáp við vinnuborð og
pottaskáp við eldavél.
Að sumu leyti fundust mér Dan-
Ávarp frá Styrktarfélagi vangefinna
Eins og mörgum er kunnu.gt,
var fyrir nokkru stofnað Styrktar
félag rangefinna. Heimili þess er
í Reykjavík. Tilgangur félagsins
■er að vinna að því:
1) að komið verði upp nægi-
legum og viðunandi hælum fyrir
vangefið fólk, á öllum aldri, sem
nauðsynlega þarf á hælisvist að
halda.
2) að vangefnu fólki veitist á-
kjósanl-eg skilyrði til þess að ná
þeim þroska, sem hæfileikar þess
leyfa.
3) að starfsorka vangefins fólks
verði hagnýtt,
4) að eins'taklingar, sem kynnu
að vilja afla sér menntunar, til
þess að annast vangeíið fólk, njóti
ríflegs .styrks í því skyni.
Samkvæmt skýrslum, sem fyrir
liggja, munu vera um eða yfir 400
einstaklingar vangefnir í landinu,
og eru þó þessar skýrslur ekki
tæmandi. Flestir þessara einstak-
linga munu enn dvelja á heimil-
um ættingja, þar sem vistheimili
sem til eru í landinu, fyrir van-
igefið fólk, geta ekki tekið til dval
ar nema einn fjórða hluta þeirra,
er áður voru nefndir. Þó mun ætl-
unin sú, að viðbótarhúsnæði við
Kópavogshæli, verði tekið til not-
kunar á hausti komanda. I-Iækkar
þá tala vistmanna eitthvað frá því
sem nú er.
Það er því augljóst. að mikið
er enn ógert í þessum efnum,
þörfin brýn til úrbóta og mikil
eftirspurn um hælisvist, af hálfu
aðstandenda hinna vangefnu.
Vonir standa þó til, að fyrr en
síðar verði hægt að hefjast handa
um nýbyggingu hælis eða heimila
fyrir vangefið fólk. En slíkar fram
kvæmdir ko.sta mikið fé.. Mikið
þarf því að vinna, ef duga skal,
og framkvæmdir á þessu sviði
eiga ei að þurfa að standa yfir,
alltof mörg' ár, þar til markinu
er náð, og fullkomið,. hæli, er rúm
að gæti alla sem hælisvistar
þyrftu nauðsynlega að njóta, er
risið af grunni. Að vinna að því
í orði og verki að þessi hugsjón
geti orðið að veruleika, sem allra
fyrst, er tilgangur og markmið
Styrktarfélags vangcfinna. Jafn-
framt því, sem félagið, eftir því,
sem möguleikar eru fyrir hendi
á hverjum tíma, vill aðstoða þá,
sem hér eiga hlut að máli, hyggst
það og verja kröftum sínum til
fjársöfnunar ár hvert, til styrktar
málefninu, og heitir á alla lands-
menn íil samstarfs og samhjálpar.
Félagið heíur á þessu ári efnt
til happdrættis, og eru þegar
fengnir umboðsmenn víða um
landið, er sjá um sölu happdrættis
miðanna. Er sala happdrættismið-
anna þegar fyrir nokkru hafin.
Ennfremur hefur félagið látið
gera minningaspjöld, sem einnig
er hægt að fá keypt hjá umboðs-
mönnum happdrættisins. Merkja-
sölu hefur félagið og haft með
höndum, í Reykjavík og út um
land, og mun gera eflirleiðis. •—
Hefur sú reynsla orðið féla.ginu
hagstæð.
. Yfirleilt virðist starfsemi félags
ins þegar hafa mætt velvild og
skilningi landsmanna, og margir
þegar sýnt fór.nfýsi í störfum. Fé
lagið hefur opnað skrifstofu í
Tjarnargötu 10C í Reykjavík, sem
veitir allar mögulegar upplýsing-
1 ar um féiagið, svo og aðra fyrir
greiðslu. Á skrifstofu félagsins
i eru happdrættismiðar til sölu, svo
l og minningarspjöld, sem einnig
má fá keypt á eftirtöldum stöð-
um í Reykjavik: Blaða- og sæl-
gætisverzluninni Laugarvegi 8, —
Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar
Hafnarstræti 22 og hjá Birni
Stefánssyni Kvisthaga 9.
Góðir landsmenn!
(Framhald á 8. síðu).
ir vera íhaldssamir í eldhúsinnrétt-
ingum og ekki gerðu þeir ráð fyrir
mörgum rafmagnstækjum — ekki
einu sinni hrærivél. Þau eru líka
inörg ljót og leiðinleg eldhúsin í
gömlu leiguhjöllunum í Kaup-
m.höfn. Leigjendurnir vil.ia ekk-
ert leggja í kostnað við endurbæt-
ur vegna þess, að þeir eiga ekki
lnisnæðið sjálfir og eigendurnir
vilja ekkert ,gera vegna þess, að
þeir ætla sér aldrei að búa sjálfir
í húsunum.
Litlar íbúðir — vönduð
og falieg húsgögn
Hvernig leizt þér á þær íbúðir,
sem byggðar eru fyrir almenning i
Kaupmannahöfn?
Þær eru að öllum jafnaði ákaf-
lega litlar, svo næstum er óskilj-
anlegt að heil fjölskylda rúmist í
þeim. Algengustu stærðirnar eru
það sem Danir kalla eitt og hálft
og tvö og hálf herbergi, en þá er
þetta sem kallað er hálft herbergi,
skonsa sem rétt aðeins er hægt að
sofa í.
En húsgögnin?
Eg held að Danir standi fremst
allra Vestur-Evrópuþjóða í hús-
gagnagerð, enda eru húsgögn og
ýmis annar húsbúnaður orðin stór
liður í útflutningi þeirra. Danskir
húsgagnateiknarar hafa sýnt >mikið
hugmyndaflug og fjölbreytni í
störfum, enda eru þeir í miklu á-
liti, sem skapað hafa góða nytja-
gripi og er ekki síður hampað en
öðrum listamönnum.
Hvaða
sælastar?
Margir húsgagnaarkítektar byggja
að nokkru á hinum gamla bænda-
stíl, aðrir blanda japönskum áhrif
um í stíl . sinn og nota stál msð
viðnum. Aðal einkennin eru að
reynt er að hafa húsgögnin sem
léttust' og einföldust. Undanfarið
hefur áklæði í upprunalegum ull-
arlitum verið mikið notað, en nú
er meira farið að blanda það litum
eins og bláu og rauðgulu.
Efni og iitaval
Hvaða viðartegundir eru vin-
sælastar?
Undanfarið hefur teak verið afar
vinsælt, en nú er fullt eins mikið
farið að nota eik og finnst mér hún
mjög skemmtileg. Oft er hún reyk-
lituð eða kalkborin og segja má að
alveg sé hætt að gljálakka hús-
gögn. Þau eru aðeins olíuborin. í
fínni húsgögn er allmikið farið að
nota hinn dökka palisandervið.
Eg var búin að hlakka til að
sýna þabba beztu húsgagnateikning
Guðrún I. Jónsdóttir
miða þá við stþrf óg tekjur ákveð-
inna þjóðféíagsstqtta, eða við átt-
um að velja húsgögn fyrir ákveðna
fjárhæð í tiltokna stærð íbúða. Yfir
leitt vóru þessar æfihgar miðaðar
við lífsskilyrði almennmgs, við
fengum sjaldan að miða við ótak-
mörkuð fjárráð qða aðra fjarstæðu.
Eða við áttum að gera tillögur um
húsgögn í herbergi, sem kennt er
við Kömmu Rahbeck í safninu
Bakkehuset.Við máttum ekki stæla
húsgögn frá timum Kömmu Rah-
beck, heldur finna nútímahúsgögn,
sem væru í samræmi við þetta
gamla hús. Við urðum að velja
muni, sem eru svo einfaldir og hlut
lausir, að þeir geta tilheyrt livaða
tímabili sem vera skal, þó að okk-
ur væri kennd saga hús-gagnagerð-
ar, var okkur alltaf tekinn strang-
ur vari fyrir eftirlíkingum stílteg-
unda frá öðrum tímum, heldur
minnt á að láta hlutina mótast af
nútímanum — ekki fortiðinni.
Framtíðin?
Skólastjórinn fór með okkur í
námsferð til Ítalíu lil að sýna okk-
ur það .merkasta í fornri byggingar-
list og vorum við m. a. viku í Róma
borg og aðra viku í Flórenz o,g var
margt að sjá hvar sem farið var.
Og nú ert þú búin að fá starf
hjá húsameistara ríkisins. Hvaða
verkefni gerir þú aðallega ráð fyr-
ir að þér verði falin þar?
Ætli að það verði ekki fyrst og
fremst að teikna innréttingar húsa,
og kanske eitthvað af húsgögnum,
sem fyigja innréttingunum hverju
sinni. Eg held að þetta verði fjöl-
breytt og skemmtilegt starf.
En langar þig ekki til þess að fá
tækifæri til að gera teikningar að
nýtízkulegum húsgögnum fyrir al-
menning?
Víst langar mig til þess, en það
verður að bíða síns tíma.
Sigríður Thorlacíus.
Á víðavaugi
Sama ræða í 30 ár
í hinum spaugilegu langloku-
ræðum Einars Olgeirssonar á Al-
þingi undanfarna daga kennir
margra grasa, en þó væri synd að
segja að nokkur ný blómstur yxu
upp í þeim urtagarði. Einar hef-
ur í raun og veru alltaf verið að
flytja sömu ræðuna síðan 1930.
Ósagt skal lá.tið, hvort hann gerir
sér grein fyrir þessu sjálfur. En
ef svo er, þá virðist hann trúa á
máltækið sem segir að aldrei sé
góð vísa of oft kveðin. Nú eru
að sönnu fáar vísur svo góðar að
ekki megi kveða þær svo oft' og
lengi, að þær missi bragð. En þeg'
ar þar við bætist, að yísan -er að
fárra dómi góð nema kvæða-
mannsins sjálfs, þá versnar í því.
Augnablik syndarinnar
Einari hefur alla tíð yerið lítið
gefið um umbótastarfscmi' Frám-
sóknarmanna. Orsaka til þess er
að leita í hinum pólitíska strang-
trúnaði mannsins. Ilann er bolse-
viki af lífi og sál. Honum varð
það á, „citt einasta syndar augna-
,blik“ að misstíga sig á hinum
þrönga vegi komnninistíski;;
fræðikenninga. Sennilega hefur
Einar aldrei getað fyrirgefið sjálf
um sér til fulls þá hrösuh.- Lik-
legt má telja, að hún hafi. Kerfc
hann í þeirri trú, að algjör póii-
tískur meinlætalifnaður væri ör-
uggasta leiðin til sáluhjálpar í
þessum heiini viðsjálla freistinga.
Það er þess vegna engin furða,
þó að liann líti stefnu og starf
Framsóknarmanna óhýru auga.
Menn með fullu viti geta að vísu
fundið upp á að stofna til stjórn-
arbyltinga, enda liafa ýmsar. by.lt-
ingar verið óhjákvæmileg nauð-
syn þó að ávallt séu þær neyðar-
úrræði. En það er ekki almcnnt
liægt að fá fólk með óbrjálaða
skynsemi til þess að talca' þátt í
slíkum ævintýrum, nemá( því
líði illa. Þetta skilja kommúnist-
ar. Þess vegna hatast þeír af öll-
um lífs og sálar kröftum við rót
tæka lýðræðissinnaða umbóta-
flokka. Samvinna við íhaldið er
rökrétt stefna frá sjQnarmiði
kommúnista.
Andstaðan gegn vinstri
stjórninni
í ljósi þessara staðreynda
verður að líta á afstöðu Einars og
kommúnistahirðar hans til vinstri
stjórnarinnar. Við myndun henn-
ar tók höndum saman megih hluti
þcss fólks í landinu, sem þjóðar
búskapurinn byggist á. ísLenzkri
alþýðu hefur aldrei géfizt gulln
ara tækifæri en þá til þess að
ráða ríkjum á landi liér. Og ef
nokkur ríkisstjórn hefur haft ‘að-
stöðu til þess að kippa í lag þvi
sem úr skorðum hefur gengið í
fjárhags- og atvinnulífi okkar
itndanfarin ár, þá var það yinstri
stjórnin.
Kommúnistar sáu, að ef sam-
starfið frá sumrinu 1956 heþþnað-
ist vel, þá myndi þa!5 fjarlægja
byltingadrauma þeirra að miklum
mun. Þess vegna beittu þeir sér
geg'n vinstra samstarfinu frá
fyrsta degi. Þess vegna notuðu
þeir hvert tækifæri sem gafst til
þess að fella stjórnina, þó að það
tækist ekki fyrr en á Alþýðusam-
bandsþing'inu síðastliðið haust.
Sáning og uppskera
Þegar Hennann Jónasson bar
fram tilmæli sín á Alþýðusam-
bandsþinginu um frestuh á
greiðslu fullrar vísitöluuppbótar
þá. var ekkert auðveldara en að
fá það samþykkt. Yfirguæfgndi
meiri hluti f'ulltrúanna vildi að
stjórnin sæti áfram. En foringja-
lið Alþýðubandalagsins og AÍ-
þýðuflokksins á þinginu var fyrst
og fremst skipað andstæðingunt
ríkisstjórnarinnar, konimúnistum
og hæg'ri krötum. Þeir vildu
stjórnina feiga. Ef vísitöluuppbóí
in hefði verið gefin eftir þá þýddi
það 6—8% knuplækkun, en jafn-
framt tryggingu fyrir sömu lífs-
kjörum og verkamemi höfðu í
febrúar eða okt. fyrra ár og niunu
þau beztu, sem sú stétt héfur
nokkru sinni búið við á landi hcr.
(Framhald á> -8. .siðuú..