Tíminn - 11.08.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1959, Blaðsíða 1
Þríflokkarnir árétta enn hræðslu sína við vilja þjóðarinnar í kjördæmamálinu Eíns c-g skvr-t var frá í blaðinu á sunnudaginn, var líkan eða mynd Andersons. skip- herra. brennd á stórum bálkesti á Fjósakletti í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld. — Brenna þessi Var einn liðurinn í skemmtan fólks á þjóðhátíð eyjaskeggja og var mvndin tekin skömmu eftir að kveikt hafði verið í kestinum. Þrjár vísur voru fluttar meðan myndin brann. Ein þeirra er svona: Er þú Anderson á bálinu ryjnir ísiandsmið ekki er kveðjan þvegin. um megin. Eyjaskeg'gjar eru vanir að fást við sjóræningja frá fyrri tíð og auðhevrt að þeir vita hvert þeir lenda. Sjáið grein um þjóðhátíðina í blaðinu á morgun. Þér mun hollt að venjast við varmann hin- er Þingmenn þeirra í efri deild feUa till. um þjóðaratkvæðagreiðsluna Kjördæmamálið var til annarrar umræðu í efri deild í gær. Stjórnarskrárnefnd deildarinnar klofnaði um málið. Þriflokkarnir leggja til að frumvarpið verði samþykkt ó- breytt, en fulltrúar Framsóknarmanna í nefndinni, þeir Karl Kristjánsson og Hermann Jónasson, lögðu til að þaS yrði afgreitt með rökstuddri dagskrá. Þríflokkarnir felMu þá tillögu og sönnuðu þar með enn einu sinni ótta sinn viS vilja þjóðarinnar í kjördæmamálinu. Hin rökstudda dagskrá Framsóknármanna hljóðar svo: Þar sem afstaða kjósenda til annarra niála en þeirrar breyt- ingar á kjördæmaskipuninni, sem frumvarp þetta fjaliur um, réð miklu um Viðliorf þeirra í síðustu alþingiskósningum og úrslit kosninganna veita þar af leiðandi ófullnæg'jandi upplýs- ingar um vilja manna í því efni, beinir deildin því til ríkisstjórn- arinnar að láta fram fara eigi síðar en 30. þ.m. í öllum kjör- dæmum, hverju fyrir sig, al- menna, Ieynilega atkvæða- greiðslu kjósenda, er svari með jái eða neii, hvort þeir vilja, að niður skuli lögð ÖU núverandi 27 kjördæmi, utan Reykjavíkur, og stofnuð' í þeirra stað 7 stór hlutfallskosningakjördæmi. Jafn- framt leggur deildin til. að auka þingi því, er nú situr, verði frestað og afgreiðslu frumvarps- ins, þar til úrslit atkvæðagreiðsl unnar eru kunn, og tekur því fyrir að sinni samkvæmt framan- sögðu næsta mál á dagskrá. ÞjóðaratkvæSagreiðsla Aðalmálsgrein 79. gr. stjórnar- skrár lýðveldisins íslands frá 17. júní 1944 hljóðar svo orðrétt: „Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnar- skrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka Al- þingi. Nái tillagan samþykki (Framhald á 2. síðu). /---------------------—-x Mikil síld í Húnaflóa Nú eru heldur daufir dagar á Siglufirði, síldarleysi og athafna leysi. Eitt skip landaði þó á Siglufirði í gær, — en sú síld hafði að sjálfsögðu veiðzt á aust ursvæðinu. Heldur glaðnaði þó yfir í fyrrakvöld, en þá fréttist af síld á Húnaflóa. Þar eru nokkrir bátar að reknetaveiðum og sáu þeir mikla síld vaða í botni Reykjarfjarðaráls. Álitið er að síld hafi verið stöðugt í flóanum síðan gangan var þar á dögunum, en átuskilyrði eru orðin mjög léleg og eftir að vita hvort síldin næst í nætur. Afli reknetabáta í Húnaflóa er nú mjög góður, allt að þremur tunnum í net. ------------------------/ | Viö sama heygaröshomið 1 Framsóknarmenn hafa haldið því fram, að kjördæmabyltingar- | frumvarp þríflokkanna stuðlaði að því, meðal margs annars er Vatnsveður olii skaða á varnargarði—gróf veginn Holtsá tók 80 metra úr varnargarði og gróf veginn Fleiri ár i vexti Á sunnudaginn kom ’yfir gífuiiegt. vatnsveður undir Evjafjöllum. Stóð það í sólar- hring, og kom mikill vöxtur í ár. Var vatnsflóð í gær að grafa sundur veginn skammt frá Moldnúpi, en síðdegis var fióðið í rénun. Holtsá br&ut skarð í varnargarð, svonefndan Iioltsárgarð, sem er ■tfl hlífðar veginum skammt frá Moldnúpi. Ruddi flóðið um 80 metrum úr garðinum. Flæddi áin þar yfi,. veginn, og var á góðri leið að grafa hann í sundur. Nokkru austí'r brautzt Marbælis á út úr farvegi sínum og rann suður yfi,- Lambafellsengjar og austur með fram þjóðveginum. Olli flóðið í henni spjöllum á engjum og getur grafizt í veginn og spillt honum. Kaldaklifsá hefur með framburði fyllt upp farveg inn nokkru sunnan við brúna og rennur vestur yfir engjar, sem kallaðar eru Hörðuskáli og Bákka kot eftir býlum, sem þar voru einu sinni. Mikið tjón á heyjum Fregnritari blaðsins í Austur- (Framhald á 11. síðu) Jörð skalf á Selfossi Rétt fyrir kl. 11 á laugardags- kvöld urðu þrír jarðskjálftakipp- ir á Selfossi með skömmu milli- "bili. Var sá, fyrsti vægastur en hinn þriðji langsnarpastur. Mátti sjá húsvegg'i nötra og allt lauslegt á veggjum fóv úr stað. Laust eftir miðnætti urðu svo aðrir tveir kippir, en þeir voru mjög vægir. Einhverjar hræring ar múnu einnig hafa orðið á sunitUdagsmorgun. Þessara jarðhræring'a varð ckki vart annars staðar en á Selfossi, enda nuinu upptök kipp anna hafa verið' þar í námuuda. miður væri, að draga valdið úr höndum fólksins úti í héruðun- um og færa það til flokksstjórna í Reykjavík. Talsmenn þrí- flokkanna liafa andmælt þessu en veriff tregt um rök. En hvað gerist? í kosningalagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi og samið er af hæstaréttardómurunum, segir svo: „I kjördæniuin öðruni en Reykjavík, skipa yfirkjörstjórn þrír sýslumenn eða bæjarfógetar, sem elztir eru að embættisaldri og búsettir eru I kjördæmunum. Oddviti yfirkjörstjórnar skal sá vera, sein elztur er að árum". Almennt mun hafa verið við því búizt, að þetta ákvæði færi óbreytt gegnum þingið. En á síðustu stundu lauma þrír þing- menn, Einar Olgeirsson, Steindór Steindórsson og Jóhann Haf- stein fram svohljóðandi breytingatill.: „í hverju kjördæmi er yfirkjörstjórn. Skal hún skipuð 5 mönn- um og jafnmörgum til vara, og eru þeir kosnir af sameinuðu Alþingi á sama hátt og landkjörstjórn. Kýs hún sér sjálf for- mann“. Tillaga liæstaréttardómaranna má lieita cðlileg, eins og komið er. En þær þykja ekki viðhlítandi. Það er ekki fyrr búið að af- nema þær reglur, sem gilt hafa uin kosningu yfirkjörstjórnar- manna úti um land, en flokkarnir fara að seilast þarna til áhrifa og íhlutunar. Þeir skulu ráða vali kjörstjórnarmanna. Og þeir skulu ekki einu sinni þurfa að vera búsettir í kjördæmun- uin. Flokkarnir skulu hafa óbundnar hendur til þess að senda Reykvíkinga út um land til þess að geg'na þar yfirkjörstjórnar- É störfum. \ „Hér skal ek at vinna“. llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIttlllllllllllllllllilUllltllllimi ........................lliliiilimtmiiiiimiii,ii,iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiniiiiltMii!H,iii1,|il,,i"»,ii,ii,,»,,»,,<,><«l»Ö"',n"m,,,,»"""

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.