Tíminn - 19.08.1959, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, miðvikflðaginn 19 ágúst 1959.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjári og ábm.: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu vi'ð Lindargötn
Símar: 18 300, 18301, 18 302, 18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Augl'ýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir 'kl. 18: 13 948
Landhelgismálið og Alþingi
HÉR í blaðinu hefur því
verið haldið fram, að Alþingi
það, sem lauk störfum um
seinustu 'helgi, hefði átt að
endurnýja ályktunina um
landhelgismálið, er þingið
samþykkti s.l. vor. Þau rök
sem hafa verið færð fyrir því,
að endurnýja ætti ályktun-
ina, hafa m. a. verið þessi:
1. Rétt var að endurnýja
ályktunina, þar sem hér var
um nýkjörið þing að ræða,
svo að það sæist glöggt, að
kosningarnar hefðu engu
breytt um afstöðu íslendinga.
2. Ný ályktun Alþingis
hefði orðið auglýsing fyrir
afstöðu íslendinga út á við.
Frá henni myndi hafa verið
sagt i blöðum og útvarpi, líkt
og yfirlýsingin, er Alþingi
samþykkti á síðastl. vori. ís-
lendingar þurfa að nota
hvert tækifæri til þess að
kynna afstöðu sína og halda
athygli á málinu vakandi.
3. Ný ályktun Alþingis
hefði stuðlað að því að kveða
niður þann orðróm, sem gýs
upp alltaf öðru hvoru, að ís-
lendingar kunni að vera fáan
legir til einhverra tilslakana
á tólf mílna landhelginni.
4. Það er góður siður og
vænlegur til árangurs, þegar
sjálfstæðisbarátta er háð, að
sleppa engu tækifæri til að
árétta stefnuna, Það dugir
ekki að lýsa henni yfir í eitt
skipti. Það verður að árétta
hana stöðugt, eins og Alþingi
gerði í sjálfstæðisbaráttunni
við Dani.
Þetta eru þau meginrök,
sem hafa verið færð fyrir því,
að rétt hafi verið af hinu ný-
lokna Alþingi, að árétta
stefnu þingsins í landhelgis-
málinu.
í SAIVÍRÆMI við þessar rök
semdir, kynnti Framsóknar-
flokki^rinn sér það á Alþingi,
hvort aðrir flokkarnir væru
fáanlegir til að standa að á-
lyktun, þar sem fyrri stefna
þingsins væri áréttuð. Undir
tektirnar urðu þær af hálfu
hinna flokkanna, aö þeir
töldu þessa ekki þörf. Hins
vegar tóku þeir það fram, að
þeir væru áfram samþykkir
yfirlýsingunni, sem sam-
þykkt var á Alþingi á síðastl.
vori, og myndu láta það koma
fram opinberlega. Ef flokk-
arnir lýsa þessu yfir nógu
kröftuglega, getur það á viss-
an hátt jafngilt nýrri yfirlýs-
ingu af hálfu Alþingis, en út
á við hefur það þó tæpast
sama áherzlugildi og ný yfir-
lýsing myndi hafa haft.
Framsóknarfl. taldi ekki
rétt eftir að hafa kynnt sér
þessa afstöðu hinna flokk-
anna, að leggja íram sér-
staka tillögu. í þinginu, er
eftir öllum sólarmerkjum að
dæma, hefði þá veriö látin
daga uppi. Slíkt hefði verið
hægt að misskilja og mis-
túlka af Bretum. Fyrir Fram-
sóknarflokknum hefur það
jafnan vakað að tryggja sem
mesta þjóöareiningu um
þetta mál. í samræmi við
það haföi hann aöalforgöngu
um þá ályktun, er Alþingi
samþykkti á síðastl. vori.
ALLAR líkur benda nú til,
að íslendingar sigri fyrr en
seinna í landhelgisdeilunni
við Breta. Brezkir togaraeig-
ur eru byrjaðir að þreytast.
Þeim ríkjum fjölgar óðum,
er styðja tólf milna fisk-
veiðilandhelgi. Vafalaust
mun verða reynt af Bretum
eða einhverjum vinum þeirra
að fá okkur inn á einhverja
málamiðlun áður en land-
helgisráðstefna er haldin.
Flest mun þá gert til þess aö
fá okkur til undanhalds. Þess
vegna skiptir miklu, að þjóð-
in veiti brautargengi þeim
mönnum, er hafa sýnt í verki,
að þeir séu ófúsir til hvers
konar undanhalds, en sýna
þó fulla gætni, en Bretar
yrðu ekki seinir til að not-
færa sér það, ef við rösuðum
eitthvað um ráð fram.
Ranglátur húsbóndi
HÉR í blaðinu í gær var
það rakið nokkuð, hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
látið Alþýðuflokkinn nota
forsetavald sitt í efri deild
til þess að stöðva framgang
rétlætismáls, er hann hefur
lengi talið sig fylgjandi, en
það er niðurfelling skerðing-
arákvæðisins varðandi elli-
og örorkulífeyri.
Þétta dæmi er næsta glögg
ur vitnisburður um þá með-
ferð, er Alþýðuflokkurinn
verður að sæta í vistinni hjá
Sjálfstæðisflokknum. Eins og
er, fær hann að vísu að
halda öllum ráðherrunum, en
málefnalega fær hann engu
ráðið. Hann verður meira að
segja að nota það vald, sem
íhaldið gefur honum, til þess
að stöðva áhugamál sín.
Það er endurgjaldið, sem í-
haldið heimtar fyrir ráðherra
stólana.
Ekki bíða hans þó betri
kjör fram undan. Sum íhalds
blöðin, t. d. Mánudagsblaðið,
tala nú um, aö Alþýðuflokk-
urinn muni ekki fá nema
einn ráðherra í stjórninni,
er Ólaf Thors dreymir um að
mynda eftir kosningar.
Meðferðin á Alþýðuflokkn-
um sýnir, að Sjálfstæðisflokk
urinn er ranglátur húsbóndi
og launar ekki vel góða þjón
ustu. Þessu til viðbótar kem-
ur svo það, að hann rýr fylg-
ið af þeim flokkum, er koma
nálægt honum, sbr. tap Al-
þýðuflokksins og Alþýðu-
bandalagsins í seinustu kosn-
ingum.
Rómantíska stefnan var uppreisn
gegn hinni köldu skynsemidýrkun
Hinn ágæti listf^gnrýn-
andi sir Alec Randall ritaði
þessa grein í Berlingske
Tidende nú fyrir skömmu
um yfirlitssýningu á þró-
un rómantísku stefnunnar í
hinum ýmsu löndum Þessi
sýning er mjög yfirgrips-
mikil og vönduð og gefur
glögga mynd af þessari
stefnu, lem átti ekki ein-
ungis ríkan þá*t í listsköp-
un allri og tjáningarhætti,
er hún stóð sem hæst, held
ur var einnia undirrót
frelsisvakningar og þjóð-
erniskenndar, sem hefur
einkennt heimspólitíkina
allt fram á þennan dag.
í SUMAR haía fánar Dan-
merkur, Svíþjóðar og Noregs
blakt við hlið hins brezka fyrir
framan Tate Gailery í London.
Það er í tilefni -aí mikiivægri,
alþjóðlegri sýningu, sem ber
nafnið Rómantíkin. Hún er
sett á laggir af stofnuninni The
Arts Council í Stóra-Bretlandi,
sem vill freista að ná að sýna
umgrip og þýðingu rómantík-
urinnar, einkum ir.nan málara-
Jistari'nnar, en högglist, bók-
menntir, tcikningar og bók-
band — já, jafnvel barn;teikn-
ingar — setja sinn svip á sýn-
inguna.
Þetta er mjög stór og yfir-
gripsmikil sýning, sem fyllir
ekki einungis hina fjölmörgu
sali í Tate Gallery, heldur
einnig sali Arts Council við
St. James torg. Frægustu mál-
verkasöfn í Evrópu t.d. Loiivre
í París, hafa lánað myndir á
sýninguna, en auk þess eru
þarna myndir frá fjölmörgum
cinkasöfnum.
Líkt og renesansinn, sem reis
í Ítalíu — eða sKynsemistefna
18. aldar, sem reis í Frakklandi
—- var rómantík.r ein hinna
stóru gjörbyltinga marmsand-
ans sem næstum samtímis ork-
aði á fjöida þjóða.
FRÁ ROUSSEAU reis flóð-
alda, sem féll yfir til Englands
og Þýzkaiands og skall síðan
yfir alla Evrópu og Ámeríku.
Hún breytti þjóðfélaginu,
myndlistinni, bókmenntunum,
tónlistinni, byggingarlistinni,
stjórmálunum og gagnrýninni.
Hinar góðu en þó á stundum
slæmu afleiðingar hennar má
greina enn í dag mjög ljós-
lega í pólitíkinm — vakning
sterkrar og hugsjónaríkrar
þjóðerniskenndar — sem nú
breiðir sig yfir Asíu og Afríku.
Yfirgripsmikil yfirlitssýning stendur nú
yfir í London um þróun rómantíkurinn-
ar í hinum ýmsu löndum
Drottningarmóðirin Elisabet, ásamt
borgarstjóra Rómaborgar, Urbano
Crocetti, við afhjúpun á styttu
Thorvaldsen af Byron í Borhese-
garðinum í Róm í sumar.
RÓMANTÍKIN er í raun-
inni uppreisn gegn hinni köldu
skynsemiscýrkun 18. aldar.
Hún gaf hinum djúpu mann-
legu tilfinningum útrás, viður-
kenndi hinn óraunsæja styrk,
gaf ævintýraþránni byr undir
vængi, og göfgaði ástir.a til
náttúrunnar. Hún krafðist frels
is og óhintíraðrar útrásar mann
legra tilfinninga. Hún skapaði
nýja ljóðagerð og vakti áhuga
fyrir þjóðvísum og þjóðlögum
ævintýrum og þjóðsögum,
leiddi til þjóðlegrar sjálfstæð-
isbarátlu, til málaralistar, sem
dýrkaði náttúruna, baráttu
fyrir frelsi og ofsaíengnum til-
finningum.
Á vettvangi bókmenntanna
voru þeir Goethe, Byron og
Chateaubriand hin stóru nöfn,
í málaralistinni þeir Delacroix,
Constable, Turner og Blanke,
í höggmyndalistinni Thorvald-
sen, enda bótt hann sé oft tal-
inn nýklassískur vegna mynd-
ar sinnar af Bvron, en afsteypa
af henni var afhjúpuð í Róm
nú fyrir skömmu af Elísabetu
drottningarmóður.
Hinn frægi enski gagnrýn-
andi sir Kenneth Clark segir
í formála að sýningarskránni
að rómantíkina megi tímasetja
á árunum 1780—1848, en róm-
antíkin hafi alltaf lifað. Jafn-
vel hinn rómverski Hadrían var
rómantiker og lar.dslagsmálar-
ar renesansins voru forverar
Constable, Turners, Courbet,
Corot og jafnvel Cézanne..
ÞÝZKU RÓMANTÍKINNI,
sem hafði geysimikil áhrif,
verða ekki gerð fullnægjandi
skil á slíkri sýningu, því svo
stór hluti hennar hefur birzt
í bókmenntunum (Goethe og
Schiller) í tónlistinni (Beet-
hoven) 02 i heimspeki (Hegel).
En á sýningunni er lítii deild
fyrir bókmenntir, þar sem
sýnd eru handrit og fyrstu út-
gáfur t.d. Victor Hugo, Coler-
idge, Keates, Shelley, Words-
worth, Manzoni og Stendahl. í
þessari deild eru tveir fulltrú-
ar frá Norðurlöndum þeir
Steen Sieensen, Blicfcer og
Wergeland. Hin norræna róm-
antík er betur túlkuð rr.eð má*
verkum og teikningum Rifc:s
listasafnið í Kaupmannahöfr
hefur sent þrjár teiknmgar vg
Nicolai Abilgaard ásamt má:-
verkum eftir Peter Christia’:
iSkovgaard og Jörgen Sonne
Frá Noregi eru mörg málverk
eftir Johan Dahl og frá Sví-
þjóð fimm teikningar eftir
Johan Tobias Sergel.
Það er af listsögulegum á-
stæðum, sem menn hafa valið
London fyrir þessa sýningu,
því í eina skiptið í sögunni,
sem Bretar tóku forystu i mál-
aralist var þegar Constable var
og hét og áhrif hans á Dela-
croix eru vel kunn.
Fjöldi frægra meistaraverka
eftir þá Turner, Blake, Cot-
man, Constable og Fusei' prýða
sýninguna.
ÞEIR FERÐAMENN, sem
heimsækja London næstu mán
uði ættu ekki að láta þessa
einstæðu sýningu fara fn.rn hjá
sór. Hinar fjölmörgu íallegu
myndir munu gleðja augu
þtjirra og þeir munu fá lif-
andi mvnrí af stefnu, sem ekki
einungis stýrði pennuni rit-
snillinganna og uenslum lista-
mannanna, heldur hefur einig
mótað veraldarsöguna á marg-
an hátt 02 áhrifa hennar gætir
mjög augljóslega ennþá í ýms-
um löndum.
4.346 krufningar gerðar á aldar-
fjórðungi á rannsóknarstofunni
Um þessar mundir eru
tír liðin síðan tilraunastofa Há
skólans við Barónsstíg tók til
starfa. Starfsemi stofnunarinn
ar er orðin mjög umfangsmik-
il og eykst með hverju ári.
Á fyrstu árunum voru fram-
'kvæmdar um 50 krufningar á
í ári, en nú eru þær um 300.
Prófessor Niels Dungal hefur
veitt stofnuninni forstöðu frá
fyrstu tíð.
Rannsókna.stofan var fyrst í
1 Kirkjustræti um átta ára bil og
i var það alls óviðunandi húsnæði.
S'tofnuninni áskotnuðust töluverð-
ar tekjur af l'ramleiðslu bóluefnis
gegn bráðapest í búfé og 1934
fluttist hún í það húsnæðí, sem
hún starfar í ennþá.
Prófessor Dungal kallaði blaða-
menn á sinn fund í tilefni þessa
afmælis stofnunarinnar. Sagði
bann, að fyrsta verkefnið, sem
i stofnunin átti við að etja hefði
| verið taugaveikin, sem var mjög
, skæð hér á landi um þær mundir
; og úr henni dó fjöldi manns ár-
lega. Var leitað að öllum tauga-
| sýklaberum og umhverfi sjúklinga
rannsakað mjög vel í því skyni.
Tókst að finna alla sýkilbera á
landinu og á tæpum tíu árum
tókst að útrýma taugaveiki og
hennar hefur ekki orðið vart
síðan.
Þá var og unnið að berklarann-
sókn,um, en segja má að nú sé bú-
ið að útrýma berklunum Unnið
\ið rannsóknir á barnaveiki og
lcitað að barnaveikissýklinum..
Barnaveiki hefur nú verið útrýmt
n-eð bólusetningum, en dauðsföll
sf völdum barnaveiki voru mjög
tið fyrir nokkrum árum.
Krufningar
llöfuðverkefni stofhunarinnar
hafa þó ætíð verið krufning líka.
Krufningarnar eru grundvölíur
undir alla íæknisfræði og læknis-
íræðinám i iandinu. Krufnirigarn-
sr hófust markvisst Jiér á landi, er
stofnunin fluttistí húsið 1934. Hafai
(Framhald á 8. síðu).