Tíminn - 19.08.1959, Blaðsíða 10
10
T í M I N N, miövikudcgiim 19 ágúst 195St
Landsleikurinn í Idrætsparken: ÍSLAND - DANMÖRK 1:1
Danir jöfnuðu er 8. mín. voru eftir og þús. stóðu á
öndinni er Þórólfur var í dauðafæri í leikslok
Sveinn Teitsson skoraði fyrir fsland er 28 mín. voru af leik. - Henning Enoksen jafnaði fyrir
Dani, er 8 mín voru til leiksloka. - Helgi Daníelsson varði af frábærri snilld. - Liðið allt rneð
Ríkarð Jónsson sem driffjöður barðist djarft og drengilega unz dómari flautaði leikinn af.
Árangur íslenzka landsliðs-
ins í leiknum við Dani í gær-
' kveídi varð betri en hinir bjart
sýnustu þorðu að vona. Þeir
borðust með elju og dugnaði
frá byrjun til enda og sýndu
með þvá að þe'ir eru mienn
orða sinna, því fyrir leikinn
höfðu þeir allir sein einn látið
orð falla um það að þeir ætl-
uðu sér að selja sig dýrt, þótt
þeir vissu að Danir væru betri
knattspyrnumenn. Þeir létu
ekkert á sig fá, þótt þeim
væri sagt að Danir væru nú
mun sterkari en er þeir léku
hér í Reykjavik í sumar, væru
í betri æfingu og ekki þreyttir
eftir erfitl keppnistímabil. Al-
mannarómur í Danmörk'U var
sá að Danir myndu vinna með
nokkrum mun og fyrirliði
danska landsliðsirs, Poul Ped-
ersen sagðist ekki vera ánægð-
ur nema að Danir ynnu með
minnst jafnmiklum mun og í
Reykjavík eða 4:2 — íþrótta-
fréttaritari Morgunblaðsins,
Atli Steinarsson sagði í blaða-
viðtali að spá sín um úrslit
leiksins væri 5:1 fyrir Dan-
mörku, því Danir væru stigi
fyrir ofan íslendinga hvað getu
shertir. —-
* ítaunin varð þó önnur.
í byrjun leiksins var íslenzka
liðið fremur taugaóstyrkt og
var eins og þeir væru að fikra
sig áfram og finna veikustu
bletti Dananna. Um miðjan
fyrri hálfieik fer verulega að
sjást festa komin í ieik þeirra.
Ákveðnin og krafturinn verð-
ur svipur Jeiksins og á 28. mín.
skorar Sveinn Teitsson glæsi-
legt mark, eftir sendingu frá
Þórólfi Beck. Eftir markið vex
krafturinn og sigurviljinn.
Marktækifæri skapast en glat-
ast. Vörn Dananna er sterk og
markmaðurinn frábær.
Danir láta þó ekki sitt eftir
íliggja. Með skipulögðum og
hröðum samieik ógna þeir ís-
lenzka markinu, en hvað eftir
annað er hættunni rutt frá
með góðum vnrnarleik ís-
lenzka liðsins. Við leikhié stóð
leikurinn 1:0 fyrir ísland.
r >
Fyrri landsleikir
Landsleikurinn í gærkveldi
\ar liinn áttundi i röðinni milli
Danmerkur og íslands. Danir
hafa ávallt unnið með nokkr-
um yfirburðum — þar til í gær-
kveldi að ísland var við það að
sigra Dani á heimavelli. Úrslit
ieikjanna hafa annars farið sem
hér greinir:
1946 Reykjavík 3:0
1949 Árósum 5:1
1953 Kaupmannahöfn 4:0
1955 Reykjavík 4:0
1957 Reykjavík 6:2
1959 Reykjavík 4:2
1959 Kaupmaiuiahöfn 1:1
;9
I þessum leikjum liafa Islend
ingar aðcins skorað 6 mörk.
Halldór Halldórssoh skoraði
markið 1949, Ríkarður Jónsson
og Þórður Þórðarson 1957,
Sveinn Jónsson, Þórólfúr Beck
og Sveinn Teitsson 1959.
■V—-__________________________
Síðari hálfleikur.
Fyrstu mínútur síðai; hálf-
leiksins sækja Islendingarnir
fast að marki Dana, en tekst
ekki að skora. Smátt og smátt
færist meiri kraftur í Danann
og þeir ná upp sínu bezta
spili og sóknarlotur verða
harðar og skjótar. Skotin
dynja að markinu, en Helgi
Daníelsson ver af undraverðri
leikni. — Dönum tekst þó
ekki að jafna fvrr en at*a mín-
útur eru til leiksloka, og þá
eftir mistök í ísler.zku vörninni.
Helgi hafði varið skot frá
Tommy Troelsen, en missti
knöttinn frá sér. Henning En-
oksen hafði fylgt vel eítir og
skoraði.
Hinir fjölmörgu áhorfcndur,
en þeir voru fleiri en nokkru
sinni fyrr er íslendingar hafa
leikið í Danmörku, lustu upp
taumlausum fagnaðarlátum.
fslendingarnir ekki af
baki dottnir.
fslendingarnir voru samt ekki
af baki dottnir, þób sigurmögu
leikarnir minnkuðu. Þ.er míi:-
útur sem voru til leiksloka
toörðust þeir allir sem ljón.
Samleikur Ríkarðs, Þóróifs og
Arnar var oft frábær, þeis:r
síðustu m;ínútur leiksins. ug
er þrjár mínútur eru til lc-iks-
loka leikur Þórólfur snilklar-
lega á miðframvörð Dmanna
og er einn fvrir framan mark
Dananna í dauðafæri, en mis-
tekst skctið og knötturinn
sneiðir stöng.
Á síðustu mín. leiksins fær
Þórður Jónsson sendingu frá
Ríkarði og er komin í markfæri.
Hinn snjalli bakvörður Erling
Lind Larsen tekst að verja skot
ið mefj að gera horn. Þrjátíu
sekúndur eru eftir er Þórður
spyrnir fyrir markið. — Spyrn-
an svífur vel fyrir, en of nálægt
markinu og markmaðurinn nær
knettinum. Leiknum lauk með
því, að Danir gerðu jafntefli
við íslenzka landsliðið.
Stór sigur.
íslenzka landsliðið hefur mefj
þessum leik sínum sannað svo
um verður ekki villzt, að knatt-
spyrnan á íslandi er í mikilli
framför, þótt menn hér heima
vilji ekki trúa því, að svo sé, —
einungis vegna þess hve knatt-
spyrnan hefur verið hér í mikl
um öldudal. Augu manna hljóta
því að fara að opnast fyrir því,
að sá tími er nú liðinn. Hinir
ungu leikmenn íslenzka lands-
liðsins hafa sannað í sumar, as
þeir eru á réttri leið. Þeir taka
æfingar sínar alvarlega og leita
uppi hvern þann fróðleik um
knattspyrnu, sem þeim gefst
kostur á. —
Danir eru viðurkenndir ein af
mestu og beztu knattspyrnu-
þjóðum heimsins. — Það er
því ekki hægt að segja að
skussar nái að gera jafnfefli við
Danska landsliðið. — Nei, sann-
leikurinn er sá, að við erum að
eignast landslið, sem mun verða
fært um að bera hróður íslands
um erlenda leikvelli. Öll ís-
lenzka þjóðin fagnar því þessum
árngri knattspyrnumannanna
okkar. Game.
t-------------------■>
Þeir hafa skorað
fyrir ísland
Landsleikurinn í gær var 25.
í röðinni, sem ísland hefur háð.
í þessum leikjum hafa íslend-
ingar skorað 37 mörk gegn 86.
— Mörk íslands í þessum leikj-
um hafa eftirtaldir menn skor-
að. Ríkarður Jónsson 13, Þórð-
ur Þórðarson 9, Albert Guð-
mundsson, Gunnar Guðmanns-
son, Þórður Jónsson og Sveinn
Teitsson 2 hver, Halldór Hall-
dórsson, Gunnar Gunnarsson,
Helgi Björgvinsson, Sveinn
Jónsson og Þórólfur Beck eitt
hver. í landsleiknum í gær lék
Ríkarður sinn 24. landsleik og
Sveinn Teitsson sinn 15., svo
með sanni má segja, að hann
hafi haldið vel upp á 15 ára af-
mæli sitt sem landsliðsmaður.
FráHalli
Símonarsyni
Það var mikil stemning hjá
íslenzka landsliðinu, er það kom
inn í búningsklefana eftir leik-
inn, enda óvænt úrslit; að ná
jafntefli í þessum 24. landsleik
íslands. Danir áttu mun meira
í leiknum, en upplilaup íslend-
inganna voru liættuleg og komst
danska markið oft í mikla hættu.
Lengi vel leit út fyrir sigur. —
Sveinn Téitsson skoraði mark
íslands á 27. mínútu leiksins, og
tókst danska landsliðinn ekki að
jafna fyrr en 9 mínútur voru
eftir. Þá voru Danirnir í upp-
lilaupi liægra megin, seni virtist
vera hættulaust, en Enoksen
tókst að skjóta framhjá Herði
og skora með föstu skoti. Helgi
liafði enga möguleika að verja.
Frammistaða Helga í markinu
var frábær og var liann bezti
maður liðsins. Vörn íslenzka liðs-
ins kom á óvart. Hörður sýndi
mjög góðan leik, og Hreiðar og
Árni voru góðir og oft á tíðum
heppnir. Sveinn og Garðar náðu
allgóðuin tökum á miðjunni. j
framlínunni var Þórólfur beztur,
en einlék þó fullmikið. Áhorf-
endur voru 26.400 og hrópuðu
Múkið til hollenzka dómarans,
sem dæmdi þó vel, og sömu-
leiðis stóðu sænsku línuverðirnir
vel í stöðu sinni. Hraðinn í leikn-
um var aldrei mjög mikill.
Danska landsliðið var mun betra
en í Laugardalnum í sumar.
Skotmenn þeirra voru þó ekki
hættulegir, enda vörn okkar oft
lieppin.
Þeir spáðu rétt
íslenzka landsliðið sannaði fyrir Dönum í Idrætsparken í
gærkveldi, að kvíði þeirra fyrir því að íslendingarnir gætu komið
á óvart var ekki nein goðgá. — Þúsundir danskra áhorfenda
— fleiri en nokkru sinni fyrr — sýndu landslðinu okkar þá
virðingu að mæta á áhorfendapöllunum, og í lieiðursstúku sat
Friðrik níundi Danakonungur, ásamt fríðu og virðulegu föru-
neyti. Annar honum á vinstri hönd, sat forseti ÍSÍ, Benedikt
G. Waage og við hlið hans forinaður KSÍ, Björgvin Schrain.
Geta, ákveðni og sigurvilji íslenzka liðsins kom öllum er á
horfðu svo á, óvart, að fram á síðustu mínútur leiksins var
það álit manna að það yrði litla ísland sem færi til Rómar, en
ekki stórveldið Danmörk. — Danski þulurinn sem lýsti leikn
um tók hvað eftir annað andköf er hann stundi þessari stað-
reynd fram. Er Dönum lánaðist að jafna er aðeins 8 mín. voru til
leiksloka var sem áliorfendur höfðu gleypt himinn og jörð.
Fögnuðurinn var svo gífurlegur. Og er Þórólfur Beck var frír
fyrir opnu marki er þrjár mínútur voru til leiksloka, stóðu
allur áliorfendaskarinn með öndina í hálsinum.
í ummælum þeim er birt voru hér á síðunni í fyrradag og
höfð voru eftir íslenzku landsliðsmönnunum og þjálfara þeirra
rétt áður en þeir liéldu til Danmerkur, skín glögglega í gegn að
þeir voru allir sem einn ákveðnir í að gera sitt bezta, og um
fram allt að koma sem mest á óvart. Þeim var öllurn ljóst, að
við ofurefli var verið að etja, sem aðeins samheldni, kraftur og
ódrepandi sigurvilji gæti unnið á. —
Er til Danmerkur kom afþökkuðu þeir öll tylliboð, en sannan
vilja sinn til að standa sig og verða þjóð sinni til sæmdar sönn-
uðu þeir bezt í leiknum sjálfum, og hófu með árangri sínum
íslenzka knattspyrnu að mun upp úr þeim öldudal, sem hún
hefir verið í allt frá stríðslokum.
Allir sannir knattspyrnuunnendur fagna af einlægni þessum
frábæra árangri íslenzka landsliðsins og færa því þakkir. Game.