Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 3
3 1' í M I N N, sunnudaginn 13. september 1959. UNGFRÚ REYKJAVÍK: Amma kenndi mér að kveða rímur I Fegurðardrottningar eru nú orðnar nokkuð margar á fs- landi, þó ekki sé langt síðan stofnað var ti! fyrstu keppni um þann titil hér á landi. Sumt fóík segist meira að segja vera hætt að kippa sér upp vsð það. þótt ný feourð- ardrottning hafi verið kjörin. Nú nýlega fór fram í Tívolí samkeppni um titilinn ungfrú Reykjavík og þar komu fram margar Ijómandi snotrar og fallegar stúlkur. Ein þeirra bar þó af eirts og við var búizt. En það er ekki eingöngu þess vegna, sem við gerum Ester Garðarsdóttur að umtalsefni hér á síðunni í dag, heldur sakir þess að hún er frábrugð in öllum þeim fegurðardrottn- ingum, sem hér hafa komið fram frá upphafi. Hún er tvímælalausí ein hin fríg asta og gervilegasta stúlka, sem hlotið hefur þetta hnoss en þar að auki sker hún sig úr drottningar hópnum á ýmsan annan hátt, þó ekki væri nema fvrir það að hún kann að kveða rímur og ætlar að verða ljósmóðir en ekki flugfreyja. Ester er 24 ára að aldri, fædd á Fáskrúðsfirði austur og kveðst vera komin af prestum í 16 ætt- liðu en frönskum sjóræningjum og dönskum selstöðukaupmönnum í bland. Og Rúna 'Brynjólfsdóttir hefur sagt okkur að Ester geti orðið óírúlega lík Birgitte Bardot, þegar hún notar vissa tegund af „make-up“. Þær skyldu þó aldrei vera skyldar, stöliurnar. Annað eins gæti nú gerst. Við hittum Ester um daginn á Röðli 'þar sem 'hún var að söng- æfingum undir leiðsögn Árna Elfar. Hún hefur fallega og við- felldna söngrödd en sagðist vera óskaplega feimin við míkrafón- inn. Og hún var staðráðin í því að koma ekki frani opinberlega fyrr en hún hefði öðlast fullan styrk og öryggi í framkomu. —, Það sem ég á annað horð geri, það vil ég gera vel. Við þykjumst geta trúað lesend um fyrir því, að ekki verði þess langt að bíða að fólki þyki jafn mikil unun að því að hlýða á rödd Esterar og að horfa á andlit henn ar, vaxtarlag og limaburð uppi á palli. Milli þátta spurðum við Ester um ævi hennar, áhugamál og framtíðardrauma. — Ég er alin upp fyrir austan IlllllllllllllIltlllllllllllllllllllllllltlllllllllKllllllllllllllllll i 33rjóit i I 93 I mitti 1 | 60 | nijaSniir j I 93 I imiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiimiiiiiiimiuiimiiiim til 16 ára aldurs, segir Ester, for- eldrar mínir eru Guðbjörg Guð- mundsdóttir og Garðar Kristjáns- son útgerðarmaður. — Svo fórstu suður eins og allar stúlkur? — Já, ég var ráðin stofustúlka á Bessastöðum hjá Sveini heitnum Björnssyni forseta. Það var góður maður. Þar gekk ég um beina þeg ar Eisenhower var gestur forset ans. Eg var ákaflega upp með mér af því. Eisenhower var hinn ljúfasti, hann klappaði mér á koll inn og brosti til mín breiðu brosi. — Helztu áhugamál? — Söngur. Aftur söngur. Eg hef afskaplega gaman af að syngja. Eg hef þó aldrei sungið opinberlega en er í tímum hjá Árna Elfar. — Jlyggstu kannski verða dæg úrlagasöngkoaa? — Nei, langt í Jrá^ ég ætla að til Mallorca. Hvenær ætlarðu að notfæra þér þau? — Eg fer ekki til Mallorca. Eg ætla frekar að taka út peningana, borga með þeim námið. — Langar þig ekki út? — Jú, ég hef aldrei komið út. En það verður að bíða betri tíma eins og svo margt annað. Námið gengúr fyrir öllu öðru, — En áhugamálin, hvað með þau? — Þar er söngurinn efstur á blaði. — Eftirlætis söngvararnir? — Doris Day, Ella Fitzgerald Guðmundur Jónsson, Jón Sigur- björnsson og Elly Vilhjálms. Og gleymdu ekki elskunni, honum Hauki Morthens. — Ifvaða lög viltu helzt syngja? — Öll. Einkum þó Danny Boy. Það finnst mér dásamlegast. — Og fleiri áhugamál? — Fjallgöngur. Eg kann hvergi betm’ við mig en á Þórsmörk. Þar hef ég gengið á hvern tind. Þar að auki þykir mér gaman á skíð um og líka hef ég fjarska gaman af að synda. Eg hef líka gaman af að fara í leikhús, en nótabene á- horfendamegin. Eg hef aldrei geng ið með leikkonu í maganum. Það er af og frá. Eg man ekki fleira upp að telja. Eg hef tvisvar kom ið á hestbak og datt af baki í bæði skiptin. Það er ekki vert að minnast á það. ★ * — En segðu okkur? Þeir eru áreiðanlega marg'ir piltarnir sem langar að vita hvort þú ert ólofuð. — Eg er laus og liðug, svarar Ester, — engum lofuð. — En hvernig viltu hafa eigin- manninn? — Ilann á að vera hár og grann ur, bláeygur. j — Með skegg? ■ — Skegglaus, svarar Ester á- kveðin, hins vegar gerir ekkert til þó hann hafi gleraugu. Það er að Isegja, ef hann þarf þess með. Að öðru leyti vill Ester ekki segja okkur hvernig hún vOl hafa ■ eiginmanninn. | — Og segðu okkur svo a‘ð lok- um eitthvað um fegurðarsamkeppn ina. Varstu ekkert óstyrk? — Eg á bágt með að svara því, Ester afgreiðir í snyrtivöruverzluninni Hygea. ViSskiptin jukust að mun eftir keppnina. Þarna er einn sem hafði ætlað að safna skeggi en skipti um skoðun eftir fegurðarkeppnina og fór niður í Hygea að kaupa rakblöð. Ester æfir söng undir leiðsögn Árna Elvar. En það þarf enginn að kenna henni að kveða rímur. Hún ætiar sér að stunda dægurlagasöng til að standast kostnað við Ijósmóðurnámið. Hins vegar get ég sagt þér að ég var ekki með lakkaðar neglur nema á annarri hendinni. Hin hafði gleymzt. Skyldi nokkur hafa tekið eftir því? Eg var alla tíð sannfærð um að ég myndi ekki vinna. Hinar stúlkurnar voru svo ægilega sæt- ar. Ég hef aldrei orðið eins hissa eins og þegar ég heyrði úrslitin. Eg ætlaði varla áö trúa því. — Hvað sagði fjölskyldan? — Eg fékk heillaskeyti að aust- an. ,— Og vinnuveitandinn? Hvað sagði hann? Ester vinnur um þessar mundir í snyrtivöruverzluninni Hygea í húsi Reykjavíkur Apoteks. — Hún var líka fjarska ánægð. Salan tvöfaldaðist daginn eftir keppnina. FólkiÖ kom að horfa á þennan grip sem hafði fengið titil- inn ungfrú Reykjavík 1959. Og það hefur sannarlega eng- inn verið svikinn á viðskiptunum í Hygea þann daginn. Vift vitum um einn sem hafði ætlað sér aö safna skeggi. En daginn eftir keppnina fór hann niður í Hygea til að kaupa rakblöð. Við náðum raunar mynd af honum meðan á athöfninni stóð. (Ljósm.: STUDIO). — Já, það er satt, svarar Ester, amma min kenndi mér að kveða. Eg hef alltaf haft gaman af að kveða. Hvað skyldu þær annars vera margar stúlkurnar á hennar aldri sem kunna að kveða rímur. __Hver er uppáhaldsríman þín? Ester er dýravinur mikill. Þó er henni ekkert um köngulær gefið. Hér __ Hún er svo agaleg að ég vil sést hún meS hvutta í fanginu. Hann heitir Surtur og þa3 vildu víst ekki segja það, svarar Ester Og margir vera í sporunum hans þarna á myndinni. — (Ljósm. G. Einarsson). hlær mikinn. Hún hefur einstak leg'a fallegar tennur. — Hvað um ljósmóðurnámið? Er það langt og erfitt? — Námið sjálft tekur eitt ár. Eg hef nokkurn undirbúning, því ég hef starfað á fæðingarstofu Guð rúnar Halldórs í tæp tvö ár. Þar fannst mér reglulega skemmtilegt að vinna. Eg get ekki hugsað mér neitt unaðslegra en nýfædd börn, organdi af angist nýkomin í heim inn, þessi litlu grey sem ekkert geta, ekkert vita . . . — Segðu mér, verðlaunin, ferð verða Ijósmóðir. En ég vonast til að hafa einhverjar tekjur af söngn um svo ég geti staðið undir náms kostnaðinum. — Ljósmóðir? Ekki flugfreyja? — Nei, ég er frábitin allri flug freyjurómantík. Mig hefur langað til að verða ljósmóðir allt frá því ég fór að gera mér grein fyrir .sjálfri mér. — Það er óvenjulegt. Ester brosir. Það var óvenjulegt bros. Hún brosir öðruvísi en aðrar stúlkur. Og hún er líka öðruvísi en flestar stúlkur. Það er ekki bara yndisþokkinn sem sker hana úr hópnum. — Mér er sa.gt að þú kunnir að kveða rímur? ★ ★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.