Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, sunnudaginn 13. ^eptcmber 195ft 2 : Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINK Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarimsra. « Skrifstofur í Edduhúsinu viO Lindarght* ■; : y rrr : • Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303, 1830» o* 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaOamenm). ; Auglýsingasími 19623. - AfgreiOsian 1219 im ÍfflSit Prentsm. Edda hf. Slmi eftir kl. 18: ÍSMI * ■ t. * «*• á '* « fe « í FYRIR örfáum áratugum var ísland í stjórnarfarsleg- um efnum, ekkert annað en eins konar dönsk nýlenda. Lífskjör þjóðarinnar og að- buð öll var og í fullu sam- ræmi við það. Hún stóð, að flestu leyti í sömu sporum og hún gerði við upphaf sitt. Byggingar' yfir fólk og fénað voru sams konar moldarkof- ar og notazt hafði verið við í aidaraðir. Ræktunarmenn- ing stóð á svipuðu stigi og fyrir hunduðum ára. Fiski- skip voru flest smáir og lífs- hættulegir árabátar. Vegir ekki annað en götuslóðar, sem fætur manna og dýra höfðu troðið á göngu sinni um aldir. Einstakir menn áttu miklar eignir, en almenningur allur bjó við fátækt og skort, svo að ekk- ert mátti út af bera, til þess að verulegur hluti þjóðar- innar færi ekki á vergang, og þannig mætti halda áfram að rekja. Æskan í dag þekkir að vísu þessa sögu, en hún hef- ur ekki lifað hana. Samt eru þéssir tímar ekki lengra und an landi en svo, að eldri menn muna þá glöggt. Sá, sem lítur yfir landið i dag, sér óvíða menjar þess liðna. Hann sér nútíma þjóð i nýju landi. Hér hafa, á til- tölulega fáum árum, gerzt þær breytingar, sem annars sta'ðar hafa tekið aldaraðir. ALLIR sæmilegir menn fagna þessum umskiptum. En eitt sinn er íhaldið hafði beðið eftirminnilegan kosn- ingaósígurj lét einn aí mátt- arstólpum þess svo ummælt, að það þyrfti ekki aðeins að skapa nýtt land, heldur nýja þjóð. Þetta var að vísu á fyrstu árum hinnar al- hliða upbyggingar. Það hafði verið brotið í blað vegna auk inna áhrifa umbótamanna og engum dulizt aö hverju þeir stefndu. Báðir aðilar vildu skapa nýtt land og nýja þjóð. En svo skildu leið- ir. Stefna umbótamannanna er ísland í dag. íhaldsmað- urinn sá, aö gamli tíminn var að kveðja. Og hann harm aði það. Hann óskaði annars konar endurfæðingar: að vinnandi fólk í sveit og við sjó, striti myrkranna á milli fyrir fáa menn, sem svo fái lifað í lystisemdum fyrir arð inn af elju ánnarra, og geti þannig með auðveldara móti en ella, haldið trúan vörð um kyrrstöðu og afturhald. Það er mannlegt og eðli- legt, aö áfturhaldið í land- inu harmi hina gömlu, góðu daga. En barátta þess fyrir því, að vinna aftur töpuð lönd, hefur nú tekið á sig annaö snið en áður. Það er eðlileg afleiðing hins nýja tíma. Þess vegna heyrast ekki lengur harmatölur eins og þær, sem hér hefur verið vitnað i nema í tiltölulega þröngum hópi trúverðugra íhaldssálna. Nú er allri sókn- inni stefnt að þeim sjálfs- bjargar- og félagssamtökum almennings, sem ríkastan þáttinn hafa átt í aö móta og byggja upp það ísland, sem við þekkjum í dag. Samvinnufélög eða gróðafélög ÍHALDSBLÖÐIN eru öðru hvoru að skrifa um skatta- mál samvinnufélaganna. Rit smíðar þessar bera vitni um svo giórulausa fáfræð'i á ein- földustu undirstöðuatriðum samvinnufélagsskaparins, að furðulegt er að slíkt hyldýpi vanþekkingarinnar skuli fyr- irfinnast á miðri 20. öld og það hjá fólki, sem telur sig sæmiiega upplýst. Þessi mannskapur er full- ur yándlætingar yfir því, að tekujafgangur, sem úthlut- aður er félagsmönnum í h!ut- falii við vöruúttekt þeirra, er ekki talinn með skattskyld- um hagnaði samvinnufélaga og hið sama er talið að eigi að gilda um framlög af við- skiptum í stofnsjóði félags- maniía. Állir skynibornir menn vita, að úthlutun til félags- manna í samvinnufélögnm af tekjuafgangi félaganna, er alveg hliðstæð afslætti, sem menn kunna að fá í hlut falli við viðskipti sín, í við- skiptareikninga sína hjá kaupmönnum. Ekki er kunn- ugt að nokkrum manni hafi nokkru sinni dottið í hug, að slíkur afsláttur skuli teljast til tekna hiá kaupmönnum, og þeir skyldaðir til að greiða af honum skatt. NÁKVÆMLEGA sama gild ir um þær upphæðir, sem greiddar eru í stofnstjóðs- reikninga félagsmanna. Þær eru séreign félagsmanna, sem þeir eiga inni hjá við- komandi kaupfélagi. Ef slíkt fé væri skattlagt hjá kaup- félagi sem tekjur þess, þá þá væri það hliðstætt því, að afsláttur, sem kaupmað- ur hefði veitt viðskipta- manni, væru taldar tekjur verzlunareigandans, ef við- skiptamaðurinn léti afslátt- inn standa inni í reikningi sínum sem lán, en kaupmað urinn yrði að borga af fulla vexti og endurgreiða á sín- um tíma. Hvaða heilvita manni dettur í hug, að því- lík skatlagning væri eölileg og sanngjörn? Það eru hreinustu heimsk- yrði þegar íhaldið heldur því fram, að eignamyndun sam vinnufélaga sé í engu frá- brugðin því, sem gerist hjá gróöafélögum. Hún er vitan- lega allt annars eðlis. Sam- vinnufélögin eru öllum op- in, atkvæðisréttur í félögun- um er jafn og óskiptanleg- um sameignarsjóðum verð- ur ekki úthlutað til félags- Frá aðalíundi Stéttarsambands bænda: Framlenging ákvæða um sérfram- lög til jarðabóta nauðsynleg í gær var sagt hér í blað- inu nokkuð frá álvktunum aðalfundar Stéttarsambands bænda í framleiðslu- og verð lagsmálum Eftir er að geta allmargra ályktana fundar- ins, þeirra er allsheriar- nefnd fiallaði um. Framsögu- menn fyrir tillögum allsherj arnefndar voru Ásgeir Bjarnason og Þorsteinn Sig- fússon. Hlutur landbúnaðarins Eftirfarandi tillögur frá alls- herjarnefnd voru allar samþykkt- ar samhljóða: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda skorar á stjórn sambands- ins að gera sérstakar ráðstafanir til að kynna landsmi.nnum hver sé hlutur landbúnaðarins í þjóðar búinu, svo öllum megi vera ljóst efnahags- og notagildi hans fyrir þjóðarheildina". Sérframlög til jarðabóta „Aðalfundur Stéttarsambands bænda mælir fastlega með því við Alþingi, að það framlengi lög nr. 48 frá 28. maí 1957 um sérframlög til jarðabóta á þeim jörðum, sem ræktun er skemmst á veg komin og nái framlengingin til tímabils- ins 1962—1966“. Sama verð á raforku „Aðalfundur Stéttarsambands bænda skorar á raforlatmálastjórn ina að hraða sem auðóð er rafvæð ingu deifbýlisins og að beita sér fyrir þvi, að raforkan verði seld sama verði til allra landsmanna". Þurrkun ræktarlands „Aðaifundur Stéltarsambands bænda telur framkomna tillögu frá Benedikt Kristjánssyni frá Þverá um skipulega þurrkun alls ræktanlegs votlendis sé mjög at- hyglisverð en lieyri fremur undir Búnaðarfélag íslands. Felur fund urinn stjórn StéttarFambandsins að koma málinu þar á framfæri til frekari athugunar“. Fé til stofnlána „Aðalfundur Stétlarsambands bænda telur brýna nauðsyn bera til, að stoínlánadeildum Búnaðar- banka tslands, veðdeild, ræktunar- sjóði og byggingasjóði, verði nú þegar útvegað nægilegt fjármagn til lána með svipuðum hætti og ekki í minni mæli en verið hefur að undanförnu. í því sambandi vil. fundurinn benda á að ýmis hérr.ð hafa ekki á því tímabili getað unnið að nauðsynlegum stofnframkvæmdum móts við önnur og þess vegna dregizt aftur úr. Væri dregið úr lánastarfsemi þessari rú, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi sveitir. Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að landbúnaðinum sé fyrir beztu, að lánsfénu sé beint að ræktun, byggingum og vélakaup- um til frumbýlinga og þeirra, sem dregizt hafa aftur úr í fram- kvæmdum, svo og til fyrirgreiðslu við jarðakaup, enn íremur til vinnslustöðva svo sem mjólkur- búa, sláturhúsa og frystihúsa. manna við félagsslit, heldur verða þeir áfram til afnota fyrir samvinnustarfsemina og í almennings þjónustu. Þetta er andstætt því, sem gerist um gróðafélög. Ef íhaldið trúir áróðri sín um um fríðindi samvinnu- félaganna, þvi lætur það þá ekki auðsöfnun sína falla undir þessi ákvæði með því að breyta gróðafélögum sín- um í samvinnufélög? Annan fundardag Stéttarsambandsins fóru nokkrir fundarmenn og gestir vestur í Gufudal og skoðuðu sig um í þeim sveitum. — Hér sjást þeir á tröppum Gufudalskirkju. Fræðsla og hvatning „Aðalfundur Stéttarsambands ins endurtekur áskorun sína frá fyrra ári til stjórnar sambandsins og Búnaðarfélags íslands um að auka fræðslustarf og hvatningu til bænda um votheysgerð og súg þurrkun. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjóru að s.iá til þess, að bændur eigi greiðan að- gang að hagkvæmum iánum til kaupa á súgþurrkunar!ækjum“. Fóðurtryggingasjóður „í tilefni af tillögu, sem aðal- fundinum hefur borizt um stofn- un fóðurtryggingasjóðs og eflingu Bjargráðasjóðs lýsir f.mdurinn y-f- ir þeirri skoðun, að heppilegasta lausnin sé að auka verulega fjár- ráð Bjargráðasjóðs og felur stjórn sambandsins að beita sér fyrir því ' ið ríkisstjórn og Alpingi að svo verði gert“. Flutningskostnaður áburðar „Vegna framkomirnar tillögu frá V-Skaftfellingum vill aðalfund ur Stéttarsambandsins beina þeim tilmælum til áburðarsölunnar að jafna flutningskostnað áburðar á lengstu landleiðum eins og á sér stað um sjóflutninga áburðar". Vinnuhjálp ti! heimila i „Aðalfundur Stéttarsambands bænda vill bcina því til sveitar- stjórna að vinna að því, að sem víðast sé hægt að veita heimihim vinnuhjálp, þegar veikindi ber að höndum 02 notfæra sér þá aðstoð, sem hið opinbera veitir til þess“. Kennarar á námskeið- um i dönsku og ensku Fræðslumálastjórn og Brit- ish Council efna nú í samein- ingu til námskeiðs fyrir ensku kennara í framhaldsskólum. Um leið stendur fræðslumála- stjórn fyrir sams konar náms skeiði fyrir dönskukennara. Námskeiðin verða haldin í Há- skólanum, og hefjast 15. þ.m. Búizt er við, að þau muni standa í hálfan mánuð. Á enskunámskeiðinu verður mikill fjöldi kennara, þar á meðal forstöðumaður British Counsil, W. R. Lee, lektor. Auk hans verða Donald Brander, sendikennari í ensku við Hákólann og fulltrúi BC hér á landi, Mrs. Marjorie Park- house lektor í ensku og fyrrver- andi fulltrúi BC, D. Stj. Reeves 1 fyrirlesari frá BC, Heimir Ás- kelsson lektor í ensku við Háskóla 1 íslands, og Glen,n Eyford, sérfræð ingur í kennslukvikmyndum. Auk þess mun R. Parkhouse aðstoða i við skemmtanir og fræðslu á : kvöldin. J Fyrirlestrar Dr. Lee mun flytja fyrirlestra- flokk um enskukennslu, e!nkum munnlega, og fjóra fyrirlestra um setningahreim (intonation). Mr. Brander flytur fjóra fyrirlestra um skáldskap, og mr. Reeves um -samtíðarhöfunda. Auk þess munu þau mrs. Parkhouse og Heimir Áskelsson, fiytja fyrirlestra um ýmis efni. Umræður munu verða haldnar á viðkomandi máli um nolkun kennsluiækja, svo sem kvikmynda og hljómplatna. Þar a^ auki verð ur haldin myndarleg bókasýning í Háskólanum, þar sem sýndar verða kennslubækur í ensku. Dönskunámskeið Dönskunámskeiðinu mun verða háttað á mjög svipáðan hátt, en öllu færri kennarar verða starf- andi við það.. Þeir eru þessir: Ágúst Sigurðsson, kand. mag., cand. mag. Sönderholm, sendi- kennari Dana við háskólann hér, og Ulla Albeck, lektor frá Kaup- mannahöfn Tilgangur Tilgangur námsskeiðanna cr, að koma á lifandi iungumálakennslu í skólum, en það er mál manna, að samkvæmt núverandi fyrir- komulagi sé hún harla þurr og staglkennd. Með þessu móti opn- ast ef til vill nýjar leiðir til þes-s að gæffa málfræðireglur nýju lífi og auðvelda kennslu tungumál- anna. Þátttakendum -verður skipt í hópa, og eru timar daglega. Nánis- skeiðin verða sett 15. sept. í 1. k'ennslustofu háskólan-s kl 8.45 ár- degis Þátítakendur munu verða 50—60.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.